Morgunblaðið - 14.05.1959, Síða 3
Fhnmíudagur 14. maí 1959
MORGVNBLAÐIÐ
3
Víðfœkar ráðstafanir
fyrirhugaðar til varnar
úthreiðslu mœðiveikinn-
ar á Vestfjörðum
Þáltill. Sigurðar Bjarnasonar sam-
þykkt á Alþingi
Kvikmyndagerðar
menn á ferðimii
FYRIR nokkru var frá því skýrt
hér í blaðinu að danski kvik-
myndastjórinn Erik Balling,
enski leikarinn William Travers
og Poul Pedersen aðalmyndatöku
maður Nordisk Film Kompanis
hafi farið hér um á leið til
Grænlands. Fyrir nokkru komu
þeir félagar til baka með flugvél
Flugfélags íslands, alskeggjaðir
eftir ferðina. Höfðu þeir farið
þriggja vikna sleðaferð um A-
Grænland, til að athuga allar að-
stæður til kvikmyndunar á mynd
inni „Sleðaferðin", sem gera á
eftir bók Davids Howarths. Á
Tavers að leika aðalhlutverkið,
en myndina gerir Nordisk Film
Kompani í samvinnu við British
Lion-kvikmyndafélagið. Þess má
geta að ekki leikur nokkur kven-
maður í myndinni.
Á myndinni eru talið frá
Skipzt á kveðjum
í neðri deild
f LOK síðasta fundar í neðri
deild Alþingis í gær ávarpaði
deildarforseti, Einar Olgeirsson,
þingdeildarmenn og . þakkaði
þeim öllum innilega ágætt sam-
starf, umburðarlyndi og hjálp-
semi. Kvaðst hann með tilliti til
þess, að vitað væri, að nokkrir
þeirra þingmanna, sem lengi
hefðu setið á þingi, gæfu ekki
kost á sér til þingmennsku fram-
ar vilja þakka þeim fyrir langt
og gott samstarf og óska þeim
velfarnaðar. Varaforsetum, skrif-
urum og starfsfólki þingsins þakk
aði deildarforseti samstarfið og
óskaði utanbæjarþingmönnum
góðrar heimferðar.
Bjarni Benediktsson kvaðst í
nafni deildarinnar vilja þakka
deildarforseta mjög ánægjulegt
samstarf og prýðilega fundastjórn
í smáu sem stóru. Óskaði hann
honum velfarnaðar og hans fjöl-
skyldu. — Tóku þingdeildarmenn
undir þessar óskir með því að
rísa úr sætum.
vinstri Erik Balling leikstjóri,
William Travers leikari og Poul
Petersen kvikmyndatökumaður,
er þeir stigu um borð í flugvél
Flugfélagsins á Reykjavíkurflug-
velli á heimleið.
Þingsályktunartillaga Sigurðar
Bjamasonar um skjótar varnar-
ráðstafanir gegn útbreiðslu mæði
veiki á Vestfjörðum var tekin til
síðari umræðu í sameinuðu Al-
þingi í gær.
Pétur Ottesen hafði framsögu í
málinu af hálfu fjárveitinga-
nefndar. Kvað hann þær slæmu
fréttir hafa borizt út síðla vetrar,
að mæðiveiki væri komin upp í
Reykjhólasveit á Barðaströnd.
Hefði sú fregn vakið ugg og það
því fremur, sem mæðiveiki hefði
ekki gætt áður vestur þar. Af
þessu tilefni væri þessi þáltill.
flutt.
Ræðumaður skýrði frá því, að
mæðiveikinefnd hefði að sjálf-
sögðu strax brugðið við er hún
hefði kynnt sér málið, að gera
ráðstafanir til að afstýra þeim
voða er fyrir höndum var. Hefði
hann rætt við framkvæmdastjóra
nefndarinnar og fengið hjá hon-
um upplýsingar fyrirhugaðar ráð-
stafanir. Væru þær í fyrsta lagi
að setja girðingu úr Berufjarðar-
girðingu, nærri sýslumörkum
Strandas. og Barðastrandas., vest-
ur á hreppamörk Reykhólahrepps
Árni Jónsson, heldur tón-
leika víðs vegar um land
Honum hafa borizt ýmis afvinnu-
rilboð erlendis
ÁRNI Jónsson, tenórsöngvari, er
nýkominn heim frá Svíþjóð, þar
sem hann stundaði framhaldsnám
sl. vetur hjá Simon Edvardsen,
sem kunnur er hér fyrir stjórn
sína á óperum í Þjóðleikhúsinu.
— Fréttamenn áttu í gær viðtal
við Árna í tilefni þess, að næstu
daga leggur hann upp í langa og
mikla söngför um landið, mun
hann að líkindum halda 12—15
tónleika í þeirri för. — Raunar
hefur Árni þegar haldið eina tón-
leika, sl. laugardag, í félagsheim-
ilinu Gunnarshólma í Austur-
Landeyjum — og hlaut hinar
beztu viðtökur.
Vélarbilun
AKRANESI, 13. maí. — Dekselið
sprakk í gær hjá vélbátnum Ver,
er hann var kominn drjúgan spöl
út í flóa á leið á síldarmiðin.
Höfrungur var í þann veg að
leggja af stað með hringnót, en
hætti við það, sótti Ver og dró
hann til hafnar. — Oddur.
Hin eiginlega söngför hefst
hins vegar um næstu helgi, og
syngur Árni þá, á annan dag
hvítasunnu, austur í Hruna-
mannahreppi, í hinu nýja félags-
heimili þar. — Næsti konsert
verður á Akranesi um þar næstu
helgi, og þriðjudaginn 26. maí
syngur Árni hér í Reykjavík, í
Gamla Bíói. Hefst aðgöngumiða-
sala að þeim tónleikum í dag, í
Bókaverzlun Lárusar Blöndals á
Skólavörðustíg og í Vesturveri,
hjá Eymundsson í Austurstræti
og Bókabúð Helgafells á Laugav.
— Síðan rekur hver konsertinn
annan, 27. maí á Sauðárkróki, 28.
á Akureyri, á Húsavík hinn 29.
og þann 30. í Skjólbrekku í Mý-
vatnssveit. Síðan heldur Árni til
Vestfjarða, syngur á ísafirði 4.
júní, í Bolungarvík 6. og á Flat-
eyri hinn 7. Um miðjan júní held
ur hann tvenna tónleika á Höfn
í Hornafirði og síðan sennilega
austur á Fjörðum, sem þó er
ekki fullráðið enn. — Þar sem
tónlistarfélög eru starfandi á
fyrrgreindum stöðum úti um
land, verða tónleikarnir á þeirra
vegum.
Undirleikari á öllum tónleik-
unum verður Fritz Weisshappel,
en á efnisskránni verða lög eftir
Árna Björnsson, Hallgrím Helga-
son, Eyþór Stefánsson, Pál ísólfs-
son, Sigvalda Kaldalóns, Árna
Thorsteinsson, Sigfús Einarsson,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Árni Jónsson
Grieg, Nordqvist, Ture Rang-
ström og loks tvær aríur úr óper-
unum I Pagliacci og Cavalleria
Rusticana.
Fréttamenn spurðu Árna um
námsdvölina í Svíþjóð og fram-
tíðaráætlanir. — Hann kvaðst
hafa sungið ásamt fleirum á tón-
leikum í Eriksstadshallens Kon-
sertsal í Stokkhólmi rétt áður en
hann kom heim. Þar hefðu verið
staddir ýmsir umboðsmenn á
hnotskógi eftir „nýjum mönn-
um“, og eftir konsertinn hefðu
sér borizt samningstilboð fyrir
árið 1960 frá Stokkhólmsóper-
unni, Folkparkarna í Svíþjóð og
loks um tónleikaferðalag um
Skandinavíu, ásamt Önnu Gretu
Söderholm, einni fremstu sópran
söngkonu Svía. — Þá er ákveðið,
að Árni syngi til reynslu fyrir
hina nýstofnuðu norsku óperu
(sem Kirsten Flagstad stjórnar),
í ágúst nk., og kvaðst hann ekki
hafa viljað fastráða sig neins
staðar fyrr en að því loknu.
Helzt kvaðst Árni hafa kosið
að setjast að hér heima, en vegna
þess, hve starfsskilyrði fyrir
söngvara væru léleg hér, myndi
hann að líkindum freistast til að
taka einhverju þeirra tilboða,
sem sér hefðu borizt.
8TAK8TEINAR
og Gufudalshrepps, niður Þor-
geirsdal og í sjó vestan við Múla
í Þorskafirði. Hreppurinn yrði
þannig girtur af með nokkru heið
arlandi. Þessi girðing yrði um
20 km. löng.
Girðingin úr Kollafirði í ísafjörð
verður tvöfölduð.
í öðru lagi yrði tvöfölduð strax
og við yrði komið girðingin úr
Kollafirði í ísafjörð, sem væri
um 25 km. löng.
í þriðja lagi yrði féð á Miðhús-
um einangrað og einnig fé á Reyk
hólum, sem sækti vestur í Gufu-
dalssveit. Til þess mundi þurfa
um 3 km. girðingu. Km. af girð-
ingu kostaði nú um 9.000,00 kr.
og kostnaður við fyrirhugaðar
framkvæmdir væri áætlaður 360
þús. kr.
Pétur Ottesen gat þess, að þær
ráðstafanir, sem mæðiveikinefnd
hefði hafizt handa um, væru
svipaðar og lagt hefði verið til af
flm. tillögunnar. Væri mikið í
húfi að takast mætti að bægja frá
þessum voða. Þá gat hann þess
að lokum, að fjárveitinganefnd
legði eindregið til að tillagan yrði
samþykkt, en gerðar á henni smá-
vægilegar orðalagsbreytingar.
Sigurður Bjarnason kvaddi sér
hljóðs. Kvaðst hann vilja þakka
fjárveitinganefnd skjóta og góða
afgreiðslu þessa máls og væri
hann fyllilega ásáttur með þá
smávægilegu breytingu, sem
nefndin gerði á tillögunni. Kjarni
málsins væri sá, að gert yrði
allt, sem hægt væri til að hindra
útbreiðslu mæðiveikinnar á Vest-
fjörðum.
Tillagan var samþykkt með 30
samhljóða atkvæðum og afgreidd
til ríkisstjórnarinnar sem ályktun
sameinaðs Alþingis.
Alþingi kýs full-
trúa í Norður-
landaráð
Á DEILDARFUNDUM Alþing-
is í gær voru kosnir fulltrúar í
Norðurlandaráð. I efri deild voru
kjörnir aðalmenn þeir Sigurður
Bjarnason og Bernharð Stefáns-
son, en til vara Friðjón Þórðar-
son og Páll Zóphóníasson.
í neðri deild voru kjörnir að-
aðlmenn Bjarni Benediktsson,
Emil Jónsson og Einar Olgeirs-
son, en varamenn Magnús Jóns-
son, Gylfi Þ. Gíslason og Hanni-
bal Valdimarsson.
Lög frá Alþingi
FRUMVARP til laga um bygg-
ingarsjóð Listasafns íslands var
afgreitt sem-lög frá Alþingi í gær.
Er stofnfé sjóðsins það fé, sem
Alþingi hafði lagt fram til að
byggja vinnusal og íbúð fyrir
Jóhannes Kjarval.
Þá var útflutningssjóðsfrum-
varpið einnig afgreitt sem lög frá
Alþingi eftir eina umræðu í neðri
deild.
Frumvarp um breyting á lög-
um um hafnargerðir og lending-
arbætur flutt af Jóhanni Þ. Jó-
sefssyni var einnig afgreitt sem
lög frá Alþingi í gær.
Þá var í sameinuðu þingi sam-
þykkt þáltill. um útgáfu á blaða-
greinum Jóns Sigurðssonar á 150
ára afmæli hans.
Er uppgjöfin gleymd?
Það vakti gaman í nýafstöðn-
um útvarpsumræðum eða eld-
húsumræðum, eins og sumir kalbt
þær, frá Alþingi, að Eysteinn
Jónsson, fyrrVerandi fjármála-
ráðherra, tók svo til orða út af
ræðu, sem Hermann Jónasson
hafði haldið, að forsætisráðherr-
ann hefði orðið fyrir svörum út
af varnarmálunum. Það má segja
að þeir lifa í fortíðinni þeir
Framsóknarmenn þegar þeir erw
farnir að gleyma því, að Her-
mann Jónasson, sjálfur formað-
ur þeirra, er ekki lengur for-
sætisráðherra heldur þingmaður
fyrir Strandir, en oltinn úr sinni
fyrri tign. E. t. v. stendur Ey-
steinn Jónsson í þeirri meiningu
að hann sé ennþá fjármálaráð-
herra og væri það raunar vork-
unarmál, svo lengi sem hann hef-
ur verið í þeirri stöðu til litilla
þrifa í þjóðfélaginu. Svona er
ringulreiðin mikil hjá Framsókn
armönnum, að svo sýnist sem
þeir hafi ekki áttað sig á því, að
•þeir eru ekki lengur í stjórn.
En það er ekki oft, sem Ey-
steinn Jónsson hefur orðið til
skemmtunar þjóðinni, svo segja
má að hér sé um ánægjulega til-
breytingu að ræða.
Tillaga handa Tímanum
Annað dæmið um það, hvemig
Framsókn lifir enn í sinni stjórn-
arfortíð er, að Tíminn hefur hvað
eftir annað, birt mynd af Her-
manni Jónassyni, sem er tekin af
honum, þegar hann eitt sinn forð-
um daga liélt ræðu á Alþingi,
meðan hann var forsætisráðherra
landsins. Slík myndbirting var
seinast í blaðinu í fyrradag í sam
bandi við útvarpsumræðurnar og
sést Hannibal, fyrrverandi ráð-
herra, í sínum embættisstól í bak-
sýn. Hermann Jónasson er prúð-
búinn á myndinni, svo sem tign-
armanni sæmir, með ljóst vesti
til skarts og er út af fyrir sig
ekkert um það að segja. Mörg-
um mánuðum eftir fall Hermanns
virðist Tímanum fróun að þvi
að birta þessar myndir af Her-
manni Jónassyni, þar sem hann
gengur fram fyrir Alþingi í stöðu
forsætisráðherra og má segja að
blaðinu sé þetta svo sem ekki of
gott.
Hér væri vert að gera tillögu
sem gæti orðið Tímanum til
langrar fróunar. í einu herbergi
Þjóðminjasafnsins eru vaxmynd-
ir, þar sem m.a. eru myndir af
íslenzkum valdamönnum. Hvern-
ig væri, ef Tíminn sæi svo um,
að falleg vaxmynd, sem jafnvel
kann að vera til í þessu safni,
yrði færð í forsætisráðherrabún-
ing Hermanns Jónassonar að
meðtöldu vestinu? Til þess væri
því meiri ástæða sem það virðist
ótrúlegt, svo framarlega sem ís-
Iands óhamingju verður ekki allt
að vopni, að Hermann Jónasson
verði nokkurn tíma framar for-
sætisráðherra landsins. En vax-
myndin getur sjálfsagt enzt lengi
með góðri meðferð.
„Frjáls skoðana-
myndun“
Tíminn hefur það fyrir aðal-
fyyrirsögn á forsiðu í gær, að
„fái frjáls skoðanamyndun að
njóta sín verður kjördæmabreyt-
ingin felld“. Þetta er haft eftir
Eysteini Jónssyni, varaformanni
Sambands íslenzkra samvinnufé-
laga. Það er landskunn stað-
reynd, hvernig kaupfélögin og
SÍS hafa beitt sér í kosningum
til þess að „frjáls skoðanamynd-
un“ fái e k k i að njóta sín. Það
er þessí. vegna engin tilviljun að
það skuli einmitt vera Eysteinn,
sem einn allra gefur í skyn, að
kjósendur kunni að verða sviptir
skoðanafrelsi við kjörborðið en
um það ætti liann frekast að líta
í sinn eigin barm.