Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 20
20 Moncvisnr iTtio Föstudagur 1. maí 1959 Þessu eina atriði sleppir frú Bouffet. Það var kynlegt, hvernig þessi kona brást við. Bleiöher hafði «áð tökum á henni. Hún var reiðu- búin að segja allt og gerði það lí'ka. Það var ein vitneskja, sem hún lét ekk: uppi, vitneskja hennar «m hina konuna, sem var driff jöðr in meðal allra, sem þekktu hana, konuna, sem huldi sig bak við mörg dulargervi, konuna með rauða hatt inn, „aðstoðarkonu SD“. — Um 'þetta þagði frú Bouffet. Þessu næst skyldi reitt til höggs gegn Páli, elskhuga frú Bouffet, manninum. sem Emile, verkamað- urinn við birgðastöðvar herflug- vélanna í Cherbourg, hatar svo mjög. Það var Páll, sem hafði kom ið fram sem drambsamur gjald- keri og hafði goldið tvö þúsund franka fyrir vitneskju Emiles um benzinflutninga og skekkjur í *míði þýzkra, langfleygra sprengju flugvéla. Það var hann, sem átti óbeinlínis sök á því, að það brotn- aði Sévrespostulínið, sem var Emile hinum fyrrverandi flæking, fmynd þeirrar borgaralegu stöðu, sem hann hafði nýlega hlotið. Þar sem ensk sprengja, sem rat- aði skakkt, hafði molað þennan Sévres-borðbúnað og hina litlu íbúð Emiles, fylltist hann örvænt- ingu. Þar er hann var gripinn ör væntingu, ætlaði hann að hugga sig á áfengi og hafði drukkið fast, og þár sem hann var drukkinn og örvæntingarfullur, hafði hann gloprað út úr sér öllu, sem hann vissi um njósnir í Cherbourg. Þar sem Emile hafði þvaðrað frá þessu, var Borchers nokkur höfuðs maður frá leynistöðvunum í St. Germain við París sendur beina leið til Cherbourg. Þar sem þessi Borchers höfuðsmaður talaði illa frönsku, var undirforingi Hugo Bleicher úr leynilegu herlögregl- unni í Cherbourg, fenginn honum fyrir túlk. Og þar sem að lokum þessi Hugo Bleioher var óvenju hugmyndaríkur, og hafði vel vit á að koma ýmsu fljótlega í fram- kvæmd, þá var hann skyndilega orðinn annað og meira en túlkur. BorChers höfuðsmaður lét hann, óbreyttan undirforingjann, nú sjálfráðan. Þar sem Hugo Bleicher átti afl til að sannfæra aðra, hafði hann fundið tryggan vin þar sem Emife var, en hann var alls eng- inn svikari að eðlisfari. Þar eð Emile varð tryggur vinur hans, gat hann tekið hina fögru frú Skrifstofustarf Maður sem er vanur öllum venjulegum skrifstofu- störfum, getur fengið atvinnu nú þegar, hálfan eða allan daginn. Tilboð merkt: Skrifstofustarf—9614, leggist inn á afgr. Mbl. Bouffet til fanga. Þar eð Hugo Bleioher komst að afbrýðiseminni í hjarta hinnar fögru frúar, fékk hann að vita allt u-m Pál, fékk að vita meira á einum hálftíma, en öll leyniþjónustan vissi til þess þess tíma. Og þar sem hann, Hugo Bleioher, vissi meira á þessari stundu en öll leyniþjónustan, dró hann nú net sitt til þess að veiða Pál, manninn, sem átti að leið- beina honum til miðstöðva hins mikla njósnahrings „Interalliée“. Emile er aftur orðinn aðalmað- urinn. Hann spigsporar fram og aftur framan við grindurnar á járnbrautarstöðinni í Oherbourg með vindling í munnvikinu og Baskahúfuna á ská ofan að öðru eyranu. Emile er sá eini, sem þekk ir Pál. Hann á að ganga til hans og klappa vingjarnlega á öxlina á honum! Þannig er um talað, og með því segir hann við Þjóðverj- ana: „Þetta er maðurinn ykkar“. Tvær götur liggja frá brautar- stöðinni upp í borgina. Á báðum þessum götum er fólksbíl lagt rétt við gangstéttarbrúnina. í öðrum þeirfa sitja þeir Borchers og Bleicher, en lögreglufulltrúi í hin- um. Bleicher getur séð yfir alla brautarstéttina, þaðan sem hann situr. Emile er á verði framan við gx-indurnar. Nú kemur hreyfing á hann. — Hann gengur að þrekvöxnum manni, sérlega dökkleitum í and- liti, í stuttum leðurjakka, sem kem ur í þessu út úr stöðvafhúsinu. — Emile klappar vingjarnlega á öxl honum. „Líka nokkurs konar Júdas arkoss“, flýgur Bleioher í hug. , Báðir mennirnir ganga nú í ákafri samræðu beint að vagnin- um, sem Bleidher situr í. Mennim- ir úr leynilögreglu hersins nálgast frá öllum hliðum. Skyndilega nemur Páll staðar. Eitthvað þykir honum grunsam- legt. Hann stendur rétt fyrir fram an kæli'kassa vagnsins, starir inn í hann og sér mennina sitja þar inni. Hefur Páll séð gildruna? Bleioher tekur skjóta ákvörðun og fer út. Án þess að líta á Pál opnar hann mótorhlífina og beyg- ir sig með áhuga yfir vélina. — Taugar hans eru í ýtrustu spennu og honum finnst hjartað slá uppi í hálsinum á sér. Þetta á að verða hin fyrsta handtaka, sem hann framkvæmir. Mörg hundruð þeirra komu síðar, — en í dag er honum þetta ennþá nýtt. Emile tekur í handlegginn á Páli og togar hann með sér. Nú eru þeir rétt fyrir aftan Bleioher. Eldsnöggt snýr hann sér við og þrífur hann, og GFP-menn þjóta að frá öllum hliðum. Handjárnin smella um úlfnliði Páls. Emile er líka tekinn fastur aftur, en hann veit nú, að það er aðeins til mála- mynda, og verst ekki. Allt fór þetta fram á fáeinum sekúndum. Páll er Okki búinn að átta sig fyrr en Limoges-vagninn þýtur um göt- urnar með tjöld lregin fyrir glugg ana. — Þá er Bleicher búinn að draga þykkan seðlabunka og skammbyssu upp úr jakkavasa hans. Dauðarefs ing liggur við því, að hafa vopn í fórum sínum á stríðstímum og sömuleiðis við njósnum. Páll veit, að hann hefur fyrirgert lífi sínu með tvennu móti. Páll Kieffer, 35 ára, fæddur í Lothringen, er ekki einn af þeim, sem þægilegt er að fá til þess að leysa frá skjóðunni. Fyrst um sinn fær Bleieher ekki út úr honum annað en fáein almenn atriði. Páll var hermaður, undirforingi í loft- hernum. Hann er hreykinn af þeim tignarmerkjum, sem hann hesf ur fengið, er hann var orrustuflug maður. Hann var í þýzku fangelsi, en ekki leið á löngu, unz honum tókst að strjúka. í París hverfur hann sjónum, verður starfsmaður í andspyrnuhreyfingunni, félagi í „Interalliée", og að lokum foringi félagsskaparins í Calvas-fylkinu. í garðinn yðar - Frœ Úrvals blóma- og matjurtafræ, sem hentar íslenzkum staðháttum. Reyndir garðyrkjumenn nota aðeins það bezta. j.e.Qhlsens £nke OE-FRÆ fæst hjá aðalumboðsmönnum vorum BIFREIÐAEIGENDUR Munið, að gjalddagi ábyrgðartrygginga (skyldutryggingin) bifreiða er 1. maí með greiðslufresti til 14. s. m. Þeir, sem ekki hafa greitt iðgjöld fyrir þann tíma, mega búast við að bifreiðio* * þeirra verði teknar úr umferð, án frek- ari aðvarana. Bifreiðatryggingafélögin Hann er spurður, hvar leynilegi sendirinn sé í París, en það kveðst hann ekki kæra sig um að vita. — Einnig er hann spurður, hvar Ar- mands Walenty sé að leita. Hann segir, að foringi „Interalliée sé ekki svo heimskur, að hann fari að segja hverjum sem er frá fylgsni sínu; deildarforingjar hans viti ekki einu sinni um heimilisfang hans. Þegar hann er spurður, hvernig hann haldi þá sambandinu við þá, svarar hann, að ti'l þess séu ákveðin búsakynni. Hvað heita þau? Það eru aðeins dularnöfn, alveg meinlaus. Þannig á Hugo Bleioher enn í höggi við ósýnilegan óvin, sem ekki verður hönd á fest, þrátt fyrir þennan fyrsba mikla árangur. Bleioher hefur að vísu unnið á, en það er fjarri því, að hann hafi fundið slóð „Læðunnar". Þennan dag, 3. nóvem'ber 1941, nákvæmlega klukkan 20, voru þeir 21 njósnarar s'kyndilega teknir höndum um allt Norður-Frakk- land, sem áttu nöfn og heimilis- fan gá skránni, sem fannst í íbúð frú Bouffet. Það er þremur dögum seinna.’ — Það hvílir nótt yfir Cherbiurg, dimm rigningarnótt í nóvember. Nokkrir ferðamenn flýta sér yfir brautarpallinn nr. 3 á aðal járn- brautarstöðinni. Þeir ætla að fara til Parísar með D-lestinni, sem er búin til brottferðar. Það er ekki nema fárra mínútna flug milli Ohei’bourg og brezku strandarinn- ar. Það er farið nákvæmlega eftir myrkvunarráðstöfununum. Það er aldrei hægt að vita..... Þrír karlmenn standa framan við D-lestarvagn einn, þar sem þeim hefur verið ætlaðar staður. Þeir eru Bleioher undirforingi, — maður úr GFP og fanginn Páll Kiffer, sem er hlekkjaður við úlf- lið Bleiohers. Bleioher lítur á úr- ið sitt, en skífan er sjálflýsandi. „Klukkan er 21-56. Það eru 4 mínútur eftir. Ætli það sé ekki bezt, að við förum inn?“ Hann snýr sér við, til þess að opna dyrnar. 1 sömu svipan hleyp ur ung kona til mannanna þriggja. Hún fellur um háls hin- um hávaxna Hugo Bleicher og hljóðar lítið eitt við. „Cheri — “, stamar hún tár- fellandi. „Hugo — moncheri", sem þýðir: elskan mín). — Það er Súsanna Laurent. Síðari hluta dagsins hefur hún frétt, að leyni- lega herlögreglan hafi ákveðið að flytja Hugo Bleioher til leyni- þjónustunnar í St. Germain hjá París. Hún veit, að nú skiljast leiðir þeirra, að Hugo muni aldrei koma aftur til Cherbourg, að engin von er til þess, að þau sjáist aftur og að nú er öllu lok- ið lokið, lokið fyrir fullt og allt. SflUtvarpiö Sölufélagi garðyrkjumanna og hjá flestum víðsvegar um landið. Ökúmenn — Bifreiðaeigendur Hjólbarðaverkstæðið Langholtsveg 104 er opið öll kvöid, helgar og helgidaga. Mánudaga 19—23 e.h. Þriðjudaga 19—23 e.h. Mið— vikudaga 19—23 e.h. Fimmtudaga 19—23 e.h. Föstudaga 19—23 e.h. Laugardaga 13—23 e.h. Sunnudaga og aðra helgidaga 9—12 f.h og 13—23 e.h. Ath. Vanur maður tryggir örugga þjónustu. — Langholtsveg 104 — a r L / u A . MAVBE WE'O BETTER CALL OFF THE DUCK SHOOTINO FOR TOPAS; LVNPA, AND TAKE _ . VOU HOME / j GOOD...THIS DAMPNESS . IS RUINING 53— mv hair/ Tml cHRie, vou DON'T HAVE TO WORRV WITH THAT BOVISH , CUT ... BUT I | CARE HOW 3 . I LOOK/ ^ GEE, l'M AFRAID l'VE FRIGHTENED TH6 PUCKS OFF AGAIN / _E IT'LL PRV ^ IN NO TIME gfc WHEN WE GET HOME, LVNDA/ 1) „Almáttugur, ég hefi víst hrætt endurnar í burtu aftur“. — „Sennilega verður bezt að við hættum andaveiðunum í dag, Linda, og förum heim með þig“. 2) „Guð, þetta loftslag eyði- leggur á mér hárið“, segir Linda. „Það þorrnar í hvelli, þegar við komum heim“, svarar Stína. 3) „Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af hárinu á þér, Stína, með þessa strákaklipp- ingu. En mér er ekki sama hvern ig ég lít út“. Fösludagur 1. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,20 Hátíðisdagur verkalýðsins: a) Ávörp. b) Kórsöngur: „Þjóð- hvöt“, kantata op. 13 eftir Jón Leifs. — Söngfélag verklýðssam- takanna í Reykjavík syngur ásamt félögum úr samkór Reykjavíkur; Sinfóníuhljómsveit Islands leikur, dr. Hallgrímur Helgason stjórnar (Hljóðritað á tónleikum í Þjóðleik húsinu daginn áður). c) Auglýst síðar. 22,05 Gamanvísur: Soffía Karlsdóttir syngur revíusöngva með hljómsveit Bjarna Böðvars- sonar (plötur). 22,30 Danslög, þ. á. m. leikur hljómsveit Árna Is- leifssonar. 01,00 Dagskrárlok. Laugardagur 2. maí: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 18,15 Skákþáttur — (Baldur Möller). 19,00 Tóm- stundaþáttur barna og unglinga (Jón álsson). 19,30 Samsöngur: Comedian Harmonists syngja (plöturj. 20,30 Einsöngur: Hilde Giiden syngur vinsæl óperuettu- lög (plötur). 20,50 Leikrit: „Þrjár álnir lands"; Max Gundermann samdi með hliðsjón af sögu eftir Leo Tolstoj. Þýðandi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leik- stjóri: Lárus Pálsson. — 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskráx'- lok. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.