Morgunblaðið - 14.05.1959, Side 12
12
MORGVTSHLAÐIÐ
Fimmtudagur 14. mai 1959
TJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.‘
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
TVEIR BÆNDUR TALA UM
KJÖRDÆMAMÁLIÐ
UTAN UR HEIMI
Ég óska öllum íbúum Bandaríkjana
friðar og hamingju 44
— sagði Truman v/ð fréttamenn
á 75 ára afmælinu
r
IELDHÚSUMRÆÐUNUM
á mánudagskvöld töluðu
tveir bændur um kjör-
ídæmamálið. Hinn fyrri var
''Ágúst Þorvaldsson, þingmaður
Árnesinga, sem nú er að ljúka
[sinu fyrsta kjörtímabili og hefur
iþví setið á þingi í 3 ár. Ágúst
|Þorvaldsson er mennilegur mað-
ur, myndar bóndi og hefur góða
rödd í útvarp.
En Ágúst veikti málflutning
sinn mjög með haldlausum full-
iyrðingum og efnislausu orða-
'glamri.
^^»13 og samþingismaður
Lgústs, Sigurður Óli Ólafsson,
rbenti á í umræðunum á þriðju-
'dagskvöld, var svo að skilja sem
'Ágúst teldi fólkið í strjálbýlinu
nánast svipt kosningarétti með
jkjördæmabreytingunni. f sinni
ágætu ræðu sýndi Sigurður fram
fá, að einmitt í héraði þeirra
jbeggja, Ágústs og Sigurðar, hef-
■tir fólkið sjálft með margs konar
félagssamtökum vísað veginn til
'stækkunar og sameiningar kjör-
■dæmanna.
k Búnaðarfélag Suðurlands nær
yfir fyrirhugað Suðurlandskjör-
dæmi. Það er nú þegar eitt kjör-
'dæmi til Búnaðarþings. Hermann
‘Jónasson hafði fyrir tæpu ári orð
á því, meðan hann var enn land
búnaðarráðherra, að einrnitt
stærð þesara félagssamtaka gerði
þeim mögulegt að vinna stór-
virki, sem þeim ella mundu vera
ómöguleg. Styrkleiki sameiningar
kemur einnig fram í Mjólkurbúi
Flóamanna, sem er fyrir allt Suð
, urlandsláglendið, ■ og Sláturfé-
lagi Suðurlands, serr tekur til
enn stærra svæðis.
j Á þennan veg hefur lífið sjálft
fyrirfram ómerkt allar hrakspár
f'Ágústs Þorvaldssonar og félaga
hans. í bili hefur Ágúst látið
flokksofstæki blinda sér sýn
og þess vegna flutti hann
fjarstæður í útvarpið. En hann
er greindur maður í eðli sínu og
mun vafalaust með vaxandi
reynslu sannfærast um, að hann
var leiddur af réttri braut og
kunna litlar þakkir þeim, er svo
villtu um fyrir honum.
★
Hinn bóndinn, sem talaði á
mánudagskvöld um kjördæma-
málið, var Pétur Ottesen. Pétur
hefur setið 43 ár á Alþingi ís-
lendinga eða 40 árum lengur en
stéttarbróðir hans úr Árnessýslu.
Á Ágúst Þorvaldsson er þess
vegna ekki hallað. þó að þing-
reynsla Péturs sé talin sýnu
meiri. Enda er Pétur Ottsen einn
af mestu skörungum, sem setið
hafa á Alþingi fyrr og síðar.
í bænda:tétt nýtur hann meiri
trúnaðar en flestir aðrir. Hann
á nú sæti í stjórn Búnaðarfé-
dags íslands og er formaður Slát-
urfélags Suðurlan'.s, eins gagn-
merxasta samvinnufélags ís-
lenzkra bænda.
| Þegar Pétur Ottesen talar um
kjördæmamálið, einkanlega með
hagsmuni íslenzkra bænda í
huga, hljóta orð hans því að
hafa rneiri þunga en flestra ann-
arra. Pétur á sér lengri þingsögu
að baki en nokkur annar íslend-
ingur, hefur sjálfur verið bóndi
frá æskudögum og hefur lengi
verið forystumaður í félagssam-
tökum þeirra. Pétur ræddi málið
án orðskrúðs en af raunsæi og
gerði glögga grein fyrir af hverju
bændum er það beint hagsmuna-
mál, e. t. v. meira en nokkuð
annað, að kjördæmabreytingin
verði nú samþykkt.
★
Pétur Ottesen rifjaði það upp
úr langri þingsögu sinni, hversu
sárt sig hefði tekið, þegar kjör-
dæmi sitt hefði öðru hvoru verið
látið gjalda þess, aðhann var þing
maður þess, og það þess vegna
verið afskipt um eðlileg fram-
lög af ríkisfé. Hann minntist sér-
staklega í þessu sambandi fram-
ferðis Framsóknar og Alþýðu-
flokks, eftir valdatöku Fram-
sóknar 1927. Svo harðhentir sem
valdhafarnir voru þá mun þó
yfirgangur þeirra og rangindi
gegn andstæðingunum, hafa ver-
ið enn harkalegri á árunum
1934—38, þegar þeir Hermann
Jónasson og Eysteinn Jónsson
fyrst náðu völdum.
Reynsla þessara tímabila hefur
sannfært fleiri en Pétur Ottesen
um, hversu ómet-nlegt það er
fyrir kjördæmi að eiga nokkurn
veginn tryggt, að einhver af þing
mönnum þess sé ætíð í stjórnar-
flokki. Þá eru þó a. m. k. allar
líkur til að komið verði í veg
fyrir, að kjósendur séu beittir
beinum níðingshætti vegna
fjandskapar valdhafanna við
þingmenn þeirra.
Tvímenningskjördæmin hafa
og sannað, hversu vel fer á að
þingmenn úr tveimur flokkum
fari með umboð kjósenda. Þegar
sú skipun fyrst var tekin upp,
hömuðust Framsóknarmenn ekki
síður á móti henni en stækkun
kjördæmanna nú. En dómur kjós
enda er slíkur, að þrátt fyrir
gagnstæða ályktun flokksþings
Framsóknar um miðjan marz,
þá höfðu þingmenn hennar ekki
kjark til að leggja fram á Al-
þingi tillögur um afnám tví-
menningskj ör dæmanna.
Mesta þýðingu taldi Pétur
Ottesen samvinnu milli sveita-
fólks og þéttbýlis hafa. Þar gat
Pétur sannarlega trútt um talað.
Fáir eða engir íslendingar hafa
betur lagt sig fram um að vinna
í verki að þeirri sameiniingu.
Viðurkenning þess hefur og kom
ið fram með þeim einstæða hætti
að hann hefur í senn verið kjör-
inn í stjórn Búnaðarfélags ís-
lands og Fiskifélags íslands. Pét-
ur er því flestum eða öllum öðr-
um fremur tákn hinnar nauðsyn-
legu samvinnu sjávarútvegs og
landbúnaðar, samtímis því, sem
hann var helzti forystumaður
þess, að stóriðja hæfist í kjör-
dæmi hans.
Alveg gagnstætt sameiningar-
hugsjón Péturs Ottesen, vilja
Framsóknarmenn nú lima hið
gamla Borgarfjarðarkjördæmi í
tvennt, rjúfa böndin, sem tengt
hafa bændur og kaupstaðarbúa.
Það er von, að hinum þraut-
reynda þingbónda ógni sú við-
leitni og sjái hver hætta er í
henni fólgin fyrir þjóðina alla og
þó enga fremur en bændastétt-
ina sjálfa.
SÍÐASTLIÐINN föstudag, hinn
8. þ.m., hélt Harry S. Truman,
fyrrverandi Bandaríkjaforseti, há
tíðlegan 75. ára afmælisdag sinn.
— Daginn þann hafði hann nóg
að gera við að slökkva á afmæl-
istertunum — jafnvel fyrir morg
unverð. — Um það hafði verið
talað, að fréttamenn fengju að
fylgja hónum á morgungöngu
hans og spjalla við hann um alla
heima og geima. Og þeir höfðu
meðferðis eina heljarmikla af-
mælistertu með tilheyrandi
fjölda af kertum — og sungu auk
þess á ameríska vísu, honum til
heiðurs, „Happy Birthday, dear
Harry".
Truman slökkti á kertunum í
tveim atrennum — og þótti vel
af sér vikið. Síðar bar hknn tert-
una sigri hrósandi upp á efri
hæð hússins til konu sinnar. —
Um kvöldið var honum haldið
hóf eitt mikið á hinu glæsta hó-
teli, Waldorf Astoria — og þar
varð hann aftur að draga djúpt
andann til þess að slökkva á 75
kertum, sem skreyttu hina viða-
miklu afmælistertu.
★
Eins og fyrr segir, fengu frétta
menn að fylgja Truman á morg-
ungöngu hans ------- og var þá
margt spjallað. Hann lýsti því
m.a. yfir við fréttamennina, að
hann ætti einkum og sér í lagi
tvær óskir, sem hann vildi bera
fram í sambandi við afmælið. —
„Ég vildi óska öllum íbúum
Bandaríkjanna friðar og ham-
ingju“, sagði hann. — Hin óskin
var persónulegri — hann kvaðst
vona, að annað barnabarnið yrði
drengur. — Dóttir hans, Marga-
ret, sem gift er Clifton nokkr-
Birgitfe Bardot
Á FYRSTU árunum eftir styrj-
öldina voru bandarískir kvik-
myndaframleiðendur einráðir á
markaðnum heima fyrir. En síð-
ustú árin hafa erlendar kvik-
myndir verið sýndar í Bandaríkj
unum í æ vaxandi mæli — og
má segja, að þessi innrás er-
Birgitte Bardot
lendra kvikmyndaframleiðenda
sé sambærileg við innrás er-
um Daniel, á von á öðru barni
sínu innan skamms.
Truman lét þau orð falla við
fréttamennina, að hann vænti
þess að lifa a.m.k. tíu til tólf
ár enn — og bætti við brosandi:
„En kannski kem ég mönnum á
óvart í þessu sem svo mörgu
öðru. Ég er kominn af og alinn
upp í fjölskyldu, sem var mjög
ötul og starfssöm — og flestir
fjölskyldumeðlimirnir hafa orðið
langlífir“.
Einn fréttamannanna spurði
hvort hann teldi, að honum hefðu
orðið nokkur sérstök mistök á í
lífinu. — Hann svaraði:
„Vissulega hafa mér orðið á
fjölmörg mistök. — Ég væri ein-
stakur dýrlingur, ef svo væri
ekki. — Enginn kemst gegnum
lífið án þess, að mistökin varði
er þ ar vinsœlust
lendra bifreiðaframleiðenda á
bandaríska markaðinn.
★ ★ ★
Samkvæmt nýútkomnum
skýrslum um kvikmyndasýning-
ar í Bandaríkjunum á síðasta ári
hafa erlendar myndir tekið
41,992,225 dollara frá bandarísk-
um kvikmyndaframleiðendum —
og þykir þeim bandarísku að
sjálfsögðu súrt í broti. Hér er
um töluverða aukningu að ræða,
aðallega hefur aukningin orðið
á myndum á öðrum tungumálum
en ensku. Af erlendum kvik-
myndaframleiðendum voru Jap-
anir lang atkvæðamestir í Banda-
ríkjunum. Siðasta ár voru 296
japanskar myndir sýndar þar í
landi. Mexikanar voru næstir
með 116 myndir og Bretar þriðju
með 76 kvikmyndir. Þýzkar
myndir voru 52, ítalskar 48,
franskar 46. Rússar voru með 12
myndir, Danir með 7 Svíar 3,
en alls voru sýndar það árið
kvikmyndir frá 9 löndum í
bandarískum kvikmyndahúsum.
★ ★ ★
Enda þótt Japanir væru hæstir
hvað tölu kvikmyndanna snerti,
þá voru þeir aðeins 5. í tekjum.
Bretar höfðu mest upp úr sinum
myndum, Frakkar voru næstir
— og Mexikanar þriðju. „Brúin
yfir Kwai-fljótið“ varð tekju-
hæsta brezka myndin. Talið er,
að framleiðendur hennar hafi
veg hans að meira eða minna
leyti. Það eina, sem menn geta
gert, er að reyna af fremsta
megni að bæta fyrir það, sem
þeir hafa gert rangt“.
★
Hann lét þau orð falla, að ef
hann ætti fyrir höndum að lifa
líf sitt á nýjan leik, óskaði hann
ekki eftir neinum sérstökum
breytingum — nema hvað „ég
mundi vilja kvænast fyrr“. —
Hann var 35 ára gamall, þegar
hann kvæntist Bess.
★
Truman tók það skýrt fram við
fréttamennina, sem fylgdu hon-
um á morgungöngunni, að orð-
rómur sá, sem sífellt væri á
kreiki um það, að deilur væru
uppi með þeim Eisenhower for-
seta, væri „bölvuð lygi“. — Hann
kvaðst vera ósammála forsetan-
um í ýmsum efnum á stjórn-
málasviðinu, en — „við höfum
alltaf verið góðir vinir", sagði
hann.
fengið inn 14,000,000 dollara á
þeirri mynd í Bandaríkjunum
einum. Þess misskilnings hefur
víða gætt, bæði í Bandaríkjun-
um og utan þeirra, að þessi kvik-
mynd væri bandarísk. En svo er
ekki. Nú er orðið stöðugt erfið-
ara að greina í sundur brezkar
og bandarískar kvikmyndir, því
að vaxandi bandarískra áhrifa
gætir í brezkum myndum. Fjöld-
inn allur af bandarískum kvik-
myndaleikurum hefur ráðizt til
starfa hjá brezkum kvikmynda-
framleiðendum — og viðfangs-
efni Bretanna verða nú æ líkari
þeirra Bandaríkjamanna á þessu
sviði. Kvikmyndatímarit segja
ennfremur, að oft og tíðum sé
ekkert annað brezkt í brezkum
myndum en framleiðslan.
★ ★ ★
Onnur vinsælasta brezka mynd
in í Bandaríkjunum varð „Lyk-
illinn", en sú brezka myndin,
sem einna lökustu undirtektirn-
ar hlaut vestra (þrátt fyrir dug-
lega auglýsingaherferð) var
„Eftirförin við Graf Spee“.
★ ★ ★
Annars juku engir eins aðsókn
ina að sínum myndum og Frakk
ar. Og ástæðan mun vera hin
sama og alls staðar annars stað-
ar: Birgitte Bardot. Kvikmynda-
ritið „Variety“ sagði í þessu til-
efni, að sennilega hefði ekkert
fyrr né síðar orðið Frökkum jafn
mikil tekjulind í Bandaríkjunum
og þessi franska kvikmyndadís
— og ef franski fjármálaráðherr-
ann mæti auknar dollaratekjur
ríkisins, þá ætti hann skilyrðis-
laust að verðlauna Birgitte Bar-
dot, sagði tímaritið.
Erlendar kvikmyndir
njóta vaxandi vinsœlda
í Bandarikjunum