Morgunblaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 10. maí 1959 MORGVISBLAÐIÐ 3 Úr verinu —Eítir Einar Sigurðsson- Sr. Óskar J. Þorláksson: Kristindómur og slysavarnir TÍÐIN hefur verið góð hjá tog- urunum bæði á heimamiðum og á fjarlægari miðum. Skipin eru nú nær öll komin á Nýfundnalandsmiðin. Aflinn var sáratregur á heima- miðum, t. d. fékk Karslsefni 145 lestir eftir 13 daga útivist, eða við 11 lestir á sólarhring að með- altali. Ekki er þetta þó af því, að ekki væri leitað fyrir sér, reynt var bæði fyrir sunnan land og vestan. Við Grænland var hins vegar sæmilegur afli og ágætur hjá sum um, en samt hættu skipir. þar veiðum, þegar sýnt var, að ágætt væri orðið við Nýfundnaland. Eitt hvað mun þó ís á miðunum við Grænland hafa gert skipunum erfitt fyrir. Það hefur strax komið í ljós, að sami aflinn er á Nýfundna- landsmiðunum og þar hefur allt af verið, frá því veiðar hófust þar. Hefur nánast ekki staðið á öðru en að koma fiski.ium niður og ísa hann. Tvö skip eru þegar komin þaðan með fullfermi, Ask- ur og Marz, og bæði eftir stuttan tíma. Átta aflahæstu skipin frá ára- mótum: Geir............... 1994 lestir tjranus............. 1895 — Pétur Halld.s....... 1886 — Egill Skallagr. .. .. 1823 — Hvalfell........ .. 1806 — Marz............um 1785 — Jón Þorlákss........ 1774 — Neptúnus.............1721 — Aflinn er talinn án tillits til útlialdsdaga. Saltfiskur er tvö- faldaður að magni. Fiskiandanir sl. viku: tonn dagar Þorkell máni 203 20 saltfiskur 50 Pétur Halldórss 274 17 saltfiskur 21 Úranus 296 15 Ingólfur Arnars 222 14 saltfiskur 18 Hallv. Fróðad 251 13 Karlsefni 145 13 Neptúnus 309 14 Askur 323 11 Marz 350 13 Heildarafli allra Reykjavíkur- togaranna er 27.765 lestir sl. með haus, nema karfinn, sem er óveru legur hluti af aflanum enn sem komið er. Meðalafli hjá skipi er því við 1550 lestir. REYKJAVÍK Tíðin var stirð hjá bátunum síðustu viku. Byrjaði hún með norðanátt, og síðan gerði hvasst á suðaustan um miðja vikuna. — Bátar hafa því verið mikið með 2ja og 3ja nátta fisk, sem hefur þó ekki allt verið að kenna veðr- áttunni, heldur nokkuð hvað langt er sótt hjá flestum. Nokkrir af minni bátunum eru þegar hættir, en sumir hafa flutt sig lengra vestur á kantinn, en aðrir vestur af Lóndröngum og enn aðrir norður fyrir Kolluál. Hefur þarna víðast hvar verið sæmileg veiði, einkum framan af vikunni, algengt 15—20 lestir 2ja nátta og komizt upp í 24 lestir, eins og hjá Hermóði og Víkingi, 2ja nátta. Útilegubátar hafa aflað alveg sæmilega. Fyrsta daginn, sem hlýnaði í veðri, í fyrradag, glæddist aflinn þegar á handfærin, og fengu bát- ar þá upp í 500 kg. á færi á skömm um tíma. Happasæll fékk þá 8 lestir, og voru 4 á. Það er farið að brydda á lok- unum hjá mörgum, og er það eins og vant er, þótt sæmilega aflist, kannske 10 lestir í róðri eða meira, vilja allir friðlaust hætta, þegar lokin nálgast, enda þótt þeir rói út í vitlaust veður í jan- úar og febrúar fyrir ef til vill ekki nema 5 lesta afla í róðri. KEFLAVÍK Bæmilegur afli var framan af vikunni, en í vikulokin var farið að draga verulega úr honum, þó voru bátar og bátar að fá 12—15 lestir, 2ja nátta, en aðrir komu líka með sáralítið. Bátarnir hafa aðallega verið til og frá út af Garðskaga. Um þriðjungur af bátunum er nú búinn að taka upp netin. 3 bátar róa með línu, og er afl- inn 7—9 lestir í róðri. Hjá handfærabátum hefur ver- ið reytingsafli, við 500 kg. á færi. AKRANES Sjósókn var í minna lagi síð- ustu viku vegna tíðarfarsins, oft- ast leiðinda gjóla og bátar að fara annan og þriðja hvern dag. Afli var oftast 10—15 lestir í róðri og komst upp í 25 lestir. Handfærabátar afla vel, þegar þeir komast á sjó, upp í 2% lest á trillu, þar sem tveir eru á. Reknetjabátarnir, sem eru 3, öfluðu vel framan af vikunni, komst aflinn upp í 165 tn., en tíðin hamlaði veiðum síðari hlu,a vikunnar, þó voru þeir á sjó. Akurey kom inn í vikunni með 286 lestir af fiski, sem hún fékk við Austur-Grænland. VESTMANNAEYJAR I vikunni barst lítill afli á land. Hafa bátar verið að taka upp netin og hætta. Nú í vikulokin voru allir bátar hættir nema einn eða tveir. Heildaraflinn hjá línu- og netja bátum er yfirleitt góður og jafn ari en oft. áður. Sennilega hef- ur aldrei borizt jafnmikill fiskur á land í einum mánuði og nú í apríl.Má áreiðanlega mikið þakka það útfærslu landhelginnar. Sem dæmi um það má nefna, að um helmingur bátaflotans var allan aprílmánuð suður af Eyjum á svæði, þar sem þeir hafa ekki áður getað haldizt við fyrir tog- urum. LÓFÓTEN OG VEST- MANNAEYJAR Lófóten er stærsta verstöð Norð manna. Þegar flest var þar í vet- ur, voru þar 10.000 menn, er sty.nd uðu sjóinn. Þar er mjög mikið af opnum handfærabátum, og er þessi mikli sjómannafjöldi mikið þess vegna. í Vestmannaeyjum, stærstu verstöð hérlendis, eru sjó_ mennirnir hins vegar við 1 000. Gert er ráð fyrir, að heildar- aflamagnið við Lófóten í vetur verði við 45.000 lestir miðað við ’ slægðan fisk og hausaðan. — í Vestmannaeyj um er trúlegt, að aflamagnið í vetur verði við 60 þúsund lestir af óslægðum fiski eða við 40.000 lestir, ef miðað er við slægðan fisk og hausaðan eins og Norðmenn gera. Við Lófóten hafa því komið við 4V2 lest á hvern sjómann að meðal tali en við 40 lestir í Vestmanna- eyjum. AÐ LEIKA SÉR AÐ LÝNAMÍTI. Aðfarir Breta síðustu daga minna á, er börn leika sér að sprengiefni. Það er alveg eins og þeim sé fyrirmunað að skilja þá miklu hættu, sem er samfara þeim gráa leik, er bryndrekar þeirra eru að ógna litlu skelj- unum okkar, hvort heldur það eru varðsi-^ eða fiskibátar. Eða þegar þeir taka að verja botn- vörpunga sína á aðalveiðisvæð- um bátaflotans á vetrarvertíð, á Selvogsbankanum og við Jökul. Og svo kóróna forsvarsmenn brezkra útgerðarmanna svívirð- inguna með því að gefa í skyn, að rétt væri að volgra íslending- um enn betur undir ugga með þvj að stækka veiðisvæðin íslendingum hafði fram að 12 mílna landhelgisdei’unni verið hlýrra til Breta en flestra annarra þjóða, og hafði löndunarbannið á sínum tíma lítil áhrif í þá átt að spilla vinfenginu. Löndunar- bannið var íslendingum líka skaðalítið, nema hvað það gerði þá háðari Austur-Evrópumörk- uðunum en þeir ella hefðu orðið. Nú finnst varla svo skapstillt- ur íslendingur, að honum liggi ekki kalt orð til Breta, og magn- ast óvildin með hverjum mán- uðinum er líður. Hér er óspart blásið að kolunum af þeim öfl- um, sem vilja vestræna samvinnu feiga og framferði Breta skr.’fað á hennar reikning. Þegar Bretar og öfl fjandsam- leg vestrænni samvinnu hafa nú plægt svo rækilega akurinn, sem raun ber vitni, þarf ekki nema lítið út af að bera, til þess að allt fari í bál og brand. ísland er að verða puðurtunna norðursins. AÐ VERA FRJÁLS Allir hlutir eru afstæðir. Því er það, að íslendingar telja sig njóta mikils frelsis, þegar þeir bera sig saman við þjóðirnar fyr- ir austan járntjald. Engu að síð- ur búum við við mikið ófrelsi á vissum sviðum og miklu meira en vera þyrfti og er í öðrum vest- rænum löndum. Það er engu líkara en stefnt hafi verið að því markvisst að gera borgarana sem háðasta ríkis- valdinu og þá um leið pólitlsku flokkunum. Hefur þetta farið ár- lega versnandi, síðan innflutn- ingshöftin voru fyrst sett á fyrir rúmum aldarfjórðungi. Og það var alveg sama, á meðan vaðið var í gjaldeyri eins og á stríðs- árunum og árunum fyrstu á eftir. Af öllum höftum eru innflutn- ingshöftin almenningi hvimleið- ust, af því að þau bitna á mörg- um og eru undirrót mikils mis- réttis. Ef aðrar vestrænar þjóðir geta búið þannig, að nægur gjald eyrir sé jafnan fyrir hendi, hví skyldu íslendingar ekki geta það líka. Þessi mál eru ekki eins og þau eiga að vera, fyrr en hver og einn getur fengið gjaldeyri eftir þörfum, hvort heldur til inn flutnings eða ferðalaga. Annað er það, sem gerir mörg- um manninum erfitt fyrir og gramt í geði, og það er lánsfjár- skorturinn. I vestrænum lönd- um ríkir allt annað ástand í þeim efnum en hér. Hver maður, sem hefur frambærilega tryggingu, á að geta fengið lán. Það er ekki þar með sagt, að hundraðshlut- inn væri svo hár, á meðan úr litlu væri að spila, heldur hitt að allir sætu við sama borð. Það er á mörgum öðrum svið- um, sem skórinn kreppir að. Boð og bönn og hvers konar hömlur hafa verið eftirlætisgoð stjórnar- LOKADAGURINN hefir um ára- bil verið fjársöfnunardagur slysa- varnadeildarinnar „Ingólfs" og annarra deilda víðsvegar um land ið. Slysavarnafélagið hefur talið vel við eiga að hafa merkjasölu til styrktar slysavarnastarfseminni þennan dag. Slysavarnafélag fslands hefur nú á prjónunum margvíslegar Og lærisveinarnir komu og vöktu hann og sögðu: Herra, bjarga þú, vér förumst. (Matt: 8.23). Allir kannast við frásögn N. Testamentisins, þegar Jesús var með lærisveinum sínum í bátn- um úti á Genesaretvatninu og báturinn lá undir áföllum og var að því kominn að sökkva, og hvernig kraftaverkið gerðist fyr- ir mátt Jesú og allir komust að landi heilu og höldnu. Menn geta deilt um eðli og gildi kraftaverka, en um gildi kærleikans deila menn ekki, þar eru allir eitt. Þegar skipshöfn er í sjávarháska, þá eru allar hend- ur réttar til bjargar. Og þegar um það er að ræða að verða ein- hverjum til hjálpar, sem í vanda er staddur svarar kristindómur- inn: „Þú skalt elska náunga þinn éins og sjálfan þig.“ Það er að vísu ekki alltaf að menn breyta eftir þessu, en mörg fögur dæmi eigum vér um kærleiksþjónustu kristinna manna fyrr og síðar og upp úr þeim jarðvegi hefur flest það sprottið, sem bezt er í mann- úðar og líknarmálum vestrænna þjóða. Þó að vér verðum að viður- kenna, að vér höfum ekki náð þeim andlega þroska, sem höf- undur lífsins ætlar oss að ná, og að kristin trú og siðgæði hefur enn ekki þau áhrif, sem vér ósk- um, þá er kristindómurinn eld- stólpinn sem lýsir mannkyninu, og þangað sækja hugsjóna og umbótamennirnir eldinn, sem brennur þeim í hjarta. í dag vil ég minnast á einn þátt þeirra mannúðarmála, sem á rætur í boðskap kristindómsins, en það eru slysavarnamálin. Stuðningur og starf fyrir þau mál má vissulega telja ávöxt kristi- legs hugarfars. Menn gera sér ekki alltaf ljóst, hvar ræturnar liggja í því mann- úðarstarfi, sem unnið er á meðal vor. valdanna. Það er eins og þeim hafi gengið illa að tileinka sér þau gullvægu sannindi, að frelsi er mikil hamingja. Ríkið á að vera fyrir borgarana, en ekki borgararnir fyrir ríkið. Ríkið á ekki að taka sér váld til þess að mismuna mönnum. Hið borgara- leg þjóðskipulag okkar nýtur sín ekki til fullnustu, nema frelsið sé haft í hávegum. nýjungar í björgunarmálum auk þess sem það stendur að byggingu myndarlegrar björgunarstöðvar við Reykjavíkurhöfn sem jafn- framt verður miðstöð slysavarna- starfseminnar fyrir allt landið. „Ingólfur" heitir á alla Reykvík- inga að styðja og styrkja þessa starfsemi, með því að kaupa loka dagsmerkið. Björgunarbáturinn „Gísli J. Vér biðjum fyrir slysavarna- starfinu á bænastundum vorum og vér viljum styðja þetta mál i verki, hvort sem vér erum fé- lagsbundin í slysavarnafélögum eða ekki. Hver maður á að gæta bróður síns. Enginn veit, hvenær slys ber að höndum eða hver fyrir því verður og oft getur einfalt tæki, sem er við hendina á réttum stað og tíma ráðið úrslitum um það, hvort hægt er að bjarga manns- lífi á hættunnar stund eða ekki. Á morgun er fjársöfnun til efl- ingar slysavarna í Reykjavik og nágrenni bæjarins. Fjársafnanir þykja ekki skemmtilegar og mönnum leiðist oft þessi sífellda merkjasala. En vér skulum hugsa um málið frá annari hlið. Nú er málum svo komið í þjóðfélagi voru, að hvorki verður unnið að mannúð- armálum eða öðrum framfara- málum, nema eitthvert fjármagn sé fyrir hendi. Hér er verið að gefa oss tækifæri til þess að sýna trúna í verki og styðja og efla eitt mesta nauðsynjamál þjóðar vorrar. Hver er sá, sem ekki vildi reyna að gera eitthvað, ef hann heyrði til sín hrópað: „Bjarga þú.“ En með því að kaupa eitt merki af sölubarni Slysavarna- félagsins, getum vér átt þátt f því, að jafnvel heilli skipshöfn verði bjargað. Þegar lærisveinarnir kölluðu allir sem einn til Jesú, úti á vatn- inu og báðu hann að bjarga, þá gerðist kraftaverkið. Þegar vér sameinumst um göf- ugt málefni, þá gerist alltaf kraftaverk. Biðjum Guð að blessa og styrkja slysavarnastarfið í land- inu og sýnum það í verki, að vér viljum að einnig í þeim málum gerist mörg kraftaverk. Ó. J. Þ. Skíðamót í Siglu- fjarðarskarði HIÐ árlega Skarðsmót verður haldið á Siglufirði um hvítasunn una, keppt verður í svigi og stór svigi. Skíðafæri er mjög gott og er búist við mikilli þátttöku. Þátttaka tilkynnist til Skíðafél- ags Siglufjarðar (Skíðaborg) fyr ir þriðjudaginn 12. maí. Johnsen" verður í höfnin-ni fánum skrýddur á morgun ásamt tveim plastbátum, en þeir eru nú smið- aðir i æ ríkari mæli til notkunar bæði ásjó og vötnum. Ennfremur er til sýnis model af hinu nýja slysavarnahúsi, sem Eggert Guð- mundsson, listmálari hefur gert, í glugga málarans við Banka- stræti. Starfsemi Slysavarnafélagsins er mjög umfangsmikil og þar af leiðandi kostnaðarsöm og kallar því á stuðning alls almennings, þar sem einu tekjur félagsins eru frjáls framlög landsmanna. Slysavarnadeildin „Ingólfur” vill hvetja foreldra til að leyfa börnum sínum að selja merki dagsins. Til þess að gera börnun- um léttara fyrir hafa*verið fengn ir eftirtaldir staðir þar sem af- greiðsla merkjana fer fram: Fyrir Bústaða- og Smáíbúða- hverfi í bókabúðinni í Hólm- garði; fyrir Kleppsholtið og Voga Söluskálinn Sunnutorgi; fyrir Lauganeshverfið, Lækjarbúðin, Laugarnesvegi; fyrir Vesturbæ- inn Melabúðin Hofsvallagötu og svo á skrifstofu Slysavarnafélags- ins Grófin 1. Reykvíkingar, gerum fjársöfn- un dagsins sem allra glæsilegasta. Vinnum að bættum slysavörnum á sjó, landi og í lofti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.