Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 24
VEDRID Norðangola, léttskýjað, frost- laust. rogttttMftö 97. tbl. — Föstudagur 1. maí 1959 I. maí ávörp _____Sjá bls. 13 og 14. Tveir fjölmennir full trúaráðsfundir KEFLAVIK, 30. apríl. — I fyrra- kvöld var haldinn hér fjölmenn- ur fundur fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Gullbringusýslu. Þar hélt Jóhann Hafstein alþm. mjög greinargóða ræðu um kjör- dæmamálið, en að því loknu urðu nokkrar umræður um það mál. Ríkti mikill einhugur og skilning ur um þetta nauðsynjamal og tóku margir til máls. Þá var og haldinn fundur í Afli línubáta að glæðast SANDGERÐI, 30. apríl. — Það er von manna hér að línuaflinn ætli nú eitthvað að glæðast, því í gær var afli bátanna áberandi meiri en verið hefur og hafði komizt upp í rúm 7 tonn hjá hæsta bátnum. Netabátar sem lönduðu hér í gær 23 að tölu voru með alls 195 tonn og var Særún með hæstan afla þeirra. — Axel fulltrúaráði- Sj álfstæðisfélagsins Þorsteinn Ingólfsson í Kjós. Var fundurinn, sem var fjölmennur, haldinn að Klébergi. Talaði þar IngólfurTlónsson alþm. og ræddi um kjördæmamálið og stjórn- málaviðhorfið í heild. Urðu nokkrar umræður um þessi mál og tóku margir til máls. Var gerður góður rómur að ræðu Ingólfs, sem var hin skeleggasta. 400 tonn til Akraness ÁKRANESI, 30. apríl. — Níu bát- ar, sem allir eru á netum og 15 trillur, lönduðu hér í gær alls um 100 Synnum \' fiski. Hæsti báturinn Sigurvon var með rúm- lega 15 tonn, þá var Sæfari með tæpl. 15 tonn og Heimaskagi 13. Hæsta trillan var með 2,4 tonn. Hingað kom togarinn Bjarni Ólafsson í morgun, vestan af Grænlandsmiðúm með um 300 tonna afla, þar af um 200 tonn þorskur. — Oddur 1 dómsalnum í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Harrison skipstjóra á Lord Montgomery ekki leyft að fara T A L IÐ er, að eigendur Lord Montgomery verði að setja um 400 þús. kr. tryggingu til þess að skipið fái að leggja úr höfn úr Albert fylgir Ashanfi á nýtt verndarsvœði Herskipið hafði að engu mótmœli ^ varðskipsins austur eftir áleiðis að Stokks- nesi, en ætlunin var að opna þar SEINNI hluta dags í gær var verndarsvæði í dag. Varðskipið verndarsvæðinu á Selvogsgrunni ,,, ... , , * ... ■ o * Albert fylgdi togurunum eftir, lokað og allir togararmr, 8 að i ... tölu, sem þar voru, ásamt her- J t>ar eð herskipið ákvað að tog- skipinu Barrosa lögðu af stað arinn Ashanti skyldi fara með Sjóslysasöfnunin rúmar fjórar milljónir króna SAMKVÆMT upplýsingum frá söfnunarnefnd nemur söfnunin vegna Júlí- og Hermóðsslysanna nú kr. 4.026.782,86, og skiptist upphæðin þannig eftir söfnun- arstöðum: Biskupsskrifstofan kr. 1.544.751,26 Morgunblaðið .. —1.232.616,40 Adolf Björnsson .. — 350.000.00 Vita- og hafmskr. — 342.815,60 Bæjarútg. Hafnfj. — 222.155,30 Sr. Garðar Þorst. — 118.964,00 Vísir ............ — 66.155,00 Alþýðublaðið .... — 58.275,00 Tíminn............— 44.140,00 Þjóðviljinn ......— 32.690,00 Jón Mathiesen .. — 9.200,00 KR vann í GÆRKVÖLDI lék þýzka hand- knattleiksliðið frá Hamborg sem hér dvelur í boði Ármanns annan leik sinn. Mætti liðið þá Reykja- víkurmeisturunum KR. fóru leik- ar svo að KR vann með 19 mörk- um gegn 17. Þetta er fyrsti leikurinn sem ísl. lið vinnur gegn erl. liði í fullum kappleik að Hálogalandi. Leikurinn var allharður og tví- sýnn ekki sízt vegna þess að í lið KR vantaði hina góðu skyttu Þóri Þorsteinsson og um miðjan leik fór fyrirliði KR Hörður Felixson úr axlarlið og lék að sjálfsögðu ekki eftir það. — í gærkvöldi voru Þjóðverjarnir gestir KR-inga. Guðl. Þorvaldss. — 5.020,30 austur, þrátt fyrir mótmæli varð- skipsins. Um hádegi í dag kom svo hóp- urinn að Stokksnesi og var þá opnað þar verndarsvæði, er nær frá Vestrahorni að Papey. Um sama leyti var verndarsvæðið á Selvogsgrunni opnað aftur, en svæðið suður af Geirfugladrang jafnframt lagt niður. Á Selvogs- grunni voru í kvöld 8 brezkir tog arar að ólöglegum veiðum. Verndarsvæðið, sem undanfaf1- ið hefur verið fyrir Vestfjörðum, er nú út af Straumnesi. Þar voru í dag 7 brezkir togarar að ólög- legum veiðum. (Frá Landhelgis- gæzlunni) Listkynning Morgunblaðsins sýnir um þessar mundir málverk eftir Jón E. Gunnarsson, listmálara í Hafnarfirði. Hér birtist mynd af einu listaverka hans, „Fiskverkun“, kallar listamaður- inn það. Jón Gunnarsson velur sér oft viðfangsefni frá sjósókn og sjávarsíðu. Vestmannaeyjum. Aftur á móti^ er skipstjóranum, George Harri- son, eigi heimil brottför. Þegar eftir uppkvaðningu dóms ins setti Geir Zoega umboðsmað- ur, fram þær tryggingar er til þess þurfti, til að leysa skipið út. Nemur sú fjárhæð um 400.000 krónum alls. Varðandi þriggja mánaða varð- haldsvist George Harrisons, skip- stjóra, er það á valdi dómarans að meta hvort hann vilji gefa sakborning lausan um stundar- sakir gegn nægilegri fjárupphæð til tryggingar návist ákærða, þeg ar að því kemur að gæzluvarð- haldsvistin skuli afplánast. Síðdegis í gær hafði Torfi bæj- arfógeti í Vestmannaeyjum, ekki tekið afstöðu til þessa. Myndin hér að ofan er tekin í dómssalnum í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. — Myndin er tekin yfir öxl dómtúlksins, þegar hann þýddi úr dómabók- inni, á ensku, fyrir Harrison skipstjóra, dómsorðin um varð- haldsvistina. — Eins og sjá má af myndinni, ríkti mikil alvara í salnum á þessu augnabliki. — (Ljósm.: Magnús H. Magnússon). ÁRNESSÝSLA AÐALFUNDUR fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Árnes- sýslu verður haldinn í Selfoss- bíói (gildaskála) þriðjudaginn 5. maí n.k. kl. 9 síðdegis. Venju- leg aðalfundarstörf. Þá verður tekin ákvörðiun um framboð flokksins við vænitanlegar Al- þingiskosningar. Sigurður Óli Óiafsson, alþingismaður ræðir um stjórnmálaviðhorfið. ★ ★ Varðarkaffi í Val- höll á morgun kl. 3-5 s.d. Bóndi í Helgafellssveit gabbaði útvarpsmenn í HÁDEGISFRÉTTUM í útvarp- inu í gær var frá því skýrt að á Saurum í Helgafellssveit hefði fæðst sexhöfða kálfur. Hefði kýr þar á bænum, sem áður hafði fætt 12 kálfa, í þetta sinn eign- ast þetta kynlega afkvæmi. Væri kálfurinn með þrjá hausa að fram an og þrjá að aftan. Höfðu menn ,einkum þeir sem höfðu látið útvarpið gabba sig með fréttinni af unga skáksnill- ingnum frá Grímsey, gaman af því að fréttamenn útvarpsins skyldu nú láta gabbast síðasta dag aprílmánaðar. En þann dag var hér áður fyrr sums staðar einnig siður að vera með apríl- gabb. Barnakennari sveitarinnar hafði sent útvarpinu þessa skemmti- legu frétt, og náð sér þannig niðri á fréttamönnunum fyrir gabbið 1. apríl, bæði fyrir sina hönd og margra annarra. Santkoma Óðins í Sjálfstæðishnsinu í kvöld MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN, félag Sjálfstæðisverkamanna og sjómanna, heldur samkomu í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. — Magnús Jóhannesson, formaður Óðins, flytur ávarp og leikararnir Karl Guðmundsson og Ómar Ragnarsson flytja skemmtiþætti og gamanvísur. Að síðustu verður stiginn dans. Aðgöngumiðar að samkomunni verða afgreiddir í Sjálfstæðis- húsinu í dag frá kL 5 til 6 síðdegis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.