Morgunblaðið - 14.05.1959, Page 24
VEÐRIÐ
SV-kaldi þokuloft, víða rigninjf.
lllúripmMaMííi
106. tbl. — Fimmtudagur 14. maí 1959
Rceður úr útvarps- I
umrœðunum
Sjá bls. 8, 10 og 13. j
Hlýindi um land allt
Litur út tyrir oð vel ætli oð vora
Þá eru Færeyingarnir að kveðja að sinni. Þeir hafa verið að
hópast í bæinn undanfarna daga úr verstöðvunum. 1 gær fór
fyrsti hópurinn. Rúmlega 130 kátir Færeyingar kvöddu þá
Reykjavík, er færeyska flutningaskipið Karink lét úr höfn. —
Skipið ætlaði að koma við í Vestmannaeyjum og þar áttu enn
að bætast í hópinn allmargir sjómenn.
(Ljósm. Mbl. ÓL K. M.)
Infineazo í rénun í Reykjnvlk
en breiðist Ört út í sumum sveitum
UNDANFARNA daga hefur ver-
ið hlýtt og gott veður um land
allt, og er gróður því víðast að
koma til. í gær hafði blaðið sam-
band við fréttaritara sína á ýms-
um stöðum á landinu og fékk
fregnir af því hvernig voraði í
þeirra héruðum.
í Barðastrandarsýslu
HVALLÁTRUM, 13. maí. —
Fram undir þetta hefur verið hér
ákaflega kalt, og frost á nótt-
unni, en nú er komin hlýja og
bezta tíð og farið að lita á tún.
Haldi þessu áfram, eru líkur til
að vel vori.
Vegir eru mjög illa farnir vegna
vatnavaxtanna í vetur, og í vor
tafðist viðgerð á vegum vsgna
frostanna. En nú er vegaviðgerð
hafin.
Sauðburður er víðast að byrja.
Guðmundur Kristjánsson bóndi
í Vatnsdal varð fyrir því óhappi
í vetur að meginn hlutinn af án-
um lét lömbunum. Varð hann að
bera út 50 dauð lömb á einum
sólarhring. Ekki er vitað um á-
stæðuna. Haft var samband við
dýralækni, sem telur að þetta sé
ekki óalgengt á Suður- og Aust-
urlandi, þó ekki sé það í svo
stórum stíl. Hér hefur þetta kom-
ið fyrir, en aldrei svona mikið.
Hefur bóndinn orðið fyrir til-
finnanlegu tjóni. Talið er að að-
eins fáar kindur séu eftir með
lömbum af yfir 100 fjár. — Þ.
Norðanlands
AKUREYRI, 13. maí. — Sunnan-
átt og hlýindi hafa verið hér að
undanförnu, sól á daginn, en allt
fram undir þetta kalt um nætur
og jafnvel frost á stundum. Þurr-
viðri er mikið og mun það valda
mestu um að jörð er lítið tekin
að grænka. Þó sést orðið litur á
túnum. Það mun einnig tefja
fyrir gróðri að fyrir og um páska
var hér mikill hlýindakafli, svo
gróður tók við sér. í kuldakast-
inu sem á eftir kom, fölnaði gróð
urinn á ný.
Sauðburður er um það bil að
hefjast hjá þeim sem fyrst láta
bera og mun innan skamms
byrja hjá öllum þorra bænda.
Þurrkarnir hafa valdið því að
vegirnir hafa ekki spillst að
marki, en klaki mun vera tals-
verður í þeim enn. Færð er því
yfirleitt góð. bæði um fjallvegi
og lágsveitir.
Fundir Sjálfslæðis
manna í Dalasýslu
Fundur trúnaðarmanna Sjálf-
stæðisflokksins í Dalasýslu verð-
ur haldinn í Búðardal n.k. laug-
ardag 16. maí kl. 2 sd. Á fund-
inum verður tekin ákvörðun um
framboð flokksins í í höndfarandi
alþingiskosningum.
Sama dag verður haldinn al-
mennur kjósendafundur Sjálf-
stæðisflokksins í Dalasýslu og
hefst hann í Búðardal kl. 4 sd.
Á fundinum mæta, alþingismenn-
irnir, Friðjón Þórðarson og
Magnús Jónsson.
í dag er skýjað, stinningskaldi
á sunnan, hlýtt í veðri og mikið
moldryk á vegum. — vig.
★
SIGLUFIRÐI, 13. maí. — Hafizt
var handa um snjóruðning af
Siglufjarðarskarði í gær. Er
óvenjulítill snjór á fjallveginum
og minnkar hann með degi hverj
um, enda hlýir og mildir dagar
um þessar mundir hér nyrðra.
Gert er ráð fyrir að vegurinn
yfi Siglufjarðarskarð opnist til
umferðar að einni til tveim vik-
um liðnum. — Stefán.
Á Héraði
EGILSSTÖÐUM, 13. maí. — Hér
er sumarblíða og sunnanvindur.
Gróður þýtur upp, og orðið er
æði sumarlegt. Tún grænka ört.
Hér eru alltaf þíðviðri og hitar
núna. — Fréttaritari.
Sunnanlands
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 13.
maí. — Enn sem komið er má
segja að vorið hafi verið gott.
Að vísu er ekki enn kominn það
mikill gróður að hægt sé
að sleppa fé af húsi, því
að ekki hefur verið hér reglu-
legt grasveður nema allra síðustu
dagana. En ef svona viðrar fram
Á MORGUN, 15. maí, verður í
útborg Hamborgar lagður kjölur
að nýju íslenzku flutningaskipi.
Er hér um að ræða 750 tonna
skip, sem hlutafélagið Hafskip
lætur byggja, en þetta nýstofn-
aða skipafélag er stofnað fyrir
atbeina Verzlanasambandsins hf.
Standa vonir til að skipið komi
hingað tii iands í nóvembermán-
uði næstkomandi.
Helgi Bergsson, framkvæmda-
stjóri Vérzlanasambandsins,
skýrði blaðamönnum frá þessu í
gær, og gat þess við þetta tæki-
færi, að fyrirtækið hefði verið
stofnað haustið 1954 og væru nú
aðilar að því 50 fyrirtæki víðs
vegar um landið. Annast það
margs konar þjónustu við þessi
fyrirtæki á sviði viðskipta. Rakti
Helgi Bergsson allítarlega að-
dragandann að stofnun Verzlana-
sambandsins, sem hann kvað
ekki vera gróðafyrirtæki, heldur
þjónustufyrirtæki við félags-
menn.
Hann kvað sambandið snemma
hafa sett sér það mark að reyna
að eignast eigið skip. Þörfin fyrir
flutninga á vegum þess er mikil.
Gat Helgi þess hér t. d., að frá
upphafi hafi sambandið haft
fjölda skipa á leigu og hefði það
greitt vegna leigu erlendra skipa
um 4 millj. kr. árið 1957, miðað
við núverandi gengi.
I fyrrasumar leitaði Verzlana-
sambandið til fyrrverandi ríkis-
stjórnar um leyfi til skipakaupa
og var það veitt gegn því að lán
fengist erlendis til 10 ára, út-
borgun væri sem allra minnst og
önnur kjör sanngjörn. Áður en
leyfið fyrir skipinu var veitt,
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA
Umdæmisfulltrúar í LAUGAR-
NES- og TÚNAHVERFI. Áríð-
andi fundur í Valhöll við Suður-
götu í kvöld kl. 20,30.
yfir hvítasunnana, má gera sér
vonir um að hætta megi að gefa
fé þegar sauðburður hefst fyrir
alvöru um 20. maí.
Nú er um það bil lokið flutn-
ingi á vörum til Öræfa á þessu
vori. Hafa þeir gengið mjcg
greiðlega, enda hefur veður og
vegir verið upp á það bezta.
— G. B.
★
HÆLI, Gnúpverjhr., 13. maí. —
Ekki er hægt að segja annað en
að hér hafi vorað vel. Farið er
að slá grænum lit á túnin og
byrjað að næla í útjörð.
Sauðburður er yfirleitt ekki
byrjaður, en búast má við að
hann byrji um helgina.
Hér hefur verið gott veður
undanfarið, hlýindi og úrkoma
í dag. Vegir eru óspilltir hér um
slóðir. — Fréttaritari.
hafði Helgi Bergsson ásamt ein-
um stjórnarmanna skipafélagsins
gert sér ferð til Þýzkalands til
þess að kanna möguleika á skipa-
kaupunum, og árangurinn varð
sá, að á föstudaginn verður kjöl-
urinn lagður að 750 tonna flutn-
ingaskipi. Er það ekki ósvipað
útlits þeim litlu þýzku flutninga-
skipum, sem hingað koma iðu-
lega, en ýmsu þó breytt, sem bet-
ur á við staðhætti hér. Standa
vonir til að skipinu verði hleypt
af stokkunum í ágústmánuði
næstkomandi.
Hlutafélagið Hafskip var stofn-
að með rúmlega 1,5 millj. kr.
hlutafé og í aðalstjórn félagsins
voru kosnir þeir Helgi Bergsson,
Reykjavík, Axel Kristjánsson,
Hafnarfirði, Gísli Gíslason, Vest-
mannaeyjum, Ingólfur Jónsson,
Hellu, og Ólafur Jónsson, Sand-
gerði.
Þess skal að lokum getið, að í
aðalstjórn Verzlanasambandsins,
sem nú er til húsa í rúmgóðu
húsnæði í Borgartúni, eru Tómas
Björnsson, Akureyri, Friðrik
Þórðarson, Borgarnesi, Jónatan
Einarsson, Bolungarvík, Ragnar
Jónsson, Vík í Mýrdal, og Sig-
urður Ó. Ólafsson, SelfossL
EKKI eru enn til neinar tölur
sem sýna inflúensutilfellin í
Reykjavík það sem af er þessari
viku, en samkvæmt lauslegri
áætlun mun vera hægt að reikna
með að flensan sé heldur í rén-
un síðan um helgi. Tölur síðustu
viku sýndu að ekkert var þá far-
ið að draga úr faraldrinum, en
Þiuglausnir
í dag kl. 1.30
EINS og skýrt er frá annars stað-
ar í blaðinu voru fundir í báðum
deildum Alþingis og sameinuðu
þingi í gær og allmörg mál hlutu
þar fullnaðarafgreiðslu. — Fundi
sameinaðs þings var slitið síðd.
í gær og boðaður fundur kl. 9 í
gærkvöldi, en er til kom reynd-
ist ekki fundarfært. í dag er boð-
aður fundur í sameinuðu þingi
og eru aðeins tvö mál á dagskrá:
fjáraukalög til 3. umræðu og síð-
an þinglausnir.
inflúensan hefur verið mjög út-
breidd í bænum í þetta skiptí,
eins og kunnugt er.
• Úti á landi breiðist veikin
mjög ört út þar sem hún kemur.
Fréttaritari blaðsins á Kirkju-
bæjarklaustri símaði t. d. að fyrir
um það bil hálfum mánuði hefði
inflúensan borizt austur í Meðal-
land. Breiddist hún mjög ört út,
því á skemmtun sem haldin var
um það leyti, smitaðist fólkið á
öllum bæjum í sveitinni nema
þremur. Kveður hann óvenju
mikið um fylgikvilla með inflú-
ensunni að þessu sinni. Ekki hef-
ur inflúensan enn komið í aðrar
sveitir en Meðalland fyrir austan
Mýrdalssand, nema á eitt heim-
ili á Kirkjubæjarklaustri.
Gestkvæmt á heim-
ili íorsetahjón-
anna í gær
f GÆR var mjög gestkvæmt á
heimili forsetahjónanna í tilefni
65 ára afmælis herra Ásgeirs Ás-
geirssonar, forseta íslands. Auk
vina og vandamanna komu þar
ráðherrar, alþingismenn, fulltrú-
ar erlendra ríkja og ýmsir em-
bættismenn, ennfremur fulltrúar
ýmissa félagasamtaka, svo sem
Slysavarnafélags íslands, íþrótta
sambands fslands, Sambands isl.
barnakennara, Formannafélags
íþróttafélaga Reykjavíkur, full-
trúar frá Stórstúku íslands,
stjórn Starfsmannafélags Útvegs
bankans og margir fleiri.
Jón Pálmason, forseti Samein-
aðs alþingis, hafði orð fyrir gest-
unum og flutti sköruglega ræðu
fyrir minni forsetans. Forsetan-
um bárust fjöldi heillaóska-
skeyta, fagrar blómasendingar og
góðar gjafir.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstœðisflokksins
í Morgunblaðshúsinu, Aðalstræti 6 II. hæð, er opin alla
virka daga fra kl. 10—6 e ,h.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband við skrifstofuna og gefið
henni upplýsingar um fólk, sem verður fjarverandi á kjör-
dag innanlands og utan.
Símar skrifstofunnar eru 12757 og 13 56 0.
Vormót ungra Sjálfstœðis
manna í Vestmannaeyjum
SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna og F. U. S. í Vestmannaeyjum
efna á hvítasunnukvöld til vormóts í samkomuhúsinu í Vestmanna-
eyjum. Hefst mótið kl. 20.30. Þar munu flytja ræður þeir Jóhann
Hafstein, alþingismaður, Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri, og Bald-
vin Tryggvason, lögfræðingur.
Ennfremur mun Kristinn Hallsson, söngvari, syngja einsöng
við undirleik Fritz Weisshappels og Klemenz Jónsson, leikari, flytja
gamanþátt.
Að lokum mun hljómsveit hússins Ieika fyrir dansi til kl. 2
eftir miðnætti.
Á annan hvítasunnudag verður fundur með fulltrúaráði Sjálf-
stæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Verður fundurinn í samkomu-
búsinu og hefst kl. 4 síðdegis. Þar munu þeir einnig mæta Jóhann
Hafstein, Guðlaugur Gíslason og Baldvin Tryggvason. Á fundinum
verða rædd þau mál, sem nú ber hæst og gefnar ýmsar upplýsingar
varðandi kosningaundirbúning.
Nýtt skipafélag lœtur
byggja flutningaskip