Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 9
Í'ösíudagur 1. maí 1959 uoncrnnT/AMB hefti íslandi ÚT er komið fjórða f»fti ritsins Kennaratal á íslandi. í því eru 616 æviágrip, 396 karla og 220 kvenna. Þetta hefti hefst á Maríu Magnúsdóttur og endar á Sigurði Tómassyni. í heftinu eru 607 myndir, og vantar þá aðeins myndir af 9 kennurum, 7 körl- t?m og 2 konum. Eru flestar þess- ar myndir alveg ófáanlegar. Eins og vænta mátti eru Sig- nrðarnir fyrirferðarmestir í þessu hefti. Þeir eru samtals 113, og vantar þó nokkra enn. 67 Sigurð- ar eru í heftinu og 72 Ólafar. Þeir kennarar, sem eiga S að upp- hafsstöíum eru alls 256 í heftinu og vantar allmörg S enn. Fjögur hefti — 2705 æviágrip. Kennaratalsnefnd hefur nú alls sent frá sér fjögur bindi verks- ins samtals 2705 æviágrip. Ókom- in eru tvö hefti. Talið er senni- legt að eigi færri en 40 þús. ís- lendingar verði nefndir í öllu verkinu. Þegar allt verkið er komið út mun það senniiega geyma æviágrip 4000 kennara. 5. og 6. bindi í undirbúningi. Verið er að búa 5. og 6. bindi Kennaratalsins undir prentun. í 5. bindinu verða æviágrip þeirra kennara, sem haía s,t.u,ú,v,y,þ,æ og ö að upphafsstöfum. Sjötta og síðasta bindið verð-ir ems ko.iar viðbætir. Kennaratalsnefndin biður alla þá kennara sem eiga fyrrgreinda stafi að upphafsstöf- um að skrifa nefndinm hið bráð- asta, ef þeir þurfa að koma á framfæri æviágripi, viðbótum eða ieiðréttingum. Myndir þurfa a® fylgja öllum æviágripunum. Innan skamms verða kennurum send afrit af æviágripum þeirra, Eru þeir alveg sérstaklega beðn- ir að yfirfæra þau og leiðrétta, ef þörf krefur og senda þau sið- an um hæl aftur. Það er mjög áríðandi, að kennarar lati ekki þessi afrit liggja hjá sér að óþörfu, og er nauðsynleg* að end- ursenda þau, þótt engin villa sé i þeim. Valdið ekki nefndinni óþarfa töfum og fyrirhöfn. Kennaratalsnefndinni er vel ljóst, að æviágrip margra kenn- ara hafa fallið burt og vantar í þau hefti, sem nú eru komin út af ritinu. Liggja til þess ýmsar ástæður. Þess vegna væri nefnd- inni mjög kært, ef þeir, sem vita um einhverja kennara, er þeir telja að vera ættu í verkinu, að senda neíndinni línu og hjálpa til við öflun upplýsinga um þá. Slík aðstoð er þegin með þökk- um. Sjötta bindið verður, eins og áður er sagt, viðbætir með ævi- ágripum kennara sem fallið hafa burt, kennara, sem útskrifast hafa úr kennaraskólanam meðar. unnið hefur verið að ritinu, svo og annarra, sem tekið haía upp kennslustöf á þessu tímabili. — Ennfremur verða þarna að sjáif- sögðu leiðréttingar við öll heftin. Þá mun ritstjóri verksins, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri skrifa ýtarlegan eftirmála, þar sem hann . mun gera grein fyrir tilhögun og samningu ritsins, ætlunarverki þess og upphafi. Kennaratalsnefnd þakkar öll um þeim, sem víðs vegar um ailt land hafa lagt henni lið og greitt götu hennar, á einn eða annan hátt. Utanáskrift Kennaratalsins er: Kennaratal í Tiósthólf 2, Hafnarf' dvar æsi ivennaratalíð? Útgefandi Kennaracalsins er Prentsmiðjan Oddi hf., Grettis- götu 16, Rvík (sími 12602), og annast hún sölu og dreifingu á ritinu. Þá tekur Bókhlaðan, Laugavegi 47, (sími 16031) á móti nýjum áskrifendum. Geta Reyk- víkingar og aðrir þeir, sem eru á ferðinni í borginni, komið við á báðum þessum stöðum og gerzt áskrifendur eða keypt einstök hefti ritverksins. Ritið er mun ódýrara til áskrifenda en í bóka- Kennarafals komið út búðum. Allir geta gerzt áskrif- endur að Kennaratali á íslandi, hvort sem þeir eru kennarar eða ekki. Þeir, sem hafa áhuga á rit- inu, geta líka skrifað prentsmiöj- unni Odda, Bókhlöðunni eða 1 jósthólf 2, Hafnarfirði Verðui þeim þá sent ritið í póstkröfu, ef þeir ósku þess. Enn er hægt að Hverjir eru í Kennaratalinu? Svo er til ætlazt, að í Kennara- talinu verði ævíágrip allra kenn- ára hér á landi frá því um alda- mótin 1800 og fram á þenran dag. Kennarar eru þeir taldir, sem stundað hafa eða stunda kennslu við opinbera skóla, æðri sem lægri, hvernig sem námi þeirra eða prófum kann að hafa verið háttað. og einnig þeir, sem lokið haía kennaraprófi (þar með talið kennarapróf í sérgrein, svo sem íþróttum, handavinnu o. fl.) þótt þeir hafi ekki stundað kennslu. Einnig eru taldir til kennara þeir menn, sem landssjóðsstyrk hlutu fyrir kennslu barna og ung'inga áður en fræðslulögin gengu í gildi, þótt ekki væri um kennslu að ræða við opinbera skóla. Ævi- ágrip eru höfð eins fáorð og kost- ur er á. Þar eiga þó að finnast upplýsingar um ætt kennarans, menntun hans og störf (einkum kennslustörf), helzu ritsmíðar hans og giftingu og börn. Gagnmerkt heimildarrit. Kennaratal á íslandi er því safn æviágripa allra kennara landshis við æðri sem lægri skóla. f því eru upplýsingar um ætt kennarans, menntun hans ,og störf. Auk þess verður Kennara- taíið mikiivæg heimild um fjol- mörg 'atriði í fræðslu- og skóla- málum þjóðarinnar, Kennaratal svarar þvi spurningunni hver er kennarinn? og verður ómissandi fyrir fræðslumálastjórn landsins, skólanefndir, skólastjóra, kenn- ara, fræðínga og aðra þá, sem þurfa að leita sér upplýsinga um kennara landsins. Kennaratalið birtir myndir af öllum merkustu skólamönnum landsins fyrr og sið ar starfsliði allrá skóla landsins og öllum árgöngum skóla íslands. I kennaratalsnefnd eru þessir menn: Ingimar Jóhannesson, fulltrúi, formaður, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, ritstjóri verksins, Guð mundur I. Guðjónsson, kennari og Vilbergur Júlíusson, skólastjóri. TVIMENNINGSKEPPNI Tafl- og Bridgeklúbbsins er nú lokið og báru þeir Zóphanías Benedikts- son og Lárus Hermannsson sigur úr býtum, hlutu 1178 stig. Röð 6 efstu paranna varð þessi: 1. Zóphanías Benediktsson og Lárus Hermannsson 1178 stig. 2. Jóhannes Pétursson og Sigurð ur Helgason 1177 stig. 3. Róbert Sigmundsson og Guð- jón Tómasson 1176 stig. 4. Sölvi Sigurðsson og Þórður Elíasson 1162 stig. 5. Brandur Brynjólfssin og Svav- ar Jóhannsson 1161 stig. 6. Marinó Erlendsson og Björn Jónsson 1152 stig. Segja má að sigur þeirra Zóp- hanníasar og Lárusar hafi komið á óvart, því fyrir úrslitaumferð- ina voru þeir ekki meðal 6 efstu paranna. Mánudaginn 4. maí n. k. hefst hjá Tafl- og Bridgeklúbbnum hin svonefnda hjónakeppni. — Keppni þessi er fvímennings- keppni og í fyrra sigruðu þau Steinunn og Bragi Kristjánsson. Aðalfundur Bridgesambands íslands verður haldinn í Reykja- vík 24. mai n.k. Að venju munu íslandsmótin fara fram í sam- bandi við aðalfundinn og hefst keppnin 25. maí n. k. Tvímenningskeppni (Baromet- er) mun síðan hefjast 30. maí og j á sunnudagskvöldið 31. maí mun síðan verða hóf fyrir fulltrúa og keppendur. Allar keppnirnar, svo og aðal- fundurinn fara fram í Tjarnar- café. Hér kemur einkar skemmtilegt spil. Sagnir gengu þannig: Austur Suður Vestur Norður 4 lauf pass pass 4 grönd pass 6 hjörtu pass pass pass A A 6 2 V Á K D ♦ Á K 8 6 2 ♦ D 3 A D G 10 9 A — 7 4 N V ¥ G 10 9 V A ♦ D 10 7 4 ♦ G 9 S *ÁKG ♦ 6 4 10 98752 ♦ K 8 5 3 ¥8765432 ♦ 5 3 Vestur lét út spaðadrottningu og Suður drap með kóngi. Nú var trompi spilað og kom þá i ljós, að Áustur hafði eyðu í spaða og hjarta. Þetta gerði það að verkum ,að ekki mátti trompa Óperan „Rakarinn í Sevilla" verður sýndur í 36. sinn i ÞjðS- leikhúsinu föstudaginn 1. maí og hafa þá um 17.466 leikhún- gestir séð þessa bráðskemmtilcgu óperu. Þetta hefur orðið vin- sælasta óperan, sem Þjóðleikhúsið hefur sýnt, og sýnir aðsókn- in bezt að leikhúsgestir kunna vel að meta fagra og góða tón- list. Nú eru aðeins eftir nokkrar sýningar á „Rakaranum". — Þessi mynd er af rakaranum fræga, en hann er leikinn hér af Guðmundi Jónssyni. út þrisvar því sennilega hefir Austur fjóra tígla og þvi nauð- synlegt að trompa tigul tvisvar, en til þess að það sé hægt þarf að nota trompháspil í borði sem innkomu. Augljóst er, að ekki þýðir að taka tígulás og kóng og reyna að trompa, því þá trompar Vest- ur yfir og Suður fær ekki tólf slagi. Ekki þýðir heldur að gefa tígul einu sinni, því þá kemst Vestur inn og lætur út spaða og tekur þannig innkomuna af borð- inu, svo tigulfríslagurinn nýtist ekki. Suður fann samt lausn á þess- um vanda. Hann lét út laufa- drottningu og kastaði í tígli. Aust ur drap, og lét aftur út lauf. — Suður trompaði, tók tigulás og trompaði tigul. Því næst voru trompin tekin og annar tigull trompaður. Nú var spaðaásinn tekinn og tigul-fríslagirnir og þannig fékk Suður tólf slagi. Kvikmyndin Billy Craham KVIKMYNDIN Billy Graham var sýnd í Stjörnubíói sl. sunnu- dag. Fólkið streymdi að, ungir og gamlir, allra stétta menn á öllum aldri og fyrr en varði var húsið þéttskipað, og fengu ekki allir sæti. Hvað vildi fólkið sjá og heyra? Var þetta aðeins forvitni eða áttu menn von á einhverju, sem vert væri að sjá og heyra? Eg hafði lesið það mikið í merkum tímaritum um Billy Graham, að mig fýsti að sjá myndina, og eg varð ekki fyrir vonbrigðum. Um þetta ætla eg ekki að fjölyrða, en sál mín var glaðvakandi og endurnærð er eg fór út úr húsinu. Svar mitt við spurningum manna um myndina Minhor streymn oð Mývotni 20. APRÍL, 1959. Tíðarfar í marz mánuði var framúrskarandi gott, flesta daga hlýindi og sumarblíða. ísinn leysti mjög ört og menn þurftu almennt að taka netin und an ísinum. Dorgveiði var oft á- gæt. í aprílbyrjun kólnaði og fór að snjóa og hefur oft verið leið- inda veður það sem af er mán- uðinum. Mestallt það sem orðið var autt af Mývatni, lagði á ný, og margir lögðu net sín aftur und ir ísinn og fengu í þau góða veiði, en dorgarveiði hefur lítið verið stunduð eftir að tíðarfarið versn aði. Nokkrir minkar hafa náðst hér í vetur, og á tímabili virtist orð- ið mjög lítið um þá, en undan- íarnar vikur hefur mikið orðið vart við þá og virðast þeir nú vera fleiri en nokkru sinni fyrr. Töluvert hefur borið á minkaslóð- um á heiðunum, vestur og suðvest ur af Mývatni þar sem venjulega ber lítið á þeim. Virðist svo að minkaflóð komi frá vestri og suð vestri og flæði yfir Mývatnssveit. Ef þessi ágizkun er rétt, er þarna alvarlegt vandamál á ferð um. Það ætti öllum að vera ljóst, hvað mikilsvert það er að herja af alefli á minkana í vesturhluta Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og á hálendinu suður af þessum hér- uðum, þar sem tiltölulega gott er að eiga við þá, en bíða ekki eftir þvi að þeir komist í hraunin við Mývatn og Laxá, þar sem mjög miklum erfiðleikum er bund ið að sigra þá. Vonandi verður þetta tekið fljótt til athugunar, og framkvæmdir hafnar áður en alll er um seinan. — Jóhannes. Flugvél með leyndarmál LONDON, 29. apríl. (Reuter) — Flakið af brezku Tudor-flutn- ingaflugvélinni, sem hvarf sl. fimmtudag yfir austanverðu Tyrklandi, fannst í dag á tindi fjallsins Subhan Dagi, sem er 3500 metra hátt fjall, nokkru fyr- ir norðan hina alþjóðlegu flug- leið yfir Tyrkland. Var það leit- arflugvél, sem tók eftir því og eru fjallgönguflokkar nú lagðir af stað upp eftir hliðunum til að athuga, hvort nokkrir af tólf manna áhöfn flugvélarinnar séu á lífi. Flugslys þetta vekur sérstaka athygli vegna þess, að flugvélin flutti 9 lestir af ýmsum leynileg- um útbúnaði brezku eldflaugar- innar „Svarta riddaranum" sem verið var að flytja austur á Woomera-tilraunastöðina í Ástralíu. Um tíma óttuðust menn jafnvel, að flugvélin hefði villzt inn fyrir rússnesku landamærin, sem eru þarna skammt norður af og urðu menn órólegir vegna þess, að eldflnugatæki þau, sem flugvélin flutti, voru mikið hern- aðarleyndarmál. var stutt og einfaldt: Myndin tsc stórfengleg. Varðandi flest mál má viðhafa einhvern frádrátt, og svo er um starfsemi hins mikla prédikara Billy Grahams. Um hann verða skiptar skoðanir eins og aðra mikla afreksmenn. Auðvelt er að tala um múgsefjun og stundar- fyrirbæri, en þetta er samt of einföld lausn á málinu. Betra er að gera ráð fyrir, að á öllum tímum eigi mannlegur veikleiki aðgang að slíkum lindum hug- svölunar og sárabóta, slíkum eilífum og ómælis aflgjafa, sem gerir menn máttuga til stórræða, máttuga í þjónustu Guðs til leið- sagnar vegviltu og hrjáðu mann- kyni, sem fálmar sig áfram, næstum eins og blindur maður meðfram húsvegg, óviss um hvert fótmál sitt. Slíkur heimur þarfnast leiðsagnar, og hann veit að hann þarfnast hennar, þarfn- ast leiðsagnar sem leysir öll vandamál, en slík lausn er oft- ast einföld, ef menn aðeins gera sér slíkt ljóst Sérhver manns- sál kannast við þetta og þekkir þörf sina. Þess vegna finna þeir menn, sem koma með öruggasta svarið, bergmál í sálum manna, já milljónanna. — Þetta sýnir umrædd kvikmynd á stórbrotinn hátt. — Eg er einn hinna mörgu, sem hafa hvatt hlutaðeigendur til þess að sýna mynrtina oftar. Pétur Signrðsson. EINS og kunnugt er af fréttum blaða og útvarps var kvikmynd um prédikarann Billy Graham sýnd í Stjörnubíói síðastliðinn sunnudag. Vegna mikillar að- sóknar verður myndin nú sýnd aftur og þá í Tjarnarbíói á sunnudaginn kemur kl. 13.30. Beiðnir hafa borizt frá Akra- nesi og Keflavík um að myndin yrði sýnd þar. Vegna þess hve lánstími myndarinnar er stuttur verður að hraða sýningum eftir megni. Ákveðið hefur verið að sýna myndina í Keflavík á morgun (föstudagmn 1. maí) í Félagsbíói kl. 17 og á Akranesi á laugardaginn kemur (2. maí) í Bíóhöllinni kl. 21. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær mynd- in verður sýnd á Akureyri. — Á undan sýningunum mun Ólafur Ólafsson, kristniboði flytja inn- gangsorð um Billy Graham og starf haiis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.