Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 1. maí 1959
8
Sextugur i dag:
Jón Leifs tónskáld
HVAÐ vitum við um tónskáldið
Jón Leifs? Ekki mjög mikið.
Hann er ein metnaðarmesta og
stórhugaðasta tilraun íslenzks
anda á okkar öld — fyrsta ís-
lenzka tilraunin til þess að yrkja
í tónum út frá þjóðarvitund,
sögu og svip fólks og lands und-
ir stórfelldustu „bragarháttum",
hinum miklu formum tónlistar-
innar. Að öðru leyti bíður. hann
enn dómsins, seinni tímar munu
kveða hann upp. Hans meirihátt-
ar verk hafa ekki verið leikin
hér á landi, og fæst nokkursstað-
ar, fyrr en nú á sextugs afmæl-
inu, fáein brot úr þeim. Styrr
hefur alla tið um hann staðið,
sumir tónlistarmenn lokið mesta
lofi á sumt af verkum hans sem
kunn eru, aðrir hrist höfuðið. Og
Jón Leifs sjálfur hlegið að þeim
sem hristu höfuðið. Þó ekki allt-
af. Stundum hefur hann reiðst,
vafalaust oft sárnað.
Félagslíf
Ferðafplag íslands
fer tvær skemmtiferðir um
n.k. sunnudag. Önnur ferðin er út
að Reykjanesvita, hin ferðin
gönguferð á Keili og Trölla-
dyngju. — Lagt af stað í báðar
ferðirnar kl. 9 á sunnudagsmorg-
uninn frá Austurvelli. Farmiðar
seldir við bílana.
FARFUGLAR! i
Fyrirhuguð ferð í Valaból um ,
helgina fellur niður, en dvalið
verður í Heiðarbóli. — Nefndin. !
Knaltspyrnufélagið Fram
2. flokkur A og B: Æfingaleik-
ur sunnud. kl. 9,30 fyrir hádegi.
— Þjálfarinn.
Knattspyrnumenn K.R.
títiæfingar eru byrjaðar og
verða sem hér segir:
5. flokkur:
Mánud. kl. 5,30 e.h.
þriðjud. kl. 5,30 e. h.
Fimmtud. kl. 5,30 e.h.
4. fiokkur:
Mánud. kl. 6,30 e.h.
Þriðjud. kl. 6,30 e.h.
Fimmtud. kl. 6,30 e.h.
3. flokkur:
Mánud. kl. 8 e.h.
Þriðjud. kl. 8 e.h.
Fimmtud. kl. 8 e.h.
2. flokkur:
Mánud. kl 7,30 e.h.
Miðvikud. kl. 7,30 e.h.
Föstud. kl. 7,30 e.h.
1. og meistaraflokkur:
Mánud. kl. 8,30 e.h.
Miðvikud. kl. 8,30 e.h.
Föstud. kl. 8,30 e.h.
Hæfnisæfingar 3. og 4. fl.:
Miðvikud. kl. 8 e.h.
Föstud. kl. 8 e.h.
Drengir í 3., 4. og 5. fl.:
Á útiæfingum komast a,llir að.
Komið og verið með frá byrjun.
Geymið þessa töflu svo þið munið
æfingatímann.
Knattspyrnudeild K.R.
Skíðaferðir.
Skálafett á Mosfellsheiði: —
Fimmtud.kvöld 30. apríl kl. 8,
föstud. 1. maí kl. 2,30, laugardag
2. maí kl. 2,30, laugard. 2. maí
kl. 6, sunnudagsm. 3. maí kl. 9. —
I Jósefsdal og Hellisheiði: —
Fimmtudagskvöld 30 apríl kl. 8.
föstud. 1. mai kl. 2,30, laugardag
2. maí kl 2,30, laugard. 2. maí
kl. 6. sunnudagsm. 3. maí kl. 9,
— Skíðafólk athugið: Bílfært er
í Jósefsdal.
Afgr. hjá BSR. —
Skíðafél. í Reykjavik.
Austurríski skiðaþjálfarinn Eg-
on Zimmermann æfir með skiða-
fólki í Skálafelli á Mosfellsheiði,
föstud., laugardag og sunnudag
n. k., dvalið verður í KR-skálan-
um. Ef nægur snjór verður mun
»vingamót verða haldið kl. 2. á
Mnnudsginn 3. maí. Til'ltynningar
á staðnum.
Skíðaráð Reykjavikvr.
En það var gaman að sjá hann
taka „óförum“ sínum í Berlín
10. marz 1941. Prússneska lista-
akademían hafði efnt til þriggja
orkesturs-hljómleika, og á hverj-
um þeirra skyldu þrjú tón-
skáld stjórna verki eftir sjálfan
sig. öll list var þá háð afskiptum
ríkisins, eins og tíðkast í ein-
ræðislöndum, Og Jóni Leifs hafði
smámsaman verið bolað út úr
tónlistarlífi Þýzkalands. En nú
reis upp hugaður og drengilegur
maður, Gerhard von Keussler,
einn af meðlimum akademíunn-
ar, og heimtaði að Jóni Leifs
væri boðið að stjórna verki eftir
sig á einum þessara hljómleika
— og hann hafði mál sitt fram.
Jón Leifs var síðastur á hljóm-
skránni síðasta kvöldið, og
stjórnaði verki sínu Hljómleik
fyrir orgel og hljómsveit. Eg sat
á svölum og sá ekki niður í sal-
inn, sá ekki að fólk var að ganga
út allan tímann meðan verkið var
leikið, svo að örfáir voru eftir í
lokin. Mér fannst verk Jóns
Leifs stórfenglegt, og ég bjóst
við að eftir lok þess myndi húsið
leika á reiðiskjálfi af fögnuði.
En við vorum víst innan við
tuttugu sem klöppuðum, og langt
hver frá öðrum í hinum stóra,
nærri tóma sal. Jón Leifs sneri
sér við og hneigði sig brosandi,
og við klöppuðum lengi þessir
tuttugu, og hann hélt áfram að
hneigja sig, til hægri og til
KEFLAVÍK
Riiföng
Skrif&lofuvélar
Verzl. KYNDILL
Hringbraut 96.
_ 4 _
SKIPAUTGCRB RIKISINS
HERÐUBREIÐ
austur um land til Seyðisfjarð-
ar 6. þ.m. — Tekið á móti flutn-
ingi til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Fáskrúðsf jarðar, Reyðarf jarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóa-
fjarðar og Seyðisfjarðar. árdegis
á morgun, laugardag og á mánu-
dag. Farseðlar seldir á þriðjudag.
Samkomur
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu
menn: Arnulf Kyvik og Tryggvi
Eiríksson. — Allir velkomnirl
vinstri og upp til svalanna, með
hressilegum ánægjusvip, eins og
þetta væri fágætur sigur, lengra
yrði tæpast komist í einlægri
viðurkenningu frá fáum réttlát-
um og hákavalífíseruðum áheyr-
endum. Kannske er þetta dauða-
stund hinnar leifsku tónlistar í
Þýzkalandi, hugsaði ég — vel
skipulagt líflát. Og mér datt í hug
ljóðlína eftir Þorstein Erlingsson:
Svo kunna ekki dónar að deyja.
Ég hitti Jón Leifs á eftir í her-
bergi hans að sviðsbaki. Inn kom
liðsforingi í einkennisbúningi,
teinréttur og hvatlegur, rétti tón-
skáldinu nafnspjald sitt og sagði:
Jón Leifs
„Má ég þakka yður. Ég skamm-
ast mín fyrir landa mína í
kvöld“ — hneigði sig og fór. Ég
talaði við organistan, sem leikið
hafði með hljómsveitinni, pró-
fessor Kurt Utz, og hann sagði:
„Þetta verk Jóns Leifs er eitt
|
mikilfenglegasta orgelverk fra
nýrri tímum sem ég þekki. Ég
ætla að skrifa um það í eitthvert
tónlistar-tímarit — ef ég fæ“.
Miklu heldur vildi ég þó hafa
verið í Helsingfors þegar Sögu-
hljómkviðan var leikin, því mig
grunar að yrkisefni úr fornsög-
um okkar eigi betur við gáfu
Jóns Leifs en nokkuð annað.
Sibelius var á hljómleikunum í
Helsingfors, hann hefur lesið ís-
lendingasögur og dáir þær mjög,
tekur þær fram yfir Kalevala.
Hann sagði á eftir við hljóm-
sveitarstjórann sem stjórnaði
hljómkviðunni að sér virtist
söguandinn í verkinu sannur
(genuin). Það mun hafa verið
þessi sama hljómkviða, eða kafli
úr henni, sem leikinn var í Kaup-
mannahöfn og Politiken skrifaði
um, að líklega væri þetta gný-
mikla verk síður samið til að
heyrast í hljómleikasal en á víða-
vangi einhversstaðar í hinni
Húsbyggendur Húseigendur
Getum bætt við okkur húsbyggingum, viðgerðum
og verkstæðisvinnu.
Gerum verðtilboð ef óskað er.
Símar 3-60-74 og 3-58-96.
U nglinga
vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi
LAUGARNESVEG
CAMP-KNOX
LINDARGÖTU
voldugu náttúru íslands, og þá
helzt á Þingvöllum. Hvernig
væri að reyna það?
★
Það er hætt við því að heimur-
inn verði seinn að taka við frum-
legri tónlist sem öll stefnir til há-
norðurs, og er afkvæmi sterkrar
þjóðerniskenndar í litlu og af-
skekktu landi. Og Jón Leifs hefur
af eðlilegum ástæðum ekki getað
átt þann bakhjarl í tónlistar-
menningu lands síns sem dugað
hafi til frægðar langt út fyrir
landsteinana.
Fáir menn íslenzkir í okkar
samtíð hafa stefnt hærra en
hann né af hreinni og ósveigjan-
legri vilja hugsjónamanns og
listamanns. Hann hefur viljað
gefa landi okkar og þjóðarskapi
mál í æðri tónlist, láta veðurgný
frá Islandi berast, svalann og
sterkann, inn í tónlist heimsins
— og minna okkur sjálfa á hverj-
ir við erum, hvað við erum, get-
um verið eðá orðið, ef við kjós-
um að vera við sjálfir, trúir okk-
ar uppruna og eðli — ekki eftir-
hermur einar í listsköpun heims-
ins.
Við eigum að þakka honum
trúmennskuna, ósveigjanleikann,
hetjuhug brautryðjandans, hið
stóra mið sem hann aldrei hefur
misst sjónar af — og óska verki
hans sigurs.
Kristján Albertsson.
★
NU, þegar Jón Leifs stendur á
sextugu, langar mig til að færa
honum þakkir okkar tónlistar-
manna, og þá sérstaklega þeirra,
sem teljast til tónskálda, fyrir
hans miklu störf í þeirra þágu.
Það er að vísu stórt orð „Há-
kot“, eins og þar segir, og það
kann að vera að sumum finn-
ist fullmikil dirfska að taka sér
í munn sæmdarheitið tónskáld
— um sjálfan sig. En hvað sem
því líður, þá er þegar allstór
hópur manna, sem ber þetta
nafn með sóma á voru landi, og
margt er það sem eftir sum tón-
skáld okkar liggur, sem þola
mun tímans tönn og varðveitast.
En í þessum efnum erum við
þó enn í bernsku, séum við
bornir saman við hinar stærri
þjóðir. Það var því mikil nauð-
syn að hlúa að ungviðinu, styðja
það og styrkja á allan hátt —
og þá ekki sízt fjárhagslega. —
Engin stétt í landi okkar mun
eiga öllu erfiðari aðstöðu í mann-
félaginu en tónskáldin. Hefir oft
áður verið á þetta drepið, og þá
ekki sízt af Jóni Leifs, sem þrá-
sinnis hefur blásið í herlúður-
inn til sóknar gegn sinnuleysi og
skilningsleysi á málefnum tón-
skáldanna. Jón Leifs hefur frá
fyrstu gert sér far um að kanna
verðmæti hinna sérkennilegu
íslenzku þjóðlaga okkar og tek-
izt á hendur að skapa íslenzka
tónlist í anda þeirra. Fleiri koma
hér að vísu við sögu, þó lítið
fari fyrir skilningi jafnvel tón-
listarmanna á starfi þeirra. En
hlutur Jóns er svo merkilegur,
að á hann ber að líta sem mjög
mikilvægan. Því miður er ekki
enn hægt að dæma um lífsverk
Jóns, af þeirri einföldu ástæðu,
að flest verk hans hafa enn ekki
verið flutt og eru því ekki heyr-
um kunn. Bíður það því síns
tíma, en úr því þyrfti að bæta
hið bráðasta. En eitt er örugg-
lega víst, og það er það, að Jón
gengur ekki troðnar slóðir í list
sinni, hvað sem öðru líður, og
hann vill vera rammíslenzkur í
listsköpun sinni. Hann hefir þá
einnig haft mikil áhrif á sum
hinna yngri tónskálda, sem meir
og meir byggja list sína á þjóð-
legum grundvelli. En það sem
ég vildi sérstaklega gera að um-
talsefni í þessum fáu línum eru
félagsstörf Jóns í þágu ísl. tón-
listarmanna, — og enda allra ísl.
listamanna. Hann stofnaði Banda
lag ísl. listamanna á sínum tíma.
Hann stofnaði Tónskáldafélag ís-
lands og kom fótunum öðrum
fremur undir „Stef“, sem orðið
hefur ísl. listamönnum og ísl.
tónskáldum til mikils gagns.
Nokkur styrr hefur staðið um
Jón og „Stef“ og Jón oft beittur
miklu ranglæti í því sambandi.
En hann hefur ótrauður barizt
fyrir bættum kjörum stéttarinn-
ar meira en nokkur annar ísl.
listamaður, og skal hann hafa
miklar þakkir fyrir. Þess er vert
að minnast, að slík störf, sem
Jón hefir hér leyst af hendi eru
tímafrek og fjarri því að sam-
rýmast störfum tónskálds, sem
þarf að fá að lifa í friði til að
geta samið tónsmíðar sínar. —
Hann hefir því lagt mikið í söl-
urnar fyrir málefni tónlistar-
mannanna. Og í þeirra nafni
leyfi ég mér að færa honum
þakkir okkar allra á þessum
merkisdegi og við árnum hon-
um allra heilla og velfarnaðar í
framtíðinni.
Páll ísólfsson.
Listamenn þakka Jóni
Leifs skelegga forystu
UNDIRRITAÐIR mótmæla árás-
um þeim, sem enn er stöðugt hald
ið uppi gegn forvígismdnni höf-
undaréttar hér á landi, Jóni Leifs,
tónskáldi.
Jón Leifs hefir nú í mörg und-
anfarin ár borið uppi varnir fyrir
höfunda og eigendur höfunda-
réttar og leitazt við að auka gildi
réttar þeirra og eigna, án þess að
ganga á hlut nokkurs manns.
Fyrir þetta frumkvæð. sitt hafa
nú um langt skeið beinzt gegn
honum tíðar árásir, sem oft hafa
verið blandaðar ósannindum og
útúrsnúningum, er ekki verða þoi
aðir lengur án ákveðinna og mjög
eindreginna mótmæla.
Það er misskilningur ef menn
vilja halda því fram, að þessi
br autry ð j andi höf undar réttar ir.s
standi uppi einn í baráttu sinni
fyrir vernd andlegra eigna. Á bak
við hann standa um 300 íslenzkir
höfundar og höfundaréttarhafar
STEFs, ásamt fjölskyldum þeirra,
og allt að því þrjú hundruð fé-
lagsmenn Bandalags fslenzkra
.Listamanna, ásamt fjölskyldum
þeirra. Á bak við hann standa
ennfremur allir þeir, sem unna
andlegum sköpunarmætti þjóðar-
innar íslenzku og vilja stuðla að
vexti og viðgangi þessa n.áttar,
þjóðinni til öryggis og sjálfstæði
hennar til álitsauka. Á bak við
hann standa loks um 150 þúsund
erlendir höfundar og höfunda-
rétthafar, sem hann fer með um-
boð fyrir, en það eru fulltrúar
þeirra krafta sem ráða heimsáliti
og jafnvel úrslitum í aiþjóðarnál-
um, sem ísland, frelsi þess og öll
hagsæld í framtíðinni er svo mjög
háð.
Hinu gleyma og flestir þeir,
sem gera sér far um að veitast að
Jóni J eifs, að hann hefir fórnað
því, sem fyrir frumskapandi lista
mann er mest um vert — meira
en nokkuð annað, en það er tími
hans og eigin kraftur, — til þess
að Læta vinnuskilyrði og ali^ af-
komu starfsbræðra sinna.
Vér undirritaðir íarum honum
þakkir fyrir ótrauða frarnmi-
stöðu í meðferð málefna vorra,
svo og fyrir óbilandi þol iians
gegn öllum árásum, og lýsum
fullum stuðningi við hann og
hinn sameiginlega málstað höf-
unda og annarra listamanna.
Reykjavík, 9. apríl 1959.
Dr. Hallgrímur Helgason,
framkvæmdastjóri Tónskálda-
félags fslands
(sign)
Guðmundur Gíslason Hagalín,
formaður Rithöfundasambands
íslands
(sign)
Sigurður Reynir Péturssou,
varaforstjóri STEFs
(sign)
Snorri Hjartarson,
forseti Bandalags íslenzkra
Listamanna
(sign)