Morgunblaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1959, Blaðsíða 13
MiðviKudagur 13. maí 1959 MORGVNBLAÐIÐ 13 Kjördœmabreytingin er réiiarbót, sem styrkir og eflir starf lands- manna á öllum sviðum þjóðlífsins Hún er kjördœmunum vörn og skjöldur gegn misbreitingu meirihluta• valds á Álþingi Rœða Péturs Ottesens í útvarps umrœðunum frá Alþingi ÉG VIL á þeim fáu mínútum, sem ég hefi til umráða, í þess- um umræðum, minnast á þrjú mál, sem hlotið hafa jákvæða afgreiðslu á þingi því, sem nú er að ljúka. Það var vissulega ömurlegt um að litast á Alþingi fyrir áramót- in, um þær mundir, sem fyrr- verandi ríkisstjórn gafst upp og lagði hendur í skaut, er gera skyldi ráðstafanir til viðreisnar því fjárhagsöngþveiti, er hér hafði þróazt í stjórnartíð henn- ar. Þrátt fyrir það, þótt lagðir hefði verið á þjóðina nýir ár- legir skattar, 300 milljónir króna á árinu 1957 og 790 mill. kr. á árinu 1958, til þess að jafna met- in í útflutningsframleiðslunni, þá skall yfir þjóðina á þessum árum það verðbólgu- og dýrtíðarflóð, að framleiðslan gat hvergi nærri rönd við reist, og alger atvinnu- rekstrarstöðvun í landi voru á næsta leiti. í þessu máli tók Al- þingi jákvæða afstöðu. Þessum þjóðarvoða hefur nú tekizt að afstýra . með þeim ráðstöfunum, sem gerðar voru eftir áramótin, til þess að stöðva vöxt dýrtíð- arinnar, og jafnframt stigið fyrsta sporið til nokkurrar lækk- unar á framleiðslukostnaðinum. Með þessu var stigið mjög mikilsvert og þýðingarmikið spor. Og miklu máli skiptir, mið- að við það, sem áður var, að þetta tókst að gjöra án þess að leggja á neina nýja skatta, þeg- ar frá er dregin nokkur hækk- un á innflutningstolli á sumum tegundum bifreiða. Jeppar og vörubifreiðir eru undanþegnar þessari hækkun. Lækkun sú, sem gerð var á nokkrum liðum fjár- laganna, tekur ekki tali, þegar þess er gætt, að hún var nauðsyn- legur liður í þessum óhjákvæmi- legu aðgerðum. Lækkun þessi tekur heldur ekki til fjár þess, sem veitt er í fjárlögum til ný- byggingar vega, brúa eða hafn- argerða, þvert á móti voru sum- ar þessara upphæða hækkaðar frá því, sem áður var, einkum til hafnargerða, auk þess sem gerðar voru á þinginu nýjar ráð- stafanir til fjáröflunar, sem gera kleift, að hægt verður eftirleið- is að ráðast í margfalt stórtæk- ari framkvæmdir hér í hafnar- málum en hingað til, og loks var tryggt fjármagn til dreifingar rafmagns um sveitirnar, og þar með, að bætt verði úr vanrækslu fyrrverandi stjórnar á því sviði. Með þeirri nýju stefnu, sem hér var mörkuð í efnahagsmál- um, er stefnt í rétta átt. Nú er það þeirra, sem við taka að lokn- um kosningum á þessu ári, að slá skjaldborg um það, að þessar ráðstafanir fari ekki úr böndun- um og áfram verði haldið til réttrar áttar. A því veltur, að tryggð verði sú meginundirstaða þjóðlífs vors, að heilbrigður at- vinnurekstur geti þróazt og þrif- izt í landi voru. íslendingar láta engan kúga sig til undanhalds Önnur mjög mikilsverð og já- kvæð afstaða var tekin á Al- þingi í sámbandi við fiskveiða- deilu þá, sem vér heyjum nú við Breta. Vitað er, að síðan fisk- veiðadeila þessi hófst, hefur þjóð vor öll staðið einhuga og óskipt gegn þeim lögbrotum og ofbeld- isárásum, sem Bretar hafa beitt oss í fiskveiðalandshelginni. Nú hefur Alþingi sett innsigli sitt á þennan einhug vorn með ein- róma samþykkt þingsályktunar- tillögu um þetta efni. Þetta var okkur nauðsynlegt vegna aðstöðu vorrar út á við. Þetta er yfir- lýsing íslenzku þjöðarinnar til umheimsins um það, að hún láti engan kúga sig til undanhalds frá settu marki, um yfirráð fiskisvæða við strendur landsins, og er það mark hærra reist en 12 mílna svæðið, þótt við það verði unað í bili. Þá er þetta skýlaus yfirlýsing til Atlantshafsbandalagsins, að íslendingar hljóta að líta svo á, að höggvið sé á líftaug þess grundvallar, sem bandalagið hvílir á, ef það verður látið við- gangast, að stærsti aðili banda- lagsins í Evrópu haldi uppi lög- brotum og árásum á lífsafkomu þess aðilans, sem minnstur er í þessum samtökum. Málflutningur Fram- sóknar sætir furðu Þá hefur í þriðja lagi verið tek- in jákvæð afstaða til breytinga á kjördæmaskipuninni. Hefur það legið í lotunum, að þörf væri breytinga á henni, þótt eigi hafi orðið úr því fyrr en nú. Ég skal ekki fara út í það að rekja einstök atriði þessa máls. Það hefur nógsamlega verið gjört af öðrum. Ég ætla aðeins að minnast á einn þátt þessa máls. Það er sú hætta, sem sveit- unum á að vera búin af því að stækka kjördæmin. Til brautar- gengis þessari kenningu Fram- sóknarmanna hér á alþingi er margt til tínt, eins og t. d. það, að það sé verið að leggja kjör- dæmin niður, og svo langt ganga öfgarnar, að niðurlagningu kjör- dæmanna fylgi það, að sveita- fólkið sé svipt kosningarréttind- um. Þá er annar háskinn, sem sveitunum á að vera búinn af þessum sökum: Öllu sambandi milli þingmannsins og kjósend- anna á að vera slitið. Ekki nema það þó. Eftir breytinguna getur kjósandinn snúið sér til eins eða fleiri af 5 eða 6 þingmönnum kjördæmisins, og í flestum til- fellum getur hann þá leitað at- hvarfs hjá flokksbróður sínum. Þegar þessa er gætt, og svo hins, að samgöngur eru víðast nú orðnar þannig, að þingmann- inum er greiðari leið nú til per- sónulegra kynna af kjósendum, þrátt fyrir stækkun kjördæm- anna, en var í kjördæmunum þegar ég til dæmis að taka kom fyrst á þing, eins og samgöngum var þá háttað. Það er ef til vill ekki ástæða til þess að kippa sér upp við það, þótt slíkum fjarstæðum sem þessum sé slegið fram í eitt eða tvö skipti, en þegap menn sprengja spóann á þessu dag eftir dag og viku eftir viku, sætir það furðu. Að sama brunni ber um aðrar tegundir 1 kenningum Framsóknarmanna fyrir því, að gengið sé á rétt sveitanna með þessum breytingum. Það er svo fjarri, sem mest má vera, að þessar kenningar þeirra eigi nokkra stoð í raunveruleikanum. Þvert á móti styrkir breytingin aðstöðu sveitanna, og eru þeim vörn og skjöldur gegn misbeit- ingu meirihlutavalds á Alþingi. Skal ég leiða nokkur rök að þessu: Vörn gegn órétti — farsælli félagsmála- starfsemi Kjördæmi með 5—6 þingmönn- um er ávallt þannig sett, að þar er þingmaður eða þingmenn í stjórnaraðstöðu. Kjördæmun- um eru tryggð ítök í ríkisstjórn- inni og meirihluta Alþingis á hverjum tíma. Gott samstarf þingmanna kjördæmisins, — í hvaða flokki sem þeir eru, — um hagsmunamál þess, þarf ekki að efa. Reynslan af samstarfi þingmanna í tvímenningskjör- dæmum sannar þetta. Kjördæmi, sem þannig er sett, er tryggt fyrir því, að því sé af pólitísk- um ástæðum ekki óréttur gjör á Alþingi. Þessu getur verið ólíkt farið með einmenningskjördæmi, þar sem þingmaður þess er í stjórnarandstöðu. Þekki ég mörg dæmi þess úr minni þingsögu. Alveg sérstaklega bar mikið á þessu eftir að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn mynduðu stjórn eftir kosning- arnar 1927. Vel man ég það, hve mig sveið það sárt, að mitt kjör- dæmi var þá látið gjalda aðstöðu minnar á Alþingi. Fleiri stjórn- arandstæðingar áttu í þessu efni um sárt að binda. Þessi nýja skipan girðir fyrir, að slík rangsleitni endurtaki sig. Hitt er þó enn veigameira atriði fyrir sveitirnar og raunar dreifbýlið í heild, að með stækk- un kjördæmanna er stofnað til kynningar og samstarfs á stjórn- málasviðinu í miklu ríkara mæli en nú er milli fólksins, sem heinia á við sjávarsíðuna og þess, sem í sveitunum býr. Af slíku samstarfi leiða náin kynni þessa fólks, þekking þess hvers á ann- ars kjörum og lífsviðhorfum, sem að sjálfsögðu mótast nokkuð af þeim atvinnuháttum, sem eru í verkahring hvers um sig. Slík kynni leiða og gjarnan til þess, að tegnd séu manna í milli traust og varanleg vináttubönd. Þessi kynni eru traustur hornsteinn undir farsælli og heillavænlegri þróun félagsmálastarfsemi vorr- ar á öllum sviðum. Ég get tekið hér sem dæmi Miðvesturlandskjörædmið, Borg- arfjarðarsýslu með Akranesi, Mýrarsýslu, Snæfells- og Hnappa dalssýslu og Dalasýslu. Byggð- irnar við norðanverðan Faxa- flóa og sunnanverðan Breiða- fjörð eiga sameiginlegra hags- muna að gæta, bæði til lands og sjávar. Þetta svæði er eki sam- eiginleg heild á sviði fram- leiðslu, verzlunar- og samgangna. Hvað er eðlilegra en að byggð- arlög, sem þannig eru sett, hafx félagsskap um að kjósa fulltrúa á þing? Samstarf það, sem þeg- ar er hafið í þessum byggðar- lögum stefnir í þessa átt. Þessar sýslur hafa gert með sér samn- ing um sameiginlegan byggingar- fulltrúa. Embættismenn þessara byggðarlaga hafa stofnað félags- skap með sér sem vinnur merki- legt starf á sviði menningar- mála. Það er vitanlega í algerri and- stöðu við þá samstarfshugsjón, sem hér hefur verið lýst, að Framsóknarmenn bera fram á Alþingi tillögu um að lima mitt kjördæmi í sundur, aðskilja kaupstaðarfólkið á Akranesi og sveitafólkið í héraðinu, slíta þau tengsl, sem tengt hefur fólkið saman í þessum byggðarlögum. — Mér væri að sjálfsögðu sárt um að þetta væri gert, sem unn- ið hefi að því eftir beztu getu að styrkja þessi tengsl samfleytt í 43 ár. Mér er arint um, að þetta samstarf haldist og vil færa það út á víðara svið. F ramsóknarf lokkurinn vill njóta meiri réttar en aðrir stjctrnmálaflokkar Framsóknarmenn hafa í um- ræðunum um kjördæmamálið rið ið þeysireið á nær 20 ára göml- um ummælum eftir mig og fleiri um kjördæmamálið, sem þeit telja, að ekki sé í samræmi við skoðun okkar nú. Síðast nú i kvöld barði þm. Strandamanna, Hermann Jónasson, fótastokkinn í þessari gandreið Framsóknar- manna. Þess er auðvitað vand- lega gætt að geta þess hvergi, að síðan hafa orðið breytingar, sem gera þennan skoðanamua eðlilegan og réttmætan. En hér ættu Framsóknarmenn á Alþingi að líta í sinn eigin barm. Hvern- ig er samræmið hjá þeim í skoð- unum á þessu máli fyrr og nú? — 1942 var sú breyting sam- þykkt á kjördæmaskipuninni að kjósa skyldi þingmenn í tvímenn ingskjördæmum hlutfallskosn- ingum. Þá kvað við sami söngurinn hjá Framsóknarmönnum é. al- þingi og nú. Að þessi breyting væri tilræði við sveitafólkið, það ætti með þessu að skerða rétt þess í kosningum og þetta væri inngangur að því að svipta sveit- irnar fjárframlögum og hvers konar opinberri aðstoð. Hver hefur reynslan orðið í þessu efni? Framsóknarmenn hafa orðið að éta þetta allt ofan í sig, og það gera þeir rækilegast með því að leggja nú til, að hlutfallskosning- um í tvímenningskjördæmunum verði haldið og enn bætt við nýju tvímenningskjördæmi. — Og hvernig er samræmið milli tillagna þeirra, sem samþykkt- ar voru í kjördæmamálinu á flokksþinginu í vetur sem leið og þeirra tillagna, sem þeir hafa nú borið fram á Alþingi nokkr- um vikum seinna? Og enn: Hvernig er samræmið hjá Fram- sóknarmönnum í aðstöðu þeirra á þingi nú gagnvart því kosn- ingafyrirkomulagi til Búnaðar- þings, sem þeir samþykktu fyrir 20 árum. Það er skýr mynd af samræminu, að Suðurlandskjör- dæmið í hinum nýsamþykktu kosningalögum er nákvæmlega það sama og kosið hefur verið í til Búnaðarþings með hlutfalls- kosningum nú í um 20 ára skeið. Hvað segja menn um þetta? Ferst þessum 'mönnum að brígsla öðr- um um skoðanaskipti? Það er yfirskots- og uppgerðarástæða einber hjá Framsóknarmönnum á Alþingi, að andstaða þeirra gegn þeim þætti hinna nýju laga, sem ég hefi hér rætt um, sé reist á þeim grundvelli, að hér sé ver- ið að skerða rétt sveitanna. And- staða Framsóknarmanna er af allt öðrum rótum runnin. Hún er ekki málefnaleg. Andstaða þeirra er, þegar það mál er les- ið niður í kjölinn sú, að það má ekkert hrófla við þeim þætti kjördæmaskipunarinnar, þar sem Framsóknarflokkurinn, mið- að við núverandi aðstæður, nýt- ur meiri réttar en aðrir stjórn- málaflokkar. Öllu öðru má bylta og breyta eftir vild, enda hafa Framsóknarmenn sjálfir borið fram tillögur þar að lútandi, þevrt ofan í fyrri samþykktir. — Sn hvernig í ósköpunum geta Framsóknarmenn á Alþingi látið sér detta í hug, að þetta sé hægt? Þeim hlýtur að vera það ljóst, að þeir hafa aldrei barizt von- lausari baráttu en þeirri, að af þessum sökum verði hnekkt þeirri kjördæmabreytingu, sem nú hefur verið samþykkt á Al- þingi. Og það er í sannleika sagt mjög varhugavert, ef ekki hættu- legt fyrir Framsóknarflokkinn, og raunar hvaða flokk sem er, að ala í brjósti sér þá minni- máttarkennd, að flokkurinn geti ekki haldið velli í kosningum á jafnréttisgrundvelli við aðra flokka. Framsóknarflokksmönnum á Alþingi hlýtur að vera það ijóst, að með þessari aðstöðu, er flokk- urinn að einangra sig á stjórn- málasviðinu, og er það mjög at- hygilsvert fyrir það sveitafólk, sem bindur bagga sína með þeim flokki. Samstairf fólksins í sveitum og þéttbýli Með þeirri breytingu, sem nú er á orðin um búsetu fólks í landinu, geta þeir sem í sveitum Frah. á bls. 14 PÉTUR OTTESEN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.