Morgunblaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 1
24 siður
JlíiiCiQimMíiíJiiti
M. irsangm
103. tbl. — Sunnudagur 10. maí 1959
Frentsmiðja Morgunblaðsins
Stjórnarskrárfrumvarpsð afgreitt
frá Alþingi s gœr
Kosningar i sumar ákveðnar
kveðið, að almennar kosning-
ar til Alþingis skuli fara fram
sumar, en hin nýja kjör-
Stjórnarskrárfrumvarpið
var afgreitt frá Alþingi í gær.
Samþykkti efri deild frum-
varpið við 3 umræðu rétt fyr-
ir kl. 4 með 11 atkv. gegn 6.
Með frv. greiddu atkvæði
þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins, Alþýðuflokksins og Al-
þýðubandalagsins, en á móti
voru þingmenn Framsóknar.
Er þar með jafnframt á-
Ólnfur Thors frumbiöðandi Sjúlf-
stæðisflohksins í Gnllbringn og
Kjósursýslu
FULLTRtJARÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu hafa fyrir skömmu skorað á Ólaf Thors að vera í kjöri
fyrir flokkinn við alþingiskosningarnar í sumar. Hefur hann orðið
við þcirri ósk og hefur framboð hans því verið ákveðið.
Ólafur Thors hefur verið j Þriðja ráðuneyti Ólafs Thors
Þingmaður Gullbringu- og Kjós- ! var minnihlutastjórn Sjálfstæð
arsýslu síðan árið 1926 og jafn
dæmaskipun verður svo vænt
anlega lögfest á Alþingi í
sumar.
Samkvæmt hinni nýju skip-
un skulu þingmenn vera 60.
Þar af verða 25 kosnir hlut-
bundinni kosningu í 5 manna
kjördæmum, 12 kosnir hlut-
bundinni kosningu í 2 sex
manna kjördæmum, 12 þing-
menn kosnir hlutbundinni
kosningu í Reykjavík og loks
11 landskjörnir þingmenn til
jöfnunar milli þingflokka.
Utanríkisrádherrafundurinn
Ég er ekki allt of hiarfsýnn,
sagði Herter
Við verðum að upprœta setuliðs-
stjórnina í V-Berlín,
GENF, 9. maí. — Utanríkisráðherrafundurinn hefst í Genf
á mánudaginn. Undirbúning er að mestu lokið. Um 600
lögregluþjónar munu gæta öryggis gestanna, um 1500 frétta-
menn frá útvarpsstöðvum, fréttastofum og ýmsum blöðum
eru komnir til borgarinnar — og hótel eru svo þétt setiu
í Genf, að margir aðkomumenn hafa þurft að leita langt
út fyrir borgina eftir gististað, jafnvel yfir landamærin
til Frakklands.
an verið kjörinn með öflugu
fylgi. Hann hefur verið formað-
ur Sjálfstæðisflokksins í aldar-
fjórðung og er tvímælalaust einn
mikilhæfasti stjórnmálamaður,
sem þjóðin hefur átt. Ólafur
Thors hefur verið forsætisráð-
herra í fjórum ríkisstjórnum.
Hina fyrstu þeirra myndaði
hann vorið 1942. Beitti sú stjórn
sér fyrir verulegri lagfæringu á
kjördæmaskipan og kosningatil-
högun í landinu.
Annað ráðuneyti sitt myndaði
hann haustið 1944, nýsköpunar-
stjórnina, sem hafði forystu um
stórfellda uppbyggingu bjarg-
ræðisvega þjóðarinnar að styrj-
öldinni lokinni.
' isflokksins, er hann myndaði
haustið 1949 en það undirbjó til-
lögur til ráðstafana í efnahags-
málum landsmanna og lagði
grundvöll að þeirri jafnvægis-
stefnu, sem tókst að framkvæma
næstu árin.
Fjórða stjórn Ólafs Thors var
mynduð sumarið 1953. Eitt af
merkustu verkum þeirrar stjórn-
ar var hin mikla áætlun um raf-
væðingu landsins, sem síðan hef-
ur verið unnið að framkvæmd á.
Ólafur Thors hefur haft for-
ystu um fjölda mikilvægra þjóð-
nytjamála. Er óhætt að fullyrða
að fylgi hans sé í dag öflugt og
vaxandi í hinu fjölmenna kjör-
dæmi hans, þar sem hann nýtur
trausts og vinsælda.
Ætla Bretar að
merkja 4-mílurnar ?
FRÉTTARITARI Oslóarblaðsins
Aftenposten í London segir svo
frá, að brezkir togaraútgerðar-
menn hafi lagt til, að Bretar
merktu fjögurra mílna landhelg-
islínuna við íslands með duflum,
sem sérstaklega yrðu útbúin
þannið, að þau sæjust vel í rat-
sjá. Telja togaraeigendur, að
þannig yrði tryggt, að togarar
þeirra, sem veiða innan 12 mílna
landhelginnar, mundu ekki fara
í ógáti inn fyrir gömlu landhelg-
islínuna.
Aftenposten segir ennfremur,
að samkvæmt góðum heimildum
í London hafi Bretum verið bent
á það að hálfu Norðmanna, að
mjög gæti orðið hættulegt, ef
í odda skærist með íslendingum
og Bretum. Þá munu Norðmenn
einnig; hafa látið þá skoðun uppi
við brezk stjórnarvöld, að 12
mílna landhelgin mundi koma af
sjálfum sér, jafnvel fyrir sjó-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-
anna, sem haldin verður á næsta
ári.
Ennfremur segir í norska blað-
inu, að það sé Bretum mikið að
kenna, að sjóréttarráðstefnan
verður ekki haldin fyrr en á
næsta ári. Þessi frestur skapi
óvissu. En það yrði mjög baga-
legt, bæði fyrir samvinnu land-
anna — og fyrir Atlantshafs-
bandalagið, að frekari harka
færðist í landhelgisdeiluna.
Búizt var við, að í dag kæmu
Herter, utanríkisráðherra Banda
ríkjanna, Gromyko, utanríkis-
ráðherra Rússa og Maurville, ut-
anríkisráðherra Frakka — flug-
leiðis til borgarinnar. Brezki ut-
anríkisráðherrann Selwyn Lloyd,
kemur ekki fyrr en á morgun
—og sömuleiðis von Brentano,
sem verður áheyrnarfulltrúi á
ráðstefnunni. Utanríkisráðherra
A-Þýzkalands, Lothar Bolz, verð-
ur líka áheyrnarfulltrúi. Hann
kom til Genfar í morgun fyrstur
ráðherranna. Við komuna sagði
hann, að heimsfriðurinn byggðist
á því að þjóðir heims viður-
kenndu þá staðreynd, að í Aust-
ur-Þýzkalandi byggi þjóð.
o-k o
Herter, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom við í Bonn
í morgun á leið sinni til Genfar
— og ræddi við Adenauer kansl-
ara. Adenauer birti samtímis
yfii’lýsingu þar sem komu Hert-
ers var fagnað mjög. Sagðist
Adenauer mjög ánægður yfir því
að fá tækifæri til þess að ræða
við eftirmann Dullesar og efla
ltynni sín við Herter enn bet-
ur. Herter væri sannur vinur
Þýzkalands, sagði Adenauer, og
LAUSANNE, Sviss, 9. maí. —
Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna er
staddur hér og mun ræða leyni-
lega við Fawsi, utanríkisráðherra
Arabíska sambandslýðveldisins.
hann nýtur fulls stuðnings Þjóð-
verja. Þetta er önnur Evrópuför
Herters síðan hann tók við ráð-
herraembættinu.
o^o
Þegar Herter steig út úr flug-
vélinni í Bonn gekk hann ó-
studdur, en venjulega gengur
hann við hækjur þar eð hann
þjáist af liðagigt. Hann var glað-
ur og reifur, er hann ræddi við
fréttamenn.
Sagði hann, að það væri al-
gerlega komið undir árangri og
lokum utanríkisráðherrafundar-
ins, hvort efna yrði til ríkisleið-
sagði Cromyko
togafundar. Hann kvaðst ekki
vera allt of bjartsýnn um árang-
urinn af Genfarfundinum.
Von Brentano sagði við brott-
förina frá Bonn, að hann bæri
ekki allt of bjartsýnn, en þó
væri ekki ástæða að svo stöddu
til að vera svartsýnn.
o*o
SÍÐARI FREGNIR:
Gromyko kom síðdegis í dag
til Genfar. Sagði hann við kom-
una, að markmið utanríkisráð-
herrafundarins ætti að verða:
Fiiðsamningar við Þýzkaland. —
Þá bæri einnig að stefna að því
að „uppræta setuliðsstjórnina I
V-Berlin".
Gromyko las yfirlýsingu sína
af blaði „á slæmri ensku“ eins
og segir í fréttaskeytum, en við
hlið hans stóðu Zorin, fyrsti að-
stoðarutanríkisráðherra Rússa,
og Malik, sendiherra Rússa í
London. Gromyko fékkst ekki til
að segja neitt við fréttamenn um-
fram það sem á blaði hans stóð.
Ólafur Thors kjörinn
formaður Sjálfstæðis-
flokksins
Bjarni Benediktsson
varaformaður
Talið að 70 hafi farizt
KAIRO, 9. maí. — Kafarar hafa
unnið sleitulaust að því að ná
líkum úr 200 lesta fljótabáti, sem
hvolfdi við fljótsbak..ann um 14
mílur fyrir neðan borgina. Með
bátnum voru yfir 200 manns,
flestir landbúnaðarverkfræðingar
og konur þeirra á skemmtisigl-
ingu.
Þegar hafa 11 lík fundizt, en
59 er enn saknað. 175 manns kom-
ust af, þegar slysið varð. Mikill
fjöldi manna bíður í örvæntingu
á fljótsbakkanum í veikri von um
að einhver finnist á lífi, enda þótt
engin minnsta von sé til þess að
inu, sem stendur á grunnu vatni,
möstrin standa upp úr vatninu.
Þetta er stærsta slys, sem sögur
geta um að orðið hafi á Nílar-
fljóti. Leki kom að bátnum, var
50 manns þá þegar bjargað upp á
fljótsbakkann. Þegar báturinn var
um 10 metra frá bakkanum
hvolfdi honum vegna þess að all-
ir farþegarnir hópuðust út í aðra
hliðina.
VfNAFBORG, 9. maí. — Yfir 4
milljónir manna munu ganga að
kjörborðinu á morgun og kjósa
milli fjögiurra stjórnmálaflokka,
fólk finnist með lífsmarki í flak- sem keppa um 165 þingsæti.
Á FUNDI miðstjórnar og þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins í gær
var Ólafur Thors, fyrrv. forsætis-
ráðherra, einróma endurkjörinn
formaður flokksins. Þá var og
Bjarni Benediktsson, fyrrv. utan-
ríkisráðherra, einróma endur-
kjörinn varaform. flokksins.
Miðstjórnarkjör.
Á fundi flokksráðs Sjálfstæðis-
flokksins í gær voru kjörnir fjór-
ir menn í miðstjórn flokksins.
Voru einróma endurkjörnir í mið-
stjórniha þeir Sigurður Bjarna-
son, alþm., Jóhann Hafstein,
alþm., Jón Pálmason, alþm., og
Sigurður Kristjánsson, fyrrv.
alþm.
Áður hafði landsfundur flokks-
ins kjörið fimm miðstjórnarmenn,
þá Ólaf Thors, alþm., Bjarna
Benediktsson, alþm., Pétur Otte-
sen, alþm., Gunnar Thoroddsen,
alþm. og Jóhann Þ. Jósefsson,
alþm. Sjálfkjörnir eru í mið-
stjórn formaður Samb. ungra
Sjálfstæðismanna Geir Hallgríms
son hrl., formaður Landssam-
bands Sjálfstæðiskvenna frú
Kristín Sigurðardóttir og form.
verkalýðsráðs flokksins Gunnar
Helgason, erindreki.
-□
Efni blaðsins m.a.:
Sunnudagur 10. maí
Efni blaðsins m.a.:
BIs. 3: Kristindómur og slysavarnir,
eftir Cskar J. Þorláksson.
Úr verinu.
— 6: í fáum orðum sagt: Talað við
Þórarin á Melnum.
— 8: Kirkjuvígsla í Borgarnesi.
— 10: Úr Grænlandsflugi með Sólfaxa
— 12: Ritstjórnargreinin: Fordæmin
frá öðrum löndum.
— 13: Reykjavíkurbréf.
— 15: Fólk í fréttum.
— 15 og 16: Lesbók barnanna.
□-
-□