Morgunblaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. maí 1959 *♦♦♦♦♦<*>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦$♦■$♦♦>$♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦£ Ú r Grœnlandsflugi með Só I f a x a ( I. ) I $♦♦<$>* ******************* *>**<***♦♦<$>♦♦•§♦♦♦♦♦♦♦<************ ☆ Flugvélin var þétt- skipuð farþegum á leið til Narssarssuak. Flestir þeirra voru Grænlendingar, sem verið höfðu á berkla- hælum í Danmörku, — nú á heimleið heil- ir heilsu. ☆ Margir kunna ekkeri á dönsku annað en naíniÖ sitt mm \*><§'<$Xv''$><$'víX^<$><§ $X$X$><&$X$><§><§x§X§><$><§><í FÁ SÆTI voru laus í flug- vélinni, þegar hún lagði upp frá Reykjavík eftir stundar- viðdvöl. Okkur var vísað til sætis við hlið gamals Græn- lendings. Hann leit út fyrir að hafa óblandað grænlenzkt blóð í æðum, var góðlegur, sérlega hrukkóttur í andliti, píreygður og smávaxinn mjög, alveg eins og landi hans, ungur maður, sem sat næstur honum, út við glugg- ann. „íslendingur?"- spurði sá gamli og brosti. „Já, íslendingur". „fslendingur", endurtók hann og snéri sér að landa sínum. „íslendingur?" át sá upp. Báð- ir horfðu á íslendinginn og þögðu. Flugvé'lin komst á hreyfingu, Grænlendingarnir allt umhverfis lögðust út í glugga, hver um ann- an þverann og barnsleg forvitni skein úr hverju andliti. Enginn vildi missa af neinu, sem hægt var að sjá af Reykjavík. En svo þurftu allir að sitja ró- legir, spenna beltin, og þeir, sem fjarst sátu gluggunum undu þvi illa við. Bara gott eða vont veður Líka Daniel Isaksen, en svo hét sá gamli. Við spurðum hvort margir Grænlendingar bæru dönsk nöfn. „Já, flestir, jafnVel margir, sem ekkert kunna í dönsku — annað en nafnið sitt“, sagði sagði Daniel á sinni bjöguðu dönsku og brosti vandræðalega. Hann var að koma af heilsu- hæli í Danmörku, hafði fengið berklana — „mjög margir * fá berkla í Grænlandi, en nú er eitt- hvað farið að minnka. Eitt heilsu hæli er nú í Godthaab, en þeir, sem ekki komast þangað eru flutt fr til Danmerkur". Og Daniel finnst gaman að fljúga. Hann hafði farið með ís- lenzkri flugvél að heiman — það var í fyrsta sinn, sem hann sá kóngsins Kaupmannahöfn. En hann varð ekkert hrifinn. Hann er líka kominn yfir sextugt. „ísland og Grænland eru ná- lægt hvort öðru“, sagði hann — „og þar er margt líkt. Veðrið. Gott veður stundum og vont veð- ur stundum — en þá er það bara gott eða vont, ekkert þar á milli. Það er líka svo rólegt í Græn- landi, ég hef heyrt að það sé líka rólegt á íslandi. í Danmörk er alltaf hávaði. Mér finnst ekk- ert skemmtilegt, ég hlakka til að koma heim“. Kateket í Ekalugarssuit — „Ég er KATEHET, það er kennari. Ég kenni smábörnum í Ekalugarssuit í Julianeháb-hér- aðinu — og svo er ég í sunnu- dagaskólanum, líka í kirkjunni á sunnudögum". „Eigið þið stóra kirkju“. „í Godthaab, en ekki í Eka- lugarssuit. Það er bara smáþorp,1 sjómannaþorp, þar sem fiskur- inn af smábátunum er saltaður. Þorpsnafnið er grænlenzkt, en það þýðir bara fiskveiðistöð". „En fer kennslan fram á dönsku?“ „Nei, við tölum grænlenzku" — og hann kinkar kolli til frek- ari áherzlu. Flugvélin er komin hátt á loft. Daniel Isaksen dregur vindlapakka upp úr vasanum, opnar varfærnislega og dregur einn upp. Hann brýtur vindilinn nákvæmlega í tvennt, leggur stubbana síðan saman til þess að fullvissa sig um að báðir séu jafnlangir. Öðrum stubbnum Bifreið til sölt Tilb. óskast í Ford 500 vöru- bifreið með tvöföldu drifi. Árg. 1955. Bifreiðin verður til sýns að Birkimel 8B í dag. Réttur til að taka hvaða tiiboði sem er eða hafna öllu>m. Nánari unpl. gefnar í síma 16247 eða 36122. Keflavlk Til sölu er 135 ferm. hæð, byggð sem læknisbústaður, hentug einnig fyrir ljósmynda- stofu, hárgreiðslustofu og slíkt. Friða Sigurðsson Gunnarsbraut 42, Reykjavík D a n • i e I I s a k s e n stingur hann aftur í pakkann, en hinum upp í sig. Svo kveikir hann í og púar mikið. Þetta eru danskir vindlar. Orðnar stórborgardömur Þeir tala eitthvað saman á grænlenzku landarnir. ísland er horfið og ró hefur færzt yfir far- þegana. Það er heitt og menn syfjar. Grænlenzkar stúlkur í næstu sætaröð fyrir aftan mála á sér varirnar í annað sinn á hálftíma, ungi Grænlendingurinn við hlið Daniels dregur fæturna upp undir kvið, hniprar sig sam- Sælgætisverksmiðja óskar eftir nokkrum röskum stúlkum iú þegar. Uppl. um aldur og 'yrri störf leggist inn á afgr. Tbl. fyrir 15. þm merkt: Sælgæti — 9806. ðnaðarhúsnæði ýskast Óska eftir að leigja eða kaupa uisnæði, sem hæft er fyrir bif >iðaverkstæði. Tilboð leggist nn á afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. 20. þ.m. merkt: „Verkstæði — .nerkt: „Verkstæði — 9804“. Jakakrönglið baðar ströndina skammt undan an í sætinu og reynir að sofna. Buxurnar hans er brettar niður í Kaupmannahafnarsokkana. Daniel púar og fyllir allt af fín- um reyk. Jótarnir kunna vel við sig Með flugvélinni eru líka nokkrir Danir, sem eru að fara til starfa í Grænlandi á vegum stjórnar- innar. í flugvélinni sitja Danirn- ir og Grænlendingarnir hvergi saman. Tveir Danir sitja við hlið okkar — handan við gangveginn. Við tökum þá tali. Annar er vörubílstjóri, hinn verkfræðing- ur. „Ég er enn einu sinni að fara til Grænlands", segir vörubíl- stjórinn". Þegar ég fór þaðan síð- ast í haust, hét ég því að fara þangað aldrei aftur. En sá, sem einu sinni hefur verið í Græn- landi, hann kemur alltaf aftur. Ég er búinn að vera þar sam- fleytt í sjö ár, lengst þrjú ár í einu. Mér líður mjög vel þar. Samt á ég fjölskyldu heima í Dan Húsbyggjendur Vil kaupa 3ia herb. íbúð í Rvík fokhelda eða lengra komna. Útborgun um 50 þús., og 100 þús. eftir örstuttan tíma Afgangurinn borgast innan árs ef mögulegt er. Tilb. sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld merkt: íbúð — 9793. Kona með fjögurra ára telpu óskar eftir vinnu í sveit eða við sjó, helzt rúðskonustöðu 1. júní eða síðar. Tilb., sem greini fjölskyldustærð, húsa- kynni og kaup, sendist Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „31 — 9798“. mörk, hef átt þar konu og börn öll þessi ár — og þykir gaman að koma heim. Ég er Jóti. Við erum flestir af Jótlandi, sem setjumst að í Grænlandi. Jótar eru kyrrð- inni vanir“. „Hefur fjölskyldan aldrei kom- ið til Grænlands,“ „Nei, það er ekki heppilegt að taka börnin með. Fyrst og fremst vegna skólans, svo vil ég líka að þau alist "upp heima. Ég er eins og farmaður, sem kemur heim á nokkurra ára fresti, en ég elska „sjóinn“. Ég neita þvi heldur ekki að ég hef betri laun en starfs- bræður mínir heima“. Þeir koma fyrstir, sem bölva mest „Þannig er það með þá alla“, segir Jóhannes Snorrason, flug- stjóri, þegar við hittum hann skömmu síðar frammi í stjórn- klefa og segjum honum sögu Dan ans. „Alla, sem verið hafa í Græn landi, hlakkar til að koma þang- að aftur. Þær eru orðnar margar Grænlandsferðirnir mínar, en margar mínar beztu minningar i úr fluginu eru líka frá þeim , ferðum. Á hverju vori höfum við flutt fjölmarga frá Græn- landi, sem þar hafa haft vetrar- dvöl. Þá bölva þeir Grænlandi og Grænlendingum í sand og ösku. En þeir, sem bölva mest, koma líka fyrstir aftur að haustinu — til þess að vera annan vetur. Ég hef lent í vitlausu veðri við Grænland oftar en einu sinni, ég hef líka átt dásamlegar stundir þar — og ég hlakka alltaf til að sjá Grænland. Aðeins sá ,sem séð hefur, veit hvílíku seiðmagni þetta land býr yfir“. Kveikti í einum heilum Daniel Isaksen er búinn að reykja sex sinnum, samtals þrjá vindla. Honum er tít litið út um gluggann. Hann er búinn að sjá nokkra ísjaka, við segjum hon- um, að úr stjórnklefanum sjáist nú ísröndin framundan. Damel brosir breitt, andlit hans geislar af eftirvæntingu og ti'hlökkun. Hann seilist í vindlapakkann og kveikir nú í einum heilum. h. j. h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.