Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUl\RT/4ÐIÐ Laugardagur 29. ágúst 1959 / / a u m o r u m s a g t Fyrsta uppstigning Isfendingsí himnavagni MBL. skýrir frá því 4. sept 1919, þegar fyrst var flogið á fslandi, og segir, að vélin hafi runnið nokkra „tugi faðma niður eftir túninu, eins og álft sem flýgur upp af vatni“ og síðan hafi hún „klofið loftið“ eins og risavaxinn fugl, stöðugri en nokkur vagn á rennisléttum vegi“. Þetta gerðist um fimm leytið hinn 3. september 1919 og var flugmaðurinn enskur, kapteinn Faber að nafni. Um kvöldið var margt manna á flug- vellinum, þar á meðal alþingis- menn og bæjarstjórn, til að skoða þennan nýstárlega grip. Garðar Gíslason stórkaupmaður steig upp í flugvélina og hélt ræðu til þeirra, sem þá voru staddir í Vatnsmýrinni: „Hét hann á Al- þingi íslendinga sem og einstaka menn, að reynast flugframkvæmd um hollir og árnaði að lokum ís- lenzkri fluglist allra heilla“, segir Mbl. Þá steig kaptein Faber upp í flugvélina — og hún „upp!“, eins og blaðið segir. Og það held- ur áfram: „Fólkið horfði á vél- ina fullt eftirvæntingar. Og þegar hún losnaði við jörðina, dundi við lófaklapp allra og köll margra. Fjöldinn allur hafði aldrei séð flugvél lyfta sér til flugs áður og það hefir einkenni- leg áhrif á jarðbundnar verur. Ekki aðeins m'ennina. Hestarnir á næsta túni við flugvöllinn gláptu á þetta furðuverk og voru steinhissa og einn hundur ætlaði að tryllast". Síðan steypti Faber vélinni beint niður á trýnið nokkra metra og rétti hana svo við aftur, en þá var mörgum nóg boðið og „nokkrir krakkar fóru að skæla“. Föstudaginn 4. september segir blaðið enn frá flugi Fabers og get- ur þess nú, að hann hafi flutt farþega. Blaðið segir: „Faber flaug lágt í fyrstu ferðinni. En hann dvaldi ekki lengi á jörð- inni, því nokkrum mínútum eftir að hann lenti fór hann af stað aftur, en var þá einn. Nú flaug hann hátt nokkuð en skamma stund, stöðvaði mótorinn í háa lofti og beygði í boga til jarðar! — í þriðju ferðinni var Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafn arfirði, farþegi í vélinni, en í síð- ustu ferðinni var formaður Flug- félagsins, Garðar Gíslason, stór- kaupmaður". Þar með er það bókfest, að Ól- afur Davíðsson hafi verið fyrsti flugfarþegi á íslandi og af þeim sökum bað ég hann að skreppa niður á Mbl. og segja lesendum blaðsins lítillega frá þessu fyrsta farþegaflugi. Hann sagði: ★ — Við Pétur Halldórsson geng- um mjög fram í því að safna fé fyrir Flugfélagið og fórum á fund helztu stórlaxanna í bænum í því skyni og báðum þá um 500 kr. Þessi söfnun gekk vel. Okkur var yfirleitt ágætlega tekið og við söfnuðum miklu fé. Th. Thor- steinsson gamli kaupmaður var þó tregur í fyrstu. Ég kom til hans eins og annarra, og þegar ég hafði lokið mínum venjulega formála, sagði hann: — Nú skal ég segja yður þegar ég var í den danske marine og hvernig þeir ordnaði tingene þar. Svo fór hann að tala um Hafnarbakkann og ýmsar framkvæmdir semnauðsyn legra væri að eyða peningum í en flugið. En þegar hann hafði lokið máli sínu, byrjaði ég for- mála minn aftur, eins og hann hefði ekkert sagt. En þá lítur hann á mig og segir með áherzlu: — Ef það væri tala um at brú leggja Hverfisgatan. En flug intreserar mig ekki í minnsta máta, verið þér sælir — stóð síð- an upp og kvaddi. En það sýnir, hvað merkur maður Thorsteins son var, að strax og ég kom úr fyrsta fluginu, stóð hann á flug- vellinum, gekk að mér og rétti mér 1000 kr. Hann var mjög ná- kvæmur maður og heiðarlegur í viðskiptum. Þegar hann he„-ji einhvern af strákunum sínum segja við rukkara: — Komdu á morgun, þá gekk hann að honum og sagði: — Reikningar, þetta eru annarra manna peningar, borga það strax. — Hvernig stóð nú á því, Ólaf- ur, að þér urðuð fyrsti flugfar- þeginn? — Við Pétur Halldórsson vörp- uðum um það hlutkesti, og minn hlutur kom upp. Að vísu var síð- ar ákveðið, að einhver úr stjórn I 'ugfélagsins færi í fyrsta farþega flugið, en í Vatnsmýrinni hafði ekki verið ákveðið, hver það yrði, s' ’aber flugmaður varð leiður. Ólafur Davíðsson á að bíða og kallaði á mig. Ég lét ekki segja mér það tvisvar að fara upp í flugvélina, eins og þér getið skilið. Svo settist ég í stól- inn fyrir aftan Faber, og hafði ákaflega gaman af fluginu. Það gekk ágætlega og ikkert bar til tíðinda. — Fluguð þér ekki aftur með Faber? _ — Ójú, ég flaug aftur með Faber nokkrum dögum seinna. Þá flaug hann með mig til Kefla- víkur og út með Garði og tii baka aftur. Á þessum árum átti ég mikil viðskipti við Suðurnesja menn 0o keypti einkum af þeim fisk. Þegar við flugum yfir þorp- in þar suður frá, ka- jí ég nið- ur tilkynningu til viðskipta- manna minna og lauk henni með þessum orðum: — Ykkar í loft- inu, Ólafur Davíðsson. Við ætluð- um að lenda í Hákoti í Njarðvík- um en það var of i -st. — Hvernig líkaði yður við Faber flugmann? — Ágætlega. Hann var mesti æringi og dálítill glanni. Þegar ég fór með honum til Suðurnesja, sat ég í fremra sætinu, en þar var lífca stýrispinni því þetta var kennsluvél. Þegar við erum komnir á loft kveikir hann sér í sígarettu en á meðan tók ég stýr- ið og stjórnaði vélinni. Þá segir hann undrandi: — I will be damn ’d you can fly, you bugger. — Já, auðvitað sagði ég, þú hefur kennt mér það. — Ég? hvernig stendur á því? spyr hann. — Jú, ið á íslandi að því sem það er, því fáir höfðu trú á því í byrjun. Fyrsta flugstúlkan Sunnudaginn 7. sept. 1919 segir Mbl. enn frá fluginu og getur þess að margir hafi haft gaman af að fá sér „uppstigningu", eins og það var kallað. Meðal þeirra sem flugu voru Halldór Jónasson, ritari Flugfélagsins „og sýndi kapt. Faber honum öll ríki Álfta- nes, Seltjarnarnes og Hafnarfjörð kollinn á Esjunni og margt fleira. Var hann hugfanginn af ferða- laginu. Faber fór í þessari ferð 3300 fet upp í loftið, en svo hátt hafði hann ekki farið áður í ís- lenzku lofti“. Þá fór Pétur Hall- dórsson einnig í flugferð og Henn ingsen kaupmaður settist síðan ,,í himnavagninn og hafði komizt 200 mannhæðum hærra en Esjan. Egill Vilhjálmsson bifreiðarstjóri var einn þeirra sem flugu í gær“. heldur Mbl. áfram, „og er ekki gott að vita nema hann afræki algerlega bifreiðarnar héðan í frá Fyrsla flugvélin á Islandi. sjáðu til, ég hef verið að fljúga með þér undanfa--a daga. — Nú, hvað áttu við? spyr hann. — Ég hef verið að fljúga með þér í svefninum á hverri nóttu undan- farið, svaraði ég, og sannleikur- inn var sá að ég kunni þetta orð- ið eins og keyra bíl og það var auðveldara fannst mér því á vegi okkar urðu engar beljur né kerl- ingar. Þetta var eins og að stýra kænu á smásævi í snörpum vindi. — Ekki hafið þér samt lent vélinni? — Nei, það g-rði ég ekki. Skömmu áður en við lentum, kallaði Faber eitthvað til mín og ég sneri mér við. Þá fer hann að pata og kalla og benda á þrjá r»fa í borðinu fyrir framan : -ig og voru t. -' v... Inn u; . Mér dettur þá í hug, að ekki sé allt með felldu og set þen.iun eina takka upp og kemur þá í Ijós að ég hafði tekið strauminn af vél inni ,þegar ég sneri mér við. Þá vorum við aðeins 300 fet yfir Skerjafirði og hefði getað farið illa, ef ég hefði ekki áttað mig. Þetta var skemmtileg ferð — og auðvitað lauk henni með því, að við lentum með pomp og prakt. Ég sagði að Faber hefði verið mesti æringi og kaldur og það er alveg rétt. Einu sinni var ég að fara heim til Hafnarfjarðar í bílnum mínum að kvöldlagi. Þá bað hann mig um að keyra sig út á flugvöll. Ég gerði það og skildi hann eftir, en þegar ég kom suður í Fossvog kemur hann á vélinni á eftir mér og dýfir sér niður að bílþakinu að kalla, og varð mér heldur hvert við. Þegar ég kom inn í Kópavog, steypti hann sér aftur niður að bílnum og þá munaði litlu að illa færi því hann sleit síma- streng, sem þar var. Svo renndi hann sér síðast niður að bílnum í Flatahrauni og vinkaði þá til mín og hélt heim. Þetta gerði hann bara til að stríða mér og hrella. — En segið mér að lokum Ólaf- ur, hversvegna höfðuð þér áhuga á fluginu? Þér hafið kannski haldið að flugvélarnar kæmu sér vel fyrir kaupsýslumenn? — Nei það var ekki. Við ungu mennirnir vissum bara, að flugið var framtíðin og nú dáist ég að þeim mönnum sem hafa gert flug og komi á flugferðum í staðinn". En aðalviðburður dagsins var þó sá að „fyrsta flugstúlkan“ fór upp í „himnavagninn". Það var Ásta Magnúsdóttir síðar ríkisféhirðir: „Hún virtist ekki hissa á neinu og hefði vel mátt telja mönnum trú um að hún væri þaulreyndur flugmaður úr stríðinu". Ég spurði frú Ástu að því, hvort hún myndi eftir þessu fyrsta flugi. Hún sagði það vera: Mér er flugið minnisstætt, sagði hún. Ég var óheppin með veður, því við lentum í hagléli. Áður en við lögðum af stað, spurði flugmaðurinn, hvort ég vildi ekki fresta ferðinni vegna þess að illa horfði um veður. En ég var búin að fá frí frá störfum hjá ríkisféhirði og gat ekki hætt við ferðina. En spá flugmannsins reyndist rétt. Við fengum él og það lenti í andlitinu á mér, því flugvélin var opin. Að ferðinni A ''♦a Magnúsdóttir lokinni var ég eldrauð í andlitinu og rennvot. Ég puntaði mig eins og ég gat áður en ég fór í flugið og var í nýrri, grænni, dragt með hvíta hanzka, en þeir voru orðnir grænir af dragtinni, því hún lét lit. Eftir flugið fór ég heim og þangað komu margir í heimsókn til að tala um þennan merkilega viðburð, en þeir skildu ekkert í því, að ég skyldi vera að dunda við jafnómerkilegan hlut og þvo hanzkana mína eftir slíka frægð- arför. — Þetta hefur verið dýr ferð fyrir yður? — Ég man það nú ekki, hvað hún kostaði, en sennilega hef ég verið meira en viku að vinna fyr- ir henní. Þegar ég byrjaði hjá rík isféhirði fyrir 48 árum, fékk ég 35 kr. í kaup á mánuði. — Yður hefur þótt skemmti- legt að fljúga þrátt fyrir haglél- ið? — Já, ég hafði mjög gaman a< því, og mér þótti fallegt að horfa yfir bæinn og nágrennið. — Hvernig stóð á því, að þér fóruð þessa ferð? — Ég nefndi það við kunningja konu mína, Áslaugu Blöndal, að mig langaði til að fljúga og hún var búin að tala við Halldór Jón- asson, áður en ég vissi af, og panta handa mér far, því daginn eftir hringdi hann í mig og sagði, að nú væri tækifæri til að fljúga. Ég sagði við hann: — Þá flýg ég auðvitað. — Voruð þér nokkuð hræddar að fljúga? — Nei, ég hafði ekki vit á þvf. Ég vissi, að Faber var þaulreynd ur flugmaður. En sennilega hefði ég orðið hrædd, ef ég hefði átt að stjórna vélinni sjálf. Ég er engin hetja. Ég er hrædd á sjó. En ég hef aldrei verið hrædd í flug- vél. Samt hef ég ient í þrumu- veðri. — M. Veitingasfofa 'r'l sölu ísvél og fleiri vélar fylgja. Uppl. hjá. ÁRNA GUÐJÓNSSYNI hdl. Garðastræti 17 Garðastræti 17. Sœnska sendiráðið óskar að ráða stúlku til heimilisaðstoðar, allan eða hálfan daginn. Umsækjendur komi til viðtals kl. 9—17, Fjólugötu 9. Tilboð óskast í húseignina nr. 50 B við Bergstaðastræti. í húsinu eru tvær íbúðir. Austurstræti 14 III. hæð — Sími 14120

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.