Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. maí 1959 MORGVNBLAÐIÐ 3 7. maí ávarp verkalýbsfél- aganna í Reykjavík 1. MAÍ, hinn alþjóðlegi baráttu-' og hátíðisdagur verkalýðsins, hef ur ekki hvað síst verið helgaður baráttunni fyrir friði og frelsi og bræðralagi allra þjóða. Al- þýða allra landa krefst þess, að framleiðsla og notkun kjarnorku vopna verði tafarlaust stöðvuð og komið á allsherjar afvopnun, en afl það og tækni, sem nútima vísindi ráða yfir, verði einvörð- ungu notuð til aukinnar hag- sældar fyrir mannkynið. Af heil- um hug tekur íslenzk alþýða undir þessar alþjóðlegu kröfur. íslenzk alþýða krefst þess, að framfylgt verði, án frekari taf- ar, samþykkt Alþingis frá 28. marz 1956 um að herinn fari úr landi. fslenzk alþýða minnist í dag liðinnar baráttu og sigurvinn- inga, er fært hafa henni bætt kjör og aukin réttindi. Hún lít- ur með djörfung til framtíðar- innar og fylkir liði til sóknar og nýrra sigra. Það hefur verið og er krafa verkalýðssamtakanna að verð- bólguþróunin verði stöðvuð, en þau mótmæli jafnframt öllum kjaraskerðingum og því sérstak- lega að löggjafarvaldið sé endur- tekið látið ógilda kjaraákvæði í samningum, sem verkalýðsfélög- in hafa gert við atvinnurekendur samkvæmt löghelgum rétti. Alþýðan fagnar stækkun fisk- veiðilögsögunnar í 12 mílur. Hún fordæmir harðlega ráns- og of- beldisaðgerðir Breta í landhelg- inni, en þakkar jafnframt þeirn þjóðum, sem viðurkenna og virða hina nýju fiskveiðilandhelgi. Verklýðssamtökin heita á ís- lenzk stjórnarvöld að hvika hvergi frá 12 mílna landhelginni og á alla fslendinga að standa einhuga um að tryggja algeran sigur í þessu mikla hagsmuna- máli verkalýðsins og þjóðarinn- ar allrar. Verkalýðssamtökin fagna sam- komulagi stjórnmálaflokkanna um fyrirhugaða breytingu á kjördæmaskipan landsins til jafn ari kosningaréttar og aukins lýð ræðis og heita á alla launþega að nota hinn aukna rétt til vax- andi áhrifa verkalýðsins á skip- %n Alþingis. Alþýða Reykjavíkur! Fylktu liði í dag og samein- astu um kröfur þínar til bættrar afkomu og betra lífs; fyrir at- vlnnuöryggi og auknum kaup- mætti launa, gegn dýrtíð og kj arasker ðingu. Við heitum því, að standa trú- an vörð um frelsi og réttindi landsins og gera allt til að fulln- aðarsigur vinnist í landhelgis- málinu, minnug þess, að við stefnum að því, að landgrunnið allt verði fyrir íslendinga eina. Við krefjumst mannsæmandi launa fyrir 8 stunda vinnudag og styttingar vinnuvikunnar án launaskerðingar. Við krefjumst sömu launa fyrir sömu störf, hvort sem unnin eru af körlum eða konum. Við krefjumst verkfallsréttar fyrir öll launþegasamtök. Fylkjum liði 1. maí, treystum einingu samtakanna! Fram til sigurs í landhelgis- málinu! Stærri hluta þjóðarteknanna til hinna vinnandi stétta! Lifi bræðralag verkalýðs allra landa! Lifi samtök alþýðunnar! Reykjavík, 1. maí 1959. 1. maí-nefnd verkalýðssamtak- anna í Reykjavík. Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jóns •on, Tryggvi Sveinbjörnsson, Guðmundur Samúelsson, Einar Ögmundsson, Jóhannes B. Jóns- son, Gunnar Valdimarsson, Kári Gunnarsson, Leifur Ólafsson, Halidór Ólafsson, Erlendur Guð mundsson. Hólmfríður Jónsdólt- ir, Halldóra O. Guðmundsdóttir Agnar Gunnlawgsson, Kristíu Einarsdóttir, Finnbogi Eyjólfs- son, Bjami Ólafsson, Hjálmar Jóhannsson, Guðm. J. Guðmunds son, Bjarnfríður Pálsdóttir, Guð rún Finnsdóttir, Ólafur B. Þórð arson, Helgi Þorkelsson, Kristján Guðlaugsson, Björn E. Björnsson. Skafti Sigþórsson. Þvinganir gefast illa VÍNARBORG, 30. apríl. — Komm únistaflokkur Búlgaríu hefur á- kveðið að afnema þá kvöð, sem verið hefur á búlgörskum bænd- um, að afhenda ríkisstjórninni umyrðalaust alla uppskeru sína. Frá og með morgundeginum að teljö mun afhendingin fara fram í samræmi við samninga, sem stjórnin gerir við bændurna. Við undirrituð skrifum undir með þeim fyrirvara, að við erum mótfallin því, að málsgrein varð- andi samþykkt Alþingis 28. marz 1956, sé í ávarpinu: Jón Sigurðsson, Þórunn Valdi- marsdóttir, Sig. G. Sigurðsson, Sigfús Bjarnason, Krlstján Bene- diktsson, Geir Þórðarson, Ólafur Árnason, Sigurður Eyjólfsson, Sveinn M. Guðmundsson, Berg- steínn Guðjónsson, Ingólfur Jón- asson, Guðbjörg Guðmundsdótt- ir, Guðm. H. Garðarsson, Ingi- Inundur Ingimundarson, Hörður Guðmundsson, Jón Maríasson, Þorvaldur Kjartansson, Sigurðui Ingimundarson. íslenzkur stúdent flytur erindi í Randaríkjunum í AMERÍSKU blaði var nýlega frá því skýrt, að íslenzkur stúd- ent, Ólafur Höskuldsson frá Þing Fjölbreytt 1. maí hátíða dagskrá útvarpsins Kommúnistar hindruðu samkomulag við Alþýðusambandið með fádœma frekju RÍKISÚTVARPIÐ helgar hátíðisdegi verkalýðsins dagskrá sína að verulegu leyti í kvöld samkvæmt venju. Hefst þessi 1. maí dagskrá eftir fyrri kvöldfréttir og stendur fram til síðari frétta. Fyrst flytja ávörp þeir Friðjón Skarphéðinsson, félagsmálaráð- herra, og Sigurður Ingimundarson, formaður Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. Hins vegar fellur niður ávarp forseta Alþýðu- sambands íslands, þar sem Hannibal Valdimarsson hafnaði tilboði útvarpsins um að koma fram í 1. maí dagskrá þess. arábyrgð verkamanna". Enn- fremur verða lesnir þættir úr sögu verkalýðshreyfingarinnar eftir Þorstein Erlingsson. Eftir síðari fréttir verða svo Ástæða þessarar afstöðu hans er sú, að útvarpsráð neitaði að fallast á dagskráruppkast, sem kommúnistar höfðu gert og aðal- lega byggðist á upplestrum úr ritum þekktra línukommúnista, eins og Sverris Kristjánssonar, Gunnars M. Magnúss og Jóns Rafnssonar. Hafði útvarpsráð áð- ur gert ítrekaðar tilraunir til þess að ná samkomulagi við stjórn Alþýðusambandsins um undir- búning 1. maí dagskrár útvarps- ins. Sýndu kommúnistar fádæma frekju í allri framkomu sinni í sambandi við undirbúning dag- skrárinnar. Niðurstaðan varð því sú að fulltrúar allra flokka í útvarps- ráði nema kommúnista urðu sammála um að útvarpið annað- ist sjálft undirbúning 1. maí dag- skrár sinnar. Hvað er mikilvægasta hagsmuna- mállaunþega í dag? Að loknum ávörpum félags- málaráðherra, og formanns BSRB, flytur söngfélag verka- lýðsfélaganna með aðstoð Sin- fóníuhljómsveitarinnar kantötu eftir Jón Leifs, sem ekki hefur áður verið flutt hér ó landi. Heitir þetta nýja tónverk „Þjóð- hvöt“ og stjórnar Hallgrímur Helgason, tónskáld, flutningi þess. Mun það sennilega standa um 20 mínútur. Þá svara nokkrir menn úr verkalýðssamtökunum spurning- unni: Hvert teljið þér mikilvæg- asta hagsmunamál launafólks i landinu í dag? Munu fjórir menn svara spurningunni í ör- stuttum ræðum. Verða það þau Jóhanna Egilsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Framsókn- ar, Guðjón S. Sigurðsson, for- maður Iðju, félags verksmiðju- fólks, Árni Jóhannesson, bifvéla- virki, og Jóhann Sigurðsson, Dagsbrúnarverkamaður. Á milli ræðanna verður flutt tónlist. Þá les dr. Broddi Jóhannesson upp kvæði og Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, flytur stutt erindi er hann nefnir „Menning- sungnir gamlir revýusöngvar og leikin danslög til kl. 1 eftir mið- nætti. Vildu útiloka BSRB I sambandi við undirbúning 1. maí dagskrárinnar vakti það sér- staka athygli að kommúnistar lögðu mikið kapp á að koma í veg fyrir að Bandalag starfs- manna ríkis og bæja kæmi þar nokkurs staðar fram. Er banda- lagið þó ein fjölmennustu sam- tök launþega í landinu. Þess má geta að útvarpið hef- ur mörg undanfarin ár annazt sjálft dagskrá sína 1. maí og hef- ur það verið vinsælt, bæði meðal hlustenda almennt og innan verkalýðssamtakanna. eyri, hefði haldið fyrirlestur fyr- ir félaga í stórum rotayklúbbi í Bandaríkjunum, og leiðrétt marg ar rangar hugmyndir, sem áheyr- endur höfðu gert sér um ísland og íslendinga. Ræddi hann um landslag og loftslag í landinu, sögu þjóðarinnar, efnahags- og stjórnmál og trúarbrögð. Á eftir svaraði fyrirlesarinn fyrirspurn um. Vakti erindi hans mikla at hygli og var ágætlega tekið. Ólafur er sonur Höskuldar Steinssonar, bakara á Þingeyri og Huldu Ólafsdóttur, konu hans Hann stundar nú nám í ensku við Alfred háskólann í Bandaríkjun um með styrk frá Rotarysamtök- Kjördæmaírv. til efri deildar Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær fór fram atkvæðagreiðsla um stjórnarskrárfrv. Kom fyrst til atkvæða breytingartillaga frá minni hluta stjórnarskrárnefndar (fulltrúum Framsóknarflokksins I nefndinni og var hún felld með 22 atkv. gegn tíu að viðhöfðu nafnakalli. Greiddu Framsóknar- menn atkvæði með tillögunni en aðrir á móti. Þá kom frv. sjálft til atkvæða og fór einnig fram nafnakall um það. Var það samþykkt með 22 atkv. gegn tíu og þar með af- greitt til efri deildar. Fyista umræða um frumvarpið í efri deild hefst kl. 1.30 síðdegis á moi gun. Krabbameinið: Ohugnanlegur möguleiki TAIPEI, FORMÓSU, 30. apríl. — Dr. Edmund Cowdy, þekktur sér- fræðingur í krabbameinssjúkdómum, hefur sagt hér í borg, að ef krabbameinið heldur áfram að færast í vöxt eins og það hefur gert híngað til og ekkert verður að gert, þá muni fjórðungur alls mann- kynsins deyja úr þessum sjúkdómi eftir 65 ár eða svo. Mörg efni Læknirinn sagði ennfremur, að sú kenning, að krabbameins- valdurinn væri veirur eða sýkl- ar, hefði reynzt röng. Hann benti á, að of mikil sól eða geislun gæti orsakað húðkrabba. Sem dæmi um það, hversu erfitt væri að koma í veg fyrir krabbamein gat læknirinn þess, að milli 400 og 600 efni væri nú þekkt, sem framkallað gætu krabbamein. Þá varaði hann menn við of mikilli bjartsýni á, að krabbamein verði viðráðanlegt í náinni framtíð. Hann gat um ýmsar lækninga- aðferðir, s. s. skurðaðgerðir, geislalækningar, en auk þess væru notaðir hormónar og ýmis efni önnur við lækningarnar. Engin þessara lækningaaðferða er þó örugg, sagði dr. Edmund Cowdry að lokum. Þess má geta, að hann er forstjóri krabbameins rannsóknarstöðvarinnar við Was- hington-háskóla í St. Louis. Ræddi við páfa RÓM, 30. apríl. — í dag tók Jó- hannes páfi á móti Hussein Jór daníukonungi og ræddi við hann einslega um stund. ST ÁKSTÉÍMAR „Góðar“ ríkisstjórnir I fyrradag komst Tíminn a3 þeirri niðurstöðu í forystugrein sinni, að samstjórn Framsóknar- flokksins og Alþýðufloksins, sem sat á árunum 1934—1938 hefM verið ein bezta ríkisstjórn, sem setið hefði hér á iandi. Komst Tíminn m. a. að orði um þetta á þessa leið: „Á þesum erfiðleikaárum tókst stjórnarflokkunum að leggja grundvöllinn að flestum þeim framkvæmdum, sem síðar hafa verið gerðar og skilað þjóðinni lengst áleiðis til efnalegs og and- legs þroska“. Tíminn harmar mjög að þetta samstarf Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1934—38 skyldi rofna. En auð- vitað kennir hann Alþýðuflokkn- um um það, því hann hafi verið, eins og blaðið kemst að orði „hinn veiki hlekkur í þessum samtök- um“. í vitund almennings á íslandi hefur þessi ríkisstjórn, hin fyrri vinstri stjórn Hermanns Jónas- sonar hins vegar hlotið allt önn- ur eftirmæli. Hún hefur jafnan verið talin einhver mesta hall- ærisstjórn, sem hér hefur farið með völd. Á valdatímabili hennar ríkt atvinnuleysi og vandræði i heilum landshlutum. Atvinnu- tækin gengu úr sér og tollar og skattar hækkuðu gífurlega. Fleiiri ánægðir með sjálfan sig En það eru fleiri ánægðir með stjórnarforystu sina en Framsókn armenn. Sama dag og Tíminn komst að þeirri niðurstöðu að samstjórn Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins á árunum 1934—1938 hefði verið ein bezta ríkisstjórn, sem hér hefði setið, ræddi Alþýðublaðið einnig um núverandi rikisstjórn. Skýrði blaðið frá ræðu, sem menntamála ráðherra hafði haldið á aðalfundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur nú í vikunni. Komst blaðið að orði um þetta á þessa leið: „Auk venjulegra aðalfunda- starfa flutti Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra fróðlegt og ítarlegt yfirlit yfir stjórnmála- viðhorfið. Drap hann á megin verkefnin þrjú, sem núverandl ríkisstjórn tókst á hendur að leysa, efnahagsmálin, kjördæma- málið og fjárlögin. Kvað ráðherr- ann þetta engin smáverkefni á 4—5 mánaða tímabili og alls ekki ofmælt að engin rikisstjórn hefði leyst jafn mörg stórmál á jafn- skömmum tíma. Sagði hann, að í dag væri ánægjulegt til þess að vita, að séð væri fyrir endann á þeim öllum.“! Miklir menn erum við Hrólfur minn! Vinstri stjórnin og raforkumálin Það liggur nú ljóst fyrir, að vinstri stjórnin hefur gerzt sek um mikla vanrækslu í raforku- málunum. Á hinum stutta valda- timabili hennar var vanrækt að leiða rafmagn til 233 býla, sem skv. 10 ára rafvæðingaráætlun Sjálfstæðismanna áttu að hafa fengið rafmagn í árslok 1958. Nú hefur það hins vegar verið tryggt, m. a. með lántöku og end- urskoðun rafvæðingaráætlanar- innar, að hægt verður að halda rafvæðingunni áfram með þeim hraða að 10 ára áætluninni verðl lokið á tilsettum tíma og lagning dreifiveitna um sveitirnar verðl eigi minni á þessu ári en verið hefur undanfarin ár, meðan eðli- legur hraði var á þessum fram- kvæmdum, áður en að vinstrl stjórnin kom til valda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.