Morgunblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.04.1959, Qupperneq 16
16 MORCVHBLAÐIÐ Sunnudagur 12. apríl 1938 Sjötugur í dag: Auðunn Sœmundsson frá Minni-Vatnsleysu AUÐUNN er fæddur 12. apríl 1889 að Minni-Vatnsleysu í Vatns leysustrandarhr., sonur hjónanna Guðrúnar Ólafsdóttur og Sæm- undar Jónssonar er þar bjuggu alla sína búskapartíð með mikl- um myndarbrag. Þegar þau létu af búskap 1913 tók Auðunn jörð- ina og kvæntist þá Vilhelmínu Þorsteinsdóttur frá Meiðastöðum í Garði. Var hún dóttir þeirra merku hjóna Kristínar Þorláks- dóttur og Þorsteinns Gíslasonar, er þar bjuggu og áttu fjölda barna. Vilhelmína og Auðunn höfðu bæði alizt upp á stórum og mynd- arlegum heimilum þar sem land búnaður og sjávarútvegur var stundaður jöfnum höndum, af f r iklum dugnaði. Landbúnað og sjávarútveg ráku þau hjónin á Minni-Vatnsleysu og hvortveggja í enn stærra mæli en áður gerðist, höfðu stærra bú og meiri garðrækt, en einkum jókst útgerðin, því þá komu vélbátarnir til sögunar. Auðunn var hamhleypa til allra landbúnaðarverka, en þar kom þó meira í hlut konunnar, þar sem sjómennska var aðalstarf Auðuns. Ungur fór hann að stunda sjóinn fyrst á opnum skipum, áraskip- unum gömlu, fyrst á áttæring er faðir hans átti og „Sæbjörg“ hét og síðan einnig á skútum. Strax og vélbátarnir komu byrjaði hann formennsku á þeim, fyrst á leigu- bát, en lét fijótlega byggja 12 lesta bát og nefndi „Sæbjörgu". Þótti það mikið skip þá og fært í flestan sjó, enda mikið boðið. Auðunn sótti sjóinn fast og aflaði mikið en oft voru þau árin erfið til útgerðar í fyrri heimsstyrjöld inni og eftir hana, óstöðugt verð- lag og erfiðir sölumöguleikar. Var þá þungur róðurinn hjá mörgum því þá þekktust ekki bætur eða styrkir til hjálpar útveginum þó að illa áraði. Það þurfti því dugn að, áræði og útsjón við það starf, allur fiskur verkaður heima. Það var ekkert smáræðisverk að þvo og þui-rka hundruð skippunda af fiski við þau skilyrði sem fyrir hendi voru þá. Það var oft mannmargt á Minni Vatnsleysu, sjómenn og landfólk. Sömu sjómennirnir voru oft ár eftir ár, því þó erfitt væri að sækja sjóinn frá Vatnsleysu, fast sótt og mikið fiskað og lítið sofið, mátu þeir mikils að Vera í góðu skiprúmi, þar sem treysta mátti öruggri stjórn og aðgæzlu og allri framkomu formannsins á sjónum og hans og húsmóður- innar í landi, enda nutu þau hjónin óskiptrar virðingar hjúa sinna. Og svo hinn stóri og dug- legi barnahópur þeírra hjóna, sem tóku strax og aldur leyfði þátt í störfum heimilisins. Vegna erfiðra staðhátta á Vatns leysu hætti Auðunri að gera þar út seldi bát’sinn, en gerðist þá formaður á stærri bátum frá verstöðvum við sunnanverðan Faxaflóa, sem þá voru að rísa upp við betri hafnarskilyrði og bætt ar aðstæðúr í landi. Um skeið var Auðunn fiski- skipstjóri á færeyskum skipum er fískuðu hér við land í net og voru gerð út af íslenzkum aðilum en með færeyskri áhöfn. Fór orð af því að alltaf væri Auðunn fyrstur að fylla sitt skip, sögðu Færeyingarnir að Auðunn vissi hvar fiskurinn væri í sjónum. Alla sína formennskutíð var Auðunn svo lánsamur að aldrei varð neitt að mannskap eða skipi hjá honum. Þótt oft væri teflt djarft og landtaka tvísýn. Árið 1938 veiktist Vilhelmína kona Auðuns mjög alvarlega og komst ekki til heilsu aftur. Flutti Auðunn þá til Reykjavíkur með sina stóru fjölskyldu. Það segir sig sjálft að það varð nágrönnum og sveitungum öllum mikil eftir- sjá er þessi stóra og góða fjöl- skylda flutti burt. Þau Vilhelmína og Auðunn eignuðust 13 börn. Eitt þeirra stúlku á 1. ári, Petru, misstu þau á Vatnsleysu. Árið 1939 missti Auðunn konu sína og nokkrum érum síðar 2 uppkomna syni, mikla efnismenn. Halldór dó tvítúgur 1943 og Pétur Guðjón dó 1949 þá einnig tvítug- ur. Höfðu þeir báðir gert sjó- mennsku að starfi sínu og voru miklar vonir við þá bundnar. Önnur börn þeirra eru þessi: Ólafía Kristín, gift Þórði Sig- urðssyni skipstjóra, Elin, gift Friðgeiri Eyjólfssyni, skipstjóra, Kristín gift Ólafi. Simonarsyni, skipstjóra nú lögregluþjóni, Guð- rún Petra, gift Stefáni Jóhanns- syni, vélsmið, Steinunn Jenný, ó- gift, Sæmundur skipstjóri, nú framkvæmdarstjóri, giftur Arn- dísi Thoroddsen, Þorsteinn, skip- stjóri giftur Oddrúnu Sigurgeirs- dóttur, Gunnar skipstjóri, giftur Gróu Eyjólfsdóttur og Auðunn skipstjóri, giftur Stellu Sigríði Eyjólfsdóttur. Allir eru synir Auðuns heppnir' og fengsælir togaraskipstjórar, enda þjóðkunnir. Einnig eru þrír af tengdasonum Auðuns skip- stjóralærðir og tveir þeirra kunri ir togaraskipstjórar. Mun þetta vera stærsta skiþstjórafjölskylda landsins. Þau Vilhelmína og Auðunn hafa skilað stóru dagsverki og lagt landi sínu og þjóð stóran skerf menningar og manndóms. Er auðsætt hvílíkt þrekvirki það hefur verið að sjá hinum stóra barnahóp farborða á tímum kreppu og allsleysis, án allrar opinberrar hjálpar og styrkja, svo sem nú tíðkast. Það var mikið áfall fyrir Auð- un er hann missti sína góðu konu. Vilhelmína sál. var merk kona og mikilhæf. Það var gott að koma á hið gestrisna heimili þeirra og ræða við þau. Þá kom i ljós við samræðu hve Vilhelm- ína var kona andlega þroskuð, trú uð og bænrækin með óbifanlegt guðstraust. Það er trú mín að bæn irnar hennar hafi dregið úr hörku veðranna og hafróti sjávar ins, sem eiginmaðurinn átti við að berjast með skiphöfn sinni á kol- dimmum vetrarnóttum, og hún var með stóra barnahópinn þeirra heima og hlustaði á gný storms- ins. Og svo missti Auðunn tvo upp komna syni, svo sem áður segir. Þetta allt var mikil og þung raun, en sem hann bar með karl- mennsku, því Auðunn er karl- menni í sjón og raun. Viðkvæmur og tilfinningaríkur en æðrulaus. Skapgerð hans er heilsteypt og framkoma öll traust og örugg. Sterk trú hans hefur áreiðanlega gefið honum styrk í erfiðleikum lífsins. Eftir að Auðunn hætti for- mennsku hefur hann stundað sjó inn á togurum með sonum sínum, og enn er hann á sjónum þó sjö- tugur sé, sem reyndar má vart á honum sjá, svo léttur er hann og hress. Ég óska þér Auðunn til ham- ingju með afmælið þitt. og ég þakka þér og fjölskyldu þinni fyrir alla vináttu mér og mínum auðsýnda. Bið ég þér og afkom- endum þínum blessunar guðs. Erlendur Magnússon. Kálfatjörn. r Attræðisaímæli ÁTTRÆÐUR varð í gær Angan- týr Arngrímsson, sparisjóðsstjóri. á Þingeyri í Dýrafirði. Angantýr e. SvarfdælingUr að ætt, sonur Arngríms Gíslasonar, málara, og Þórunnar Hjörleifsdóttur, prests Guttormssonar. Hann varð bú- fræðingur frá Hólum og vann um skeið að jarðabótum í Eyjafirði. Síðar hafði hann með höndum verzlun og útgerð á Dalvík. Fyrir rúmum 30 árum fluttist Angantýr til Dýrafjarðar og gerð ist þar verzlunarmaður og verk- stjöri hjá Antoni Proppe. Síðar varð hann sparisjóðsstjóri á Þing eyri. Angantýr er mikill myndar- og afbragðsmaður, greindur vel, söngvinri og góður dréngur. Hann er kvæntur Elínu Tómas- dótíur, prests á Völlum Hall- grímssonar. Eiga þau eina dóttur, Ingunni, sem er gift Magnúsi Amli á Þingeyri. Heimili þeirra Angantýs og Elínar hefur alltaf verið mjög gestrisið enda eru þau samval- ið fólk. « LESBÓK BARNAKN/. LESBÓK BARNANNA S ÞEGAR við drögum lyklakippu upp úr vasan- um, hugsum við venju- lega ekki út í það, að sama máli gegnir um læs- ingar og lykla eins og flestar aðrar uppgötvan- ir — miklar breytingar hafa átt sér stað á þeim, frá því að fyrstu tilraun- irnar voru gerðar. Elztu læsingarnar, sem þekktar eru, hafa fund- izt í rústunum af fornri, egypzkri höll. Læsingin er svipuð og sýnt er á mynd 1. Gríðarstórum tré lykli var ýtt inn í bjálk- ann, sem lokaði dyrunum að innanverðu. Á lyklin- um voru þrjú lóðrétt hök, og þegar honum var lyft, meðan hann sat inni í bjálkanum, ýtti hann þremur lokum nægilega hátt upp, til þess að bjálk inn féll niður. Lyklar Forn-Grikkja voru búnir til sem inn- sigli (mynd 2). Oft voru þeir skreyttir gulli og silfri og með fílabeins- skafti. Þeir voru svo þungir, að menn báru þá venjulega um öxl. Aftur á móti voru lás- arnir svo einfaldir, að það gerði ekkert til þó maður gleymdi lyklinum, það var auðvelt að onpa lás- inn með venjulegum nagla. Kæra Lesbók! Ég sendi þér hérna nokkrar skrítlur um leið og ég þakka þér fyrir alla skemmtunina. ★ Kennarinn: Hvað gerði Karl 12. í Noregi? Pétur: Hann dó. Kennarinn: Já, það gerði hann sannarlega, en gerði hann ekki eitthvað fleira? Pétur: Nei, það var það siðasta, sem hann gerði. ★ — Af hverju skyldi jólasveinninn ekki hafa gefið þér neina jólagjöf pabbi? Þú, sem ert alltaf svo þægur við hana mömmu. ★ — Þetta eru nú meiri þurrkarnir. Vatnsleysið er orðið svo mikið, að maður verður að nota sama vatnið mörgum sinn um. — Vonandi þó ekki til drykkjar. — Hvers vegna grætur hann litli bróðir þinn, drengur minn? — Hvernig ætti ég að vita það, hann kann ekki að tala. ★ Blaðamaðurinn: Hvaða ráð gefið þér nú æsku- mönnum nútímans, svo að þeir geti náð yðar aldri? Sá hundrað ára gamli: Þeir mundu allir ná min- um aldri, ef þeir væru ekki alltaf að deyja. Vertu blessuð og sæl. Lórelei. ★ Kæra Lesbók! Ég ætla að senda þér eina krossgátu, sem ég bjó til. Hún er svona: Lárétt: 2. mannsnafn. 3. ættir. Lóðrétt: 1. hjálp. 2. kvenmannsnafn. Sigurður Skúlason, 12 ára. / •—• Ráðningar Róðning á nafnagátu i 12. blaði: 1. ísleifur, 2. Dagur, 3. Grímur, 4. Björn, 5. Torfi, S. Ketill, 7. Ófeigur, 8. Páll. Viltu skrita mér Guðbjörg Björgvirisdótt ir, Dufþekju, Hvolhreppi, Rang. og Guðrún Joris dóttir, V-Garðsauka, Hvol hreppi, Rang., við stúlk- ur 13—14 ára. — Halldóra H. Kristjánsdóttir, Hafn- argötu 108 og Ásgerður Þ. Ingólfsdóttir, Hafnargötu 108, Bolungarvík, N-ísa- fjarðarsýslu, við pilta eða stúlkur í Ameríku, sem geta skrifað íslenzku, 12 til 13 ára. — Margrét Gísladóttir, Brekku, Hval firði, Borg., við pilta eða stúlkur 10—12 ára. — Ágústa Kristín Bass, Brekku, Hvalfirði, Borg., við pilta eða stúlkur 13 til 15 ára. — Sigríður Árnadóttir, Brimhala- braut 12, Vestmannaeyj- um, við pilta eða stúlk- ur 14—15 ára. — Jóel Þór Andersen, (við pilta 8—10 ára), og Júlía Petra Andersen (við pilta eða stúlkur 9—11 ára), bæði á Heiðarveg 13, Vest- mannaeyjum. Ásta María Jónasdóttir, Kirkjufelli, Vestmanna- eyjum, við pilta eða stúlk ur 11—13 ára —- Guðrún Þorsteinsdóttir og Ragn- heiður Narfadóttir, báðar að Lauíásvegi 57, Reykja- vík, við pilta eða stúlkur 9— 12 ára — Hafdís Alex- andersdóttir, Djúpadal, Hvolhfeppi, Rangáryalla- sýslu, við pilt eða stúlku 10— 12 ára —'Sigfúri Þor- láksdóttir, Hvolsvelli, Rangárvallasýslu, við pilt eða stúlku 13—14 ára. Skrítlur — Af hverjú eftu með kúlu á enninu? — Friðrik skellti á mig vatni. —• Þú færð nú várla kúlu af því. —- Nei, það var fláska utan um vatnið. ★ Nýgifti Skotinn var að stæra sig af konunni sinni: — Konan mín er svo sparsöm, sagði hann, — þegar hún skiptir um vatn á gullfiskinum, þá höfum við alltaf fiskisúpu í tvo daga á eftir. ★ Kennarinn: Af hverju greiddir þú þér ekki í dag, Óli? Óli: Hef enga greiðu. Kennarinn: Gaztu ekki fengið lánaða greiðuna hans pabba þins? Óli: Hefur ekkert hár! ★ — Mamma ,er það satt, að eg hafi fæðst klukkan þrjú um nótt? — Já, vina mín! — Eg hef þó vonandi ekki vakið þig?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.