Morgunblaðið - 12.04.1959, Page 17
Surtrmrlíwmr 12 nnríl
IMORCUNfíT.AÐIb
17
^Jimmtuc^ur ung,linc^ar hlc
L
eypur upp mmin-
trjónurnar cí 'Uatnóe nJa ci 4—5 mínutum
önnur háa stöngln á Vatnsenda-
hæð — Martin stendur á palli
neðst í stönginni.
VAFALAUST hefur mikill meiri
hluti landsmanna séð háu loft-
netsstengurnar á Vatnsendahæð-
inni ofan við Reykjavík. Þær
skaga 150 metra mót himni og
hafa staðið af sér öll veður síðan
1930 er þær voru reistar. Ef til
vill vita ekki allir útvarpshlust-
endur, að stæðu ekki þessar him-
intrjónur þarna á Vatnsendahæð-
inni fengju landsmenn ekki veð
urfregnir og sinfóníur útvarpsins
eftir þörfum. Hlustunarskilyrði
yrðu þá sem á Austfjörðum og
menningu landsmanna hætta bú-
in. (Að vísu hefur dæmið með
Austfiiði sannað, að menningin
nær lengra en Ríkisútvarpið).
En það er sem sagt vegna
menningargildis útvarpsins sem
stengurnar stóru verða að standa,
þær eru líka styrktar vel með
fjölmórgum geysisterkum stög-
um. Auk þess er flokkur gæzlu-
manna jafnan á Vatnsendahæð,
aðallega til þess að verja þær
fyrir þjófgefnum vegfarendum
og mönnum, sem snapa brota-
járn.
★
Við urðum áreifanlega varir
við það í vikunni, að menn þar
efra eru vel á verði. Er ljósmynd
ari og fréttamaður Mbl. voru að
snúast þarna í kring fyrir for-
vitnissakir var dyrum gæzlu-
hússins hrundið upp og menn
þustu út. fórnandi höndum og
hrópandi viðvörunarorð. Við höf-
um að vísu séð spjald þar sem á
stóð, að öllm óviðkomandi væri
bannað að stíga fæti upp á hæð-
ina. En við teljum ekkert svo
amávægilegt, að það sé okkur ó-
viðkomandi — og þess vegna rið-
um við á vaðið. En við vorum
líka við öllu búnir. f fylgd með
okkur var Martin Jensen. Þegar
þeir gæzlumenn sáu, að Martin
var í hópnum, hættu þeir að
hrópa, snéru við og dyrnar skullu
að stöfum á hæla þeirra.
Martin er sá maður, sem mest
hefur prílað í stöngunum háu
allt frá því að hann aðstoðaði við
byggingu þeirra — og stóð óstudd
ur uppi á toppinum 1930.
Síðan hefur hann margsinnis
klifrað upp — og byggt fleiri úti
á landi, að vísu ekki jafnháar.
En það hefur verið nógu erfitt
samt. Nú er hann fimmtugur og
hleypur enn upp í toppinn á 4—
5 mínútum. — Það er erfitt, segir
hann. Og ég er alltaf hræddur.
Annars væri ég fyrir löngu bú-
inn að drepa mig á þessu. En
þrátt fyrir allt venst maður, það
er hægt að venjast öllu. jafnvel
þessum fjanda.
★
Stefán Bjarnason, yfirverk-
fræðingur útvarpsins, sagði okk-
ur, að háu stengurnar tvær væru
smíðaðar i Berlín — og Þjóð-
verjar hefðu leiðbeint við upp-
Lengi vel voru þessar á Vatns-
endahæðinni þær hæstu hérlend-
is, sagði Stefán okkur. En í
Grindavík er nú risin 250 metra
há stöng, sem reist hefur verið
í sambandi við flugumferðina og
fjarskipti hennar vegna. Þeir
ganga ekki upp í hana, eins og
Martin gerir. Það er líka drjúgur
spotti, lóðréttur mílufjórðungur.
í Grindavíkinni hafa þeir lyftu-
körfu — og þjóta upp og niður i
henni. Líka í annarri minni stöng,
sem er eitthvað yfir 180 metrar.
En þeir eru ekki að hugsa um að
setja lyftu í Vatnsendastengurn-
ar. Martin er ekki nema fimmt-
ugur.
ei<^a
tia
Þessi mynd var tekin af Martin 1930, þegar lokið var við að reisa
stengurnar háu. Hann stendur þarna óstuddur uppi á annarri.
setninguna 1930. Þær eru skrúf-
aðar saman úr vinkiljárnum, jafn
breiðar (2 metrar) upp úr og nið
ur úr — og geysiþungar. Engar
tölur eru þó til um þyngd þeirra
en sennilega er hvor um sig yfir
100 tonn. Og það, sem merkara
er: Stengurnar standa á fjórum
postulínsplötum, þessi líka bákn-
in. Það er í einangrunarskyni.
Þess vegna var það, að Martin
stökk upp á skífuna, sem hvílir
á postulíninu og ber stönginp.
Hver sá, sem snertir stöngina og
stendur á jörðinni er dauðans
matur. f stönginni er háspenna.
sem loftnetin • safna. Þetta er
tæknilega flókið mál, en svo mik-
ið er víst, að mönnum er óhætt,
ef þeir stökkva og sleppa jörðu
áður en þeir snerta stöngina.
Straumurinn, eða háspennan, er
eitthvað breytileg — en þeir
þarna uppfrá telja hana mesta,
þegar útvarpið sendir út sinfóní-
ur eftir Jón Leifs. Þá neistar víst
stundum.
Þegar loftnetið mikla milli
stanganna slitnar lenda gæzlu-
menirnir oft í erfiðleikum — og
þá er engu hægt að útvarpa. Loft
^J^rúóje0 JralzL
einum um
°f
Stórblað eitt í V-Þýzkalandi
skýrði svo frá á dögunum, að
Krúsjéff hefði í ferð sinni til
A-Þýzkalands drukkið einum of
mikið áfengi — og orðið hastar-
lega sjúkur. Segir blaðið, að lækn
ar hans hafi fyrir löngu varað
hann við áfengisneyzlu, enda hafi
borið á því að undanförnu, að
hann hafi hafnað áfengi í sam-
kvæmum, eða drukkið létt vín.
Þannig var það í veizlum þeim,
sem haldnar voru fyrir hann í
Leipzig, er hann heimsótti kaup-
stefnuna þar. En í veizlu, sem
hann mun hafa haldið í rúss-
neska sendiráðinu í A-Berlín seg-
ir blaðið, að hann hafi drukkið
stíft. Haft er eftir góðum heim-
ildum, að hann hafi drukkið 12
koníaksglös á, skömmum tíma
meðai gestanna — og töluvert í
viðbót í hliðarherbergi í viðræð-
um við þröngan hring manna.
Þetta hafi honum reynzt o.
Þegar hann hafi verið að ferðoú-
ast og kveðja samkvæmið hafi
hann skyndilega orðið veikur,
skjögrað náfölur inn í hliðarher-
bergi — og fengið aðstoð.
Heldur blaðið því fram, að
Krúsjeff hafi nú verið ráðlegt að
vara sig alvarlega á áfenginu.
netið er nefniiega 3 tonna þungt,
þó ekki sérlega gilt. Einu sinni
brast eitt stagið — og stöngin
riðaði til falls. Þeir voru víst anzi
hræddir. Þetta var eftir stríð.
En sem betur fór stóð hún þar
til hægt var að endurnýja öll
stögin.
— Annars rólar hún aíltaf
þarna uppi, þegar eitthvað er að
veðri, segir Martin. í vetur hefur
hann verið að skipta um ljósa-
stæði í stöngunum á vegum flug-
umferðarstjórnarinnar. Það er til
þess að flugvélarnar rekist ekki
á þær í myrkri, því ef svo ó-
heppilega tækist til. kæmist
menningin í hættu, a.m.k. meðan
verið væri að reisa nýjar.
f't/eró vec^na
\
s
ieu* eiaa
\
\
\
\
i
Nú er fundin skýringin á því
hvers vegna svo margir Banda-
ríkjamenn eiga tvo bíla. í banda-
rísku blaði var greint frá einum
slíkum. Annan bílinn notaði hann
að staðaldri, en hinn bílinn lét
hann standa á bílastæði stór-
fyrirtækis þess, sem hann vann
hjá. Og bíllinn var á réttum stað,
fast við einkabílastæði fram-
kvæmdastjórans. Auðvitað varð
framkvæmdastjórinn mjög hrif-
inn af því að sjá þennan bíl
standa við fyrirtækið — hvort
sem var að degi eða nóttu, jafn-
vel á helgidögum. Það borgar sig
að hafa slíka starfsmenn, þvílík
vinnugleði — hugsaði hann.
Og svo komst fyrirtækið í fjár-
þröng eins'og svo mörg önnur —
og framkvæmdastjórinn varð að
fara að segja mönnum upp starfi.
Að því kom, að hann átti um tvo
kosti að velja: Að segja sjálfum
sér upp, eða „ötula“ bílaeigand-
anum. Og auðvitað hikaði for-
stjórinn ekki, hann sagði sjálfum
sér upp með heill fyrirtækisins
fyrir augum — og gerði bíleig-
andann að forstjóra. Nýja forstjór
anum líkar vinnan svo vel, að
bíllinn hans sést ekki við fyrir-
tækið nema endrum og eins.
Stöngin er oddmjó í báða enda. Ef vel er að gáð sjáið þið postu-
línskringlurnar undir þverbitunum. Og maðurinn er Martin.