Morgunblaðið - 28.05.1959, Side 2
2
MORG’fNRT.AÐIQ
Fimmtudagur 28. maí 1959
Sveit Hjalfa Elíassonar
efst á Bridgemótinu
TTRSLIT í 4. umferð sveitakeppni
Islandsmótsins er nú stendur yfir
í Reykjavík urðu:
Sveit Hjalta Elíassonar vann
sveit Sigurhjartar Péturs-
sonar 51:40
Sveit Stefáns Guðjohnsen
vann sveit Óla Kristjáns-
sonar 53:30
Sveit Mikaels Jónssonar
vann sveit Eggrúnar Arn-
órsdóttUr 73:46
Sveit Svavars Jóhannssonar
vann sveit Ragnars Þor-
steinssonar 68:44
Sveit Ásbjörns Jónssonar
jafnt sveit Vigdísar Guð-
' jónsdóttur 50:46
Sveit Halls Símonarsonar
jafnt sveit Sophusar Guð-
mundssonar 40:35
Það, sem einkum vakti at-
hygli í 4. umferð var, að sveit
Hjalta skyldi takast að sigra
sveit Sigurhjartar, en sveit Sig-
urhjartar er núverandi Reykja-
víkurmeistari. Einnig vakti at-
hygli góður árangur sveitar Vig-
dísar er gerði jafntefli við sveit
Ásbjarnar. Sveit Ásbjarnar hef-
ur elcki náð þeim góða árangri,
er við var búist eftir að það
fréttist, að þeir Lárus Karlsson,
Stefán Stefánsson og Benedikt
Jóhannsson myndu spiia með
sveitinni.
ingar. Félagar eru 136 og er TBK
nú fjölmennasta bridgefélagið. —
Auk venjulegra aðalfundarstarfa
fór fram verðlaunaafhending fyr-
ir keppnir félagsins í vetur. —
Stjórnin var öll endurkjörin, en
hana skipa Sóphus Guðmunds-
son, formaður, en meðstjórnend-
ur eru Ragnar Þorsteinsson,
Björn Benediktsson, Þórður Elías
son og Þórður H. Jónsson. 1 vara-
stjóm: Friðrik Karlsson og
Tryggvi Gíslason.
Gerpir landaði
rúmlega 400
lestum aí karfa
NESKAUPSTAÐ, 27. maí. — Tog
arinn Gerpir kom hingað á mánu
dagskvöld eftir 16 daga útivist
á Nýfundnalandsmiðum. Var
hann með fullfermi af karfa, og
voru 45 lestir á þilfari. Landað
var úr togaranum í gær og dag,
og komu upp úr honum rúm-
lega 400 lestir. Mestallt af aflan-
um fór til vinnslu í frystihúsin
hér, en 71 lest af karfa var ekið
á bílum til Eskifjarðar, í hrað-
frystihús staðarins. — Fréttarit.
Á morgun opnar Samúel Jónsson sýningu í bogasal Þjóðminja-
safnsins. Á sýningunni verða tuttugu máiverk og altaristafla,
útskorin. Sýningin er opin frá kl. 1 til 10 daglega til sunnu-
dagskvölds. Myndin er af altaristöflunni.
Eins og áður hefur verið getið.
verða spilaðar 7 umferðir í
keppni þessari. 5. umferð var
spiluð í gærkvöldi, en sjötta um-
ferð í kvöld og sjöunda og síð-
asta umferðin fer fram annað
kvöld.
Spilað er í Tjamarcafé og hefst
keppnin ávallt kl. 8.
Að fjórum umferðum loknum
er röð sveitanna þessi:
1. Sv. Hjalta Elíassonar .. 7 st.
2. Sv. Stefáns Guðjohnsen 7 —
3. Sv. Sigurhj. Péturss. ..6 —
4. Sv. Asbjörns Jónssonar 5 —
5. Sv. Óla Kristjánssonar . 4 —
6. Sv. Vigdísar Guðjónsd. . 4 —
7. Sv. Mikaels Jónssonar . 4 —
8. Sv. Svavars Jóhannss. . 4 —
9. Sv. Zophusar Guðm.ss. 3 —
10. Sv. Halls Símonarsonar 3 —
11. Sv. Eggrúnar Amórsd. . 1 —
12. Sv. Ragnars Þorsteinss. 0 —
★
Aðalfundur Tafl- og bridge-
klúbbsins var haldinn fimmtu-
daginn 21. maí. Formaður flutti
ekýrslu stjórnarinnar og lagðir
voru fram endurskoðaðir reikn-
HAFNARFJÖRÐUR
KOSNINGASKRIFSTOFA
Sjálfstæðisflokksins í Sjálf-
stæðishúsinu er opin frá kl.
1—10. Þar getur fólk fengið
upplýsingar um hvort það er
á kjörskrá. — Hafið samband
við skrifstofluna, simi 50228.
KEFLAVÍK
Kosnlngaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins i Keflavík er í Sjálf-
stæðishúsinu, uppi. Sími 21.
Skrifstofan verður opin fyrst
um sinn frá kl. 10—6.
Sjálfstæðisfólk, hafið samband
viff skrifstofuna og athugið hvort
þið eruð á kjörskrá. Kærufrest-
ur er útrunninn 6. júní.
Veitið skrifstofunni upplýsing
ar um fólk, sem verður fjarver-
andi á kjördag.
KÓPAVOGUR!
Kocningaskrifstofa Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi er að Met-
gerði 1, sími 19708.
ÁRNESSÝSLA
KOSNIN G ASKRIFSTOF A Sjálf
stæðisflokksins í Árnessýsku er
við Tryggvatorg á Selfossi simi
119.
Skrifstofan er opin daglega kl.
1—10 e.h.
Upp kemst víðfœk njósnastarfsemi
kommúnista í Vestur-Þýzkalandi
Getur haft áhrif á Genfarfundinn
BERLINGUR hefur skýrt frá
því, að komizt hafi upp um
mestu njósnastarfsemi í Vest-
ur-Berlín og Vestur-Þýzka-
landi, sem sögur fara af eftir
styrjöldina. Opinberlega hef-
ur verið tilkynnt, að 18 menn
hafi verið teknir höndum,
grunaðir um að hafa rekið
njósnir í þágu kommúnista.
Flokksmenn Adenauers
Flestir þeirra, sem handteknir
hafa verið, hafa haft stöður í
flokki Adenauers kanslara og
starf þeirra virðist einkum hafa
verið í því fólgið að veita komm-
únistum í Austur-Þýzkalandi og
Sovétríkjunum upplýsingar um
ýmis leyndarmál flokks Kristi-
Hljómleikar
Davíd Lloyd
BANDARÍSKI tenórsöngvarinn,
David Lloyd er mjög hátt skrif-
aður vestan hafs, einkum fyrir
meðferð sina á Mozart, og það
var fyrir Mozartsöng sinn, sem
hann fékk svo frábæra dóma á
Edinborgarhátíðinni.
David, Lloyd hefir mjög vel
skólaða rödd, textaframburður
hans á hinum ýmsu málum,
ensku, þýzku, frönsku sænsku
og ítölsku var frábær. Einkum
er miðsvið raddar hans mjög
fallegt. En það þarf meira til að
hrífa íslenzka hlustendur, og
tónleikar Lloyds verða nokkur
vonbrigði þeim, sem komu tii að
heyra glæsilegan belcanto söng,
rödd Lloyds er nokkuð hörð á
háu tónunum og meðferð hans á
söngvum Scbuberts var ekki al-
veg sannfærandi, það vantaði
aðeins herzlumuninn. Þetta er
ágætur söngvari, en ekki fram-
úrskarandi, eins og meðlimir
Tónlistarfélagsins yfirleitt gera
kröfu til, þó slíkt sé varla alveg
sanngjarnt. Undirleikarinn Wol-
fgang Schauzer, sem einnig lék
nokkur Chopin lög var mjög
góður.
Vikar.
legra demókrata. Sjö hinna hand
teknu voru gripnir í Vestur-
Berlín, en þangað hafa þeir allir
flúið frá austurhlutanum. Hinir
hafa verið handteknir í Bonn og
öðrum borgum í Vestur-Þýzka-
landi.
Það var fyrrum starfsmaður í
leyniþjónustu Austur-Þýzkalands
sem flúði til Vestur-Berlínar á
hvítasunnudag, sem kom upp um
njósnir Þjóðverjanna. Hann hafði
með sér fullkominn lista yfir
njósnarana.
Var mútað
Njósnararnir hafa allir verið
yfirheyrðir og þegar siðast var
vitað, höfðu tíu þeirra, játað á
sig njósnir í þágu kommúnista.
Gúnther Stöckel, sem var í all-
miklum metum í flokki Adenau-
ers í Berlín, hefur játað að hafa
tekið á móti peningum fyrir
njósnir.
Óþægilegt fyrir Rússa
Lipschitz, þingmaður í Vestur-
Berlín sagði, þegar upp komst
um njósnirnar: — Það hlýtur að
vera óþægilegt fyrir Grómykó að
heyra um þetta, einmitt nú þegar
hann situr á ráðstefnu og básún-
ar það út um allar jarðir, að
Fréttir í stuttu mál'
Á mánudag hefst í Stokkhólmi
ráðstefna Svía, Dana, Norð-
manna, Breta, Austurríkismanna,
Svisslendinga og Portúgala um
möguleika á að setja á stofn frí-
verzlunarsvæði þessara sjö ríkja.
Markmiðið er að draga úr inn-
flutningshöftum og verndartoll-
um og auðvelda viðskipti milli
ríkjanna. Síðan er ráðgert að
gera bandalag við markaðsbanda
lagsríkin í Vestur-Evrópu. — Það
voru Svíar sem buðu til ráð-
stefnu þessarar.
LUNDÚNUM, 27. maí. — f dag
flúði tékkneskur svifflugmaður
til Austurríkis og bað um hæli
þar í landi sem pólitískur flótta
maður. — Fjórar fyrstu klukku
stundirnar, sem flugmaðurinn
var á lofti, var vindur óhagstæð-
ur, en svo komu góð skilyrði og
bar vindurinn fluguna alla leið
til Vínar.
vesturveldin reki njósnamiðstöð
í Berlín. — Austur-þýzk blöð
hafa sagt, að handtökurnar séu
liður í þeirri áætlun Adenauers-
stjórnarinnar að eyðileggja samn
ingaviðræðurnar í Genf.
Fréttamenn segja, að ekki séu
öll kurl komin til grafar og bú-
ast megi við fleiri handtökum
eftir því sem mieri vRneskja
fæst um þessa starfsemi komm-
únista við nánari yfirheyrslur.
Þeir segja einnig, að yfirstjórn
njósnanna i Vestur-Þýzkalandi
hafi verið í Karlsruhe.
Þýzkt skip reynir
mælitæki í Islands
sigimgu
FYRIR nokkrum dögum kom
hingað til Reykjavikur 270 tonna
austur-þýzkt skip, Meteor. í gær
var blaðamönnum boðið að koma
um borð til skrafs við yfirmenn
skipsins. Var sezt að þýzku
konjaki og kaffi í íbúð skipstjóra,
og reykingarmenn svældu sígar-
ettur austan frá Kína.
Yfirmenn skipsins skýrðu frá
því að þetta skip væri nokkur
skonar fljótandi tilraunastofa.
Þeir væru þar innanborðs með
ýmiskonar mælitæki, sem verið
væri að prófa. Meðal þeirra var
fiskileitartæki. Það hafði verið
reynt hér úti í Flóanum í fyrri-
nótt, að við stöddum nokkrum
íslendingum, og hafði tækið mælt
á verulegt magn síldar. — Önn-
ur tæki, sem þeir voru að reyna
í þessum leiðangri, voru tæki til
að mæla áhrif veltu á ýmis sigl-
ingatæki og annað tæki, sem mæl
ir áhrif sjávarlofts og seltu á
ýmis siglingartæki.
Var þessu öllu lýst mjög ná-
kvæmlega og faglega af hinum
þýzku sérfræðingum. Á skipinu
eru yfir 20 menn, áhöfn og sér-
fræðingar, sem rannsóknum
stjórna. Hér á landi hafði hluta-
félagið Desa annast ýmsa fyrir-
greiðslu fyrir verksmiðjur þess-
ara siglingartækja, en þær eru í
hafnarbænum Stralsund.
— Pasternak
Framhald af Dls. 1.
heldur líka aðra rithöfunda, sem
hafa lýst lífinu í þjóðfélagi okk-
ar frá sínum eigin sjónarhólL
Augljóslega hefur líka vakað fyr
ir þeim að hjálpa flokknum og
þjóðinni til að losna við neikvæð
fyrirbæri úr þjóðlífinu. En með
skrifum sínum gáfu þeir hins
vegar ranga mynd af ástandinu.
— Þessar lýsingar vöktu strax
athygli óvina okkar, en ekki vina
okkar.... Af þessu varð svo
feiknarlegur ódaunn, að heil-
brigður líkami gat ekki losnað
við hann án þess að taka lyktar-
salt.
★
Krúsjeff veik einnig að barátt-
unni gegn „endurskoðunarsinn-
um“ og sagði, og sagði, að nú
væri henni lokið. Englar sætt-
anna eru þegar önnum kafnir, og
sem stendur er verið að bera
smyrsl á sárin, sagði hann.
— Þeir rithöfundar, sem einu
sinni höfðu tilhneigingu til að
líta á rússneskt þjóðfélag af eigin
sjónarhóli, reyna nú að gleyma
því, að þeir hafa gert sig seka um
alvarleg afglöp.
— Það er mín skoðun, að nauð-
synlegt sé að hjálpa þessum fé-
lögum okkar til að breyta um
skoðanir og komast frá villu til
réttrar hyggju. Við eigum ekki
að grafa upp hin illu orð þeirra
og einblína á fyrri yfirsjónir
þeirra, og við eigum ekki sífellt
að benda á þá með fordæmingu.
Við eigum ekki að horfa um öxl,
en við megum ekki heldur
gleyma.
Engin málamiðlun
Krúsjeff vitnaði í Maxim Gorkl
þess efnis, að „láti óvinurinn ekki
undan, verður að ganga milli bols
og höfuðs á honum". Þetta er
mikill sannleikur. Þetta er sjón-
armið stéttabaráttunnar. Við höf-
um stutt það, og við styðjum það
í skilgreiningu okkar á hinni
pólitísku baráttu og á stéttabar-
áttunni.
— Þegar um er að ræða hags-
muni verkalýðsins og baráttu
hans við arðræningja, þá getum
við ekki gert neina málamiðlun.
I slíkum tilvikum er málamiðiun
sama og uppgjöf. Það er ekki
stefna okkar. Það er hvorki
stefna kommúnismans né bolsé-
vismans.
— En það er til góður málshátt-
ur: Maður lemur ekki hund,
þegar hann liggur. Ef einhver
óvinur lætur undan í hugsjóna-
baráttunni og viðurkennir, að
hann sé sigraður, og ef hann læt-
ur í ljós vilja til að gera það, sem
rétt er, þá eigum við ekki að
hegna honum. Við verðum í stað
þess að skilja hann, rétta honum
bróðurhönd, svo hann geti staðið
upp og unnið með okkur.
Það er skoðun stjórnmála-
fréttaritara í Moskvu, að ræða
Krúsjeffs muni hafa uppörvandi
áhrif á rússneska rithöfunda, en
margir þeirra hafa velt því fyrir
sér, hvort „óveðrið“ í menning-
arlífinu sé liðið hjá með fordæm-
ingunni á Dudintsev og Paster-
nak.
Enda þótt Krúsjeff legði enn
áherzlu á hlutverk sósíalismans í
öllum listum og að það væri
skylda rithöfundarins að hjáipa
til við uppbyggingu kommúnism-
ans, þá gaf ræða hans til kynna,
að almenn túlkun á veruleikan-
um í rússnesku þjóðlífi yrði ekki
fordæmd, en það hefur ekki hing-
að til talizt leyfilegt.
1 anda kommúnismans
í ályktun, sem rithöfundasam-
tökin samþykktu á laugardaginn,
var skorað á rússneska rithöf-
unda að berjast gegn „endurskoð-
unarstefnunni", heimsvaldastefn-
unni, borgaralegri þjóðernis-
stefnu og kúgun einstaklingsins.
Jafnframt var skorað á þá að
berjast fyrir friði og bræðralagi
verkalýðsins. Þá sendi þingið
einnig orðsendingu til miðstjórn-
ar kommúnistaflokksins, þar sem
rithöfundarnir lýstu yfir hollustu
sinni við flokkinn og tjáðu sig
feiðubúna til að ala rússnesku
þjóðina upp í anda kommúnism-
l ans.