Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 1. maí 1959
Enska knatfspyrnan:
Villa og City berjast, en
Leicester er sloppið
ÚRSLIT leikja í deildakeppninni sl. i Grimsby Town 42 9 10 23 62:90 28
laugardag: Barnsley 41 10 7 24 54:88 27
Björn Árnason bifreiða
stjóri sjötugur
1. deild
Arsenal — Portsmouth ......... 5:2
Birmingham C. — Chelsea .... 4:1
Bolton Wandrs. — Blackburn R. 3:1
Burnley — Newcastle .......... 2:2
Everton — Wolverhampton ...... 0:1
Leeds Utd. — West Ham Utd..... 1:0
Leicester C. — Manchester Utd. 2:1
Luton Town — Blackpool ....... 1:1
Manchester C. — Aston Villa .... 0:0
Preston N.E. — Tottenham .:... 2:2
West Bromwich — Nottingham F. 2:0
2. deild
Bristol Rovers — Charlton Athl. 2:1
Derby County — Bristol City ..... 4:1
Fulham — Rotherham Utd......... 4:0
Ipswich Town — Middlesborough 2:1
Leyton Orient — Cardiff City .... 3:0
Lincoln City — Sheffield Utd... 1:2
Scunthorpe — Huddersfield ...... 0:3
Sheffield Wedn. — Barnsley ..... 5:0
Stoke City — Grimsby Town ...... 4:0
Sunderland — Brighton .......... 4:1
Swansea Town — Liverpool ....... 3:3
Úrslit á mánudag:
Sheffield Utd. — Cardiff City . 1:1
Aston Villa og Manchester City
eiga enn eftir nokkra klukku-
tíma af taugastríðinu — sem
hefur staðið yfir undanfarnar
vikur — eða þar til í kvöld
Aston Villa heimsækir nágrann-
ana West Bromwich, en Manch-
ester City fær Leicester City í
heimsókn. Leicester tryggði sér
sæti í 1. deild með ágætum sigri
gegn hinu sigursæla Manchester
United 2:1. Manchester City hef-
ur aðeins verri markahlutföll en
Aston Villa, sem eiga við erfið-
ari andstæðinga að etja. Ef bæði
liðin þ.e. Aston Villa og Manc-
hester City tapa, fellur City og
ef Aston Villa vinnur WBA 1:0,
verður City að vinna Leicester
með þriggja marka mun til að
íella Aston Villa. West Brom-
wich hefur hinsvegar mikið að
vinna, því ef liðinu tekst að sigra
nær það þriðja sæti í 1. deild,
sem gefur álitlega fjárupphæð fyr
ir leikmenn liðsins.
Grimsby Town er fallið niður
í 2. deild, en Barnsley hefur enn
veika von um björgun. Hér koma
svo þessi algengu „ef“. Ef Roth-
herham tapar heima síðasta
leiknum gegn Huddersfield, fell
ur Rotherham, ef Barnsley sigr-
ar heima í kvöld gegn Leyt-
on Orient. Ef Rotherham fær stig
í síðasta leiknum á fimmtudags-
kvöld og Barnsley vinnur ekki
minna en 6:0 fellur Lincoln City
ásamt Grimsby.
Staðan í 1. deild
Wolverhampton 42 27 5 9 110:49 61
Manchester Utd. 42 24 7 11 103:66 55
Bolton Wandrs. 42 20 10 12 79:66 50
West Bromwich 41 18 12 11 87:67 48
Arsenal 41 20 8 13 86:67 48
West Ham Utd. 42 21 6 15 85:70 48
Burnley 42 19 10 13 81:70 48
Blackpool 42 18 11 13 66:49 47
Birmingham C. 40 20 5 15 82:65 45
Blackburn R. 42 17 10 15 76:70 44
Preston N.E. 42 17 7 18 70:77 41
Newcastle Utd. 41 17 6 18 79:79 40
Nottingham F. 42 17 6 19 71:74 40
Chelsea 42 18 4 20 77:98 40
Leeds United 42 15 9 18 57:74 39
Everton 42 17 4 21 71:87 38
Luton Town 42 12 13 17 68:71 37
Tottenham H. 42 13 10 19 85:95 36
Leicester City 41 11 10 20 66:75 32
Aston Villa 41 11 7 23 57:86 29
Manchester City 41 10 9 22 61:94 29
Portsmouth 42 6 9 27 64:112 21
Staðan í 2. deild
Shefíield Wedn. 41 28 6 7 105:46 62
Fulham 42 27 6 9 96:61 60
Sheffield Utd. 41 23 7 11 82:47 53
Liverpool 42 24 5 13 87:60 53
Stoke City 42 21 7 14 72:58 49
Derby County 42 20 8 14 74:71 48
Bristol Rovers 41 17 12 12 78:63 46
Charlton Athl. 42 18 7 17 92:90 43
Cardiff City 42 18 7 17 65:65 43
Bristol City 42 17 7 18 74:70 41
Swansea Town 42 16 9 17 79:81 41
Brighton 42 15 11 16 74:90 41
Middlesborough 42 15 10 17 87:71 40
Sunderland 42 16 8 18 64:75 40
Huddersfield T. 41 15 8 18 60:55 38
Ipswich Town 41 16 6 19 61:77 38
Leyton Orient 41 13 8 20 68:77 34
Scunthorpe Utd. 42 12 9 21 55:84 33
Lincoln City 42 11 7 24 63:93 29
Rolherham Utd. 41 10 9 22 42:81 29
Staðan í 3. deild (Efstu og neðstu liðin)
Hull City 45 26 9 10 89:50 61
LAUGARDAGINN 2. maí kl. 2
e. h. hefst íslandsmót í badminton
í K.R. húsinu við Kaplaskjóls-
veg. Keppt verður í öllum grein-
um íþróttarinnar, og eru þátttak-
endur frá Tennis- og badminton-
félagi Reykjavíkur og Ungmenna
félaginu Snæfelli í Stykkishólmi.
Að þessu sinni verður keppni
í 1. flokki skilin frá meistara-
flokkskeppninni, og mun hún
væntanlega verða á Akranesi u.n
aðra helgi.
íslandsmót þetta verður að
ýmsu leyti óvenjuspennandi, þar
sem Wagner Walbom, sem um
langt árabil hefur verið bezti
og fjölhæfasti badmintonleikari
Reykvíkinga og margfaldur ís-
landsmeistari, verður ekki með í
keppninni, þar sem hann er er-
lendis um þessar mundir.
í einliðaleik karla er íslands-
meistdrinn Ágúst Bjartmarz sig-
urstranglegastur en ýmsir munu
þó geta orðið honum skeinuhætt-
ir. Reykjvíkurmeistarinn í þeirri
grein, Óskar Guðmundsson, er
meðal keppenda.
Plymouth Argyle 45 23 15 7 88:58 61
Brentford 45 20 15 9 76:45 57
Norwich City 44 20 13 11 83:61 53
Tranmere Rovers 46 21 8 17 82:67 50
Wrexham 45 13 14 18 58:76 40
Stockport County 46 13 10 23 66:78 36
Doncaster Rovers 46 14 5 27 50:90 33
Notts County 45 8 13 24 52:91 29
Rochdale 46 8 12 26 37:79 28
Staða efstu liðanna í 4. deild
Port Vale 46 26 12 8 110:58 64
Coventry City 46 24 12 10 84:47 60
York City 46 21 18 7 73:52 60
Exeter City 43 22 11 10 86:57 55
Shrewsbury T. 44 22 10 12 94:62 54
í tvíliðaleik eru Reykjavíkur-
meistararnir Einar Jónsson og
Óskar Guðmundsson líklegastir
til sigurs, en í þeirri grein er
þátttaka jafnan mikil og keppni
hörð.
Ógjörlegt er að spá neinu um
úrslit í tvenndarkeppni, þar sem
a. m. k. 4—5 lið, sem eru mjög
jöfn, takast þar á.
Þátttaka í kvennagreinum er
með bezta móti, og þar eru úrslit
einnig ákaflega tvísýn.
Líklegt verður að telja, að
keppni þessi verði skoðuð sem
eins konar uppgjör milli Reykja-
víkur og Stykkishólms í badmint-
on, þar sem Reykvíkingar mæta
nú Walbomslausir. Það uppgjör
mun þó verða í fullri vinsemd,
því að samvinna milli þessara
tveggja staða á sviði badminton-
íþróttarinnar hefir jafnan verið
til fyrirmyndar.
Úrslitaleikir verða leiknir á
sunnudag, en um kvöldið verður
20 ára afmælis T. B. R. minnzt
í Tjarnarcafé.
Á MORGUN 2. maí er Björn
Árnason, bifreiðastjóri, Hverfis-
götugötu 35, Hafnarfirði, sjötugur
_ Hann er fæddur að Hliðsnesi,
Álftanesi 2. maí 1889. Á unga
aldri stundaði hann sjómennsku
og var m. a. í siglingum nokkur
ár. Árið 1915 kvongaðist hann
Guðfinnu Sigurðardóttur frá Ási,
Garðahreppi og hófu þau búskap
í Hafnarfirði og hafa búið þar
síðan. Lengst af á Hverfisgötu
35. Þau hafa eignast 5 börn, 4
dætur og 1 son. Elztu dótturina
rsisstu þau unga af slysförum og
þá næstu misstu þau nýfædda, en
hin eru uppkomin.
Þegar Björn hætti sjómennsku
hóf hann bifreiðaakstur og hefur
það verið hans atvinna síðan um
38 ára skeíð. Hann byrjaði árið
1921 sem bifreiðastjóri hjá Stein-
dóri Einarssyni, en lengst af hef-
ur hann stjórnað sinni eigin vöru-
bifreið.
FRUMVARP til laga um breyting |
á lögum um útflutningssjóð var
tekið til 2. umr. á fundi neðri
deildar Alþingis í gær. f nefndar
áliti frá meirihluta fjórhags-
nefndar var frá því skýrt, að fjár
hagsnefnd hefði klofnað um mál
ið. Meirihluti nefndarinnar, Pét-
ur Pétursson, Ólafur Björnsson
og Jóhann Hafstein lögðu til að
frv. yrði samþykkt með nokkr-
um breytingum, en minnihl.,
Skúli Guðmundsson og Einar Ol-
geirsson, greiddu ekki atkvæði
um málið í nefndinni.
Pétur Pétursson hafði fram-
sögu í málinu af hálfu meirihlut-
ans. Kvað hann fjárhagsnefnd
hafa haft frv. til athugunar í all
langan tíma, en nefndinni hefði
ekki þótt tiltækilegt að afgreiða
Skæruliðar
aðsópsmiklir
SINGAPORE, 30. apríl. — Fréttir
frá Singapore herma frá snörp-
um árásum uppreisnarmanna á
Súmötru og Celebes á bækistöðv-
ar stjórnarhersveitanna. Segja
fréttamenn, að uppreisnarmenn
láti æ meira að sér kveða, ekki
sízt á Súmötru, sem er stærsta
eyland Indónesíu. Stjórnarherir
hafa gert margar leifturárásir á
bækistöðvar uppreisnarmanna
bæði úr lofti og á landi.
Bæjarkeppni
í sundi milli Akra-
ness og Keílav íkur
HIN árlega bæjakeppni í sundi
milli Akraness og Keflavíkur fer
fram i Bjarnalaug hér laugardag-
inn 2. maí og hefst kl. 5.30. Þetta
er í 9. skipti sem þessir bæir
heyja keppni í sundi. Keppt er
um fagran bikar sem vinnst til
eignar ef hann vinnst 5 sinnum
alls, svo að sá bær sem vinnur
nú mun eignast gripinn. Búast
má við spennandi og tvísýnni
keppni þar sem allt bezta sund-
fólk bæjanna keppir.
Um kvöldið verður svo kepp-
endum boðið á almennan dans-
leik í Sjálfstæðishúsinu.
Munu allir sem til þekkja vera
sammála um að hann hafi verið
einstakur heppnismaður í því
starfi, því að ekki hefur hann
hent neitt slys á sínum langa öku-
ferli. Má þar fyrst og fremst
þakka einstakri reglusemi og
gætni ásamt öruggi í starfi. Eng-
um sem sér Björn nú dytti í hug
að þar fari sjötugur maður, svo
léttur er hann á fæti og ekki er
að sjá að starfsþrekið sé farið að
bila. Hann hefur líka átt því láni
að fagna að vera heilsuhraustur
alla ævi, enda heimili þehra
hjóna einstakt regluheimili, þar
sem hin íslenzka gestrisni hefur
þó verið í hávegúm höfð. Ég veit
að vinir og kunningjar Björns
munu á þessum merkisdegi í jífi
hans, senda honum hugheilar ósk-
ir, — um gæfu og gengi á fram-
tíðinni.
málið fyrr en fyrir lægi, hvað
útflutningssjóði væri ætlað á fjár
lögum.
Þá vék ræðumaður að breyting
artillögum meirihluta nefndar-
innar. Væri hin fyrsta þeirra um
nánari útskýringar varðandi út-
reikning skiptaverðs á fiski. önn
ur fjallaði um uppbætur á út-
fluttar landbúnaðarafurðir, en
hin þriðja væri flutt samkvæmt
ósk ríkisstjórnarinnar og væri
um heimild til að innheimta sér-
stakt gjald af bifreiðum og bif-
hjólum. Mætti gjald þetta vera
300% af bifreið, sem aðeins væri
veitt innflutningsleyfi fyrir, en
250% þegar einnig væri veitt
gjaldeyrisleyfi þó ekki nema
225% fyrir bifreiðar atvinnubíl-
stjóra. Væri áformað að auka
þennan innflutning um 250 bif-
reiðar, sem veitt er eingöngu
innflutningsleyfi fyrir, en um
100 bifreiðar, sem bæði er veitt
innflutnings- og gjaldeyrisleyfi
fyrir .Mundi verða næg eftir-
spurn eftir bifreiðum þessum, en
svartur markaður mundi vænt-
anlega minnka við þessar ráðstaf-
anir. Með þessum aðgerðum yrði
útflutningssjóði aflað tekna að
upphæð 30,4 milljónir og þætti
meirihluta nefndarinnar ekki á-
stæða til að ætla annað, en sjóð-
urinn gæti staðið við skuldbind-
ingar sínar og legðu því til að
frv. yrði samþykkt með svofelld
um breytingum.
Skúli Guðmundsson og Lúðvík
Jósefsson tóku til máls um frum
varpið, en síðan var gengið til
atkvæða og samþykktar breyt-
ingartillögur meirihluta fjár-
hagsnefndar og frv. svo breyttu
vísað til 3. umræðu.
Heimsókn
frá Noregi
KOMMANDÖR Em. Sundin, um-
dæmisstjóri Hjálpræðishersins á
íslandi, Færeyjum og í Noregi,
dvelst á íslandi dagana 30. apríl
til 13. maí.
I fylgd með kommandörnum
er Joh. Kristiansen ofursti.
Fagnaðarsamkoma komman-
dörsins og ofurstans verður
haldin í kvöld í húsi KFUM kL
20.30. —
Einnig munu þeir heimsækj*
Isafjörð, 2. og 3. maí, Akureyri,
5. og 6. maí og koma aftur til
Reykjavíkur á uppstigningardag
og halda samkomur hér frá 8,—
12. maL
Hér sést hinn mikli sundgarpur, Guðmundur Gíslason, ÍR, sem
aðeins er 17 ára gamall, en hefur þó náð árangri, sem athygli
vekur víða. Hann heldur hér á „Pálsbikarnum", sem forseti Is-
lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, gaf í fyrra og veitist þeim sund-
manni eða konu, sem bezt afrek vinnur samkvæmt stigatöflu
á Sundmeistaramóti íslands ár hvert. Fyrsti handhafi bikarsins
var Ágústa Þorsteinsdóttir, Á. Guðmundur átti þrjú beztu afrek
mótsins nú og er þvi vel að bikarnum kominn. (Sjá að neðan)
Með Guðmundi á myndinni er Jónas Halldórsson, þjálfari sund-
deildar lR, sem eitt sinn var ókrýndur konungur sundmanna
á íslandi og setti yfir 50 íslenzk met. Guðmundur hefur klotið
gullmerki ISl tvö ár í röð fyrir 10 íslenzk sundmet eða meira
á sama árinu. — Loks fylgir hér svo tafla frá SSf yfir sex beztu
afrek mótsins samkvæmt norsku sundstigatöflunni.
1. Guðmundur Gíslason, ÍR.....
2. Guðmundur Gíslason, ÍR, ....
3. Guðmundur Gíslason, ÍR, ....
4. Sigurður Sigurðsson, ÍA, ....
5. Ágústa Þorsteinsdóttir, Á..
6. Einar Kristinsson, Á,......
400 m skriðsund
200 m skriðsund
100 m skriðsund
400 m bringusund
100 m skriðsund
400 m bringusund
900.4 stig
886.5 stig
884,0 stig
866,8 stig
856,0 stig
847.6 stig
Tvísýn keppni í lands-
móti í badminton
J. s.
Lagt til að aukinn verði
innflutningur á bifreiðum
Útflutningssjóðsfrv. til 3. umr. í neðri deild