Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1959, Blaðsíða 13
Föstudagur 1. maí 1959 MORGUNBLAfílO 13 — ' ' -- ,IM" I 7. maí — hátíðisdagur verkalýðsins Bergsteinn Guðjónsson, form. Bifreiða- stjórafélagsins Hreyfils Svík „vinstri stjórnorinnar“ við hngsmunamál launþega ÞÓ um margt sé deilt, þá verður ekki deilt um það, að tíminn líð- ur, og nú enn einu sinni er upp- runninn 1. maí; dagurinn, þegar islenzk alþýða ætti að geta glaðzt og fagnað góðum sigrum, sem unnizt hefðu á liðnu starfsári, til bættrar lífsafkomu, og jafnframt leggja fram baráttumál sín fyrir næsta starfsár, glöð og djörf í huga. En því miður er reyndin sú í dag, að litlu er að fagna, því réttarbætur hafa litlar eða engar orðið á starfsárinu, því fyrrverandi ríkisstjórn, sem taldi sig fulltrúa hinna vinnandi stétta, gerði allt til að halda niðri hagsmunamálum verka- lýðsins, svo sem með því að skerða samningsrétt hans og leggja hundruð milljóna króna skatta og tolla á herðar hans. Því hefur verið haldið fram á umliðnum árum, að hið hægri sinnaða ríkisvald stæði í vegi fyr ir framþróun og uppbyggingu verkalýðsins í landinu, og ætti þar eitt sök á hve illa gengi í hagsmunabaráttunni, og að áliti kommúnista hefur það átt að stafa einvörðungu af því, að þeir ættu ekki menn úr sínum hópi í ráðherrastólunum, því ekki þyrfti annað en góðan skilning og góðan vilja ríkisvaldsins á hverjum tíma verkalýðnum til handa, til að leysa hann úr kreppu vanefna og vonleysis. Vandinn væri ekki annar en sá, að láta þá ríku bera byrðarn- ar, alla milljónamennina, olíufé- lögin, vátryggingarfélögin, bank- ana og marga aðra, sem þeir þótt ust vita um, og sem gerðu ekki annað en velta sér í peningum og arðræna verkalýðinn. Því er ekki að leyna að nokkur hluti verkalýðsins trúði þessu, og hélt að nú myndi létt á sér hvað varðaði greiðslu ýmissa skatta og tolla, og þær upphæðir, sem aðr- ir hafa og myndu taka af þeim að nauðsynjalausu og illgirni, yrði nú hægt að nota til upp- byggingar heimilum sínum til eins og annars. Launin yrðu stórlega hækkuð 1 hlutfalli við þjóðartekjumar, þar sem þau hefðu aldrei verið í námunda við þjóðartekjurnar, eins og hefði átt að vera að áliti kommúnistanna, og þar af leið- andi átti verkalýður þessa larids svo og svo mikið inni vegna arð- ráns fyrrverandi ríkisstjórna. En þegar þeir fóru að athuga alla „innstæðu“ verkalýðsins hjá þjóðarbúinu og milljónabáknun- um, þá komust þeir að þeirri niðurstöðu að verkalýðurinn hafði verið búinn að hafa allt of góð kjör, svo góð og mikil undir stjórn „íhaldsins“, að það hefði verið langt umfram það sem þjóðarbúið hefði getað látið hon- um í té. Þegar við nú lítum yfir farinn veg fyrrverandi ríkisstjórnar, þar sem kommúnistar gegndu mörgum hinna mikilvægustu ráð- herraembættum, svo sem við- skipta, dýrtíðar og félagsmála þjóðarinnar, þá er reyndin sú, að ekkert af því sem þeir voru bún- ir að halda fram, að hægt væri að gera til viðreisnar þjóðarbú- inu, gátu þeir framkvæmt, og ekki fór það þeim betur úr hendi í DAG höldum við frí og um leið hátíð og það er ekki ein- vörðungu í Reykjavík, úti á lands byggðinni, já og allri heimsbyggð inni er haldinn hátíðisdagur, en hverju er verið að fagna? Jú, unnum sigri segja allir, ásamt hvatningu um enn stærri sigra. Það er rétt og því mun engin neita, að margt hefur áunnizt til hagsbóta fyrir launþega á und- anförnum áratugum. En er þar með allt sagt? Nei, og aftur nei, því miður. fslenzk alþýða á eftir að vinna sinn stærsta sigur, sig- ur yfir sinni eigin sundrungu, yf- ir hinum eilífa flokkadrætti, um menn og málefni, hún á eftir að vinna bug á þeim öflum, sem sundra henni í ólíka pólitíska flokka, og valda því að hún er aldrei einhuga og samstillt um hátíðahöld sín 1. maí. Til þess að ná þeim árangri verða laun- þegastéttirnar að velja aðra til forystu en þá, sem á öllum tím- um setja flokkssjónarmiðin efst á blað, þegar þeir ræða hagsmuna ÞEGAR verkalýðsfélögin voru stofnuð, var megintilgangur þeirra sá, að vinna að bættum kjörum félagsmanna og gæta rétt ar verkafólksins gagnvart vinnu- veitendum. Enn þann dag í dag eiga þessi atriði að vera grundvöllur verka- lýðsfélaganna til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Þess vegna mega verkalýðsfélögin ekki hafa í for- ystu sinni ósvífna öfgamenn og lýðskrumara, sem hafa það eitt markmið, að koma sjálfum sér og stjórnmálaflokki þeim, er þeir til heyra, til valda og áhrifa. En því miður hefur það komið fyrir, að hafa og þessir stjórn- málaflokkar öfgamanna síðan beitt verkalýðsfélögunum fyrir vagn sinn og látið þau draga sig til valda og bitlinga og upp i ráð- herrastóla. Jafnframt þessu hafa þessir flokkar nuddað sér utan í heildar- samtök verkalýðsins, með því að nafnkenna sig við alþýðuna, sam- einingarflokkur alþýðu, svo dæmi séu nefnd, en allir vita, að þetta er napurt háð og örgustu öfugmæli: Réttnefni í þessu dæmi gæti t. d. verið bitlingaflokkur útspekúleraðra alheimsgangstera, kommúnistaflokkurinn. Vegna þessarar misnotkunar á samtökum verklýðsins, hefur komið til mikilla átaka milli frjálslyndra lýðræðissinna ann- ars vegar og kommúnista og fylgi fiska þeirra hins vegar. Hafa átök en svo, að þeir voru að steypa þjóðinni fram af brún sjálfstæðis og sjálfstjórnar niður í djúp gjaldþrots og upplausnar. Þannig er raunsæi kommún- ista í verkalýðs- og þjóðfélags- málunum. Þótt verkalýðshreyfingin hafi orðið fyrir margvíslegu mótlæti og ágangi, þá er hún staðráðin í því í dag, að standa vel á verði og vinna af alhug að bættri lífs- afkomu, og jafnframt því að vinna að bættum hag sínum, mun hún vinna markvisst að bættum hag þjóðarinnar. Hún mun leggja fram kröfur sínar og óskir með rökum og festu svo fullkomlega sé tillit til hennar tekið. Gæfa og gengi fylgi íslenzkri alþýðu. mál launþeganna. Með þá von í huga, vegna þeirra stefnubreyt- ingar, sem nú undanfarið hefur gert vart við sig í ríkum mæli í Einar Jónsson verkalýðshreyfingunni, óska ég íslenzkri alþýðu gleðilegrar há- tíðar. þessi veikt mjög verkalýðssam- tökin, enda hafa kommúnistar ekki svifist, að vinna gegn verka- lýðsfélögum þeim, sem þeir liafa tapað í hendur lýðræðissinna. Það er líka napurt háð, að ríkis stjórn sú, er kenndi sig við hin- ar vinnandi stéttir og kommún- istar báru aðalábyrgðina á, skyldi vera sú ríkisstjórn, sem mest hef- ur unnið gegn hagsmunum verka lýðsins fyrr og síðar. Ekki vantaði loforðin: Það átti að stöðva dýrtíðina, kaupa 15 stóra togara, stækka landhelgina, koma á réttlátari kjördæmaskip- un og láta varnarliðið fara úr landi. Efndirnar hjá ríkisstjórn kommúnista og Framsóknar voru þessar: Lagðar voru yfir 1000 miilj. króna nýjar álögwr á þjóð- ina, verðbólgan mögnuð og dýr- tíðin aukin. Engir nýir togarar keyptir, en hins vegar fleygt tugum milljóna króna í óarðbærar framkvæmd- ir t.d. á Seyðisfirði. Klúðraði landhelgismálinu að yfirlögðu ráði, svo ísl. sjómennirnir eru verr settir nú en áður. Ekkert gert í kjördæmamál- inu, því Framsókn og Kommar vildu koma í veg fyrir að Reyk- vískir verkamenn hefðu jafnrétti á við aðra landsmenn. Át ofan í sig samþykktina frægu frá 30. marz, um að varn- arliðið færi úr landi, en fékk í staðinn eyðslulán frá NATO- ríkjunum. Jók erlendar skuldir ísl. þjóð- arinnar um helming. Það er eðlilegt, að flokkar þeir, sem að þessari ríkisstjórn stóðu, skræki núna. Samvizka þeirra er ekki góð. ísfl. verkalýður er núna að greiða vanskilavíxla vinstri stjórnarinnar, mannanna, sem skriðu upp eftir bökum verka- manna upp í ráðherrastólanna og sviku svo öll loforðin. Eftir kosningar í sumar skrækja þeir enn meira, því þúsundir frjáls- lyndra verkalýðssinna, sem áður trúðu þessum mönnum, munu aldrei ljá þeim lið aftur. Efling verkalýðssamtakanna er mikil nauðsyn og fyrsta skrefið á þeirri braut er, að losa sig við kommúnista í verkalýðsfélögun- í ÖLLUM lýðfrjálsum löndum hafa launþegar myndað samtök til að berjast fyrir bættum kjör- um meðlima sinna. Þessi samtök eru talin sjálfsögð og nauðsyn- leg hjá öllum lýðræðisþjóðum, og eru vernduð og styrkt af ríkis- valdi viðkomandi þjóða. Þessi frjálsu samtök hafa gert 1. maí að hátíðisdegi launþega og efna til margs konar hátíðahalda þann dag um leið og þau minn- ast unninna sigra stéttasamtak- anna og bera fram óskir og kröf- ur til sjálfra sín og annarra um þau mál er samtökin leggja mesta áherzlu á hverju sinni. En því miður nýtur verkalýð- ur allra landa ekki þess frelsis að mega tjá skoðanir sínar opin- berléga og bera fram óskir sínar og kröfur um bætt kjör og betra líf, hvort heldur er þennan dag eða annan. — I einræðisríkjum kommúnismans eru það ekki Guðmundur Sigurjónsson fylkingar launþega, sem ganga um götur borganna og halda úti- fundi, þar sem lýst er kröfum launamanna. í stað verkamanna eru það hermenn gráir fyrir járnum, sem „marsera“ steinlögð strætin og hvers kyns vígvélar eru sýndar almenningi, og sanna eiga vald þess sterka gegn hverj- um þeim, sem leyfir sér að efast um óskeikulleika þess sem valdið hefur og morðvopnin á. Hér er um að ræða tvo ólíka heima. Annars vegar frjálsa menn, sem hafa leyfi til að berj- TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur sendir félögum sínum og allri íslenzkri alþýðu árnaðaróskir á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí. í dag ber alþýða Reykjavíkur gæfu tii þess að standa sameinuð að hátíðarhöldum dagsins og ber um. Ekki með ofbeldi eða undir- róðursstarfsemi; aðferðum ein» og þeir nota sjálfir, heldur með því, að vinna betur að hagsmuna- málum verkafólksins, heldur en gert hefur verið á undanförnum árum. Lýðræðissinnar munu ekki láta kommúnista né aðra, troða sig um tær í kjaramálum verka- lýðsfélaganna og það væri holt hverri þeirri ríkisstjórn, sem með völd fer í landinu, að festa sér það í minni, að kaupmáttur launa verkamannsins verður ekki minnkaður úr því sem kom ið er. Mætti benda á, að ennþá hafa kaupmenn engu fórnað, S.Í.S. er skattfrjálst og meðan svo er velta verkalýðsfélögin því fyrir sér hvað gera skuli í kaupgj aldsmálum. ast fyrir rétti sínum og fram- fylgja þeim skoðunum, sem þeir álíta réttastar og horfa til mestra heilla fyrir sig og þjóð sína. Hins vegar valdboð einræðisins, sem treystir á valdið, sem vopnin skapa og metur manninn ekki meira en hvern þann dauðan hlut, sem hægt er að nota til styrktar valdi sínu. Frelsið hefur verið íslending- um í blóð borið frá upphafi vega. Þess vegna finnum við ef til vill meira til með þeim, sem við ófrelsi búa heldur en aðrir og hlýtur að vekja hjá okkur undr- un að til skuli vera þeir menn meðal þjóðar okkar, sem gerzt hafa boðberar þeirrar stefnu, sem svipt hefur þjóðir og einstak linga frelsi og hafa jafnvel tekið hersýningu á Rauðatorgi fram yfir hátíðahöld verkalýðssamtak- anna á íslandi. 1 dag, þegar við höldum 1. maí hátíðlegan og minnumst við verkamenn, sérstaklega þeirra stéttarbræðra okkar, sem nú verða að láta sér nægja, að horfa hnípnir á raðir hermannanna í ríkjum kommúnismans sýna vald einræðisherrans og við vonum að sá dagur muni koma að verka- lýður allra landa megi fara sínar kröfugöngur og berjast fyrir sín- um málstað, frjáls og óháður öll- um nema sinni eigin samvizku. íslenzka þjóðin hefur á þessari öld unnið kraftaverk varðandi uppbyggingu atvinnuveganna og bættra lífskjara almennt. Okkur hefur tekizt með atorku og dugn- aði að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf og hefja þjóðina úr aumustu fátækt og bjargarleysi til farsældar og mikillar velmeg- unar. Ljóst er þó öllum, sem vilja hugsa raunhæft, að þessi stórkostlega breyting hefur haft í för með sér ýmsa erfiðleika, sem reynzt hefur þjóðinni erfitt að mæta. Ég tel þó að þessir erfið leikar séu vel yfirstíganlegir og að þjóðin hafi unnið kraftaverk á þessu sviði síðan hún varð frjáls. Verkalýðssamtökin eiga sinn ríka þátt í þessari uppbygg- ingu og ég vona að íslenzk verka lýðshreyfing beri ætíð gæfu til þess að vera íslenzkum málstað trú og seti metnað sinn í það, að tryggja að íslenzku þjóðinni megi takast að treysta sjálfstæði sitt og frelsi þjóðarinnar á ó- komnum árum með því að glæða þá frelsishugsjón, sem íslending- ar hafa alltaf metið meira en lífið sjálft. að fagna því af heilum hug, vegna þess að verklýðssamtökin eiga að vera óháð stjórnmálalegum á- tökum á hverjum tíma. Þau eiga einfaldlega að starfa fyrir laun- þegana sjálfa, vegna þess að hin ýmsu stétarfélög eiga öll aðeins Framh. á bls. 14 Einar Jónsson, form. Múrarafélags Rvíkur Hindra ber pólitíska misnotknn verkalýðsiélaganna Guðjón Sigurðsson form. Iðju Losa verður verkolýðssomtökin nndon óhriium kommúnlsta Guðmundur Sigurjónsson verkamaður Frjóls eða óirjóls verkalýðs- somtök r • Guðni Arnason form. Trésmíðafél. Rvíkur Stöndum vörð um irelsi okkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.