Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. ágúst 1959 «iORCrnvm. 4Ð1Ð 9 Sveinn Þórarinsson sextugur listmálari „portræt" og vefur skáldlegar sýnii inn í myndir sínar. Það sannar að fyrir honum, — ÞEGAR ég var lítill drengur 1 foreldrahúsum á Húsavík, man ég eftir því, að dag nokkurn drap á dyr hjá okkur ungur Keldhverf ingur, sem brosandi út undir eyru spurði mig, er ég kom til dyra, hvort sýlumaðurinn væri heima. Að vísu var það að sjálfsögðu daglegur viðburður að spurt væri eftir sýslumanninum — en þeir voru sjaldséðir slíkir „fugl- ar“, sem þessi — rjóðir í vöng- um, göngumóðir en geislandi af fjöri með handapat og læti. Það var einhver skemmtileg andstaða við, hina ráðsettu og alvariega þenkjandi hreppstjóra, sýlunefnd armenn og oddvita, sem ætíð voru þó aufúsugestir undir sama þaki — Þarna var kominn Sveinn mál- ari í Kílakoti — hafði „brokkað“ yfir Tunguheiði á einni síðdegis- sund, án þess að „blása úr nös“ -— eins og hann gerði svo oft síðan. Margar sólir hafa á lofti verið og til viðar gengið síðan þelta var.En enn er Sveinn málari sami ungi förusveinninn, sama bros- andi ungmennið og þá, og enginn skyldi trúa því að han fyllti í dag 6. tug ævi sinnar. Það væri að bera í bakkafull- an lækinn að ætla sér í stutfrj afmælisgrein að gera Sveini mál- ara skil sem listamanni. Til þess er hann of kunnur all.fi þ’óðinni, að það er út af fyrir sig óþarft. Hann hefur nú um nokkra tugi ára skipað veglegan sess meðal íslenzkra myndlistar- manna og sumar hinar beztu mynda hans eru meðal þess bezia og stórbrotnasta, er gert hefur %verið í íslenzkri myndlist. Má í því sambandi nefna hinar mik!u Dettifossmyndir, Lestaferð og síðast en ekki sízt altaristöfluna í Húsavíkurkirkju, svo ekki sé gleymt hinum undurfögru Ás- byrgis- og Axarfjarðarmyndum hans, sem gerðar eru í næsta ná- grenni við æskustöðvarnar, þar sem rekja má til spor drengsms á bökkum Víkingavatns. En allt þetta væri þó ekki guils ígildi, ef ekki stæði á bak við maðurinn, persónuleikinn, sem i Sveini málara býr. Því að vart er hægt að hugsa sér hlýrri, glað- ari, tryggari, fjörmeiri, duglegri og elskulegri vin, samferðamann og félaga en þennan síunga Norður-Þingeying. Hann kemur jafnan til dyranna eins og hann er klæddur bæði hið ytra og innra, alveg á sama hátt eins og hann stöð göngumóður af Tungu heiðinni í gamla daga við dyr sýslumannsins í Húsavík. Hann er trölltryggur, vinfastur og vin- margur, enda býr hann yfir óvenjulegu viðmóti, fjörmikilii og litríkri frásagnargáfu, mann- legum og viðkvæmum tilfinning- um, sem bregða skjótt við til hjálpar þeim, er þess þurfa og síðast en ekki sízt á hann í fór- um sínum óvenjulegan „humör“ sem því miður er alltof fáum íslendingum gefið. Sem betur hefur Sveinn málari verið gæfumaður á lífsleiðinni. Hann eignaðist hina ágætustu konu, frú Karen Agnete, fram- úrskarandi listakonu en engu ssiður ágætiskonu á alla lund, svo sem bezt má búa í merkingu þess orðs. Sonur þeirra Kristján Friðrik er mannvænlegur tann- læknanemi, sem vel kann að meta og þakka þá miklu lífsgjöf í góðum og sérstæðum foreldr- um. Mér er það ljóst, að afmælis- barninu fyndist fátt um þessi fá- tæklegu orð, ef Karenar væri ekki að meiru getið En sann- leikurinn er sá, að ef ég á að gera henni til þægðar — fremur en Sveini — þó er hún þess háttar kona, að hún kýs ekki mörg orð nm sjálfa sig. En eitt get sagt henni af hreinskilni og í ein- lægni: Sveinn gat ekki eignazt betri lífsförunaut en þig, svo dá- samlega vel hefur þú skilið hann og svo einlæglega hefur þú sam- lagazt landi hans og þjóð :— ems og reyndar svo margar kynsystur þínar frá Danmörku, sem bundizt hafa festarböndum við landa okkar. Þinn er heiðurinn — oKk- ar þökkin. Sveinn málari geysist nú úm gamla Frón í grænni gljáandi bifreið. Stoppar í tíma og ótíma — tekur til að mála og er svo þot- inn aftur út í buskann. Það er alltaf býsna mikill ys og þys í kring um Svein. Vettvangur hans í myndlistinni er hin ís- lenzka stórbrotna náttúra — of'. málar hann nokkurs konar „----standa ætíð opnar dyr og euðlegð náttúrunnar“. Nú getur Sveinn bæði brunað yfir Reykjaheiði og kring um Tjörnes á fararskjóta sínum. En á milli þessara leiða liggur Tunguheiði. Hin er hár fjall- garður með snarbröttu SpóagiU og háum tindum, þar sem af austurbrún er hið fegursta út- sýni yfir Kelduhverfi og Axar- fjörð. Mér kæmi ekki á óvart þó að Sveinn gerði sér það til gamans að „brokka“ yfir þessi fjöll og fyrnindi nú, eins og fyrir ‘40 árum, án þess að blása úr nös“. Rjóður í kinnum með bros á vör, göngumaður en göngu- glaður gæti hann þá í dag horft af Spóagilsbrún yfir farinn veg — austur og vestur— norður og suður — gæfuríkan veg bæði fyr- ir hann sjálfan og fyrir íslenzka myndlist. Drepi hann í dag á dyr hjá sýslumanni þeim, er hús- um ræður hjá þeirri þokkagyðju — er ég viss um að hann mun verða boðinn velkominn í bæinr,. Sextugur unglingur og síungur listamaður mun í dag taká á móti miklum fjölda árnaðaróska. Mín ósk er sú, að þú verðir allt af sami Sveinn málari í minni v'.t und og hugskoti og við dyrnar forðum — sami góði félaginn og ,,farfuglinn“' á fáki lista og skald skapar — sami maðurinn. Hafðu hjartans þökk og inni- legustu afmælisóskir. J. V. Hafstein. Ceymsíuhús til sölu Geymsluhús úr bárujárni á trégrind, 11x6 m er til sölu til brottflutnings. Tilboð óskast.. Uppl. í síma 17866 og 22755. V A N T A R 2 til 4 herb. íbúö strax. Fernt í heimili. — Engin smábörn. Sími 11267 og 33508. Verkamenn Verkamenn óskast í handlang. hjá trésmiðum. Uppl. kl. 1—7 í síma 12551. Glœsilegar íbúðir til sölu Til sölu í blokk á góðum stað eru 2ja herbergja íbúðir. 71 ferm. og 3ja—4ra herbergja íbúðir 105 ferm. íbúðimar seljast fokheldar með tvö- földu gleri, hita, vatns- og skólplögnum og allri sameign pússaðri innanhúss. íbúðirnar seljast á mjög hagkvæmu verði. Upplýsingar í Pípuverksmiðjunni h.f. kl. 1—7 í dag. Qrðsending frá Búlsturgerðinni Skipholti 19 Eftirtalin húsgögn höfum við nú aftur á boðstólum: Hringsófasett, Utskorin sófasett, Armstólasett stoppuð undir arma, Armstólasett með póleruð- um örmum, Létt armstólaáett, Létt sett með póleruðum sökkli, 2 gerðir af léttum nýtízku settum Svefnsófar eins og tveggja manna. Skrifborð fyrir herra, Skrifborð fyrir dömur, með spcgli. Sófaborð, Innskotsborð, Rúmfatakassar, Útvarpsborð, Símaborð, Smáborð. 3 gerðir af komm'óðum hentugar til tækifærisgjafa Öll okkar húsgögn eru fyrsta flokks og unnin af fær- ustu fagmönnum. Við bjóðum viðskiptamönnum okkar upp á beztu fáanlega greiðsluskilmála þannig, að allt andvirði húsgagnanna greiðist með jöfnum afborgunum mám- aðarlega. Sendum gegn póstkröfu. Bólsturgerðin h.f. Skipholti 19 (Nóatúnsmegin) Sími 10388 Tilkynning írá Laugarás s.f. Mjög fáum 2ja herb. íbúðum er enn óráðstafað í húsi félagsins að Austur- brún 4. Það fólk. sem hefur áhuga fyrir þessum hagkvæmu íbúðum, hafi sam- band við skrifstofuna, sem fyrst. kl. 9—5 í dag og alla virka daga, sími 34471.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.