Morgunblaðið - 14.05.1959, Page 23
Fimmfudagur 14. maí 1959
MORGVNBLAÐIÐ
23
Tívolí opnur í þessnri vihu
„TIVOLI“, skemmtigarður Reyk-
víkinga opnar nú í þessari viku.
Eins og að undanfarin ár mun í
sumar reynt að hafa starfsemi
garðsins sem fjölbreyttasta og
munu skemmta þar bæði inn-
lendir og erlendir listamenn.
Nokkur félög og félagasamtök
hafa þegar ákveðið að efna til
útiskemmtana.
í ráði er að tvær fegurðarsam-
keppni kvenna fari fram sú fyrri
í júníbyrjun og verður þá kjör-
in „Ungfrú ísland 1959“. Þessi
keppni er í sambandi við alþjóð-
lega fegurðarsamkeppni og er
haldin af umboðsmönnum þeirra
hér. Vinningar eru óvenju margir
og glæsilegir.
Seinni fegurðarsamkeppnin
mun fara fram í ágústmán. á
afmælisdegi Reykjavíkur, verð-
ur þá kjörin „Ungfrú Reykjavík
1959“.
Útihátíðahöld verða 17. júni og
um Verzlunarmannahelgina, með
fjölbreyttum skemmtiatriðum.
Margt fleira er einnig á döf-
inni, sem of snemmt er að skýra
frá nú.
Fjölbreytt „Dýrasýning" verð-
ur í garðinum og er von á m.a.
apahjónum með unga, bjarnar-
hún, miklu af skrautlegum fisk-
um og fuglum og fleiri dýrum.
Dýrasýningin hefur verið afar
Stúdenfar á Snœfells-
nes um hvítasunnuna
vinsæl jafnt af fullorðnu fólki,
sem börnum.
„Tivolibíó" sýnir skemmtileg-
ar teikni- og gamanmyndir, sem
ekki hafa verið sýndar áður hér
á landi.
Ennfremur verður starfrækt
eins og áður: Bílabraut, Parísar-
hjól, Rakettubraut, Rólubátar,
Automatar, Skotbakkaskáli, Bog-
ar, Speglasalur, Bátar á Tivoli-
tjörninni, Flugvélahringekja,
Jeppa- og Bifreiðahringekja.
Fólagslíl
Fiugb jörgu narsveitin
Hópferð verður farin í Skíða-
skálann, Hveradölum, fimmtu-
daginn 14. þ.m. Kvikmyndir og
fleira. Þátttaka tilkynnist stjórn-
inni í dag. — Stjórnin.
FERÐAÞJÓNUSTA stúdenta
skipuleggur á vegum stúdenta-
ráðs og Stúdentafélags Reykja-
víkur ferð til Snæfellsness um
hvítasunnuna og er þátttaka
heimil öllum stúdentum, eldri
jafnt sem yngri, svo og gestum
þeirra.
Lagt verður upp í förina á laug
ardaginn kl. 2 e.h. og ekið að
Arnarstapa, þar sem höfð verð-
ur næturgisting. Á sunnudags-
morguninn geta síðan þeir, sem
hug hafa á, gengið á jökulinn,
nema veður verði þeim mun
Samkomur
Hjálpræðisherinn. — Almenn
samkoma í kvöld kl. 20,30. —
■— Allir velkomnir.
verra. Þá er áformað að aka nokk
uð um sveitir þar vestra, en síðd.
á mánudaginn verður haldið til
höfuðstaðarins aftur og lýkur
ferðinni þar snemma kvölds.
Ætla má að stúdentar á öllum
aldri fjölmenni í ferðina og er
þá naumast vafi á að hún verði
hin ánægjulegasta. Þess má geta,
að fargjaldi verður stillt mjög
í hóf. — Þátttöku ber að tilkynna
Ferðaþjónustu stúdenta í háskól-
anum, en hún verður opin í dag,
fimmtudag, og á morgun, föstu-
dag, kl. 1—2 og 6:30—7:30 e.h.,
sími 15959. Þar eru einnig veittar
allar nánari upplýsingar varð.
andi ferðina.
K.F.U.K. — Vindáshlíð
Hlíðarfundur í kvöld kl. 8. —
Fjölbreytt dagskrá. Hlíðartelpur
fjölmennið.
Fíladelfía.
í kvöld kl. 8,30 verður söng- og
mússiksamkoma Tónlistardeildar
Fíladelfíusafnaðarins. — Allir
velkomnir. Föstudagskvöld kl. 8,
30 verður safnaðarsamkoma.
K.F.U.M.
Unglingamót verður í Vatna-
skógi um Hvítasunnuna. Þátttaka
tilkynnist á skrifstofu félagsins í
dag eða fyrir hádegi á föstudag.
Unglingadeildin.
Ferðafélag Islands fer þrjár
Wí dags skemmtiferðir um Hvíta
sunnuna. Á Snæfellsjökul, í Þórs-
mörk og Landmannalaugar. Far-
miðar eru seldir í skrifstofu fé-
lagsins, Túngötu 5.
Á annan Hvítasunnudag er
gönguferð á Vífilsfell. Lagt af
stað kl. 13,30 frá Austurvelli. Far-
miðar seldir við bílinn.
Farfuglar — ferðafólk.
Sækið farmiða sem fyrst í
hvítasunnuferðina í Þórsmörk.
— Skrifstofan Lindargötu 50, er
opin í kvöld kl. 8.30—10, sími
15937. — Nefndin.
Ferðaskrifstofa Páls Arasonar
Hafnarstræti 8. Sími 17641.
3 ferðir um hvítasunnuna.
1. Snæfelsljökull
2. Breiðafjarðar-
eyjar
3. Eir íksjökull.
Framfíðaratvinna
Stórt fyrirtæki vill ráða ungan mann með verzlunar-
skóla- eða hliðstæðamenntun til bókhalds- og skrifstofu-
starfa.
Skriflegar umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir hádegi
laugardag 16. þ.m., Merktar: „Framtíðaratvinna—9906“.
&
5KIPAUTGCRB RIKISINS
„ESJA“
austur um land til Akureyrar
hinn 20. þ. m.
,Tekið á móti flutningi til Fá-
skrúðsfjarðar. Reyðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis-
fjarðar. Þórshafnar, Raufarhafn
ar, Kópaskers og Húsavíkur á
morgun og árdegis á laugardag.
Farseðlar seldir á mánudag.
HEKLA
vestur um land til ísafjarðar
19. þ. m.
Tekið á móti flutningi til Pat-
reksfjarðar, Bíldudals, Þingeyr-
ar, Flateyrar, Súgandafjarðar og
ísafjarðar í dag.
Farseðlar seldir árdegis á
laugardag.
I. O. G. T.
Stúkan FRÓN nr. 227
Fundurí kvöld kl. 20.30. —
Venjuleg fundarstörf. — Karl
Karlsson segir frá lokadeginum.
—■ Nýstárlegur spurningaþáttur.
— Kaffi eftir fund. — Félagar
fjölmenið. Æt.
St. ANDVARI nr. 265.
Fundur í kvöld kl. 8.30 í G.T.-
húsinu. — Inntaka. — Hag-
nefndaratriði. — Æt.
Útför eiginmanns míns,
EIÐS EIRlKSSONAR
trésmiðs,
Hverfisgötu 80, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudag-
inn 15. maí kl. 10,30 f.h. Jarðsett verður í Fossvogs-
kirkjUgarði.
Athöfninni verður útvarpað. Blóm og kransar afbeðið
en þeir, sem vildu minnast hins látna eru beðnir að láta
líknarstofnanir njót þess.
Fyrir hönd aðstandenda hins látna.
Járnbrá Kristrún Sveiubjarnadóttir
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningu,
við andlát og jarðarför föður okkar,
ÁRNA JÓNSSONAR
Guðmundur Jónsson,
Ellert Árnason.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
fráfall föðursystur okkar,
GUÐNÝJAR HRÓBJARTSDÓTTUR
Bræðrabörn
Hjartanlegar þakkir til allra nær og fjær, sem auð-
sýndu samúð við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar,
móðir og dóttir,
LIEJU FINNBOGADÓTTIR
frá Vallartúni.
Guð blessi ykkur öll.
Emil Sigurðsson,
Seselíja Einarsdóttir,
Finnbogi Finnbogason
og dætur
Hjartans þakkir færi ég öllum sem glöddu mig með
gjöfum, blómum og skeytum á 60 ára afmæli mínu, hinn
9. maí 1959.
Guð blessi ykkur öll.
Pálína Scheving.
Hjartans þakkir færi ég öllum vinum og vardamönn-
um sem glöddu mig á 60 ára afmælinu 6. maí s.l. með
dýrmætum gjöfum, heillaskeytum, heimsókn og viðtölum,
og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Davíð Sigurðsson, Miklaholti, Mýrasýslu.
Jarðarför móður minnar
HALLDÓRU VILHJÁLMSDÖTTUR
fer fram föstudaginn 15. maí og hefst með húskveðju
á heimili hennar kl. 2 e.h. Jarðsett verður að Borg á
Mýrum.
Fyrir hönd aðstandenda.
Friðrik Þórðarson.
Móðir okkar
MARGRÉT ODDSDÓTTIR
verður jarðsett að Skógum laugardaginn 16. þ.m. kl. 4
e.h. Kveðjuathöfn fer fram í Neskirkju kl. 10 árdegis
sama dag. Blóm afbeðin.
Gústaf E. Pálsson, B. Óli Pálsson.
Jarðarför föður okkar og tengdaföður
HJÖRLEIFS ÞÓRÐARSONAR
frá Hálsi,
fer fram frá Fossvogskirkju á morgun föstud. 15. mai
kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Börn og tengdabörn.
Móðursystir mín,
MARÍA ÞORKELSDÓTTIR
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 15.
maí kl. 2 eftir hádegi.
Fyrir hönd vandamanna.
Anna Guðmundsdóttir,
Njálsgötu 74.
Jarðarför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
JÓNlNU MARGRÉTAR DAGBJARTSDÓTTUR
fer fram frá Aðventkirkjunni föstudaginn 15. þ.m. kl. 2.
Athöfninni verður útvarpað.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar
látnu er bent á Systrafélagið Alfa minningarspjöld fást
í skrifstofu S.D.A. Ingólfsstræti 19.
Jón G. Karvelsson,
Rósa Jónsdóttir, Magnús Guðbrandsson,
Dagbjört Jónsdóttir, Gissur Jónsson,
Óiafur Þórðarson og barnabörn.
öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og hluttekningu
við andlát og jarðarför
SIGMUNDAR GUÐMUNDSSONAR
Dratthcdastöðum
þökkum við af heilum huga og hrærðu hjarta, og
einnig þeim, sem á einn eða annan hátt milduðu sjúk-
dómsþrautir hans.
Vandamenn.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu samúð og vinar-
hug við andlát og jarðarför
SIGRÍÐAR AGÚSTU MAGNÚSDÓTTUR
Kristín Thorberg
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát
og jarðarför mannsins míns og föður okkar
BENEDIKTS ÞÓRARINSSON AR
fyrrverandi bankabókara á Seyðisfirði.
Ragnhildur Guðmundsdóttir, Guðmundur Benediktsson,
Anna Þóra Benediktsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för móður okkar
KRISTlNAR HALLVARÐSDÓTTUR
Karlagötu 13,
Börniu.