Morgunblaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 23
Miðvilcudagur 13-. maí 1959 MORCVNBLAÐIÐ 23 Mjólkurbú Flóamanna lækkar útborgnn til bænda Gefur jafnframt villandi upplýsingar um ástæðuna MJÓLKURBÚ Flóamanna hefur lækkað útborgun á mjólkurverði til bænda frá 1 .marz sl. Ástæð- urnar fyrir því telur mjólkur- bússtjórnin vera þrjár. í fyrsta lagi niðurfærslulöggjöf ríkis- stjórnarinnar frá sl. vetri. f cðru lagi fyrirhugaða hækkun á út- borgunarverði fyrir haustmjólk. Og í þriðja lagi hækkaða fitu mjólkurinnar, en útborgunarverð hefur miðazt við fitu mjólkur- innar, sem var 71 eyrir á fitu- einingu, e.i hefur nú verið lækk- að niður í 65 aura á fitueiningu. Augljóst er, að ekki var þörf á að lækka verð til bænda vegna niðUrfærslulaga ríkistjórnarinn ar. Enda hefur ekki heyrzt að önnur mjðlkurbú eða mjólkur- samlög hafi gert það. Mjólkur- samsalan í Reykjavík hefur ekki lækkað útborgunarverð til Mjólkurbús Flóamanna og hlýtur ástæðan til lækkunarinnar, sem mjólkurbúið hefur látið koma til framkvæma, að vera allt önn- ur en tekið er fram af hendi stjórnar mjólkurbúsins. Vitað er, að Egill Thorarensen kenndi því um á aðalfundi Mjóik urbús Flóamanna, að mjólkurverð til bænda fyrir árið 1958 væri óhagstætt vegna þess hversu osta útflutningurinn var mikill á því ári. Nú fullyrða kunnugir menn að ekki muni verða ostaflutn- ingur á þesu ári vegna aukinngar sölu á neyzlumjólk. Geta má þess einnig, að Mjólk- bú Flóamanna fær nú greitt 20. hvers mánaðar frá mjólkursam- sölunni fyrir osta, smjör og skyr, en áður varð mjólkurbúið að bíða Vantaði liúsaskjól til drykkjunnar - að minnsta kosti í þrjá mánuði eftir greiðslu. Egill Thorarensen hefur fullyrt, að sölulaun á osti og smjöri muni stórlækka frá því, sem verið hefur vegna bættr ar aðstöðu við dreyfinguna. Þeir sem kunnugir eru þess- um málum hafa fullyrt, að þeir 12 aurar, sem mjólkin lækkaði um vegna niðurfærslulaga ríkis- stjórnarinnar'muni gera meira en að vinnast upp vegna aukinnar söslu neyzlumjólkur og bættrar aðstöðu mjólkurbúsins við sam- söluna vegna þess hversu varan er fyrr greidd en áður. Ostaút- flutningurinn mun ekki draga verðið niður að þessu sinni og verði söluköstnaðurinn einnig lækkaður á árinu er ástæða til að ætla að mjólkurverðið gæti hækk að til bænda á þessu ári ef Mjólk- urbú Flóamanna hefði farið rétt og skynsamlega með þessi mál. Ástæðan til lækkunar á mjólkur- verði til bænda frá Mjólkurbúi Flóamanna er eingöngu vegna þess hversu rekstrarkostnaðurinn er mikill hjá mjólkurbúinu, hversu vaxtabyrðin er orðið þung og annar kostnaður mikill, sem af hinum miklu framkvæmdum leiðir. Væri eðlilegra að stjórn mjólkurbúsins segði frá þessum staðreyndum umbúðalaust heldur en að reyna að dreyfa út pólitísk- um áróðri í sambandi við þetta mál og kenna niðurfærslulögum ríkisstjórnarinnar um það að út- borgunarverð á mjólk hefur ver- ið lækkað frá Mjólkurbúi Flóa- manna án þess að Mjólkursam- salan, sem kaupir mjólkina af mjólkurbúinu hafi lækkað það verð, sem hún greiðir fyrir mjólk- ina til búsins. Pétur Guðmundsson. — Genfarfundurinn Frh. af bls. 1 hlynntari því, að ráðherrafund- urinn yrði takmarkaður við stór- veldin fjögur — og lýsti yfir furðu sinni á því, að Gromyko skyldi gera svo mikið úr forms- atriðunum — en skjóta sér hjá því að minnast á aðalefni fund- arins. Ef aðalrökin fyrir aðild Pól- eru þau, að þessi ríki hafi orðið fyrir árás Hitlers — þá ættu Noregur, Danmörk, Belgía og Hol land líka að eiga fulltrúa á fund- inum, sagði Herter. ★ Selwyn Lloyd, utanríkisráð- herra Breta tók í sama streng — og Maurville, utanríkisráðherra Frakka sömu leiðis. Sagði Frakk- inn jafnframt, að fundurinn væri nú aðeins að hefjast og væri ekki kominn á það stig, að tímabært væri að ræða um fjölgun fulltrúa eða friðarsamninga við Þýzka- land. Það væri fyrst og fremst verkefni fundarins að finna ein- hverja lausn hins þýzka vanda- máls. ★ í stuttri svarraeðu sagði Gromyko að lokum, að engin full nægjandi rök hefðu verið lögð fram, sem hrektu þær sjálfsögðu kröfur, að Tékkar og Pólverjar fengju sæti í fundinum. Þessi riki yrðu að vera þátttakendur frá byrjun. Fréttamenn sögðu, að Gromyko hefði verið þungbrýnn, þegar hann gekk út. ★ Zorin, aðstoðarutanríkisráð- herra Ráðstjórnarinnar, sagði að fundinum loknum, að Rússar mundu leggja mikla áherzlu á það, að gengið yrði að kröfu þeirra — og málinu ekki vísað frá sem einhverju aukaatriði. Friður- inn í Evrópu er háður vinsam- legum samskiptum Þýzkalands, Póllands og Tékkóslóvakiu, sagði hann. ★ Fréttamenn spurðu Zorin að því, hvort hann væri þá ekki fús til þess að fallast á að t. d. Ítalía fengi aðild áð ráðstefnunni, ef Vesturveldin samþykktu Pólland og Tékkóslóvakíu. Zorin svaraði því til, að Rússar hefðu áhuga á því að einungis hin umræddu tvö ríki yrðu virkir þátttakendur auk fjórveldanna. Hann neitaði að svara spurningu um það, hvori Rússar mundu ganga af fundi, ef Vesturveld'n féllust ekki á kröf- urnar. Bandarískur talsmaður sagðL, að fundurinn hefði hafizt á því að Gromyko las upp skrifaða 15 mínútna ræðu — og allt hefði verið í lausu lofti, þegar fundin- um lauk. Þá er haft eftir áreið- anlegum heimildum, að Herter, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, leggist mjög gegn því að krafa Rússa verði rædd að sinni. Fund- urinn beri fyrst og fremst að fjalla um kjarna þess máls, sem * var ástæða fundarins. °g brutust inn ER BÍLSTJÓRI einn ók fram hjá Slippnum aðfaranótt s.l. sunnu- dags, kom flaska fljúgandi gegn- um rúðu á húsinu og skall í göt- una. Þótti bílstjóranum rétt að skýra lögreglunni frá þessu og ók þegar niður á lögreglustöð. Þegar lögreglan kom á vett- vang, til þess að athuga hvað þarna væri um að vera, hitti hún fyrir þrjá náunga, sem sátu að sumbli og voru alldrukknir orðn- ir, og hafði einn þeirra af óvar- kárni eða „innri þörf“ til athafna fleygt tæmdri brennivínsflösku af hendi gegnum gluggann. — Sennilega hafa náungar þessir brotizt inn í Slippinn til þess eins að komast undir þak á með- an þeir þreyttu drykkjuna, a. m. k. höfðu þeir engu stolið, er lögreglan kom á vettvang og skakkaði leikinn. ,Við eigura réltinn6 BERLÍN, 12. maí. — Yfir 10 þús. V-Berlínarbúar voru viðstaddir hátíðlega athöfn á Tempelhof- flugvellinum í dag þar sem minnzt var, að 10 ár eru- liðin síðan „loftbrúin" til Berlínar var lögð niður og samgöngubann Rússa við borgina brotið á bak aftur. Margir blómakransar voru lagðir að minnismerkinu um loft brúna til minningar um þá 79 menn, sem fórust í slysum, sem urðu í sambandi við „loftbrúna". Willy Brandt, borgarstjóri V- Berlínar, sagði við þetta tæki færi: Við V-Berlínarbúar eigum rétt til þess að lifa og starfa í friði — og frjálsir. Bandamenn okkar verja þennan rétt með okk- ur, við munum aldrei verzla með þennan rétt. Dýraverndunarfélag Reykjavíkur stofnað — á framhaldsaðalfundi Dýraverndunar- féíags íslands MÁNUDAGINN 20. apríl sl. var framhaldsaðalfundur Dýravernd- unarfélags íslands haldinn í Breið firðingabúð í Reykjavík. Formaður félagsins, Þorbjörn Jóhannesson, setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Þorgils Guðmundsson. Björn Gunnlaugsson lagði íram endur- skoðaða reikninga. Sýndu þeir góðan efnahag. Rit félagsins, Dýraverndarinn, sem félagið gaf út í 43 ár og var arftaki Dýravin- arins, sem Tryggvi Gunnarsson bankastjóri gaf út annað hvort ár frá 1885 til 1913, hefur nú verið afhent Sambandi dýraverndunar- félaga íslands. Reikningar Dýra- verndarans fyrir sl. ár sýndu mjög batnandi fjárhag. Á aðalfundinum voru teknar til síðari umræðu og afgreiðsúi til- lögur um afhendingu málefna og skiptingu eigna félagsins til Sam- bands dýraverndunarfélaga ís- Mínar innilegustu þakkir til allra, sem minntust mín á 70 ára afmælinu 8. þessa mánaðar. Sigurlína Jónsdóttir, Hlíð. (Háveg 23, Kópavogi). Hjartans þakkir færi ég öllum vinum og skyldfólki sem glöddu mig með góðum gjöfum, skeytum og heim- sóknum á 70 ára afmæli mínu 4. maí. Guð launi ykkur öllum. Kristín Guðmundsdóttir, Túngötu 23, Keflavík. lands og Dýraverndunarfélagp Reykjavíkur. Á fundinum var formlega geng ið frá stofnun Dýraverndunar- félags Reykjavíkur og félaginu kosin stjórn. í stjórnina voru kos- in: Marteinn 'Skaftfells, formað- ur, Hilmar Foss ritari, Valdimar Sörensen gjaldkeri, Gottfreð Bernhöft og Viktoria Blöndal með stjórnendur. í varastjórn voru kosin Þórður Jónsson og Jón Gunnlaugsson. Á fundinum var einróma sam- þykkt að þakka þeim Birni Björns syni, kaupmanni frá Neskaup- stað, Ósvald Knudsen, málara- meistara og Magnúsi Jóhannsyni, útvarpsvirkja, þá kynningu, sem þeir hafa veitt almenningi með hinum ágætu myndum sínum af dýralífi landsins og með því stuðl að að dýra- og náttúruvernd. í lok fundarins voru rædd ýmis dýraverndunarmálefni og út- breiðsla Dýraverndarans. 4 herb. ibúð HÖFUM TIL SÖLU í Laugarneshverfi mjög fallega 4 herb. íbúð 113 ferm. Teppalögð gólf. Sér hiti. Stórt sér geymsluherbergi fylgir. Tvöfalt gler. Bílskúrsréttur. FASTEIGNASALA & LÖGFRÆÐISTOFA Sigurður Reynir Pétursson, hrl., Agnar Gústafsson, hdl., Gísli G. ísleifsson, hdl., Björn Pétursson: Fasteignasala. Austurstræti 14, II. hæð. Símar 2-28-70 og 1-94-78 Ég þakka hjartanlega öllum þeim, sem auðsýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu, þann 27. apríl s.l. bæði með hlýjum afmæliskveðjum, heimsóknum og gjöfum. Sömuleiðis þakka ég kaupfélagsstjóra Kaupfélags Vopnfirðinga og meðstjórnendum mínum í stjóm félags- ins, fyrir vinarlega tilkynningu um heiður mér til handa. Svo óska ég ykkur öllum blessunar guðs. Methúsalem Methúsalemsson, Bustafelli. Fósturfaðir okkar GUÐMUNDUR JÓNSSON fiskimatsmaður, Bolungarvík. lézt að morgni 12. þessa mánaðar. Unnur Sigurðardóttir, Ragnar Pétnrsson Móðursystir mín, MARlA ÞORKELSDÓTTIR, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 15. maí, kl. 2 eftir hádegi. Fyrir hönd vandamanna. Anna Guðmundsdóttir, Njálsgötu 14. Útför föður okkar, SIGFÚSAR VALDIMARSSONAR prentara, Hagamel 24, fer fram frá Neskirkju á morgun, fimmtu- daginn 14. maí, kl. 2 e.h. Jarðsett verður í Fossvogs- kirkjugarði. Valdimar Sigfússon, Guðmundur Sigfússon, Margrét Sigfúsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför HÓLMFRlÐAR GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR Heimilisfólkið Hólum. Öllum þeim, sem sýnt hafa vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu, móður, dóttur og systur okkar GUDMUNDU KRISTJANSDÓTTUR flytjum við alúðar þakkir. Óskar Magnússon, synir, foreldrar og systkini. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför VALTÝS BLÖNDAL bankaráðsformanns. • Svava Blöndal Babel, Axel Blöndal, Ingólfur Örn Blöndal. Innilegar þakkir til allra f jær og nær, sem sýndu okkur mikla hjálp og hluttekningu við andlát og útför sonar okkar og bróður SIGURÐAR KRISTJANSSONAR Guð blessi ykkur öil. Kristján Eggertsson, Ólöf Kristjánsdóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.