Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 2
2 MORCUP/BLAÐ1Ð Laugardagur 29. Sgflst 1959 Dönsk nefnd segir: Erfitt að draga úr sigl ingum til Grænlands — en öflug björgunarþjónusta er óhjákvæmileg Á miðvikudagskvöldið komu hingað 7 ferðaskrifstofumenn frá Sviss. Er það þriðji og síðasti hópur ferðaskrifstofufólks, sem hingað kemur í sumar í boði Flugfélags Islands. Áður hafa verið hér menn frá ferðaskrifstofum í Danmörku, Frakk* landi, Hollandi og Belgiu. Ferðast þeir um landið skoða Iands- lagið og hitta hótelmenn. Þegar heim er komið, geta þeir veitt ferðafólki betri upplýsingar um ferðalög hingað. Kínverskir herflokkar ráðast á landamœra- stöðvar í Indlandi Nehru hvetur Indverja til að vera við öllu búnir — Ástandið litið alvarlegum augum í Washington NÝJU DEHLI og WASHINGTON, 28. ágúst. — Reuter-NTB. — M I K I L ókyrrð ríkti í indverska þinginu í dag, er Nehru forsætisráðherra skýrði þingheimi frá því, að kínverskir herflokkar hefðu ráðizt inn fyrir norðaustur-landamæri Jndlands. Nehru sagði, að sl. þriðjudag hefði um 300 manna kínverskur herflokkur ráðizt á landamærastöð, tekið nokkra menn höndum, en alls voru 38 menn fyrir til varnar í stöðinni. Þeir urðu fljótlega skotfæralausir, en meirihluta þeirra tókst að komast undan. — Daginn eftir gerðu Kínverj- ai árás á aðra landamærastöð. og Nehru sagði, að þetta væru raunar ekki fyrstu atburðirnir af þessu tagi, þótt þeir væru alvarlegri en áður. —- ÞAÐ er ómögulegt að skapa fullkomið öryggi í sigl- ingum til Grænlands yfir vetrarmánuðina, en takmark- anir á ferðum þangað munu hafa í för með sér verulega erfiðleika í lagalegu, tækni- Iegu og efnahagslegu tilliti. Af þessum ástæðum er öflug björgunarþjónusta óhjá- kvæmileg. Samkvæmt frétt í danska blaðinu „Dagens Nyheder" er þetta í stuttu máli meginskoðun nefndar þeirrar, sem að undan- fömu hefur fjallað um vetrar- siglingar til Grænlands og mun um miðja næstu viku skila áliti til Kai Lindberg, Grænlands- málaráðherra. Nefnd stofnuð eftir „Hans Hedtoft“-sIysið Nefnd þessi var sett á laggim- ar skömmu eftir að Grænlands- farið nýja, Hans Hedtoft, fórst sviplega við suðurodda Græn- lands í byrjun ársins. 1 nefnd- inni eiga sæti siglingafróðir menn, sem lagt hafa kapp á að kynna sér vandamál vetrarsigl- inganna frá sem allra flestum hliðum. Fyrsti árangurinn af störfum nefndarinnar var sá, að strax um miðjan júlí var með samþykki allra þingflokka veitt heimild til að úr lofti verði fylgzt ýtar- lega með svæði suður af Kap Farvel með það fyrir augum að finna og staðsetja hafís á hinni hættulegu siglingaleið. Tvær millilanda- flugvélar til Akureyrar FLUGSAMGÖNGUR lágu að miklu Ieyti niðri hér á Iandi í gærdag sökum dimmviðris hér 1 Reykjavík. Flugvellimir hér og í Keflavík voru lokaðir öðru hvoru. Þrjár millilandaflugvél- ar voru á leið hingað til lands, tvær frá Loftleiðum og ein frá Flugfélagi Islands. Önnur Loft- leiðavélin lenti á Akureyrarflug- velli laust eftir klukkan 9 en hin sem var á leið frá Gautaborg sneri við til Prestwick-flugvall- ar á Skotlandi. Viscountflugvél Flugfélagsins var væntanleg til Akureyrar um miðnætti. — Eisenhower Framh. af bls. 1. væri rétt að upplýsa neitt um slík „stérstök mál“, fyrr en Eisen- hower hefði rætt við Macmillan og de Gaulle. Hann sagði, að ekki hefði verið rætt um síðasta bréf Krúsjeffs, svo hann vissi. Hins vegar kynni það að hafa borið á góma í einka viðræðum Eisenhowers og Aden- auers. Eckardt sagði annars, að Adenauer mundi svara bréfinu innan fárra daga. Talsmaðurinn sagSi og, að ljóst væri, að ekki kæmi til greina af hálfu Bandaríkjanna að taka upp að nýju fundi utanríkisráð- herra fjórveldanna, fyrr en eftir heimsókn Krúsjeffs til Banda- ríkjanna í næsta mánuði. Mjög fullkomin björgunar- þjónusta Eins og vikið var að í upp- hafi, leggur nefndin áherzlu á að fullkominni björgxmarþjón- ustu verði hrxmdið á fót. Er lagt til, að hún verði að störfum allt árið um kring og hafi ekki einungis eftirlit með öllum skipa- ferðum á þessum slóðum, heldur einnig yfir að ráða fullkominni veðurþjónustu, auk eftirlits þess með hafísjökum, sem að framan er getið og þegar hefur verið ákveðið. Skiptar skoðanir um siglingarnar Það er konunglega danska Grænlandsverzlunin, sem eink- um er þess hvetjandi, að ekki verði dregið úr siglingum til Grænlands, og er henni því mik- ill stuðningur í áliti nefndarinn- ar. Aftur á móti hafa skipstjór- ar í Grænlandssiglingunum mælt gegn vetrarsiglingum, a. m. k. með farþega. — Skoðanir eru því talsvert skiptar um málið. Huiidrað og eitt þúsund króna afla- hlutur síðan á nýári AKRANES, 28. ágúst: — Áðan hitti ég góðkunningja minn, sem er nýkominn af sildveiðum Hann er ungur og knálegur maður, 21 árs, með sjómennskuna í blóð- inu í báðum ættum. Útkoman hjá honum er ævintýri á sinn hátt og endar eins og ævintýri í Þúsund og einiii nótt. Afla- hlutur hans er orðinn hundrað og eitt þúsund krónur síðan á nýári. Hann var á einum afla- hæsta bátnum hér á vetrarver- tíðinni og fékk 59 þúsund krónur í hlut. Á síldveiðunum fékk hann 37 þúsund, og 5 þúsund hafði hann upp á skaki milli vertiða. Hversu mikið þessi ungi sjómað- ur á útfærslu landhelginnar að þakka, veit enginn með vissu. Ragnar Jóhannes- son ráðinn bóka- vörður á Akranesi AKRANESI: 28. ágúst: —Ragnar Jóhanneson cand. , mag. hefur verið ráðinn bókavörður héraðs- og bæjarabókasafnsins á Akra- nesi frá 1. september. Sveinbjörn Oddsson lætur af störfum fyrir aldurssakir, hefur verið vörður safnsins hátt á annan áratug, og hefur það vaxið mjög í hönd- um hans. í safninu eru nú um 10.000 bindi og er það mikið not- að. Starfssvæði þess er Akranes- kaupstaður og Borgarfjarðarsýsla utan Skarðheiðar. — Safnið er nú til húsa á neðstu hæð Bæjar- hússins, en þau húsakynni eru þröng, að það dregur stórlega úr viðgangi þess._ Til þess að safnið geti byrjað starfsemi sina í haust, verður bókavörður að pakka heilum bókhlöðum niður í kassa og koma þeim í geymsiu Lestrarsal er ekki hægt að hafa opinn vegna þrengsla. Það mun nú vera í undirbúningi að byggja nýtt bókasafn hér á Akranesi, enda þolir það mál enga bið. Munu verja landamærin Ég get ekki ímyndað mér, hvað hér liggur að baki, sagði Nehru, og hann kvaðst ekki trúa því, að hér gæti verið um að ræða undan fara enn alvarlegri atburða. — Eigi að síður yrðu Indverjar að vera við Öllu búnir og halda vöku sinni. — Kvað hann þá öryggis- ráðstöfun hafa verið gerða nú þegar, að setja öll norðaustur- landamærin undir stjórn ind- verska hersins. Nehru lagði áherzlu á það, að Indverjar hlytu að grípa til hverra þeirra ráða, sem nauðsyn leg þættu til þess að verja landa mæri sín — og hann endurtók fyrri yfirlýsingu um það, að árás á smáríkin Bhutan og Sikkim yrði skoðuð sem árás á Indland. Mótmæli Pekingstjórninni voru þegar í stað send mótmæli vegna árása hinna kínversku herflokka í landamærahéruðunum, en Nehru kvað svarið við mótmælaorðsend ingunni ekki hafa verið annað en fullyrðing um það, að Indverjar hefðu sjálfir byrjað skothríð á umræddum stöðum. Þessu mót- mælti Nehru harðlega. Við eigum ekki um neitt að velja, sagði forsætisráðherrann. Landamæri okkar og allan rétt verðum við að verja — en við skulum jafnframt forðast að gera Svar til Krúsjeffs BONN, 28. ágúst. (Reuter). —- Utanríkisráðuneytið upplýsti í kvöld, að Adenauer kanzlari hefði í dag svarað bréfi Krú- sjeffs frá 18. ágúst. Var rúss- neska sendiherranum, Andrei Smimov, afhent bréfið síðdegis. Formælandi utanríkisráðuneyt isins sagði, að bréf Adenauers ' yrði senuilega birt n.k. mánudag. úlfalda úr mýflugu. Við skulum vera raunsæir og einarðir — taka málið föstum tökum. Harðnandi stefna Ekkert hefir verið sagt um þetta mál í Washington af opin- berri hálfu, en haft er eftir góð- um heimildum, að ráðamenn þar líti á ástandið alvarlegum aug- um og telji þessa síðustu atburði Ijsan vott um harðnandi stefnu Pekingsstjórnarinnar út á við. — Eisenhower Bandaríkjaforseta, sem dvelst ( Balmoralkastala í Skotlandi í dag, voru símaðar fregnir af atburðunum og ræðu Nehrus, en hins vegar er ekki vitað til, að utanríkisráðherrarn- rr Herter og Selwin Lloyd, sem hafa ræðzt við í London í dag, hafi fjallað um málið. Samkvæmt þeim fregnum, sem borizt hafa, munu ekki hafa orðið frekari árekstrar með Kínverjum og Indverjum síðan á miðriku- dag. Laxveiði í Laxá meiri en í fyrra VALDASTÖÐUM, 27. ágúst: — Laxveiðin í Laxá, Bugðu og Með- alfellsvatni, var orðin þann 25. ág. sem hér segir: 1 Laxá 942 laxar; Bugðu 183; Meðalfells- vatni 17 laxar og 3113 silungar. Mun þetta nokkxru leyti meira en á sama tíma s.l. ár. Heyöflun gengur hægt. Nú uppá síðkastið er ríkjandi óþurrkur. Gengur því seint og erfiðlega með heyöflun. Og eru menn nú sem óðast að slá túnin aftur, og að sjálfsögðu verður það hey látið niður í votheys- geymslur jafnóðum. Sumir bændur eiga alloft litlar vot- heysgryfjur, í tíðarfari eins og verið hefir hér í sumar. Einstöku bændur eru með súgþurrkun, og mun hún hafa komið að allmikl- um notum. — St. G. > Donski sendi- j herrann hér i á förum 1 AUPMANNAHAFNARBLAÐ- IÐ „Dagens Nyheder“ skýrði frá því um miðja vikuna, að ambassa dor Dana hér á landi, Eggert Adam Knuth, greifi, myndi láta . af embætti hinn 1. okótber nk. og eftir það fyrst um sinn helga störf sín óðalinu Krengerup við Assens, sem er eign konu hans. Knuth greifi hefir verið ambassa- dor hér í rúmlega 3 ár. Segir hið danska blað, að hann muni e. t. v halda heimleiðis fyrri hlutr. september mánaðar til þess að taka sumarleyfi sitt í Dan- mörku. Enn hefur ekki verið endan- lega ákveðið, hver hinn nýi an- bassador í Reykjavík verður, segir „Dagens Nyheder“ í lok fréttarinnar — Utanrikisráð- herrar Framh. af bls. 1. að strax á mánudaginn. Hann hefur ekki heimsótt fsland áður og mun hafa í hyggju að nota tímann til að skoða sig um. Fundurinn verður síðan settur í kennarastofu Háskólans kl. 1030 á fimmtudagsmorgun. Þann dag munu ráðherrarnir o.fl. snæða hádegisverð hjá forseta íslands að Bessastöðum, en nokkrir ann arra fundarmanna munu borða í Nausti í boði utanríkisráðuneyt- isins. Fundinum verður haldið áfram síðdegis, en kvöldið er ætl að til ráðstöfunar fyrir sendi- herra Norðurlandanna hér. —- Á föstudaginn verður fundarstörf- um enn haldið áfram, en auk þess hefur komið til tals, að skroppið verði til Þingvalla síðdegis, ef ástæður leyfa. Eftir að fundinum er lokið mun utanríkisráðherra bjóða öllum þátttakendum til kvöldverðar í Ráðherrabústaðn- um. „ Þátttakendur í fundinum Eins og að framan segir, munu auk utanríkisráðherranna taka '■ þátt í fundinum ýmsir ráðgjafar þeirra um utanrikismál, 4—5 frá hverju landi. Þátttakendur hinna einstöku landa verða sem hér skal greina: Danmörk: Jens Otto Kragh, utanríkisráðherra, Eggert Knuth greifi, sendiherra, Nils Svenning- sen, sendiherra, J. Paludan, skrif stofustjóri, P. Boeg.fulltrúi. Finnland: Ralf Törngren, utan- ríkisráðherra, T.L. Leivo-Lars- son, sendiherra, T.O. Vahervuori, ríkisritari, Jaako Hallama, skrif- stofustjóri, Aarno Karhilo skrif- stofustjóri. Noregur: Halvard Lange, utan- ríkisráðherra, Bjarne Börde, sendiherra, Hans Engen, ríkisrit- ari Sivert Nielsen, sendiherra, K. Christiansen, skrifstofustjóri. Svíþjóð: Östen Undén, utanrík- isráðherra, Sten Hákonson von Euler-Chelpin, sendiherra, Agda Rössel, sendiherra, Per Lind, skrifstofustjóri Bengt Rabæus, skrifstofustjóri, Dag Malm, rit- ari. ísland: Guðm. I. Guðmundsson, utanríkisráðherra, Henrik Sv. Bjömsson, ráðuneytisstjóri, Thor Thors, sendiherra, Haraldur Kröyer, sendiráðsritari, Páll Ásg. Tryggvason, deíldarstjóri. Það er venja á fhndum þess- um, að utanríkisráðherra þes» lands, sem fund annast, sé í for- sæti á honum. Leiðrétting í frétt um kartöfluverðið i blaðinu í gær, misritaðist verðið • tii framleiðenda. Það er kr. 4.50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.