Morgunblaðið - 14.05.1959, Síða 8
8
MORGVNBLAfiTÐ
Fimmtudagur 14. maí 1959
Bœtt skilyrði fyrir sjávarútveginn
áríðandi fyrir þjóðarheildina
Tíu ára áœtlun um hafnarframkvœmdir
P^ða Sigurðar Ágústssonar i útvarps-
umræðunum á Alþingi
Herra forseti!
GÓÐIR hlustendur. Nokkur
undanfarin ár hafa farið fram
samningar á vegum ríkisstjórn-
arinnar annars vegar og fulltrúa
sjómanna, útvegsmanna og
vinnslustöðva hins vegar um
verðlag á fiskafurðum til sjó-
manna og útflutningsbætur o. fl.
til útvegsmanna og vinnslu-
stöðva hins vegar um verðlag á
fiskafurðum til sjómanna og út-
flutningsbætur o. fl. til útvegs-
manna og vinnslustöðva.
30. desember 1957 voru undir-
skrifaðir samningar milli þessara
aðila, og töldu samningsaðilar, að
hann ætti að vera í gildi fyrir
allt árið 1958 eins og venja hafði
verið um sams konar samninga
árin á undan. Reyndin varð þó
önnur. Með löggjöfinni um út-
flutningssjóð, sem samþykkt var
á Alþingi í maílok 1958, var
samningnum frá 30. desember
kollvarpað og ákveðin allt önn-
ur og óheppilegri skipan á þessi
mál, með þeim afleiðingum, að
gjaldeyrisatvinnuvegir þjóðar-
innar, landbúnaður og sjávarút-
vegur, voru skattlagðir með það
miklum þunga, að slíks dæmi
hafa ekki þekkzt áður.
Með löggjöfinni var ákveðið
að taka í útflutningssjóð 55%
yfirfærslugjald á allar innflutt-
ar nauðþurftir landbúnaðarins,
svo sem tilbúinn áburð, fóður-
bæti, jarðvinnslutæki o. fl. o. fl.
Með þessu skattgjaldi hefur
bændastéttinni verið gert svo
erfitt með eðlilegan rekstur búa
sinna, að tvísýnt er, á hvern hátt
hún getur staðið undir því, auk
þess er hér um mikilvæga kjara-
skerðingu að ræða, þar sem
hækkunin á útflutningsbótúm á
afurðir landbúnaðarins, sem lög-
gjöfin gerir ráð fyrir, hrekkur
engan veginn til að standa
straum af hinum gífurlegu álög-
um. Hafa þessar aðgerðir því
óhjákvæmilega óheillavænleg
eftirköst fyrir landbúnaðinn, og
er enn ekki hægt að gera sér
grein fyrir, hve alvarleg þau
kunna að reynast.
Rétt er að hafa í huga, að hér
er um atvinnuveg að ræða, sem
öll þjóðin hefur brýna þörf fyr-
ir, að sé rekinn með eðlilegum
hætti, og ber margt til. íslend-
ingum er það höfuðnauðsyn, að
atvinnulíf þjóðarinnar sé sem
fjölþættast, og á það einnig við
um landbúnaðinn. Landbúnaður-
inn veitir þéttbýlinu mikilvæga
þjónustu við að sjá því fyrir
kjöt- og mjólkurafurðum. Er þá
ótalið hið mikla menningargildi
landbúnaðarins í íslenzku þjóð-
lífi að fornu og nýju.
V-stjórnin fcrúði ekki
sjálf á „bjargráðin“
Ég lagði fyrirspurn fyrir hv.
fjármálaráðherra, Eystein Jóns-
Auglýsing
um skoðun bifreiðs í lögsagnarumdæmi Kópavogs.
Samkvæmt umferðalögum tilkynnist hér með, að aðal-
skoðun bifreiða fer fram 26. maí til 10. júní n.k., að báð-
um dögum meðtöldum, svo sem hér segir:
Þriðjudaginn 26. maí Y-1 til Y-100
Miðvikudaginn 27. maí Y-101 — Y-150
Fimmtudaginn 28. maí Y-151 — Y-200
Föstudaginn 29. maí Y-201 — Y-250
Þriðjudaginn 2. júní Y-251 — Y-300
Miðvikudaginn 3. júní Y-301 — Y-350
Fimmtudaginn 4. júní Y-351 — Y-400
Föstudaginn 5. júní ' Y-401 — Y-450
Þriðjudaginn 9. júní Y-451 — Y-500
Miðvikudaginn 10. júní Y-501 — Y-600
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sínar að
ikrifstofu minni Álfhólfsvegi 32, og verður skoðun fram-
kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—16,30.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram
fullgild ökuskirteini.
Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá-
tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1958 séu greidd,
og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi,
Hafi gjöld þessi ekki verið gredd, verður skoðun ekki
framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru
greidd.
Vanræki einhver sð koms bifreið sinni til skoðunsr
k réttum degi, verður hsnn látinn sæts sektum ssm-
kvæmt umferðalögunum og lögum um bifreiðaskatt og bif
reiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennsr næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Bæjarfógetinn í Kópavogi, 9. maí 1959.
SIGURGEIR JÓNSSON.
son, er frumvarpið um útflutn-
ingssjóð var til umræðu í Neðri
deild í maí 1958, hvort bænda-
stéttinni yrðu bættar á annan
hátt en frúmvarpið gerði ráð
fyrir, þær óeðlilegu kvaðir, sem
á hana voru lagðar, ef frv. yrði
Sigurður Ágústsson
lögfest. Ráðherrann leiddi hjá
sér að svara fyrirspurninni.
Fyrir aðgerðir þingmanna
Sjálfstæðisflokksins hefur lag-
færing fengizt á verðlagi inn-
flutts áburðar á þessu ári. Sam-
þykkt var í sambandi við afgr.
fjárlaga að greiða niður innflutt-
an áburð, þannig, að verðhækk-
un á honum verði ekki önnur eða
meiri en orðið hefur á innlend-
um áburði. Að sjálfsögðu er
þetta nokkur bót, en nær þó
skammt, þegar yfirfærslugjöldin
liggja á öðrum nauðþurftum
bænda með jafnmiklum þunga
og raun ber vitni.
Þegar gengið var frá löggjöf •
inni um útflutningssjóð í maí-
lok 1958, mátti heita, að stjórn-
arliðið væri búið að missa trúna
á bjargráðin, enda lýst yfir af
hæstv. ríkisstjórn, að þetta væru
aðeins ráðstafanir eða bjargráð
fram á haustið, og þá yrði lög-
gjöfin að endurskoðast á ný. Það
voru ekki aðeins hv. alþingis-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
mótmæltu lögfestingu frv. um
útflutningssjóð og lýstu hinum
óhollu áhrifum löggjafarinnar á
eðlilegan rekstur atvinnuveg-
anna, heldur voru það einnig
hv. alþingismenn, stuðningsmenn
vinstri stjórnarinnar, sem vöruðu
við lögfestingu þess. Það voru
þeir hv. 3. þm. Reykvíkinga, Ein-
ar Olgeirssoh, háttv. þingmaður
Siglfirðinga, Áki Jakobsson, og
háttv. 4. þingmaður Reykvík-
inga, Eggert Þorsteinsson, sem
töluðu allir á móti frumvarpinu
og greiddu atkvæði gegn sam-
þykkt þess.
Nauðsynlegt að efla og
stækka fiskiskipaflotann
Undirstaðan að hinni öru
efnahagsþróun hér á landi á und-
anförnum áratugum er beint eða
óbein fengin fyrir verðmæti
þess afla, sem hin óvenjudug-
mikla og harðgerða sjómanna-
stétt okkar hefur sótt í greipar
Ægis. Ekki er deilt á mikilhæfi
annarra þjóðfélagsstétta, þótt
þetta sé viðurkennt. Islendingar
þurfa að vera einhuga um þá
nauðsyn að efla og stækka fiski-
skipaflotann, svo að hann geti
gegnt því mikilvæga hlutverki að
sjá þjóðarbúinu fyrir síauknum
gjaldeyristekjum, sem brýn þörf
er fyrir til að þjóðin megi halda
í horfinu með menningarlega og
efnahagslega þróun. Tel ég
hyggilegt í þessum efnum, að
gerðar séu ýtarlegar tillögur fyr-
ir atbeina ríkisvaldsins og með
aðstoð Fiskifélags íslands og
Landssambands íslenzkra útvegs-
manna um aukningu fiskiskipa-
flotans bæði hvað viðkemur
smíði togara og fiskibáta.
Það verður að viðurkennast, að
nokkuð hafa aðgerðir í þessum
efnum verið fálmkenndar og
ekki framkvæmdar með þeirri
festu og hyggindum, sem æski-
legt hefði verið, þegar um jafn
þýðingarmiklar ráðstafanir hefur
verið að ræða. Það er álit mitt,
að við íslendingar eigum að end-
urnýja flotann með vissri tölu
togara og fiskibáta árlega, en
ekki með mörgum tugum á einu
eða tveiumr árum, eins og stund-
um hefur átt sér stað. Þessi að-
ferð, sem ég bendi hér á, mun
reynast farsælust fyrir þjóðar-
búið þegar til lengdar lætur.
Tíu ára áætlun um
hafnarframkvæmdir
Eins og það er áríðandi fyrir
þjóðarheildina að beina hugum
ungra manna að sjómannsstarf-
inu og gagnsemi þess fyrir af-
komu þjóðarinnar, eru bætt skil-
yrði í landi fyrir sjávarútveginn
og þá sérstaklega í sambandi við
hafnarframkvæmdir mjög að-
kallandi. Horfir til mikilla vand-
ræða í mörgum verstöðvum,
hvað þetta snertir. Hafa alþing-
ismenn Sjálfstæðisflokksins beitt
áhrifum sínum á Alþingi til
framdráttar þessum málefnum
sjávarútvegsins. Á síðasta þingi
var samþykkt tillaga til þál. um
framkvæmdaáætlun um hafnar-
gerðir og endurskoðun hafnar-
laga, sem við þrír þingmenn
Sjálfstæðisflokksins fluttum. Þar
segir, að Alþingi álykti að fela
ríkisstjórninni að láta í samráði
við vitamálastjóra gera 10 ára
áætlun um nauðsynlegustu hafn-
arframkværndir x landinu, og sé
fyrst og fremst við það miðað,
að framkvæmdirnar geti stuðlað
að öruggri og aukinni útflutn-
ingsframleiðslu. Einnig verði
endurskoðuð gildandi lagaákvæði
um skiptingu kostnaðar við hafn-
argerðir milli ríkis og sveitar-
félaga, svo og ákvæði um lands-
hafnir.
Vitamálastjóri vinnur nú að
þessum áætlunum, og munu þær
bráðlega liggja fyrir hjá hæstv.
ríkisstjórn.
Á þessu þingi höfum við
nokkrír þingmenn Sjálfstæðisfl.
flutt tillögu til þál. um áskorun
til hæstv. ríkisstjórnar um að
beita sér fyrir því, að tekið verði
allt að 60 millj. kr. lán utanlands
eða innan til meiri háttar hafn-
arframkvæmda. Hæstvirt rikis-
stjórn mun hafa í huga að láta
nokkurn hluta þess láns, sem nú
er fyrirhugað að taka erlendis,
ganga til hafnarframkvæmda.
Þrír alþingismenn Sjálfstæðis-
flokksins fluttu á síðasta þingi
og aftur á þessu þingi frumvarp
til laga um breytingu á tekju-
skattslöggjöfinni. Breytingin er í
því fólgin, að skipverjar, sem
lögskráðir eru á íslenzk fiskiskip,
þar með talin sel- og hvalveiði-
skip, skuli undanþegnir greiðslu
á tekjuskatti. Þetta hefur ekki
náð fram enn sém komið er.
Nokkra tilslökun hafa sjómenn
fengið um greiðslu tekjuskatts,
sem nemur aðeins litlum hluta
þeirra skattfríðinda, sem frv.
okkar þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins kveður á um.
Verða að standa reikn-
ingsskil á staríi V-stjóflrn-
arinnar
Innan skamms gengur þjóðin
til kosninga til að velja sér full-
trúa til Alþingis fyrir næsta
kjörtímabil. Framsóknarmenn
telja, að kosið verði aðeins um
kjördæmamálið eða þær breyt-
ingar á kjördæmaskipuninni,
sem hlotið hafa samþykki hins
háa Alþingis. Að sjálfsögðu verð-
ur breytingin á kjördæmaskipun-
inni mikið rædd á fundum og
meðal manna, en ekki kemst
Framsóknarflokkurinn hjá því að
standa þjóðinni reikningsskil á
starfi vinstri stjórnarinnar, sem
hann bar vissulega mesta ábyrgð
á og veitti forustu.
Þau reikningsskil tel ég, að
verði mál málanna í þeirri kosn-
ingahríð, sem nú er fram undan.
Mjög halda Framsóknarmenn
þvi á lofti, að með kjördæma-
breytingunni sé verið að skerða
vald strjálbýlisins til áhrifa um
stjórnarfar og efnahagsmál á Al-
þingi. Þessari sömu skoðun héldu
Framsóknarmenn fram, er kjör-
dæmaskipuninni var breytt 1942
og teknar voru upp hlutfalls-
kosningar í tvímenningskjördæm
unum. Öllum er það ljóst nú,
einnig Framsóknarmönnum, að
sú breyting hefur fært tvímenn-
ingskjördæmunum eða a. m. k.
þeim, sem hafa þingmenn frá
tveimur stjórnmálaflokkum,
meiri og örari framkvæmdir frá
hendi hins opinbera en áður
þekktist, á meðan tveir þing-
menn frá sama stjórnmálaflokki
áttu sæti á Alþingi fyrir kjör-
dæmið.
Hrakspár Framsóknarflokksins
við kosningarnar 1942 reyndust
markleysa og eins mun sýna sig,
er stundir líða, að allur sá áróð-
ur, sem Framsóknarflokkurinn
hefur nú í frammi gegn rétt-
látri breytingu á kjördæmaskip-
uninni ,mun verða honum til
falls. Öllum má vera ljóst, að
það sem Framsóknarflokkurinn
berst fyrir nú, er af sama toga
spunnið og í kosningunum 1942
að halda órétti sínum til áhrifa
á eðlilega og réttláta skipun Al-
þingis í skjóli úreltrar og rang-
látrar kjördæmaskipunar.
Réttlát kjördæmaskipun
hyrningarsteinn lýð-
ræðisins
Framsóknarmenn telja, að það
sé verið að minnka áhrifavald
strjálbýlisins með stækkun kjör-
dæmanna. Það munu tímarnir
sanna, að þetta er röng ályktun.
Réttlát kjördæmaskipun er hyrn-
ingarsteinn lýðræiðsins, og sú
breyting á kjördæmaskipuninni,
sem hefur verið samþykkt á hv.
Alþingi, mun ábyggilega efla
samhug og nauðsynlegt samstarf
í strjálbýlinu, sem aldrei hefur
verið meiri þörf á en nú. Sam-
einaðir stöndum vér, sundraðir
föllum vér. Það er óbilandi trú
mín, að þessi breyting á kjör-
dæmaskipuninni muni leiða af
sér nauðsynlegt samstarf þing-
manna úr fleiri stjórnmálaflokk-
um í sama kjördæmi framfara-
málum héraðanna til eflingar og
frama. Einangrun sú, sem ein-
menningskjördæmin hafa í mörg-
um tilfellum átt við að stríða,
og í kjölfar þeirrar einangrunar
erfið aðstaða þingm. að koma á
framfæri nauðsynjamálum kjör-
dæmisins, líður nú undir lok með
stækkun kjördæmanna. Þetta
munu tímarnir eiga eftir að leiða
í ljós, að sé það sanna og rétta
í kjördæmamálinu.
Þrátt fyrir erfiðleika og margs
konar vandræði, sem vinstri
stjórnin leiddi yfir þjóðina á
þeim rúmum tveim árum, sem
hún sat að völdum, er það óbil-
andi trú mín, að íslendingar hafi
meiri og betri möguleika en
flestar aðrar þjóðir til að afla
þjóðinni farsældar bæði á sviði
menningar og efnahags. Gott og
heilbrigt stjórnarfar er að sjálf-
sögðu skilyrði fyrir því, að þetta
megi takast. Það er á valdi kjós-
endanna í sveit og við sjó að
ákveða, hvort annað vandræða-
tímabil nýrrar vinstri stjórnar á
að hefjast eða tímabil grózku í
atvinnu- og efnahagsmálum þjóð
arinnar undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins. — Lifið heii.