Morgunblaðið - 14.05.1959, Síða 17

Morgunblaðið - 14.05.1959, Síða 17
Fimmtudagur 14. mai 1959 MORGUJVBLAÐIÐ 17 Karl Sigurðsson eftirlitsmabur — minning KARL Sigurðsson, fyrrum skip- stjóri, andaðist þriðjudaginn 5. maí s.l. í Bæjarsjúkrahúsinu í Reykjavík, á 54. aldursári. Karl var skipstjóri í Vestmanna J eyjum frá 19 ára aldri um 15 ára skeið, þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 19J9. Eftir það var hann skipstjóri í átta ár á m/b Ásgeiri, er gerður var út af Ingvari Vilhjálmssyni og Jóni Sveinssyni, eða til ársins 1947, að heilsa hans bilaði. Leitaði hann sér lækninga er- lendis og fékk verulegan bata. Réðist hann þá sem eftirlitsmað- ur til lögreglustjórans í Reykja- vík og á sumrin starfaði hann í mörg ár við síldarleitina á Rauf- arhöfn. Karl var alkunnur aflamaður, bæði á þorskveiðum og síldveið- um og voru skip þau, sem hann var skipstjóri á, jafnan með hæstu skipum. Störf sín hjá lögreglustjóra og síldarleitinni rækti hann einnig með ágætum, enda var hann mik- ill áhugamaður um störf sín. Karl Kjartan Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum 16. nóv. 1905 og voru foreldrar hans Sigurður Hróbjartsson, útgerðar- maður og bóndi og Halldóra Hjör leifsdóttir, er lengi bjuggu að Litla-Landi í Vestmannaeyjum, merk dugnaðarhjón. Karl kvæntist Sigurbjörgu Ingimundardóttur, ættaðri úr Skagafirði árið 1930. Reyndist hún manni sínum vel í langvinn um veikindum hans hin síðustu ár. Börn þeirra eru Sigurður Hróbjartur, sjómaður og Hanný, sem enn er í foreldrahúsum, 17 ára gömul. Allt frá því að Karl byrjaði sjó sókn 13 ára gamall og til æviloka \ var hann mjög vinsæll af félög- um sínum og samstarfsmönnum, enda var hann fjörmaður mikill og kunni þá list að segja skemmti lega frá. Hinir mörgu vinir og kunningj ar Karls Sigurðssonar sakna hans mjög og votta konu hans og börnum innilega samúð í til- efni af fráfalli hans. Útför Karls fer fram frá Foss- vogskirkju í dag kl. 2 síðdegis. S. B. saman. Vann hann þar við lög- gæzlu, þó aðallega eftirlitsstörf með samkomu- og veitingahús- um. Er óhætt að segja, að starf þetta rækti hann það vel, að vart verður á betra kosið, enda prýði- lega til starfans fallinn: Rólegur og prúður, en þó ákveðinn og framfylginn sínum málum, ef á þurfti að halda. Alltaf fannst mér hann sanngjarn í sínum dóm um. Hjálpsamur var hann þeim, er þess þurftu. Sá ég hann oft víkja að þeim, er verst hafa orðið úti í lífinu. Sýndi það bezt hjarta lag hans. í hópi vina og kunningja var hann hrókur alls fagnaðar og hafði sérstakt lag á að koma mönnum í gott skap. Var fundvís á það broslega og hafði gott lag á að láta menn hlusta á sig, enda gæddur sérstökum frásagnarhæíi leikum. Þrátt fyrir fullan vinnudag og vanheilsu lagði Karl út í það fyrir fáum árum að byggja fal- lega íbúð að Austúrbrún 33, en við það verk hjálpaðist að öll fjölskyldan. Ber íbúð þeirra vott einingu og smekkvísi. Árið 1930 kvæntist Karl eftir- lifandi konu sinni, Sigurbjörgu Ingimundardóttur, ættaðri úr Skagafirði. Var hún honum sam hent í öllu og sivakandi yfir vel- ferð hans. Eignuðust þau tvö börn, sem bæði eru enn í föður- húsum. Sakna þau nú góðs eigin- manns og föður. En minningin um hann er björt og guð mun milda harma syrgjendanna. Hinn 2. maí s.l. fórum við Karl í smá ferðalag á vegum embætt- isins. Er við snérum heimleiðis var dagur á lofti. Var honum þá, sem oft áður, hugsað heim til konu sinnar og barn.a Var hann fagnandi því að geta nú, að- stæðna vegna, tekið alla íbúð sína til eigin nota. Máske að sagnarandi hans frá því á sjón- um forðum hafi þá hvíslað að honum, að stutt væri að leiðar- lokum, og hann því viljað láta mig vita, að hag heimilisins væri borgið. Því gæti hann flutzt ró- legur til æðri heims. Daginn eftir vorum við að vinna að þessu sama'máli. Því verki varð lokið. Það var það síðasta, er við sá- umst. Nú hefir hann séð dagsbrún nýs lífs. Þar mun honum vel fagnað. Við samstarfsfólk hans þökk um honum góða samfylgd og kveðjum hann með söknuði. Um leið sendum við konu hans og börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Ragnar Bergsveinsson. Sellofinepokar sem Margar tegundir en litlar birgðir. Þeir, hafa pantað þá, eða eru kaupendur að þeim, látið okkur vita sem fyrst. PAPPlRSPOKAGERÐIN Vitastíg 3. — Sími 13015 og 12870. Skrifstofuatvinna í DAG fer fram útför Karls Sig- urðssonar, eftirlitsmanns. Hann andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu í Reykjavik 5. maí s.l., 53 ára að aldri. Það er ekki ætlun mín að rita hér ævisögu hans, það munu aðr- ir gera. Ég vil aðeins, með þess- um fáu línum, þakka honum ánægjulegt samstarf og trygga vináttu. Karl Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Leitaði hugur hans fljótt til sjó- mennskunnar, sem títt var um tápmikla drengi í þá daga. Inn- an fermingaraldurs byrjaði hann sína fyrstu sjóróðra. Vann hann sér þar fljótt traust, sem bezt má sjá á því, að innan við tvítugt var hann orðinn skipstjóri. Sýndi Karl þar fljótt, að hann var þess trausts verður. Gerðist hann brátt mikill sjósóknari og afla- kóngur, en það sæmdarheiti öðl- ast ekki nema dugnaðarmenn. Víst er um það að á sjónum kunni hann vel við sig og hefði viljað vera þar fram á síðasta dag. En engin má sköpum renna. Fyrir tæpum 12 árum kenndi hann þess sjúkdóms, er orðið hefir honum að aldurtila. Margar og þungar legur þurfti hann að liggja, áður en ýfir lauk. En þess á milli sinnti hann störfum og lét sem fullfrískur væri, þótt sár- þjáður væri á stundum. Leitaði hann sér lækninga til Danmerkur og Ameríku og fékk þann bata, að hann gat hafið starf að nýju. Fyrir tæpum áratug gerðist Karl starfsmaður á vegum lög- reglustjóraembættisins í Reykja- vík. Þar lágu leiðir okkar fyrst Skrifstofumaður með góðri kunnáttu í ensku, vél- ritun og bókhaldi getur fengið fasta atvinnu. MAGNI h.f. Hveragerði. Skrifstofustúlka Heildverzlun óskar að ráða til sín stúlkú til síma- vörzlu og almennra skrifstofustarfa. Umsóknir merktar: „Skrifstofustarf—9816“, sendist afgr. Mbl. fyrir 16. þ.m. Skrifstofustúlka Skrifstofustúlka óskast til að annast erlendar og inn- lendar bréfaskriftir. Gísfi Jónsson & Co. hf. Ægisgötu 10, Reykjavík. Sími 11740 Opef Kapitan 1955 (R-5566) mjög glæsilegur einkavagn, verður til sýnis og sölu í dag og næstu daga. BARÐINN ht. Skúlagötu 40 TakiH eftir Stór hringnótabátur nýr til sölu á Smábátaverk- stæði Svavars Þorsteinssonar Akureyri. Sími 1937, f nnbrennsluofn Innbrennsluofn til sölu. Uppl. hjá yfirverkstjóranum LANDSSMIÐJAN V eitingastofa TU sölu er veitingastofa í Miðbænum. Þeir, sem áhuga hafa fyrir kaupum sendi nafn sitt I lokuðu umslagi til afgr. Mbi. fyrir 21. þ.m. merkt: „V eitingastof a—4475“. Viðarveg gf óður Nokkurt magn nýkomið. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22 — Sími 16412. Málverkasýning IX Kynslóðir Amerískrar Myndlistar. Yfirlitssýning á amerískri myndlist í Listasafni ríkisins við Hring- braut. (Opin allan daginn frá kl. 10 til 10). AÐGANGUR ÓKEYPIS. Furu-utidyrahurðir // nnsi Ármúla 20 — Sími 32400 M atreiðslunámskeið Húsmœðrakennaraskóla íslands Húsmæðrakennararskóli íslands heldur 6 vikna nám- skeið að Laugarvatni í sumar fyrir stúlkur á aldr- inum 13—18 ára. Nánari upplýsingar í símum 16145 og 15245. Helga Sigurðardóttir Reykvíkingar - Nærsveitarmenn Takið eftir Til 1. júní n.k. seljum við öll bólstruð húsgögn með jöfnum afborgunum mánaðarlega. Tækifæri til að eignast húsgögn með léttu móti. Bólsturgerðin hf. Skipholti 19. (Nóatúnsmegin) Slími 10388.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.