Morgunblaðið - 12.04.1959, Side 15
Sunnudagur 12. apríl 1959
MORCVHBLAÐIÐ
15
*** SKÁK 1Si
FRIÐRIK Ólafsson er ennþá einu
sinni lagstur í víking, og að þessu
sinni hélt hann í austurveg. Mót-
ið. er mannað allsterku liði með
tveim rússneskum toppum, þeim
Bmyslof og Bronstein. í fyrstu
umferð þreifuðu keppendur fyrir
sér og enduðu allar skákir með
jafntefli, þegar undan er skilin
skák Aronins og Smyslof. Rúss-
arnir hafa stillt upp efnilegu liði
með „toppunum“, og er Boris
Spassky þar fremstur í flokki.
Það er ekki kostur á að birta
sýnishorn af taflmennsku allra
keppenda en það væri skemmti-
legt og fróðlegt að athuga sér-
einkenni þessara skákjöfra. Ég
vel því Spassky úr hópnum með
tilliti til þess að skákstíll hans er
tilþrifamikill og skarpur. Athuga-
semdir eru að mestu teknar frá
Dr. M. Euwe, sem mun hafa
stuðst við athugasemdir S. Flohr.
Teflt á skákþ. U.S.S.R. 1956.
Hvítt: B. S^assky.
Svart: I Boleslafsky.
Kóngs-indversk vörn.
1. d4, Rf6; 2. c4, g6; 3. Rc3, Bg7;
4. e4, d6; 5. f3, 0-0; 6. Be3, e5;
7. d5, c5 Hér eru margar leiðir
fyrir svart, en þessi leið þótti
happadrýgst á þessum tíma. 8.Dc2
Einnig er 8. Dd2 viðeigandi leikur
8. — Re8; Samkvæmt áætlun, ef
svartur bíður átekta sækir hvít-
ur fram á kóngsvæng og svarta
kóngnum er hætta búin 9. 0-0-0,
Í5; 10. exf5, gxf5; 11. Bd3, Ra6;
12. a3. Hvítur fyrirbyggir rétti-
lega Rb4 12. — Df6. Betra var
12. — Re7 og svartur þarf ekki
að óttast 13. g4, vegna 13. — e4;
14. bxe4, f4 og siðan Bxg4 13.
Rge2 Hótar g4 13. — Bh6 Hálf-
gert neyðarbrauð, en hvað á að
gera. 14. Dd2, Bxe3; 15. Dxe3,
Rac7; 16.1'! Fyrsti 1; killeikurinn.
Ef 16. — exf4. Þá verður f-peð
svarts veikt. 16. — e4. Þá
sprengir hvítur upp stöðuna með
g4, 16. — Bd7; 17. g4 Hótar að
einangra e-peð svarts. 17. — exf4?
Betra var fxg4, þar sem hinn
gerði leikur leiðir til erfiðara
endatafls. 18. Rxf4, De5; Slæmt
væri hér 18. — fxg4; 19. Rh5, Df7;
20. Dh6 með hótuninni Hdfl. 19.
í Dxe5 dxe5; 20. Rh5 Hvítur vinn-
ur a-peðið strax aftur eftir 20. —
fxg4; 21. Zldel 20. — Rd6; 21.
Hhfl Ekki 21. — fxg4; 22. Rf6f
21. — Hae8; 22. gxf5, e4; Eftir
22. — 3xf5; 23. Bxf5, Rxf5; 24.
Re4 og vinnur fljótlega 23. Be2,
Bxf5; 24. Hf4! Eykur þrýstinginn
á Bf5 sem ekki má hörfa vegna
Rf6f einnig • er e-peð svarts í
hættu 24. — He7; 25. Hdfl, Hef7;
Boleslafsky er nú tilbúinn með
Rd8 ásamt Bg6 síðan hrókakaup-
um og eyða síðan öllum hættum
ABODEFGH
Staffan eftir 25. — Hef7;
með Kf7-f6-e5; 26. h4! Sterkur
leikur. Hvitur hótar að vinna e4
með 27. Rg3, Bg6; 28. Hxf, Hxf;
29. Hxf7, Bxf7, ef 29. — Kxf7;
30. h5 og vinnur, og nú fellur
e-peðið. 26. — Bg6. Vel leikið, en
ekki fullnægjandi. Nauðsynlegt
var 26. — h6; 27. Rf6f, Kg7; 28. h5
Óbein völdun á Rf6, t. d. 28. —
Hxf6; 29. h6f! og vinnur skipta-
mun. 28. — h6; 29. Hgl! Hxf6;
30. Hfg4, Rce8; 31. Kd2, Hf4;
32. Hxf4, Hxf4; 33. Hxg6t, Kh7;
Til þess að tryggja öryggi e4-
peðsins hefur svartur orðið að
gefa upp 6. línuna, en á henni
þarf hann að valda frelsingja
hvíts. 34. b4! Fyrsta skrefið er að
einangra c5-peðið. T. d. 34. —
cxb4; -5. axb4 og vinnur. 34. —
b6; 35. bxc5, bxc5; 36. Rb5! Ann-
að skrefið er að sundra styrkleika
Rd6 36. — Rf7; 36. — Rxb5 37.
cxb5, Hf6; 38. Hxf6, Rxf6 39. d6
og svartur berst í vonlausri að-
stöðu. 37. Hc6 Einnig var 37. d6
afgerandi. 37. — Rf6; 38 Hxc5,
a6; 39. Rd4, Hh4; 40. Hc7, Kg8;
41. c5 gefið.
IRJóh.
LAUSN á skákþraut: Rg5!, g6;
2. Re4, g5; 3. Rc3. g4; 4. Rca2!,
bxa2; 5. Rc2 mát.
70 manna hópur
KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 10.
apríl. — Hingað komu í morgun
tvær bandarískar flugvélar er
fluttu hingað í snögga heimsókn
70 manna hóp, sem er á nám-
skeiði á vegum NATO. Varnar-
liðið tók á móti hópnum með
hornamúsík og sérstökum heið-
ursverði. Héðan var svo ekið til
Reykjavíkur og þar mun utan-
ríkisráðuneytið hafa haft veg og
vanda af móttökum fyrir hinn
fjölmenna gestahóp. Hafði hópn-
um verið boðið til árdegisverðar
í Lidó, en síðan í ökuför um bæ-
inn. Héðan var gert ráð fyrir að
hópurinn færi í nótt.
Guðmundur Ólafsson
Sámsssöðum sextugur
Á MORGUN, 13. apríl, verður
Guðmundur bóndi Ólafsson á
Sámsstöðum í Hvítársíðu, sextug-
ur. —
Guðmundur er sonur Ólafs Guð
Guffmundur Ólafsson
mundssonar og Margrétar Sigurð-
ardóttur, sem bjuggu á Sámsstöð-
um. Voru þau hjón bæði Borgfirð-
ingar. Höfðu þeir ættmenn Guð-
mundar búið á Sámsstöðum um
langt skeið, en Margrét móðir
hans var af hinni kunnu Helga-
vatnsætt. Var hún frá Neðra-
Nesi í Stafholtstungum. Guðmund
ur er því kominn af góðu fólki í
báðar ættir.
Guðmundur hóf búskap á Sáms-
stöðum er hann var á fertugs
aldri. Bjuggu þeir þá um skeið
tvíbýli feðgarnir. Er Ólafur Guð-
mundsson missti heilsu, tók Guð-
mundur við öllum búsforráðum á
Sámsstöðum.
Guðmundur reyndist, eins og
faðir hans og afi, ágætur búmað-
ur. Hann hefur setið Sámsstaði
prýðisvel og bætt jörðina og h úsa
kost á nargan hátt. Þeir feðgar
lögðu fyrr í jarðabætur en algéngt
var og hefur það reynzt afkomu
Sámsstaðaheimilisins giftudrj úgt.
Sámsstaðaheimilið hefur jafnan
verið myndarheimili. Hafa þær
húsfreyjurnar á staðnum átt
drjúgan þátt í sköpun þess. Kona
Guðmundar var Sigríður Brands-
dóttir Daníelssonar fræðimanns
og bónda á Fróðastöðum í Hvítár-
síðu. —
Var hún kennari að menntun,
hin mesta merkiskona. Hún er nú
látin fyrir allmörgum árum. Lézt
hún er yngsta barn þeirra hjóna
var á fyrsta eða öðru ári.
Þau hjón áttu saman þrjú börn,
sem öll eru á lífi og hin mann-
vænlegustu.
Guðmundur bóndi er fremur
hlédrægur maður, eins og faðir
hans var. En hann er traustur
maður og vel gefinn og gengur
að hverju verki og málefni af trú
mennsku og samvizkusemi.
Guðmundur er því vel virtur í
heimahéraði sínu -— og það með
réttu, þvi hann hefur reynzt sam-
ferðamönnum sínum raungóður í
hvívetna.
Vinir hans og Sámsstaðaheim-
ilisins senda honum árnaðaróskir
r sextugsafmælinu. ,
DRENGJAHLAUP Ármans verð-
ur háð sunnudaginn fyrstan í
sumri (26. apríl). Keppt verður
í 3 og 5 manna sveitum um bik-
ara, sem Eggert Kristjánsson og
Jens Guðbjörnsson hafa gefið,
handhafi er I. R.
Öllum félögum innan F. R. í.
er heimil þátttaka og skal hún
tilkynnt form. frjálsíþróttadeild
ar Ármans, Jóhanni Jóhannssyni,
fyrir 21. apríl.
%
LESBÓK BARNANNA
Njálsbrenna og hefnd Kára
35. — Þórhalli Ásgrímssyni
brá svo við, er honum var
sagt, að Njáll, fóstri hans, var
dauður og hann hafði inni
brunnið, að hann þrútnaði
allur og blóðbogi stóð úr
hvorri tveggja hlustinni, og
varð eigi stöðvað, og féll hann
í óvit, og þá stöðv»*i«t
Eftir það stóð hann upp og
kvað sér lítilmannlega verða
— en það myndi eg vilja, að eg
hefndi þessa á þeim nokkrum,
er hann brenndu inni, er nú
hefur mig hent.“
3«. — Eina nótt bar svo til
að Svinafelli, að Flosi lét illa
í svefni. Glúmur Hildisson
vakti hann.
Flosi mælti þá; „Kallið mér
Ketil úr Mörk.“
Ketill kom þangað. Flosi
mælti: „Segja vil ég þér
draum minn.“
„Það má vel,“ segir Ketill.
„Mig dreymdi það,“ segir
Flosi, „að ég þóttist vera hjá
Lómagnúpi og ganga út og
sjá upp til gnúpsins.“
3T. — „Opnaðist þá gnúpur-
Inn, og gekk maður út og var
i geitheðni og hafði járnstaf i
hondi. Hann fór kallandi og
kallaði á menn mína, suma
fyrr, en suma siðar, og nefndi
Þ* * nafn. Hann kallaði fyrst-
3kM Grlm inn rauða og Árna
Kolson. Þá þóttt mér undar-
lega við bregða. Mér þótti
hann þá kalla Eyjólf Bölverks
son og Ljót, son Halls af
Síðu, og nokkra sex menn. Þá
þagði hann stund nokkra.**
38. — „Síðan kallaði hann
fimm menn af voru liði, og
voru þar Sigfússynir, bræður
þínir. Þá kallaði hann aðra
fimm menn, og var þar Lambi
og Móðólfur og Glúmur, Þi
kallaði hann þrjá menn. Síðast
kallaði hann Gunnar Lamba-
son og Kol Þorsteinsson. Eftir
það gekk hann að mér. Þá
spurði eg hann að nafni, en
hann nefndist Járngrímur.
Hann laust niður stafnum,
og varð brestur mikill. Gekk
hann þá inn í fjallið, en mér
bauð ótta."
Fró. yngstu höfundunum:
— Ritgerðasamkeppni —
19. Voían í heyhlöðunni
P A B B I var að fara í
kaupstaðinn og ég átti að
gefa kúnum. Klukkan sjö
um kvöldið tók ég vasa-
ljósið mitt og fór út í
fjós. Ég þurfti að taka
hey í poka, því að pabbi
hafði ekki haft tíma til
þess áður en hann fór.
Ég varð því að fara innst
inn í geilina til að taka
heyið. Ekki var laust við,
að ég væri hálf myrkfæl-
inn, þó að ég hefði vasa-
ljósið.
Ég herti nú samt upp
hugann og fór inn í hlöð-
una. Þegar ég var búinn
að taka í pokann, heyrði
ég eitthvert þrusk fram
við hurðina.
Ég varð máttlaus af
hræðslu og missti vasa-
ljósið á hlöðugólfið, svo
það slokknaði á því. Ekki
tók þá betra við, því nú
var kolamyrkur. Mér
fannst ég heyra eins og
einhvern þyt uppi yfir
höfðinu á mér. Það var
ekki um að villast, að
þarna var vofa á ferli.
Allar þær draugasögur,
sem ég hafði heyrt svifu
mér óljóst fyrir hugskots-
sjónum og ég stóð eins og
stirðnaður af hræðslu.
Allt í einu hrundi snjór
frá einum glugganum. Þá
sá ég vofuna. Það var
bara lítill fugl, sem flögr-
aði þar um og reyndi að
komast út. Hann hafði
einhvern veginn komist
inn í hlöðuna.
Ég gat nú ekki annað
en hlegið að allri hræðsl-
unni í mér og flýtti mér
að sleppa fuglinum út.
Svo lauk ég við að taka
heyið og gefa kúnum.
Guðmundur Bjartmarsson,
10 ára.