Morgunblaðið - 12.04.1959, Blaðsíða 8
8
MORGVlSTiT. 4 Ð1Ð
Sunnudafrur 12. apríl 1959
Sigríðwr, Brynjólfur tengdapabbi. og tengdamamma (Nína Sveinsdóttir)
/ / á u m o r ð u m s a g t
Ilormónaspraufur og olíu-
leiðslur í gömlu Iðnó
LEIKFÉLAG Reykjavíkur hefur
undanfarnar vikur æft Túskild-
ingsóperuna eftir Bert Brecht, í
þýðingu Sigurðar A. Magnússon-
ai blaðamanns, undir leikstjórn
Gunnars Eyjólfssonar. Túskild-
ingsóperan gerði Brecht heims-
frægan á sínum tíma. Hún er mik
ið verk, textinn erfiður, viður-
eignar og Ijóðin einhvers staðar
á milli skáldskapar og Æra-
Tobba. Þau eru sungin við músík
eftir Kurt Weill, og þessi undar-
lega músík hefur þá náttúru að
smjúga inn í hverja taug áheyr-
andans eins og molryk með
lokuðum gluggum. Þegar við lit-
um inn á æfingu eitt kvöld í vik-
unni, var Carl Billich önnum kaf-
inn við að æfa sönginn með leik-
urunum. Það gekk vel, nema
hvað ein bassaröddin var einni
áttund neðar en allar hinar.
Þannig á það að vera. Það er allt-
af skemmtilegt, þegar einhver
syngur með sínu nefi án þess að
vera að hugsa um nefin á hin-
um. Svo fyllti rödd Jóns Sigur-
björnssonar hvern krók og kima
í salnum og buldi, þróttmikil og
sterk, á forvitnishlustum blaða-
mannanna. Jón leikur aðalpersón
una, skúrkinn Makkí hníf, sem
hefur myrt tvo spákaupmenn og
svívirt tvær ófullveðja systur
(„en þær sögðust vera yfir tví-
tugt“). Þannig er mórallinn í
þessu ágæta verki. Það er engin
reisn yfir honum, en hann er ná-
kvæmlega eins og hann á að
vera: Sem sé enginn. Þetta á sér
vafalaust allt einhverjar hlið-
stæður hér hjá okkur, en þó
mætti gera eina ískyngefandi
breytingu á þýðingunni, svo verk
ið verði enn aktúella á íslenzku
leiksviði, nefnilega þá að skipta
um nafn og kalla það: „Horfnir
bílar finnast hjá Olíufélaginu".
j Það var ekki laust við, að okk-
ur fyndist Jón Sigurbjörnsson
með köflum of sléttur í andlit-
inu fyrir þann skúrk, sem hann
á að framkalla á sviðinu. Við tók
um hann því afsíðis til að hvísla
í eyra hans þessari vafasömu, en
frumlegu spurningu:
f — Hvernig finnst þeT nú að
leika þetta hlutverk?
I Jón hrökk auðvitað við, því
hann átti von á miklu fínni spurn
ingu um sálarlíf og dýpstu hvat-
ir og allt þetta, sem er stjó^nað
úr brjóstholinu og þar fyrir neð-
an, en svona lágkúruspurningar í
hofi Þalíu, þar sem hinn stóri
andi reykvískra leikgagnrýnenda
svífur yfir vötnunum og Thor
Vilhjálmsson vill banna fúnum
kerlingum að borða konfekt á
milli setninga, nei takk — og
Jón ætlaði að strunsa fram í sal
og upp á svið og fara að syngja
hástöfum: „Á hverju lifa menn?
Á því að teyma, auðmýkja, pína,
svíkja. drepa, éta aðra menn, já
þannig lifa menn“. En við tókum
í öxlina á honum og sögðum með
yfirþyrmandi menningaráhuga:
— Varstu ekki lengi að velta
því fyrir þér, hvort þú ættir að
taka við hlutverki Makkís hnífs?
Hann svaraði:
— Jú.
Við sögðum:
— Þér hefur kannski ekki fund
izt þú vera nógu mikill skúrkur.
Jón sagði:
— Nei, það var ekki það. En
Makkí hnífur er ekki bara skúrlc-
ur. Hann er flott skúrkur. Og
svoleiðis fuglar eru dálítið vand-
meðfarnir.
Svo fór Jón upp á sviðið aftur
til að reyna að sannfæra okkur
um, að hann hefði kveikt í barna-
spítala.
Áður en æfingin hófst, drukk-
um við kaffi með nokkrum leik-
urunum. Við vissum deili á þeim
öllum, en nú fengum við að
þekkja þá undir augu. Starfs-
gleðin og samvinnulipurðin í
gömlu Iðnó eru til fyrirmyndar,
en það má auðvitað ekki segja
nema í afmælisræðum. Og um-
hyggjan fyrir verkinu, sem ver-
ið er að vinna, sýnir þá réttu af-
stöðu til lífsins. Hér er reynt að
kafa til botns í hlutunum og
dyggilega starfað eftir þeirri for-
múiu, að sá sem ekki skilur, hef-
ur ekki lifað. Enginn leikaranna
hefur fengið eyriskaup í margar
vikur þrátt fyrir mikið starf og
samt segir Guðmundur Pálsson,
gjaldkeri, að það kosti á annað
hundrað þúsund krónur að svið-
setja leikritið.
Vafalaust segja einhverjir, að
sagan um Makkí hníf sé ægilega
andstyggileg. En það er ekki rétt.
Það er hægt að gera ljótar sögur
fallegar og leiðinlegt fólk
skemmtilegt og það er hægt að
vera dálítið klúr eins og gamall
skútukarl án þess að umhverfast
og persónugerast í 3. síðustíl
Tímans upprisnum. Þrír af skúrk
um Makkís hnífs sitja við borðið
hjá okkur og sötra í sig biksvart
kaffið. Það fer lítið fyrir þeim.
Þeir eru dálítið ungpiulegir eins
og frænka Charleys. Þarna er
Árni Tyggvason og Baldur Hólm
geirsson og svo er Karl Guð-
mundsson þarna líka og talar um j
svarthærðar sonnettukonur við
Guðrúnu Stephensen. Brynjólfur
Jóhannesson, sem gegnir því
virðulega hlutverki innan
skamms að verða tengdafaðir
Makkís hnífs, segir að Karl sé
búinn að leggja um sitt hlut-
verk:
— Hann hefur nefnilega kom-
izt að því, að þetta er kynvill-
ingur, segir hann, og hlær ein-
hvern veginn undir gleraugun
eins og æfðir bókarar gera stund
um í bíómyndum.
Karl er spUrður af hverju
hann dragi þessa ályktun. Hann
svarar:
—r Ja, hann segist vita mun á
karli og konu.
Það hlýtur að vera skrítið að
leika hlutverk, 'sem segist þekkja
mun á karli og konu, sérstaklega
þegar maður heitir nú Karl með
stórum staf. En það er rétt, það
eru ekki allir svo lánsamir að
leika hlutverk, sem kann skil á
þessum tiltölulega litla muni. En
það er ekki tími til að velta því
lengur fyrir sér. Við ætluðum að
spyrja Sigríði Hagalín um henn-
ar hlutverk. Hún er unnusta
Makkís og síðar eiginkona og
leikur af þeirri list og innlifun,
sem hormónasprautur Bert Bre-
chts segja til um. Sigríður segir,
að hlutverkið sé erfitt og verði
erfiðara með hverri æfingu.
Brecht er nefnilega ekki allur
þar sem hann er séður frekar en
Jón Leifs. Hann leynir á sér eins
og lýsnar í skeggi Lús-Odda.
— En þú, Baldur, færðu ekki
góða útrás á sviðinu, köllum við
yfir borðið.
— Jú. Konan segir, að allir
karlmenn ættu að leika skúrk
niðri í Iðnó á kvöldin. Þá yrðu
þeir betri eiginmenn á daginn.
Sem sé: Baldur fær þægilega
útrás á sviðinu og konan er á-
nægð með árangurinn. En það
er annars undarlegt, hvað þeir
eiga auðvelt með að leika sæmi-
legan skúrk, sem eru fæddir norð
an jökla.
Baldur Hólmgeirsson bætir
við:
— Það hefur ekki bvarflað að
mér að diepa flugu síðan ég fór
að leika í óperunni.
Sigríður og Makkí hní fur.
Þarna er lausnin loksins fund-
in. Nú geta forvígismenn um
uppeldismál, sálgæzlu og gúð-
templerí tekið höndum saman
við Helga Hjörvar og skrifað
nokkrar blaðsíður í Morgunblað-
ið um „lausn á vandamálum
þjóðarinnar". Hún virðist ein-
faldlega vera sú að láta „vanda-
málin“ fá hlutverk við sitt hæfi á
sviðinu í Iðnó. Þar gætu olíu-
kóngar t.d. dundað við að leggja
ólöglegar olíuleiðslur undir leik-
sviðinu. En Baldur er ekki að
hugsa um svoleiðis hégóma.
Hann hleypur niður til að taka
nokkrar glennur á sviðinu og
segja stráKur upp á óraddað ká
og norðlenzku. En leikstjórinn
hrekkur við og fær eitthvað ljótt
fyrir hjartað, sem ekki má tala
um.
En nú fer skrunan mikla af
stað: Brynjólfur tengdapabbi ger
ist fyrirferðarmikill á sviðinu.
Verkefni hans er að vekja með-
aumkun og láta kísilhjörtu slá
og hunda gráta og við finnurn,
að hjörtu okkar slá örar og eitt
og eitt tár læðist niður kinnarn-
ar, þegar enginn sér til. Og svo
halda menn ,að þetta sé eitthvert
grín! Nei, þetta er ekkert grín
og þegar þræll eigin fýsna kemur
í heimsókn til tengdapabba, þá
mega frumsýningargestir fara að
I vara sig og gæta þess að detta
1 ekki úr úr rullunni, því þeirra
hlutverk er ekki ómerkara en
hinna á sviðinu og stundum erfitt
að taka ekki allt til sín, sem sagt
er. Svona er þetta, allt eitt lífs-
ins leikhús, kómedía með ýríngi
af tregedíu og misjafnlega áleitn
ar spurningar: Hveraig á að fara
út af sviðinu eftir fyrsta þátt?
Eða: Hvernig á að kveikja sér í
sígarettu í hléinu og drekka kók-
ið með sömu reisn og brezkur
aðalsmaður vískíblöndu eða gam
all fjallkóngur drukk eftir erfið-
ar göngur? Tómt stref eftir fyr-
irmyndum. Hvernig á að hlæja
og hvernig á að gráta? Hvernig á
að láta höfuðuð síga? Hvernig á
að horfa á tærnar á sér? Hvernig
á að hlaupa af sér lappirnar, svo
þeim verði ekki stolið undan
manni? Brakar í rúminu? Og
svo heldur æfingunni áfram, og
nú er komið að brúðkaupsveizl-
unni. Hún fer fram í hesthúsi og
er í fullkomnu samræmi við hinn
nýja móral: tveir hnífar og fjórt
án gafflar á borðum; presturinn
fer með diskinn með sér úr veizl-
unni. Alveg eins og hjá okkur —
En hér er enginn tími til
andagtar, það er komið
hlé og leikstjórinn gefur leið-
beiningar. En við fáum ekki að
heyra meira í kvöld, því Árni
Tryggvason er upptekinn sem
stendur. Hann er niðri í kjallara
að spila póker við Jón Eyjólfsson
og Áróru Halldórsdóttur. Ef það
verður mikið í pottinum á frum-
sýningunni, er ekki að vita,
hvernig fer. Það er undarlegt,
hvað sumir menn geta tekið hlut-
verk sitt alvarlega.
M
Gunnar Eyjólfsson leikstjórl rabbar um leikinn í hléi (þetta var áður en Árni fór niður í kjallara)