Morgunblaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 2
T2
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudágur 10. mal 1059
Ánægjulegur
sumarfagnaður
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN x
Kópavogí efndu til sumarfagn-
aðar í Félagsheimili Kópavogs
síðastliðinn miðvikudag.
Axel Jónsson, formaður full-
trúaráðs Sjálfstseðisfélaganna í
Kópavogi, setti samkomuna. Þá
flutti Ólafur Thors ræðu og
rakti sérstaklega gang kjör-
dæmamálsins. Var Ólafi ákaft
fagnað af samkomugestum.
Síðan var spilað bingó og að
lokum dansað. — Húsfyllir var
og fór skemmtunin á alla staði
mjög vel fram.
Blíðviðri og
ferðahugur
f GÆRMORGUN var víða nokk-
ur ös í búðum hér í bænum, enda
voru margir að nesta sig til ferða
laga um helgina. Mátti heyra á
tali manna, að mikill ferðahugur
var í mörgum, enda var veðrið í
gær til þess fallið að vekja mönn
um löngun til að draga sig út úr
skarkala borgarinnar. Skafheiður
himinn var hér strax snemma í
gærmorgun, sólin hellti geislum
sínum yfir borg og bæ, og hægur
andvari lék um vanga.
Að líkindum fá hinir mörgu
ferðalangar gott ferðaveður —
veðurstofan kvað í gær útlit fyr-
ir áframhaldandi hægviðri og
gerði ráð fyrir fremur hlýju
veðri, en sagði jafnframt, að ekki
væri ólíklegt að eitthvað þyngdi
að, og gætu jafnvel orðið eitt-
hvað um skúrir í dag. — Ahir
vegir hér í nágrenninu munu
greiðfærir.
Afli Bíldudalsbáta
BÍLDUDAL, 9. maí. — Sigurður
Stefánsson, sem einn báta hér
mun halda áfram róðrum eitt-
hvað enn, aflaði í aprílmánuði s.l.
77 t. og 955 kg. í 16 sjóferðum.
— Hannes Andrésson, sem fór
sinn siðasta róður á vertíðinni í
fyrrakvöld, fékk á sama tíma 110
lestir og 505 kg. í 18 sjóferðum.
Báturinn fer næstu daga til
Stykkishólms, en þar verður ný
vél sett i hann. Hannes Andérs-
son fór samtals 61 róður á ver-
tíðinni, og er heildarafli hans
375 lestir og 735 kg. — Vélbát-
urinn Geysir, sem einnig er hætt-
ur róðrum, aflaði í apríl 148 1. og
825 kg. í 20 sjóferðum. Heildar-
afli hans á vertíðinni nemur 366
lestum og 815 kg„ en róðrarnir
voru samtals 60.
Hafnarf jorður og
Keflavík keppa
í DAG kl. 3,30 fer fram bæjar-
keppni í sundi milli Keflavíkur
og Hafnarfjarðar í sxmdhöllinni í
Keflavík. Þetta er fyrsta sund-
keppnin milli þessara bæja og
hefur Olíusamlag Keflavíkur gef-
ið fagran bikar til keppninnar.
Báðir eiga bæirnir á að skipa
góðu sundmannaliði og má bú-
ast við tvísýnni keppni.
Aðalfundur Húsesgenda■
félags Reykjavíkur
AÐALFUNDUR Húseigendafé-
lags Reykjavíkur var haldinn
föstudaginn 1. þ. m., en þar sem
aðalfundarstörfum varð þá eigi
lokið, var framhaldsaðalfundur
haldinn sl. föstudag ,og fór þá
fram stjórnarkjör. Fundurinn var
mjög fjölmennur.
Á fundinum 1. þ. m. las for-
maður félagsins, Póll S. Pálsson
hrl. skýrslu stjórnarinnar um fé-
lagsstarfið á liðnu ári. Kom þar
m. a. fram, að hagur félagsins er
nú mjög góður og að nettótekj-
ur voru meiri á liðnu starfsári
en nokkru sinni fyrr í sögu fé-
lagsins. — Þá skýrði formaður
frá því, að félagið hefði nú feng-
ið mjög bætta aðstöðu til starf-
semi sinnar og ætti því fram-
vegis að geta veitt meðlimum
sínum enn aukna og bætta þjón-
ustu. Hefir félagið fengið aðset-
ur á 3. hæð hússins Austurstræti
14. Það mun nú m. a. stofna til
fræðslu- og upplýsingastarfsemi
um eldvarnir fyrir félaga sína,
en bæjárstjórn hefir nýlega sam-
þykkt að veita félaginu 120 þús.
kr. framlag úr brunatrygginga-
sjóði til slíkrar starfsemi.
Þá ræddi formaður nokkuð
ýmis löggjafarmál, sem nú eru á
döfinni og snerta húseigendur,
svo sem frumvarp til skipulags-
laga, frv. um heimild til að inn-
heimta fasteignagjald með álagi,
lög um sameign í fjölbýlishúsum,
lög um hámark húsaleigu, lög um
skatt á stóreignir, lög um bann
við því að breyta íbúðarhúsnæði
í atvinnuhúsnæði o. fl. Undan-
farna þrjá daga hafa um 150
manns gengið í félagið.
Flóð í Venezúela
CARACAS í Venezúela, 8. maí.
Hætta er nú talin á því, að allur
bærinn Cabimas í norðvestur
hluta Venezúela verði umflotinn
vatni. Um 12 þúsund íbúar eru
í borginni, en vegna skorts á
flutningatækjum hefur ekki ver-
ið hægt að flytja nema 5 þúsund
á brott. Flóðin í þessum hluta
landsins fara enn vaxandi, en úr-
hellisrigning hefur staðið þar í
fjóra daga. Bærinn Cabimas ligg-
ur við helzta olíusvæði Vene-
zúela.
Á framhaldsaðalfundi s.l. föstu
dag var kosið í stjórn félagsins,
sem fyrr segir. Þessir voru kjörn-
ir: Formaður Páll S. Pálsson, hri,
og meðstjórnendur Ólafur
Jóhannesson, kaupmaður og
Friðrik Þorsteinsson, en fyrir
voru í stjórninni Jón Guðmunds-
son, fulltrúi, og Jón G. Jónsson,
gjaldkeri. — í varastjórn voru
kjörnir: Valdimar Þórðarson,
kaupmaður, Sighvatur Einars-
son, . pípulagningameistari og
Jens Guðbjörnsson, fulltrúi.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir þeir Hannes Jónsson,
fyrrv. alþm., og Sigurður Hólm-
steinn Jónsson, trésmíðameistari,
og til vara Óli M. ísaksson, fram-
kvæmdastjóri.
Iðnaðarmannafélag
Isafjarðar sjötugt
INAÐARMANNAFÉLAG ísfirð-
inga átti sjötugsafmæli 1. júní
síðastliðinn.
í gær, 9. maí, minnist félagið
70 ára afmælisins með veglegu
hófi. í tiléfni afmælisins hefur
félagið gefið út minningarrit, sem
Arngr. Fr. Bjarnason hefir skráð.
Stofnendur Iðnaðarmannafélags
ísfirðinga voru 11 iðnaðarmenn:
y Jóakim Jóakimsson snikkari,
Árni Sveinsson snikkari, Jón
Magnússon snikkari, Þorlákur
Magnússon snlkkari, Ólafur Hall-
dórsson snikkarí, Kristján Krist-
jánsson skipasmiður, Guðmundur
Guðmundsson, skipasmiður, Jó
hannes Elíasson járnsmiður, Jó-
hann Árnason skósmiður, Hélgi
Sigurgeirsson gullsmiður, Jón
Kærnested smiður.
Myndir af öllum stofnendunum
eru í afmælisritinu.
Jóakim Jóakimsson var fyrsti
formaður félagsins, en lengst hef-
ir Bárður G. Tómasson skipaverk-
fræðingur verið formaður.
í tilefni afmælisins kaus Iðn-
aðarmannafélagið nú sjöTieiðurs-
félaga. Eru það þessir:
Arngr. Fr. Bjarnason prentari,
Marselíus Bernharðsson skipa-
sm.m., Albert Kristjánsson húsa-
sm.m., Þórður G. Jónsson múr-
aram., Þórður Guðmundsson
húsasm.m., Þórarinn Helgason,
rafvirkjam., Páll Kristjánsson
húsasm.m.
Heiðursfélagar áður eru: Bárð-
ur G. Tómasson og Bjarni H.
Jónsson, Eins og að líkum lætur,
hefur Iðnaðarmannaf. ísfirðinga,
„Bigoletto" í Austurbæjorhíói
FLUTNINGUR Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á óperunni „Rigo-
letto“ í Austurbæjarbíói vekur
mikla athygli meðal bæjarbúa,
enda er óperuflutningur hljóm-
sveitarinnar áður að góðu kunn-
ur. Er skemmst að minnast óper-
unnar „Carrnen", sem á síðasta
ári var flutt 11 sinnum fyrir troð-
fullu húsi í Austurbæjarbíói.
Því miður verður ekki unnt að
flytja „Rigoletto“ oftar en fimm
sinnum, vegna þess að hljómsveit
arstjórinn, Rino Castagnino, og
ítalski tenor-söngvarinn, Christi-
ano Bischini, eru bundnir við önn
ur störf og þurfa að hverfa héðan
að stuttum tíma liðnum.
Af óviðráðanlegum ástæðum
hefir orðið að gera þær litlu
breytingar á áður auglýstum tón-
leikatímum, að tónleikarnir, sem
áttu að vera á sunnudag kl. 14.00,
verða kl. 13.30, og tónleikarnir,
sem áttu að vera á þriðjudags-
kvöld, flytjast fram á mánudags-
kvöld kl. 21.15.
Eftirspurn eftir aðgöngumiðum
| hefir verið mjög mikil, og ber það
I vott um mikla eftirvæntingu með
al almennnings í sambandi við
þennan óperuflutning. Má búast
við að færri komist að en vilja,
þar sem sýningar verða svo fáar.
Sending Krúsjeffs til Genfarfund&rins:
Vesturveldin mundu
þurkuð úf af yfirhorði
jarðar
LONDON, 9. maí — f viðtali, sem
Krúsjeff átti á dögunum við
V-þýzka blaðamenn og ritstjóra,
sagði hann, að Vesturveldin
mundu bókstaflega þurrkuð út af
yfirborði jarðar, ef styrjöld bryt-
ist út. Kvað hann þau bandalags-
ríki Breta og Bandarikjamanna,
sem tekið hefðu við fjarstýrðum
eldflaugum, mundu verða harð-
Skurlgripum fyrir þúsundir
krónu stolið í Aðnistræti
AÐFARANÓTT fimmtudagsins
lagði skartgripaþjófur leið sína
um Aðalstræti og rændi tvær
skartgripaverzlanir. Hafði hann
á brott með sér ýmiskonar dýra
gripi, sem eru mörg þúsund kr.
virði.
Kjartan Ásmundsson gullsmið-
ur í Aðalstræti 8, hefur lítinn
sýningarkassa utan á húsinu. Að-
faranótt fimmtudagsins nokkru
fyrir kl. þrjú veittu lögreglu-
menn því eftirtekt að sýningar-
kassinn var brotinn. Við athugun
kom í ljós að þar hafði verið
stolið vönduðu og dýru gullarm-
bandi, einnig gullmeni. í skart-
gripaverzlun Jóhanns Guðmunds
sonar, sem er í Aðalstræti 18,
hafði sýningargluggi verið brot-
inn og þar stolið tveim gullhring-
um settum dýrum steinum, silf-
urnælum og fL
ast úti. Viðtal þetta var birt í
Pravda í dag, tveimur dögum áð-
ur en utanríkisráðherrafundur-
inn í Genf hefst.
Krúsjeff hvatti þau ríki Vest-
urálfu, sem hefðu erlenda heri
staðsetta innan landamæra sinna,
að vísa hernum þegar heim. Þá
mundu Rússar flytja sinn her úr
A-Þýzkalandi, Póllandi og Ung-
verjalandi. Endurtók hann fyrri
yfirlýsingar um að A- og V-
Þýzkaland yrðu sjálf að semja
um sameiningu Þýzkalands.
Hann sagði, að hins vegar vildu
Bretar, Bandaríkjamenn og
Frakkar fyrir hvern mun koma
í veg fyyrir sameiningu alls
Þýzkalands, þeir óttuðust sam-
einingu Þýzkalands.
Varðandi V-Berlín sagði
Krúsjeff , að Vesturveldin vildu
hafa heri sína þar áfram í árás-
arskyni á Rússa. A-Þjóðverjar
hefðu heitið því að blanda sér
ekki í málefni V-Berlínar, þegar
áætlun Rússa um Berlín gengi
í gildi. Ef Vesturveldin óttuð-
ust eitthvað, þá væri hægt að
ræða málið á þeim grundvelli,
sagði Krúsjeff.
sém er elzta starfandi félag í Vést
fjörðum, beitt sér fyrir marg-
háttuðum framkvæmdúm og fyr-
irætlunum. Þáð slofnaði Bóka-
safn ísafjarðar 1889; Kvöldskóla
iðnaðarmanna 1905 og ánnaðist
rekstur hans þar til á síðastl. ári,
að ríkið og ísafj.kaupstaður tóku
rekstur skólans í sínar hendur.
1911 stóð félagið að landssýn-
ingu á iðnaði ásamt Iðnaðar-
mannafélögunum í Reykjavik og
á Akureyri.
Þegar vélbátaöldin hófst á ísa-
firði 1902 var Iðnaðarmannafélag
ísfirðinga vel á verði. Vildi það
koma upp hér innanlands mótor-
verksmiðju og vélaverkstæðum.
Sótti félagið um 1200 króna styrk
til Alþingis í þessu skyni. Alþingi
ákvað að veita 400 kr. til þessa.
Var upphæð þessi svo lág, að ekk-
ert gagn varð að henni.
Frá því fyrsta lét Iðnaðar-
mannafélag íirðinga sig miklu
skipta, að ísafjörður yrði raflýst-
ur. Kom það mál fyrst fram 1904
svo 1907 og 1912—14. Hafði fé-
lagið alltaf miðað sína baráttu
við vatnsaflsvirkjun, Sem fyrst
komst til framkvæmda 1937, Foss
árvirkjunin með drengilegum
samtökum og samstarfiísfirðinga.
1912 kom fram ályktun um stofn-
un Landssambands iðnaðar-
manna. Um mál þetta var skrif-
ast á við Iðnaðarmannafélögin
í Reykjavík og á Akureyri. Málið
fékk ekki hljómgrunn.
Stofnun Eimskipafélagsins 1912
studdi Iðnaðarmannafélagið með
þátttöku og söfnun hlutakaupa.
Félagið hefur líka stutt útgerð
togara og vélbáta, heima fyrir,
þegar til þess hefir verið leitað.
Það hefir rætt bæjarmál og
landsmál af kappi og borið fram
sérstakan lista til bæjarstjórnar-
kosninga og sigrað.
Það hefir einnig lagt grunn að
framtíðaruppbyggingu iðnaðar á
ísafirði með því að stofna menn-
ingarsjóð iðnaðarmanna til fram-
haldsnáms iðnaðarmanna. Sá sjóð
ur er nú 40 þús. kr. Stjórn hans
skipa Kristján Tryggvason klæð-
sk.m., Marselíus Berhharðsson
skipasm.m. og Helgi Þorbergsson
vélsm.m.
Núverandi stjórn og varastjórn
skipa þessir: Daníel Sigmundsson
húsasm.m., formaður, Kjartan
Guðmundsson málaram., gjald-
keri; Óskar Eggertsson rafvirki,
ritari. Varastjórn: Óli Sigmunds-
son húsasm.m. formaður; Júlíus
Helgason rafv.m. gjaldkeri; Sam-
úel Jónsson smjörlíkisgerðarm.,
ritari.
Iðnaðarmannafélagi ísfirðinga
bárust margar gjafir á sjötugs
afmælinu. Frá landssambandi
iðnaðarmanna fagur fundarham-
ar. Frá iðnaðarmannafélagi Ak-
ureyrar fagurt ávarp með nöfn-
um allra stofnenda ritað á kálf-
skinn með miklu listfengi. Frá
iðnaðarmannafélagi Vestmanna-
eyja lituð ljósmynd af Vestmanna
eyingum.
Fleiri afmælisgjafir frá félögum
og einstaklingum bárust.
Síðastliðið sumar var Iðnþingið
háð á ísafirði í tilefni afmælis-
ins. í sameiginlegu hófi að loknu
þinghaldi voru flutt ávörp og
margar ræður. Arngr. Fr. Bjarna-
son rakti þar aðalatriði úr sjötíu
ára sögu Iðnaðarmannafélagsins,
sem vitnar um fjörugt starf og
góðan þegnaskap ísfirzkra iðnað-
armanna. A.
Leiðrétting
í ÚTDRÆTTI úr ræðu Gunnars
Thoroddsen við 2. umr. um stjórn
arskrárfrumvarpið, sem birtist í
blaðinu í gær, hafði orðið sú
prentvilla, að þar sem standa
átti „Væri m.a. með henni óvirð-
ing sýnd Alþingi .... “ stóð í
blaðinu, „Væri m.a. með henni
svívirðing sýnd Alþingi
Leiðréttist þetta hér með.