Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 23
Föstudagur 1. maí 1959 MORCllNTtLAÐIf) 23 Félag lamaÖra og fatlaðra rekur umardvalarheimili að Varmarlandi i sumar STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra mun í sumar koma upp ' sumardvalarheimili fyrir fötluð og lömuð börn á aldrinum 4—12 ára að Varmalandi í Borgarfirði og flytja að nokkru leytl starf- semi æfingarstöðvar sinnar á Sjafnargötu 14 þangað upp eftir. Munu börnin njóta þar svipaðra æfinga og á æfingastöðinni og geta jöfnum höndum iðkað sund og notið útiverunnar. Fyiir nokkrum árum hafði S. L. F. áform um að koma upp sumardvalarheimili fyrir fötluð og lömuð börn, en eftir lömunar- veikifaraldurinn 1955 varð það að víkja fyrir nauðsyninni á að koma upp æfingastöð. Fór það fé sem fyrir hendi var í hana. Sj. sumar var svo ákveðið að hefjast handa um sumardvalarheimilið, í von um að geta bjargað fjárhags- legu hliðinni einhvern veginn. Hið nýja sumardvalarheimili lamaðra og fatlaðra verður í sum- ar rekið að Varmalandi. Hefur nýi barnaskólinn þar verið tekinn á leigu í því skyni, en forráða- mönnum félagsins kemur saman um að hann sé mjög hentugur. Þar er sundlaug, og er það mjög mikilvægt. í vetur var kennt sund í æfingarstöðinni við Freyju götu og þótti það gefa svo góða raun, að sá þáttur enduræfingar- starfseminnar má ekki niður falla. Það liggur í augum uppi, að starfsemi sem þessi er fötluðum börnum ómetanleg. Meginhluti lamaðra og fatlaðra barna eiga þess engan kost að komast í sveit á sumrin, eða njóta útiveru að staðaldri, og verður reynt að bæta úr þessu með sumardvalar- heimilinu. Þar verður rúm fyrir 40 börn, 20 pilta og 20 stúlkur, og þó meginhluti sjúklinga við æf- ingastöð S. L. F. sé úr Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, þá er til þess ætlast að börn um land allt eigi aðgang að heimilinu eftir því sem rým leyfir. Verður þetta myndarleg viðbót við þá starf- semi og þjónustu sem æfingar- stöðin veitir. Félaginu mjög févant Reynt verður að stilla gjöldum á hinu nýja sumardvalarheimili mjög í hóf, enda gert ráð fyrir verulegum rekstrarhalla. Félag- inu hefur borizt ein myndarleg peningagjöf, og vonar.di koma fleiri, til að mæta þeim halla. Forráðamenn S. L. F. höfðu vænzt þess að geta notað hinn 400.000 kr. árlega ágóða af sölu merktra eldspýtustokka, sem er eini fasti tekjuliður félagsins, til slíkra hluta, en nú er fyrirsjáan- legt að það fé verður að fara í rekstrarhalla æfingarstöðvarmn ar sjálfrar, sem á sl. ári var 640 þús. Svavar Pálsson skýrði svo frá, að félagið hefði farið fram á að fá á fjárlögum styrk til að greiða þennan rekstrarhalla, en 150 þús. kr. fjárveitingin sem fjárveitinga nefnd hafði mælt með til félags- ins hefði nú verið tekin út af fjárlögum. Væri gert ráð fyrir á réttan kjöl í lífinu, þannig að þeir geti séð um sig sjálfir. Það sem fyrst og fremst þyrfti væri góð sjúkradeild, þá æfingarstöð, skósmíða- og umbúðaverkstæði, og loks rannsókn á getu og hæfi- leikum og sérfræðileg aðstoð við stöðuval. Ef þessir liðir væru í lagi, yrði tiltölulega lítill hluti bækl- aðra eftir, som ættu heima á sér- stökum vinnu- eða dvalarstofn- unum. Því miður væri mikill mis- brestur á að viðunandi ástand væri á þessu sviði, en æfingar- stöðin hefði fyrst og fremst reynt að beita sér fyrir endurhæfingu lamaðra og fatlaðra barna og unglinga. Fréttamönnum var í gær sýnd kvikmynd af starfsemi stöðvar- innar, frá sjúkraæfingum, vinnu- þjálfun og sundæfingum, sem lamaðir og bæklaðir njóta í stöð- inni og frá skósmíðavérkstæðinu. Á þriggja ára starfsferli stöðvar- innar hafa yfir 400 komið þar og æfiiigarmeðferðir verið röskar 20.000. — Sameinumst Framh. af bls. 1. Verkamenn hins frjálsa heims! Verið á verði! Afturhaldsöflin leynast alls staðar, reiðubúin að fyrir, alla og allir fyrir einn“ voru einkunnarorðin sem fánar marga vekalýðsfélaga báru á upp hafsdögum verkalýðshreyfingar- innar. Við endurtökum þetta her- óp verkalýðsins nú í dag i þágu ánauðugra bræðra okkar í hinum fátækari löndum heims. Hjálpið okkur til þess að varpa öllum þunga hinnar alþjóðlegu frjálsu verkalýðshreyfingar í baráttuna gegn fátækt og ofbeldi hvaðan- æva. Gerið Sameiningarsjóð Al- þjóðasambandsins öflugt vopn í baráttunni fyrir málstað réttlæt- isins! Verkamenn allra landa! Eflið hin frjálsu verkalýðsfélög ykkar! Fylkið ykkur um Alþjóðasam- band frjálsra verkalýðsfélaga! Þetta er tíunda starfsár okkar: gerið það að afreksá j í annálum verkalýðshrey f ingarinnar! Sækið fram með Alþjóðasam- bandinu í baráttunni fyrir brauði, friði og frelsi! þeirri fjárveitingu annars staðar raena verkalýðsréttindum ykkar, frá, en félagið væri óánægt með það, hefði þótt meira öryggi í þvl að fá þetta inn á fjárlög. Eini fasti tekjuliður þess er af eld- spýtustokkunum, og gera verður ráð fyrir svipuðum rekstrarhaila í framtíðinni. Svavar gat þess, að æfingar- stöðin væri aðeins einn liðurinn í þeirri viðleitni að koma lömuð- um og fötluðum unglingum aftur T ómstundarstarfsemi ÆskulýösráÖsins í sumar VOR- og sumarstarf Æ. R. hefst í byrjun maí, og verður þá efnt til námskeiða í ýmsum greinum. Ljósmyndagerð. Nýtt tímabil hefst mánudaginn 4. maí, að Lindargötu 50. Leiðbeint verður um framköllun á filmum, kopíer- ingu og stækkun á myndum, með ferð myndavéla o. fl. — Farið verður í ljósmyndatökuferðalag 31. maí. Hjólhestaviðgerðir verða á tveim stöðum í bænum, að Grenimel 9 og í vinnustofum Gagnfræðaskóla verknámsins, Brautarholti 18. Innritun verður að Lindargötu 50, kl. 2—4 e. h. næstu daga. Starfsemin hefst mánudaginn 4. maí kl. 5 e. h. Söfnunarklúbbur verður stofn- aður að Lindargötu 50, miðviku- daginn 6. maí kl. 8 e. h. Lögð verður áherzla á söfnun blóma, skelja, eða annars úr ríki nátt- úrunnar. Unglingarnir munu fá leiðsögn fróðra manna um söfn- un og greiningu. Flugmódelsmíði verður að Lindargötu 50, á fimmtudögum kl. 7,30 e. h. Einnig er í ráði að síðar í vor fái drengir, yngri en tálf ára, tækifæri til að stunda flugmódelsmíðar. Stangaveiðinámskeið hefst að Lindargötu 50, miðvikudaginn 20. maí kl. 7 e. h. Veitt verður tilsögn í meðferð veiðistanga, við gerðum og kastæfingum. Ferðalög. Æskulýðsráð Reykja víkur vill hvetja æskufólk til að skoða landið og taka þátt í heil- brigðum ferðalögum. í því efni vill Æ. R. benda æskufólki á ýmis ferðalög Farfugladeildar Reykjavíkur og Ferðafélags ís- lands. Innritun verður að Lindargötu 50, kl. 2—4 e. h. næstu daga. Þar verða einnig gefnar allar upplýs- ingar um vor- og sumarstarf Æ. R., sími 15937. sém þið hafið lagt hart að ykkur við að fá viðurkénnd. Ekkert land, sem neitar verkamönnum sínúm um fullt verkalýðsfélagS- frelsi, getur með rétti kallazt lýð- ræði. Hvenær sem frelsi þetta er í hættu, verður Aiþjóðasamband- ið reiðubúið eins og það hefur æ verið til þess að koma til varn- ar verkamönnum, sem ógnað er. Við verðum jafnframt að sýna hina ýtrustu árvekni til þess að viðhalda friðinum í heimulum. Samkomulag um virka afvopnun, þar með talið bann gegn kjarn- orkuvopnum, virðist vera jafn- langt undan og fyrr. Berlínardeil- an skyggir ennþá á sjóndeildar- hringinn, og skipting Þýzkalands er Sovétríkjunum enn sem fyrr kærkomið tilefni til svika og ögr- ána. Alþjóðasambandið skorar á alla verkamenn nú, þegar við stönd- um andspænis öllum þessum al- varlegu ógnunum.við velmegun, frelsi og frið í heiminum, að fylkja sér um hin frjálsu verka- lýðsfélög í baráttunni fyrir: — útrýmingu atvinnuleysis og hinni sorglegu sóun á mann legum og efnalegum auðiind- um heimsins. — nýtingu nútímavísinda og tækni í samræmi við þarfir allra, en ekki sérhagsmuni hinna fáu — nægilegri efnahagsaðstoð til ungra Ianda á framabraut, auk sanngjarns vöruverðs og markaða fyrir helztu afurðir þeirra — sjálfsögðum rétti verka- manna að láta frá sér heyra í öllum málum, er snerta efna- hags- og þjóðfélagsframfarir í landi þeirra — framvinda þess réttar allra ófrjálsra þjóða að ráða eigin örlögum og einkum og sér í lagi að stöðva nýlendu- pólitík í Afriku — andstöðu gegn öllu ein- ræði og umfram allt binda endi á einræði Francos, sem helzt áfram í valdastólnum að miklu leyti vegna yfirhilminga hinna leiðandi lýðræðisríkja — samkomulag um bann við fjöldamorðvopnum innan tak- marka almennrar og skipu- lagðrar alþjóðaafvopnunar til þess að létta martröð kjarna- styrjaldar af öllum mönnuin i eitt skipti fyrir öll. Til þess að fá öllu þessu áorkað verða verkamenn alls staðar að styrkja og sameina öfl liinna frjálsu verkalýðsfélaga. „Einn. Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig í tilefni þess er ég hefi starfað sem Meðhjálpari í Clafsvíkurkirkju í 50 ár. Sérstakar þakkir til Sóknarprestsins, séra Magnúsar Guðmundssonar, fyrir góð þakklætisorð til mín fyrir það langa stárf mitf. Og sömuleiðis til sóknarnefndar kirkjunnar fyrir góð- ar gjafir, er hún færði mér fyrir hönd safnaðarins. Guð blessi ykkur öll. • Magnús KristjánssoL Konan mín, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR Hverfisgötu 69 andaðist að Landakotsspítala 30. apríl. Gunnar Jónsson Eiginmaður minn JÓN SIGURÐSSON andaðist firpmtudaginn 30. apríl. Guðriin Felixdóttir Föðursystir okkar GUÐNÝ HRÓBJARTSDÓTTIR, Suðurgötu 29, Hafnarfirði, andaðist á St. Jósepsspítala 29. þ. mán. Bróðurbörn hinnar látnu. Móðir mín BORGHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, frá Arabæ, andaðist á heimili sínu Lokastíg 4, 29. apríl. Magnús Jónsson. Útför eiginkonu minnar GUÐMUNDU KRISTJANSDÓTTUR, Hamarsgerði 8, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. maí'kl. 1,30. Blóm og kransar afbeðið. — Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru vinsamlega bent á Barnaspítalasjóð Hringsins. Fyrir mína hönd og annara aðstandenda, Óskar Magnússon. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar ÖNNU OLGEIRSDÓTTUR, hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu, Bjargi, Ytri- Njarðvík kl. 1 e. h. á mánudag. Síðan fer fram minning- arathöfn í Keflavíkurkirkju. Að henni lokinni verður lagt af stað til Hellissands, þar sem jarðsett verður að Ingjaldshóli. Bló mok kransar afbeðnir. Karvel Ögmundsson, og börnin. VILHJÁLMUR þorsteinsson skipstjóri, Eiðsvallagötu 11, Akureyri verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 2. maí kl. 10,30 f.h. Svanhildur Þóroddsdóttir, Hörður Villijálmsson, Þorsteinn Þorvaldsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför GUÐRÚNAR BENJAMlNSDÓTTUR, Þingeyri Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.