Morgunblaðið - 23.05.1959, Síða 1
46. árgangur
112. tbl. — Laugardagur 23. maí 1959
Frentsmiðja Morgunblaðsia#
Brezkt herskip sigl-
ir á varðskipið Oðin
í FYRSTA skipti hefur hin
háskalega sigling brezkra
herskipa, á lögbrotasvæðum
þeirra hér við land, orsakað
Þorvoldur Gorðor Kristjdnsson í
kjöri fyrir Sjólfstæðisflokkinn
í Vestur-isofjarðnrsýsln
TRÚNAÐARMENN Sjálfstæðisflokksins í Vestur-lsafjarðarsýslu
bafa einróma skorað á Þorvald Garðar Kristjánsson, bæjarfulltrúa,
að vera í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í íhönd farandi kosning-
um. Hefur hann orðið við þeirri áskorun og er framboð hans
því ákveðið.
sem komst að á landslistaatkvæð
um með stuðningi Alþýðuflokks-
ins.
Þorvaldur Garðar er gjör-
kunnugur málefnum fólksins í
Vestur-ísafjarðarsýslu. Hefur
hann unnið að margvislegum
hagsmunamálum héraðsins af
miklum dugnaði og nýtur trausts
og vinsælda héraðsbúa almennt.
Er mikill hugur í Sjáifstæðis-
mönnum í Vesturísafjarðarsýslu
að vinna kappsamlega að kjöri
hans í kosningum þeim, sem fram
undan eru.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson j
•r fæddur og uppalinn í Vestur-
ísafjarðarsýslu. Hann lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla íslands
árið 1948 og dvaldist síðan um
eins árs skeið við framhalds-
nám í London. Síðan hefur hann
starfað hjá Útvegsbanka íslands
og einnig rekið lögfræðiskrif-
stofu
Bæði á skólaárunum og síðar
hefur Þorvaldur Garðar tekið
mjög virkan þátt í félagsmálum
og hafa honum verið falin fjölda
mörg trúnaðarstörf. í háskólan-
um var hann formaður félags
laganema og átti sæti í stúdenta-
ráði, en að loknu námi var hann
um skeið formaður Stúdentaráðs
Reykjavíkur. Þá hefur hann átt
sæti í húsnæðismálastjórn, situr
í útvarpsráði, er bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
og í stjórn byggingarsjóðs verka
manna. Hann hefur einnig tekið
virkan þátt í starfsemi Sjálfstæð
isflokksins, var formaður Heim-
dallar og er nú formaður Varðar.
Þorvaldur Garðar fór fyrst í
framboð í Vestur-ísafjarðar-
sýslu í aukakosningunum haustið
1952 og hefur fylgi hans vaxið
hröðum skrefum í sýslunni síðan
og í kosningunum 1956 hlaut
hann fleiri persónuleg atkvæði
en fulltrúi Framsóknarflokksins,
Erlendur Björnsson sýslumuður í
kjöri fyrir Sjúlistæðisflokkinn
ú Seyðislirði
Á ALMENNUM fundi stuðningsmanna Sjáifstæðisflokksins á
Seyðisfirði, er haldinn var í fyrrakvöld, var einróma samþykkt,
að skora á Erlend Björnsson, bæjarfógeta á Seyðisfirði og sýslu-
mann Norður-Múlasýslu, að vera í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn
á Seyðisfirði í kosningunum, sem framundan eru. Varð Erlendur
við áskoruninni og er framboð hans því ákveðið.
Erlendur Björnsson er fæddur
að Orrastöðum í AusturHúna-
vatnssýslu árið 1911, sonur Krist-
bjargar Pétursdóttur og Björns
Eysteinssonar bónda þar. Hann
varð stúdent frá Menntaskólan-
um á Akureyri árið 1934 og lauk
lögfræðiprófi árið 1939. Sama ár
varð hann bæjarstjóri á Seyðis-
firði og gegndi því embætti til
ársins 1954. Erlendur varð bæjar-
fógeti á Seyðisfirði og sýslumað-
ur í Norður-Múlasýslu árið 1953
og hefur verið það síðan við
vaxandi vinsældir.
Erlendur Björnsson er formað-
ur héraðssambands Sjálfstæðis-
manna á Austurlandi og hefur
verið helzti forustumaður Sjálf-
stæðisflokksins á Seyðisfirði og
efstur á lista flokksins þar við
bæjarstjórnarkosningar síðan
1954. Var hann um skeið forseti
bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.
Sjálfstæðismenn á Seyðisfirði
ganga vígreifir til kosninganna,
sem framundan eru og er mikill
hugur í mönnum að efla sem
mest fylgi Erlends Björnssonar.
Var fundurinn í fyrrakvöld sam-
stilltur og sýndi bjartsýnan bar-
áttuhug.
árekstur varðskips og her-
skips. Þetta gerðist í gær-
morgun út af Vestfjörðum, er
brezkt herskip sigldi á varð-
bátinn Óðinn. Fyrstu fregnir
af þessum atburði bárust
Mbl. um kl. 2 í gær frá frétta-
ritara þess á Patreksfirði, en
þangað inn kom Óðinn um kl.
1 í gærdag. Hafði skipstjór-
inn á Óðni, Pétur Jónsson,
varizt allra frétta, en sagt að
ekkert hefði komið fyrir
áhöfnina. Skipstjórinn hafði
þá gefið Landhelgisgæzlunni
munnlega skýrslu um atburð-
inn í síma.
Skipsmenn á Óðni höfðu sagt
fréttaritaranum, Trausta Árna-
syni, að brezka herskipið hefði
í heilan sólarhring elt Óðinn og
stundum farið svo nærri, að lík-
lega hefði fjarlægðin á milli
skipanna ekki verið meiri en
sem svarar fimm föðmum. Her-
skipið, H. M. S. Chaplet, er
2600 tonn, ganghraði 31 sjómíla
og vel vopnum búið. Óðinn er
72 tonn.
★
1 gærkvöldi sendi landhelgis-
gæzlan út svohljóðandi tilkynn-
ingu um þennan alvarlega at-
burð og segir þar á þessa leið:
„X morgun, er varðskipið Óð-
inn var að sigla að brezka tog-
aranum St. Just, sem var að ó-
löglegum veiðum úti fyrir Vest-
fjörðum, sigldi brezka herskip-
ið Chaplet Óðinn uppi og fór
þétt fram með bakborðshlið hans.
'Skipin sigldu síðan samsíða
nokkra stund, en allt í einu
sveigði herskipið nær Óðni og
skullu skipin saman, þannig að
Óðinn lenti inn undir kinnung
herskipsins. Við höggið brotnaði
björgunarbátur varðskipsins og
nokkrar skemmdir urðu á báta-
uglum og borðstokk, en meiðsl
urðu engin á mönnum.“
Buröi Friðriksson í kjöri fyrir
Sjúlfstæðisilokkinn í Norður-
Þingeyjursýslu
Á HVÍTASUNNUDAG var haldinn að Lundi í Öxarfirði fundur
í héraðsnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norður-Þingeyjarsýslu. Var
þar einróma samþykkt að skora á Barða Friðriksson, skrifstofu-
stjóra, að vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sýslunni i
ihönd farandi kosningum. Hefur Barði orðið við þeirri áskorun
og er framboð hans því ákveðið.
Barði Friðriksson er fæddur og
uppalinn í Norður-Þingeyjar-
sýslu, sonur Friðriks Sæmunds-
sonar bónda á Efri-Hólum í Núpa
sveit og konu hans Guðrúnar
Halldórsdóttur, ljósmóður. Hann
varð stúdent frá Menntaskólan-
um á Akureyri 1943 og lögfræð-
ingur frá Háskóla íslands árið
1949 og lauk héraðsdómslög-
mannsprófi ári síðar. Hann er nú
Þrjú lögbrota-
svæði
EINS og að undanförnu verja
brezku herskipin hér við land
3 svæði til ólöglegra fiskveiða
brezkra togara. Eitt þeirra er út
af Vestfjörðum, annað út af
Húnaflóa og hið þriðja út af
Papey. Fáir togarar hafa verið
að viðum á þessum svæðum und
anfarið og í dag voru þar alls
10 togarar. Vitað er'þó um 40
brezka togara, að veiðum utan
fiskveiðitakmarkanna.
skrifstofustjóri hjá Vinnuveit-
endasambandi íslands.
Bæði á háskólaárunum og síð-
ar hefur Barði Friðriksson tekið
virkan þátt í fé'lagsmálum og
verið falin fjölmörg trúnaðar-
störf. Á árunum 1947 til 1948 var
hann formaður Stúdentaráðs há-
skólans, en formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur 1956 til 1957.
Frá 1950 hefur hann átt sæti I
stjórn Ráðningarstofu Reykjavík
urbæjar og á nú einnig sæti i
stjórn Lífeyrirsjóðs verzlunar-
manna. Þá hefur Barði verið for-
maður Félags Þingeyinga í
Reykjavík frá 1951 að tveimur
árum undanskildum. Hann hefur
einnig tekið virkan þátt í starf-
semi Sjálfstæðisflokksins og m.a.
verið í stjórn Varðar.
Barði Friðriksson hefur verið
í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í Norður-Þingeyjarsýslu í
kosningunum 1953 og 1956. Hef-
ur flokknum aukizt fylgi í sýsl-
unni í báðum þessum kosningum.
Sjálfstæðismenn í Norður-Þyng-
eyjarsýslu fagna framboði Barða
Friðrikssonar og eru ráðnir í að
efla enn fylgi hans í kosningum
Dalai Lama sagði i gær:
Biðjum, að ófrelsið í Tíbet
taki enda eins og sólmyrkvinn
NÝJU DELHÍ, 22. maí. — t dag hvatti Dalai Lama alla Búdda-
trúarmenn til að biðja um það í bænum sínum, að erfiðleikum
Tíbetbúa linni sem fyrst. Biðjið um, sagði hann, að ófrelsið í Tíbet
taki enda, eins og sólmyrkvi.
Dalai Lama flutti í dag ávarp,
til Búddatrúarmanna í tilefni af
afmælisdegi Búdda. Hann sagði
auk þess sem að framan er getið,
að kenningar Búdda hefðu skot-
ið djúpum rótum í Tíbet, en nú
hefðu fylgjendur hans þar orðið
að þola miklar raunir og þján-
ingar fyrir trú sína.
Indverjum nóg boðið
Brezka blaðið Daily Telegraph
skýrir frá því, að indverska
stjórnin hafi í hyggju að senda
bæklinga inn í Tíbet til þess að
vega upp á móti þeim óróðri
kínverskra kommúnista, að Ind-
verjar hafi ætlað að „gleypa“
Tíbet. I bæklingum þessum verða
m. a. þýðingar á ræðum Nehrús.
Þá segir blaðið ennfremur, að
birtar verði myndir af Dalai
Lama í Indlandi, en hann býr,
eins og kunnugt er, í Mussoorie
og hefur verið þar í útlegð frá
því hann slapp nauðuglega til
Indlands eftir frelsisbyltinguna í
Tíbet. Eiga myndirnar að sýna,
að hann er ekki fangi, eins og
kínverskir kommúnistar hafa
reynt að telja mönnum trú um.
Laugardagur 23. ma„
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: Hugvísindasjóður úthlutar
styrkjum.
— 6: Vinnuskipting fyrir vörubíl-
stjóra (Ræða Magnúsar Jóhann
essonar í bæjarstjórn).
— 8: Forystugreinin: Eiga kjósendur
að gleyma þessu öllu. — Sjó-
flugvélin að verða úr sögunni
(Utan úr heimi).
— 9: Við túngarðinn. — Vor um velli
(Rogalandsbréf Á.G.E.).
— 14: íþróttafréttir.
L E S B ó K fylgir blaðinu
í dag. Efni hennar er m.a.
Hann skyldi gjalda góðsem-
innar. — Veðrabrigði (smásaga)
— Einar Jónsson myndhöggv-
ari, Listaverk um list. — Sam-
hjálp í ríki náttúrunnar. —
Tíðarvísur séra Jóns Hjaltalíns,
ljóð, bridge o. fl.