Morgunblaðið - 14.05.1959, Síða 22
22
MORCVNBIAMÐ
FlmmtuaagUr 14. maí 1959
Sigfús Valdimarsson
prentari — minningarorð
fÞAÐ kom okkur vinnufélögum
ISigfúsar heitins Valdimarssonar
ivissulega á óvart, þegar hann
rkvaddi okkur og leiðir skildi til
Jfiæsta dags, að það yrði hans
íhinzta kveðja. En engin veit sína
eevi fyrr en öll er, og við þetta
ilögmál verðum við að sætta okk-
ur.
t í>að er alls ekki á mínu færi,
•ð skrifa svo eftirmæli um Sigfús
íheitinn, að sómasamlegt þyki, því
ég kynntist honum raunverulega
«kki fyrr en á síðustu æviárum
1 hans, þegar hann hafði lifað sinn
/áeskúblóma, og auk þess skortir
jxnig til þess hæfni.
p En af hverju er ég þá að fást
Ivið það. Það kemur einfaldlega
til af því, að hér kveður vinnu-
iélagi, sem skildi eftir sig minn-
jingar um góðan dreng og á því
jþakkir skilið.
!! Sigfús heitinn Valdimarsson
var fæddur 22. sept. 1887 á ísa-
firði. Árið 1904 hóf hann prent-
nám þar í prentsmiðju Vestra
en fluttist að loknu námi til
Keykjavíkur og hóf vinnu í Gut-
enberg. Til Félagsprentsmiðjunn-
ar réðst hann 1913—’14 og aftur
1918—-21. Þess á milli vann hann
i Prentsmiðju Gunnars Sigurðs-
sonar. Árið 1921 hóf hann vinnu
lí ísafoldarprentsmiðju, en eftir
að hann fór þaðan vann hann að
jlokum í Félagsprentsmiðjunni.
j Hann var ritari Reykjavíkurdeild
ar Hins íslenzka prentarafélags
1925—27. Kvæntur var Sigfús
heitinn Arnbjörgu Þorsteinsdótt-
ur, en hún lézt árið 1945 og höfðu
þau eignast 6 börn, en tvö dóu
ung en uppkomna dóttur misstu
þau 1946.
Sigfús átti að baki sér langan
vinnudag, því að hann var 71 árs
er hann lézt og hafði frá þvl að
hann nam prentiðn, unnið við
hana sleitulaust, enda samvizku-
samur að eðlisfari og ósérhlífinn.
Þegar ég réðist í Félagsprent-
smiðjuna, þar sem hann vann til
síðasta dags, fannst mér ekki svo
ýkjalangt síðan ég sá hann kvik-
an á fæti í gömlu Morgunblaðs-
prentsmiðjunni í Austurstræti og
stóð ekki af honum minni gustur
og vinnugleði en hinum ungu
sveinum, sem með honum unnu
þar.
En mitt í þrasi og striti við
hið annasama blaðaumbrot gaf
hann sér alltaf tíma til að heilsa
náunganum og miðla honum með
brosi á vör úr sjóði liðinna æsku-
minninga sinna. Það óð ekki á
honum, eins og sagt er, heldur
sagði hann frá á þann hátt, að
maður gat á meðan hlustað var,
séð þetta með eigin augum.
Eftir að ég fór að kynnast Sig-
fúsi heitnum betur í prentsmiðj-
unni, tók ég fljótlega eftir því,
hvað hann átti gott með að
blanda geði við hvern sem var og
er það sannarlega öfundsvert.
Það var eins og ekkert gæti glatt
hann meir en að geta unnið sleitu
laust frá morgni til kvölds og
sýna með því, að ellistyrks eða
annarrar hjálpar þyrfti hann ékki
meðan hann stæði á sínum tveim-
ur. En hjá gömlum manni þrýtur
úthaldið fyrr en varir og heilsu-
leysi siglir jafnan í kjölfar þess,
og hjá þessu komst Sigfús heitinn
ekki. Hann kenndi hjartveiki fyr-
ir um ári síðan og heilsaðist aldrei
til fulls eftir það.
Sigfús heitinn Valdimarsson
kveður okkur á þeim árstíðar-
skiptum, þegar vetrarnæðingur-
inn verður að lúta í lægra haldi
fyrir sólargeislum sumarsins og
blóm vallarins byrja að fegra
fyrir okkur umhverfið. Þá fegurð
og hlýju býst ég við að hann hafi
gert sér í hugarlund að stæði ó-
dauðleg 1 því nýja heimkynni,
sem hann nú heilsar.
Ég votta börnum hans og öðr-
um skyldmennum samúð mína.
Kristinn Magnússon.
Landsliðið i körfuknattleik fer utan i dag
FYRSTA landslið íslendinga í
körfuknattleik leggur af stað í
dag til Danmerkur, en landsleik-
ur verður háður við Dani í Kaup-
mannahöfn á laugardaginn kem-
ur. Ennfremur mun landsliðið
leika 2—3 aukaleiki við dönsk
úrvalslið.
íslenzka landsliðið er þannig
skipað: Ingi Gunnarsson, ÍKF,
fyrirliði, Birgir Örn Birgis, Ár-
manni, Guðni Guðnason, ÍS, Þór-
ir Arinbjarnarson, ÍS, Jón Ey-
steinsson, ÍS, Kristinn Jóhanns-
son, ÍS, Þorsteinn Hallgrímsson,
ÍR, Lárus Lárusson, ÍR, Ingi Þor-
steinsson, KFR, Guðmundur
Árnason, KFR, Ólafur Thorlacius
KFR, og Friðrik Bjarnarson, ÍKF.
1 fararstjórn eru þessir menn:
Bogi Þorsteinsson, fararstjóri,
skipaður af ÍSÍ, Ingólfur Örn-
ólfsson, flokksstjóri, Ásgeir Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari, og
Guðmundur Georgsson, fulltrúi
landsliðsnefndar.
Farið verður frá Reykjavíkur-
flugvelli með Loftleiðum kl. 9,40
árdegis í dag og verður flogið
beint til Kaupmannahafnar. —
Landsliðið mun koma heim laug-
ardaginn 23. þ. m. og verður þá
flogið um Ósló og höfð stutt við-
dvöl þar.
Landsliðið hefur þjálfað vel
undanfarinn mánuð og hafa
flestar æfingar þess farið fram í
KR-húsinu, en vallarstærð þar
mun svipuð og á leikvöllum þeim
sem keppt verður á í Danmörku.
Engin leið er að spá nokkru fyrir
fram um úrslit leika í Danmörku
þar sem þetta er fyrsta utanferð
íslenzks landsliðs í þessari
íþróttagrein, en mikill baráttu-
hugur er í piltunum og eru þeir
ákveðnir í að leggja sig alla fram
og reyna að vinna þennan fyrsta
landsleik okkar í körfuknattleik.
Meðalaldur landsliðsmanna er
23 ár. Tveir, þeir Birgir og Þor-
steinn, eru aðeins 16 ára. •
AV
BRIDCE
AV
Valdimar Runólfsson
Hólmi sextugur
— Námsstyrkir
Framh. af bls. 15.
fyrra árið og styrk síðara árið.
|l3. Þegar hjón sækja og bæði telj-
ast verðug styrks, fá þau til
J samans IV2 styrk eða lán.
/ Meginbreytingin fl-á fyrri regl-
um er sú, að nú er umsækjendum
í stað styrks veittur kostur á láni
í upphafi náms. Áður fengu þeir
styrk í upphafi, en lán síðar, þeg-
ar á leið námstímann. Þykja mörg
rök hníga að því, að gerð sé þar
breyting á, enda ætti það sízt að
verða til að draga úr stuðningi
við þá, sem eru við langt nám
og miðar áfram með eðlilegum
hætti.
Það skal að lokum tekið fram,
að auk þeirra reglna, sem að
framan greinir, var jafnan tekið
tillit til undirbúnings umsækj-
enda undir það nám, sem þeir
Ihugðust stunda, svo og meðmæla,
ief fyrir lágu.
) Enginn ágreiningur var í
Menntamálaráði um framan-
[greinda úthlutun.
SEXTUGSAFMÆLI á í dag
Valdimar Runólfsson, trésmíða-
meistari og bóndi í Hólmi í Land-
broti, Vestur-Skaftafellssýslu.
Valdimar er Skaftfellingur að
ætt og uppruna. Voru foreldrar
hans Rannveig Bjarnadóttir og
Runólfur Bjarnason, Runólfsson-
ar frá Maríubakka. Voru þau
bæði af kunnum ættum skaft-
fellskum, þótt ekki verði þær hér
raktar. Var Runólfur faðir Valdi-
mars orðlagður smáskammtalækn
ir á sinni tíð, góðgjarn maður og
hjartahreinn. önduðust foreldrar
Valdimars hjá honum í hárri elli
í nóvember 1949.
Snemma kom í ljós hjá Valdi-
mar mikil lagvirkni og rík smíða
gáfa. Lagði hann leið sína til
Reykavíkur, lærði trésmíði og
gerðist meistari í þeirri grein.
Árum saman vann hann að iðn
sinni í höfuðstaðnum og smíðaði
þar fjölda húsa, enda er hann
iðjumaður mikill og gengur aldrei
verk hendi firr. í Reykjavík lét
hann félagsmál stéttar sinnar
mjög til sín taka og var um tíma
formaður Trésmiðafélags Reykja-
víkur.
Árið 1942 fluttist Valdimar
með fjölskyldu sína austur að
Hólmi; Hafði Búnaðarfélag fs-
lands eignazt jörðina og fékk
Valdimar til að veita forstöðu
smíðaskóla, sem stofnaður var á
staðnum. Var sá skóli rekinn á
annan áratug undir forstöðu
Valdimars, oftast fullskipaður
eins og húsrúm leyfði. Nú hefur
Valdimar keypt Hólm af B.f. og
hefur bætt jörðina mikið að rækt
un og húsakosti. Rekur hann þar
búskap jafnframt því, sem hann
stundar smíðar af kappi. Síðan
hann kom hingað austur hefur
hann m.a. byggt bæði læknisbú-
stað og samkomuhús hér á
Klaustri, hvorttveggja miklar
byggingar.
Valdimar í Hólmi er kvæntur
ágætri konu, Rannveigu Helga-
dóttur frá Þykkvabæ. Eru synir
þeirra þrír: Helgi trésmiður í
Reykjavík, Runólfur rafvirki og
Sverrir, sem stundar búskapinn
með föður sínum.
Á þessum merkisdegi í lífi
Valdimars í Hólmi óska ég hon-
um og fjölskyldu hans allra
heilla. Svo munu og gera allir
þeirra mörgu vinir nær og fjær.
Ég þakka honum og heimili hans
alúðarríka vináttu, sem ég hef
notið þar frá því ég kynntist hon-
um fyrst. Ég veit hún endist með-
an við eigum leið saman.
— G. Br.
Varamaður í síld-
arverksmiðjustjórn
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær fór fram kosning eins vara-
manns í stjórn síldarverksmiðja
ríkisins í stað Ólafs Guðmunds-
sonar, »em er nýlátinn. Kom
fram einn listi með nafni Sveins
Þorsteinssonar, Siglufirði, og
var hann því rétt kjörinn.
AÐ tveimur umferðum loknum í
Hjónakeppni Tafl- og Bridge-
klúbbsins var röð 5 efstu paranna
þessi:
1. Sigríður Jónsdóttir og Ingólf-
ur Ólafsson 25 5stig.
2. Anna Guðnadóttir og Friðrik
Steinsson 245 stig.
3. Dóra Friðleifsdóttir og Guð-
jón Ottósson 244 stig.
4. Sigríður Ottósdóttir og Ingólf-
ur Böðvarsson 243 stig.
5. Andrea Oddsdóttir og Tryggvi
Arason 240 stig.
Þriðja og síðasta umferð var
spiluð í gærkvöldi, en úrslit voru
ekki kunn, er blaðið fór í prent-
un.
Aðalfundur Tafl- og Bridge-
klúbbsins verður haldinn í Sjó-
mannaskólanum fimmtudaginn
21. þ.m. og hefst fundurinn kl.
8 e.h. Auk venjulegra aðalfundar
starfa verða afhent verðlaun fyr-
ir keppnir þær, er fram hafa farið
í vetur.
Aðalf. Brid|fefélags Reykjavík-
ur var haldinn sl. þriðjudags-
kvöld. Formaður félagsins Agnar
Jörgensson flutti skýrslu stjórn-
arinnar, sem sýndi, að starfsemi
félagsins hefur verið fjölbreytt
og mikil. Auk venjulegra aðal-
fundastarfa fór fram verðlauna-
afhending fyrir keppnir þær, er
fram hafa farið á vegum félags-
ins í vetur. Núverandi stjórn
Bridgefélags Reykjavíkur skipa
þeir Agnar Jörgensson, formað-
ur, Marino Erlendsson, Ásmund-
ur Pálsson, Guðmundur Sigurðs-
son og Ásbjörn Jónsson.
Eftirfarandi spil er gott dæmi
um öryggisúrspil. Suður er sagn-
— Ræða Sigurðar
Ólafssonar
Framh. af bls. 13.
sjónarmiðum í þessu máli, sem og
mörgum öðrum.
Að lokum þetta: Við breytingu
á kjördæmaskipaninni, gat sú
hætta vofað yfir að þéttbýlið
heimtaði sinn rétt á kostnað
strjálbýlisins. Þessari hugsanlegu
hættu hefir verið afstýrt. Kjör-
dæmamálið er leyst á þann hátt
að strjálbýlið heldur sinni þing-
mannatölu, sínum fulla rétti sem
það áður hafði. Sem fulltrúi
sveitakjördæmis fagna ég þeim
úr'slitum.
Góða nótt.
hafi og spilar 4 Spaða. Útspil er
laufa Gosi.
A 9 5 2
V Á 4 3
A 10 9 6 4
A Á 5 3
4 7 6 4 N A 10 8
» D 10 9 8V .VG6
♦ D75 s ♦ KG832
AG10 8 AKD92
A Á K D G 3
♦ K 7 5 2
♦ Á
A 7 6 4
Þegar spil þetta kom fyrir, þá
spilaði Suður trompi þrisvar og
þar sem hjartað féll ekki þá varð
hann að gefa 2 slagi á hjarta og
2 á lauf. — Réttast var að reikna
ekki með því að hjartaliturinn
félli. Taka aðeins einn slag á
tromp, spila síðan lágu hjarta og
gefa það. Þegar svo Suður kemst
næst inn þá á hann að spila
trompi einu sinni. Nú hefur hann
þann viðbótarmöguleika, að falli
hjartalíturinn ekki, þá eigi sá,
sem á tvö hjörtu aðeins tvo
spaða. Nú er hjarta ásinn tekinn
og síðan lág hjarta úr borði. Ef
báðir fylgja lit, þá eru trompin
tekin ,annars er reynt að trompa
fjórða hjartað í borði.
Sameiginleg lög-
reglu- og slökkvi-
stöð í Reykjavík
AÐ því er Mbl. hefur fregnað,
mun nú vera frá því horfið, að
reisa lögreglustöðina við norð-
anverðan Arnahól á stóru lóð-
unum, sem þar eru. Mun vera
ákveðið að nýja lögreglustöðin
og slökkvistöðin verði sameinuð.
Sem kvuinugt er, verður slökkvi-
stöðin reist þar sem gasstöðin
var áður, og þar verður lögreglu-
stöðin nú reist líka.
Á fundi sínum á þriðjudaginn
var ákvað bæjarráð að fela um-
ferðarnefnd að gera áætlun um
kostnað við að gera heljarmikið
bílastæði á svæðinu milli Kalk-
ofr^vegar, Sölvhólsgötu og Ing-
ólfsstrætis, en einmitt á þessum
stað, var lengi vel fyrirhugað að
hin nýja lögreglustöð fyrir
Reykjavík yrði reist.