Morgunblaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 6
f MOROUHBL AÐ1Ð Miðvikudagur 13. maí 1959 Engin málamiðlun / landhelgisdeilunni Bezf crð biða nýrrar Genfarrábsfefnu NORRÆNA LEIKARAVIKAN I REYKJAVÍK Norrænu gestirnir á leikaravikuna í Reykjavík, sem stendur yfir dagana 10.—16. maí, komu með Gullfaxa til Reykja- víkur sl. sunnudag. Gestirnir eru hingað komnir í boði „Félags íslenzkra leikara". Þessir leikarar eru á myndinni: Christina Paischeff leikona frá Finnlandi, Herman Ahlsell og frú frá Svíþjóð og hóteleigandi Wibrand Kesby og frú frá Danmörku, Stig Egede-Nissen frá Noregi. — Á myndinni er ennfremur formaður og ritari FÍL, þeir Valur Gíslason og Klemenz Jóns- son. — Þetta er í fyrsta skiptið, sem Norræn leikaravika er haldin í Reykjavík, en þær hafa verið haldnar undanfarin ár á öllum hinum Norðurlöndunum og hafa íslenzkir leikarar verið boðnir þangað sem gestir. Sumarstarf K.F.U.M í Fatuaskógi BERLINGUR skýrir frá þvi um helgina, að dönsku stjórninni hafi alls engin beiðni borizt um það frá brezku stjórninni, að hún reyndi að miðla málum í land- helgisdeilu Breta og íslendinga. Blaðið segir einnig, að ef slik beiðni berist dönsku stjórninni muni hún vafalaust reyna að fá deiluaðila til að setjast að samn- ingaborðinu. „En ekki er mikil von til, að árangur verði af því“, segir blaðið. Blaðið bendir á, að The Times hafi stungið upp á því, að eitthv. Norðurlanda eða Spaak, aðalrit- ari NATO, reyni að miðla mál- um í landhelgisdeilunni og því sé málið til umræðu á þeim for- sendum. Uppástunga The Times á rætur að rekja til þeirra at- burða, sem gerzt hafa á íslands- miðum undanfarið, segir Berl- ingur. Berlingur segir ennfremur, að Danmörk hafi þegar reynt að miðla málum í deilunni. Það hafi Sumaráætlun Skógarmanna K. I F. U. M. um sumarstarfið í Vatna I skgi er komin út. Margir dreng-1 ir og unglingar hafa eflaust beðið hennar með óþreyju, því að hún er óvenju síðbúin að þessu sinni. Þeir eru orðnir margir piltarnir, sem dvalizt hafa í sumarbúðun- um í Lindarrjóðri þau 36 ár, sem iiðin eru síðan fyrsti flokkur pilta fór í Vatnaskóg. Síðustu árin hafu dvalizt þar milli 400— 500 drengir á sumri hverju, eina eða fleiri vikur hver. í sumar munu verða í Vatna- skógi 10 dvalarflokkar, hver flokk ur eina viku nema flokkur full- orðinna fimm daga. Þrír fyrstu flokkarnir eru fyrir drengi 10— 12 á tímabilinu 12. júní til 3. júlí. Flokkaskipti verða á föstudög- um, eins og unndanfarin sum- ur. Næstu tveir flokkar verða fyrir pilta á aldrinum 12—17 ára, 6. flokkur fyrir unglinga 14 •—18 ára. Er sérstök ástæða til þess að vekja athygli unglinga og ungra manna á þessum flokki, sem fer 17. júlí og verður til 24. júlí. Unglingar á þeim aldri eiga að jafnaði ekki samleið með þeim j ynngstu í hinum flokkunum. Tímabilið frá 24. júlí til 7. ágúst er ætlað drengjum og piltum á| ýmsum aldri frá 9 ára. Flokkur fullorðinna verður 12. ágúst til 16. ágúst, að loknu móti og kristniboðsþingi sem áformað er að verði í Vatnaskógi 8. til 11. ágúst. Síðasti flokkurinn, frá 16. ágúst til 23. ágúst, er ætl- aður drengjum og piltum frá 9 ára. Umsóknir eru þegar farnar að berast, og bendir margt til mikillar þátttöku, eins og endra nær. Innritun fer fram í húsi K. F. U. M., Amtmannsstíg 2 B, kl. 5,15 til 7 e. h. alla virka daga nema laugardaga. Icnritunargjald er kr. 20,00. Sumaráæltunin er fáanleg á skirfstofunni á ofan- greindum tíma og auk þess allar upplýsingar viðvíkjandi starf- inu. Þátttökugiald verður ekki hærra en í fyrra, nema verulegar verðhækkanir verði á starfstím- anum. Vikudvöl með ferðum kost ar fyrir drengi 9—11 ára kr. 325.00 og kr. 366,00 fyrir pilta eldri en 12 ára. Dreiiginiir löwd- uðu 210 kg aíla AKRANESI, 11. maí. — Trillu- bátaflotinn héðan af Akranesi var á sjó í gær, 20—30 bátar og var aflinn misjafn, en hæstan afla hafði trillan Reynir, 2,3 tonn. Meðal þeirra sem reru í gær voru þrir drengir á aldrinum 11—13 ára. Fóru þeir út að bauju og hófu veiðar sínar þar. Komu þeir hreyknir að landi úr þessari fyrstu sjóferð. Hafði verkaskipt- ingin verið sú þar um borð, að tveir drengjanna sem eru jafn- aldrar, 13 ára, höfðu dregið fisk- inn, en 11 ára drengurinn blóðg- aði fiskinn og kom honum fyrir í bátnum. — Bíll sótti svo aflann niður á bryggju og flutti hann á fiskvogina og vigtarmaðurinn sagði: 210 kg. En þessi fiskur var rúmlega 400 króna virði og þótti mönnum drengirnir hafa verið vel að, og þeir líklegir til stór- ræða þegar þeim vex fiskur um hrygg. Þeir höfðu verið um 6 klst. í róðrinum. hún gert, þegar málið hafi verið til umræðu í París í fyrra innan vébanda NATO. Þá hafi fslend- ingar reynt að fá lausn á mál- inu á síðasta ráðherrafundi NATO í Washington, en án ár- angurs. Loks segir Berlingur, að litlar líkur séu til, að um mála- miðlun verði að ræða á þessu stigi og Danmörk hafi enga til- burði í frammi í þá átt, nema þess verði farið á leit af öðrum hvorum deiluaðila. Bezt sé að bíða næstu Genfarráðstefnu um landhelgina, því möguleikar séu á, að þar verði höggið á þann Gordíonshnút, sem ekki hefur tekizt að leysa til þessa. „Dýraverndarinn" fordæmir und- onþúgu iil útflutnings kyn- bdtahesta í NÝJUM „Dýraverndara" er skýrt frá því, að enn séu flutt út hross með undanþágu og skýr- ir blaðið svo frá, að veitt hafi verið undanþága um útflutning á tveim graðhestum, öðrum til Þýzkalands, en hinum til Aust- urríkis. Segir Dýraverndarinn að hestarnir hafi verið sendir út á vegum hrossaræktarsamband anna með leyfi Búnaðarfélags ís- lands og yfirdýralæknis. Loks segir blaðið að sendar hafi ver- ið út fylfullar hryssur. Átelur blaðið þetta mjög harðlega, og telur að hér hafi ekki verið stað- ið á verði um lög til verndar ís- lenzkum hestum. í þessu heftj Dýraverndarans, er margt fróðlegra greina um innlent efni og erlent. Ritstjóri blaðsins er sem kunnugt er Guð- mundur Gíslason Hagalín, rithöf- undur. Hhiíu hjól í ver&laun fyrir ritgerð um umferðarmál UMFERÐARNEFND Reykjavik- ur ákvað fyrir nokkru að efna úr skrifar dagSega lífimi Afmælisrlt Jóm Helgasonar JÓN Helgason prófessor í Kaup- mannahöfn verður sextugur 30. júní næstkomandi. Hafnarstúd- entar gefa af því tilefni út bók með ritgerðum eftir prófessorinn, en þær hafa birzt á víð og dreif og margar torfengnar. Tvær þeirra hafa að geyma ljóðaþýð- ingar (Bjarkamál Saxa og Hildi- brandskviðu) og tvær ritgerð- anna birtust í fyrsta skipti á prenti í afmælisriti þessu. Þaff vissi hann allt af bókum. SKÓLUNUM er um það bil að ljúka. Sumir nemendanna eru aðeins að yfirgefa skólann um stundarsakir, til að byrja aft- ur að hausti, eftir að hafa hvilt sig frá námi í sumar eða unnið sér fyrir nauðsynlegu fé. Þetta langa sumarleyfi í skólunum, sem er lengra en í flestum öðrum löndum, hefur þótt hagkvæmt hér, ekki sízt til að gefa nem- endum kost á að afla sér nauð- synlegs fjár og gera þeim þar með kost á að kosta sig sjálfir í skóla. Því ætti fjárskortur ekki að koma í veg fyrir að nokkur maður fari á mis við skólagöngu hér. Að vísu hlýtur styttri skóla- ganga að draga eitthvað úr magni námsefnisins, en margir eru þeirrar skoðunar, að það komi unglingum að meira gagni að kynnast einhverju öðru en því, sem stendur í bókum. í þessu sambandi detta mér í hug uminæli Knuds Hamsuns, þegar hann er að lýsa göngu sinni fyrir sálfræðinginn, sem átti að úrskurða hann geðveik- an eftir stríðið, svo að Norð- menn losnuðu við að dæma hann fyrir samvinnu við Þjóðverja. Hann segir eitthvað á þessa leið: — Um leið og ég kom inn í for- stofuna, sá ég að þetta var af- skaplega lærður sálfræðingur. — Þessi maður vissi allt um fólk — og það vissi hann allt af bókum. Varla hefði Knud Hamsun get- að náð sér betur niðri á mann- inum, þó að hann hefði farið að draga í efa, að hann vissi hvað hann var að gera, þegar hann dæmdi hann geðveikan. Nægir peningar í lok námsins. EN þetta var útúrdúr, við vor- um að ræða um nemendur, sem nú eru að losna úr skólunum. Álitlegur hópur er að ljúka námi og halda út í athafnalífið. Margir hverjir eru búnir að leggja hart að sér og vinna vel í marga vetur — og þeim sjálfum og flestum öðrum finnst þeir eiga skilið að fá ofurlitla upplyftingu En sum- ir verða dálítið stórtækir í „upp- lyftingunni". Nemendur úr heimavistarskóla einum leggja t. d. næstkomandi föstudag í ferðalag til Parísar, Lundúna og Kaupmannahafnar. Næg þátttaka er, svo ekki er fjárskorti fyrir að fara. Þetta unga fólk er sýnilega svo fjáð sjálft eða á svo efnaða að, að hægt er að greiða fyrir það uppi hald á heimavistarskóla allan veturinn og leggja svo 9000 kr. á borðið á eftir, til að það geti létt sér svo lítið upp eftir allt erfiðið. E. t. v. eru einhverjir svo fátækir að þeir þurfa að slá lán, til að verða ekki af gamn- inu og byrja svo lífið með skulda bagga á bakinu. En þá eru lán auðfengnari en margir vilja halda fram, ef allur hópurinn eða mikill hluti hans getur gripið þau upp á stundinni. Annars er þessi umræddi skóli víst ekkert einsdæmi, þó nem- endur hans eyði kannski ívið mestu í ferðina sína á þessu vori. Tvo nemendur í öðrum skóla, sem nýlega fór í ferð norður í land, munaði t. d. ekki um að kaupa sinn viskíkassann hvor í nestið, til viðbótar við ferðakostnaðinn. Skylt er að taka fram, að eng- inn kennari var með í þeirri ferð. Dæmin eru mýmörg og af þeim hlýtur maður að draga þá álykt- un, að skólanemendur séu allt annað en aðþrengdir peningalega í lok vetrarins. til ritgerðarsamkeppni á þessu vori í 12 ára bekkjum barnaskól- anna í bænum um efnið „Börnin og umferðin“ og veita reiðhjól í verðlaun fyrir beztu ritgerð stúlkna og drengja. Tilgangurinn með ritgerða- samkeppni þessari var að leggja áherzlu á þýðingu umferðar- kennslu þeirrar, sem fram hefir farið í barnaskólunum undan- farna vetur, og glæða áhuga barn anna og aðstandenda þeirra á um ferðarmálunum. Fræðslustjórn bæjarins, skóla- stjórar og kennarar, sem sýnt hafa mikinn áhuga fyrir umferð- arfræðslu skólabarna, lögðu mik- ið verk í undirbúning samkeppn- innar, lestur ritgerðanna og mat á þeim. Úrslit samkeppninnar urðu þau, að tveir nemendur úr Laugarnes- skólanum, Ólafía Sveinsdóttir, Breiðagerði 7, og Pétur Björn Pétursson, Rauðalæk 52, hlutu verðlaunin, reiðhjól af vönduð- ustu gerð. Afhenti formaður umferðar- nefndar nemendunum verðlaunin sl. fimmtudag að viðstöddum for- manni fræðsluráðs og fræðslu- stjóra. í samkeppninni komu fram margar greinargóðar ritgerðir frá öllum barnaskólunum. Sýnir það áhuga barnanna á umferðar- málunum og jafnframt, að þau hafa tileinkað sér umferðar- fræðsluna. (Frá umferðarnefnd)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.