Morgunblaðið - 28.05.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 28.05.1959, Síða 12
12 MORCVWBLAÐ1Ð Fimmtudagur 28. maf 1959 jntogpnttMaMfr Utg.: H.t Arvakur. ReykjavílL. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs'ngar og afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 22480. Askriftargald kr. 35,00 á mánuði innanxands. í lausasölu kr. 2.00 eintakið. UPPLJÓSTRANIR ALÞÝÐUBLAÐSINS EKKI verða brigður á það bornar, að allt atferli Hermanns Jónassonar og Framsóknar var með fullum ólík indum í sambandi við samvinnu- slit V-stjórnarflokkanna á sl. vetri og tilraunir til nýrrar stjórnarmyndunar þá. Sannazt hefur, að Hermann Jónasson sagði af sér án þess að hafa samráð við samstarfsflokka sína, ekki einu sinni Alþýðuflokk inn, sem Framsókn þó fullyrðir, að þá hafi enn verið henni sér- staklega bundinn vegna Hræðslu bandalagsins. Kommúnistar hafa og skýrt frá því, að þegar til átti að taka hafi Framsókn verið fús til að endurreisa V-stjórnina en þá undir forsæti Emils Jónssonar. Loks hafa Framsóknarmenn eftir á mjög haldið á lofti löngun sinni til myndunar þjóðstjórnar, þvert ofan í gort Hermanns Jónasson- ar sjálfs, síðast á Hólmavík í haust, að búið væri að víkja Sjálfstæðismönnum til hliðar! Mönnum hefur að vonum reynzt erfitt að finna fullnægj- andi skýringu á þessu framferði. Þar sýnist eitt rekast á annað og algert óðagot og ráðleysi hafa ríkt. En nú hefur Alþýðublaðið komið með uppljóstranir, sem varpa nýju ljósi yfir gerðir Fram sóknarbroddanna. Að svo stöddu skal ekki fullyrt, hvort skýring Alþýðublaðsins er rétt, en með henni fæst samræmi í þær at- hafnir, sem áður virtust ósam- ræmanlegar. Vegna hinna margvíslegu tengsla, sem voru þá þar á milli, mega engir vita gerr en Alþýðu flokksforingjarnir, hvað bjó í hugum Framsóknarbroddanna um þessar mundir. Framsókn sjálf segir Hræðslubandalagið þá enn hafa staðið, V-stjórnin sat enn í Stjórnarráðinu, ráðherrarn- ir hittust því daglega og stöðug- ar samræður á milli flokkanna um framtíðarsamstarf áttu sér stað. Vitnisburður Alþýðublaðs- ins er þess vegna óneitanlega mikils virði, svo að fúkyrðamót- rnæli Tímans stoða þar lítt í gegn. ★ Uppljóstranir Alþýðublaðsins eru í stuttu máli þess efnis, að rannsókn sú, sem hafin var á Keflavíkurflugvelli _á starfssemi Olíufélagsins og HÍS hafi fyllt huga Framsóknarbroddanna skelf ingu. Eins og kunnugt er, þá fer utanríkisráðherra með allt stjórnvald á Keflavíkurflugvelli. Dómsmálastjórnin þar heyrir þess vegna ekki undir dómsmála- ráðherra heldur utanríkismála- ráðherra. Alþýðublaðið telur, að forystumenn Framsóknar hafi orðið svo uggandi út af þessari rannsókn að þeir hafi viljað allt vinna til að stöðva hana. Þess vegna hafi þeir umfram allt, hvað sem það kostaði, viljað ná í em- bætti utanríkisráðherra. Þar með voru þeir komnir í aðstöðu tU að ráða yfir framhaldi þessarar rannsóknar og gátu stöðvað hana, þegar þeim sýndist. Eftir þessu hefur Hermann Jónasson sagt af sér, og V-stjórn- inni beinlínis í því skyni, að manni úr öðrum flokki yrði falið að gegna forsætisráðherraembætt inu. En jafnframt hefur það vak- að fyrir ITermanni að búa svo um, að Framsókn yrði tryggt em bætti utanríkisráðherra. Þetta mátti verða með tvennu móti. ★ Annað hvort á þann veg, að V-stjórnin yrði endurreist, en þá ekki undir forystu Framsóknar heldur Alþýðuflokks. Samkvæmt viðtekinni venju taldi Framsókn sig þá eiga utanríkisráðherraem- bættið víst. Ef þetta vakti fyrir Framsókn- arbroddunum gefur það skýringu á þvi, sem kommúnistar hafa full yrt og Framsókn ekki borið nægilega á móti, að þegar á reyndi vildi Framsókn láta end- urreisa V-stjórnina en ekki und- ir forsæti sínu heldur Alþýðu- flokksins. Þetta tókst þó ekki og það var ekki fyrr en það hafði mistekizt sem Framsókn fyrst hreyfði hinu úrræðinu, myndun þjóðstjórnar. Þegar fulltrúar Sjálfstæðismanna áttu tal við Hermann Jónasson og Eystein Jónsson um hugsan- lega stjórnarmyndun í desember, þá nefndu Framsóknarmennirnir alls ekki þjóðstjórnarhugmynd- ina. Þeir sögðu þvert á móti, að- spurðir af Sjálfstæðismönnum, að slíkt hefði aldrei komið alvar- lega til greina í þeirra huga. En jafnskjótt og þeir sáu, að V- stjórnin varð ekki endurreist undir forystu Alþýðuflokksins, breyttu þeir til og kröfðust þá og þá fyrst þjóðstjórnar. Alþýðublaðið skýrir nú frá því, að ástæðan til þeirra snöggu umskipta hafi verið sú, að Fram- sóknarbroddarnir hafi talið, að Sjálfstæðismenn hlytu að mynda slíka þjóðstjórn, og mundi þá ut anríkisráðherraembættið af sjálfu sér falla í skaut Fram- sóknar. Hér sem ella hafi allt verið miðað við að fá vald yfir olíurannsókninni á Keflavíkur- flugvelli. ★ Tíminn hefur eins og vænta mátti brugðizt hið versta við upp ljóstrunum Alþýðublaðsins. Hann bregður Alþýðuflokksmönnum um lubbaskap og segir að ef fyr- ir komi „að trúnaðarmenn sam- vinnufélaga gerast sekir um svik samlegt athæfi, ber að refsa þeim fyrir brotið“. Þetta er fallega mælt, en því miður hefur Fram sókn farið öðruvísi að. Á shjum tíma beittu Framsókn- arráðherrarnir ótrúlegri hörku til að stöðva kæru og málshöfðun út af olíuokri hinna sömu félaga, sem rannsókn nú beinist gegn. Þá lá við stjórnarrofi af þessum sökum og það þó aö málið heyrði | á engan veg undir neinn Fram- sóknarráðherra, Það var ekki fyrr en fyrir lá álitsgerð tveggja valinkunnra lögfræðinga um að full ástæða væri til kæru, að Framsóknarráðherrarnir vildu una því, að með málið væri farið lögum samkvæmt. Þeir eru því þegar áður staðn- ir að ofurkappi í hlífð sinni við lögbrot sömu aðila. Uppljóstran- ir Alþýðublaðsins lýsa að vísu meiri óskammfeilni í lögbrota- hneigð og valdabraski en menn jafnvel hefðu trúað Framsóknar broddunum til. En því eftirtekt- arverðara er, að þeir fá slíkan vitnisburð einmitt frá forystu- mönnum flokksins, sem þeir hafa unnið með um áratugi nánar en nokkrum öðrum. IITAN ÚR HEIMI 1 Rannsóknir, sem miða að því að lækna krabbamein með bólusetningu Dr. Jonas Salk, sem nú ferðast um Evrópu, hefir fundið mótefni gegn krabbafrumum, en — hingað til hafa þau einnig reynzt skaðleg heilbrigðum frumum UINN frægi, bandaríski vís- indamaður, dr. Jonas Salk — maðurinn, sem fann upp lömunarveikibóluefnið, er nú heldur í skef jum einum skæðasta sjúkdómi, sem þjáð hefir mannkynið — er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu. Áður hafði hann heimsótt ísrael. — Um sl. helgi kom dr. Salk til Kaup- mannahafnar, og urðu þar fagnafundir með honum og forstöðumönnum „Serum- stofnunarinnar“. — Meðan hann vann að uppgötvun sinni, hafði hann allnáið sam- starf við ' í stofnun, en þar vann dr. I'ordis von Magnus einmitt að svipuðum rann- sóknum. Hún og maður henn- ar, Preben von Magnus, sem er viðurkenndur vísindamað- ur á sviði veirurannsókna, hafa auk þess oft heimsótt dr. Salk í Bandaríkjunum. — Þau hjónin ásamt forstjóra „ Serumstof nunarinnar “, Jeppe Örskov, tóku á móti hinum fræga vísindamanm. er hann kom til Hafnar frá Stokkhólmi. ★ ★ ★ Danmörk er það land utan Bandaríkjanna, þar sem menn hafa náð einna beztum árangri í framleiðslu lömunarveikibólu- efnis — og sumar aðferðir, sem hinir dönsku vísindamenn hafa fundið upp í því sambandi, eink- um hvað snertir að tryggja, að bóluefnið hafi engin skaðleg áhrif, hafa Bandaríkjamenn tek- ið upp. ★ ★ ★ Það er í sjálfu sér ekki svo undarlegt, þótt Danir standi fram arlega á þessu sviði. Fyrir styrj- öldina síðustu var lömunarveikx óvíða jafnútbreidd og á Norður- löndum og í Norður-Ameríku, og var því þörfin þar brýnust að vinna gegn þessum vágesti. Á síð ustu tímum hefir sjúkdómurinn hins vegar breiðzt mjög út. — Virðist lömunarveikin vera einn þeirra sjúkdóma, sem stundum eru nefndir ,pnenningarsj úkdóm- ar“ og herja harðast, þar sem heilbrigðisástand og hollustuhætt ir eru að öðru leyti á hæstu stigi. ★ ★ ★ Á ferð dr. Salks hafa blaða- menn hvarvetna flykkst að hon- um og borið fram ýmsar spurn- ingar um lömunarveikibóluefnið og hvernig það hafi reynzt. — Dr. Salk hefir m.a. svarað því til, að 90% allra þeirra, sem bólu- settir hafa verið þrisvar, séu ónæmir fyrir lömunarveiki. Ef tryggja eigi 100% ónæmi, verði að bólusetja í fjórða sinn. Þó sagði hann, að framvegis mundi nást fullur árangur með þremur bólusetningum, þar sem hver skammtur yrði hafður „sterkari" en áður. Væri nú sannað, að það væri óhætt, en menn hefðu þurft að þreifa sig áfram í byrjun — og fara að öllu sem varlegast. Aðspurður, kvað dr. Salk ekki liggja fyrir upplýsingar um, hve margir hefðu verið bólusettir við lömunarveiki síðan byrjað var á því, en taldi að þeir v«ru a.m.k. eitthvað yfir 100 milljónir, e.t.v. nær 200 milljónum en víða hefði fólk reynzt ótrúlega tregt eða trassafengið um það að láta bólu- setja sig. V ★ ★ ★ Árið 1945 kom mjög skæður lömunarveikifaraldur upp í Pitts Og langur tími fór til einskis — t.d. gerði hann 13.788 tilraunir með ýmsar efnalegar samsetning ar, áður en hann komst á það spor, er leiddi til hins glæsilega árangurs. Engin af þessum tæp- lega fjórtán hundruð samsetning um kom að' neinu haldi við löm- unarveiki. ★ ★ ★ Svo var það kvöld nokkurt, er hann gekk um garða Pittsburg, að hugmyndinni laust niður: — Það verður að berjast gegn löm- unarveikinni með lömunarveir- unni sjálfri! — Eftir það var meg invandamálið að veikja veirurnar svo, að þær yllu ekki sýkingu — heldur mynduðu mótefni gegn sjúkdómnum. — Lausnin var For malin (Formaldehyd-upplausn). Árið 1953 kom upp nýr lömun- arveikifaraldur í Bandaríkjun- um. Dr. Salk vissi þá ekki enn, hvort hann raunverulega hafði í höndunum vopn gegn vágestin- um. En e.t.v. hafði hann það — og gat hann þá varið það fyrir sjálfum sér og öðrum að sitja auð Myndin er tekin, er dr. Salk kom til Lundúna. — Fulltrúi brezka heilbrigðismálaráðuneytisins tekur á móti honum á flugvellinum. burg í Bandaríkjunum. Varð far- aldur þessi til þess, að kornung- ur vísindamaður og lítt þekktur, .Jonas Salk (hann var þá aðeins þrítugur), tók að velta því fyrir sér, hvaða leiðir mundu líklegast ar til þess að bægja þessum vá- gesti frá dyrum mannkynsins. — Árið 1947 byrjaði hann rannsókn ir sínar fyrir alvöru — og 1953 hafði hann náð svo langt, að hann hætti á að reyna bóluefnið á sjálf um sér og þrem börnum sínum. Sagan um það, hvernig dr. Salk og samstarfsmenn hans náðu þess um árangri líkist helzt, spenn- andi“ skáldsögu — alveg eins og baráttusaga þeirra Pasteurs og Kochs, er þeir komu fram með kenningar sínar um tilveru sýkl- anna. — Enda þótt aðstæður væru allar aðrar og betri en í tíð Pasteurs og Kochs, urðu ótelj- andi erfiðleikar á vegi dr. Salks. um höndum, á meðan fjöldi manns lét lífið af völdum þessa ægilega sjúkdóms og enn fleiri hlutu ævilöng örkuml? Hann tók hina ábyrgðarþrungu ákvörðun — og reyndi bóluefnið á sjálfum sér og börnum sínum. — Það verkaði og reyndist óskaðlegt. ★ ★ ★ Danska blaðið „Dagens Nyhed. er“ átti samtal við dr. Salk, er hann kom til Hafnar. — Blaða- maðurinn spurði m.a., hvort löm- unarveikibóluefnið hefði uppfyllt vonir vísindamannsins. — Hann svaraði: Ég gerði mér engar vonir — maður getur ekki leyft sér að ala í brjósti vonir um r.eitt, sem maður gerir tilraunir með. — En þér hafið þó gert yður einhverja hugmynd um áhrif bóluefnisins, þegar þér Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.