Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 6
6 MORGTJNTiLAÐIÐ Laugarðagur 29. ágúst 1959 \ * KVIKMYNDBR * Korn hefur þroskazt með Eitt af málverkum Sveins Sveinn Björnsson opnar málverkasýningu í Firðinum GAMLA BÍÓ: Við fráfall forstjórans. Þetta er amerísk kvikmynd byggð á skáldsögu eftir Camer- on Hawley. Gerist myndin í fjár- málaheiminum ameríska og lýsir á athygilsverðan og skemmtileg- an hátt hversu undirforstjórar risafyrirtækis bregðast við er aðalforstjórinn deyr skyndilega. Verða þegar hörð átök, leynt og Ijóst, meðal hinna fimm undir- forstjóra, sem allir ætla sjálfum sér hina valdamiklu og ábata- sömu stöðu aðalforstjórans. Lang athafnasamastur og ófyrirleitn- astur í þessari baráttu er Shaw endurskoðandi og fjármálasér- fræðingur fyrirtækisins, en hann nýtur Iítilla vinsælda meðal með stjórnenda sinna. Honum tekst þó að koma ár sinni fyrir borð þannig, með klækjum og kúgum, að ekki er annað sýnna, en að hann muni hreppa hnossið. Einn af stærstu hluthöfum fyrirtæk- isins er Julia Tredway, einka- jerfingi stofnanda þess. Kemur HAFNARFIRÐI — í dag kl. 1 opnar Sveinn Björnsson listmál- ari málverkasýningu í ' húsa- kynnum Inðskólans við Mjósurtd. Eru á sýningu þessari 56 mál- verk, sem mörg hver eru máluð með olíupastel, en slikir litir eru enn lítt þekktir hérlendis. Mynd- imar eru að sjálfsögðu misjafn- léga stórar, stærstar eru sjávar- myndir, en af þeim hefur Sveinn málað mjög mikið. Myndir eru til dæmis frá Vestmannaeyjurr., Snæfellsnesi, Þingvöllum og margar úr nágrenni Hafnarfjarð- ar. — Er ekki að efa að Hafn- firðingar og aðrir munu fjöl- menna á sýningu Sveins, sem verður opin fram eftir -mánuð- inum. Sveinn Björnsson, sem er lög- regluþjónn að atvinnu, og málar Óhagstætt tíðar- far í Húnavatns- sýslu BLÖNDUÓSI, 28. ágúst. — Tíð- arfar hefur verið mjög óhagstætt til heyskapar síðustu þrjár vik- urnar. Fáir þurrkdagar og hey hrakizt mikið , þar sem eigi eru nægilegar votheysgeymslur. — Mikið er nú af heyi úti bæði í sætum og flatt og ekkert náðst upp í sæti vel þurrt. Heyskapur á flæðiengjum í Þingi og Vatns- dal hefur torveldast mjög vegna rigninganna. Fyrrisláttartaða er með ailra mesta móti. —Ágúst. í frístundum sínum, hélt síðast sýningu í sumar í Vestmannaeyj eyjum. Var hún fjölsótt og hlaut góðar undirtektir, en í Reykja- vík hélt hann síðast sýningu í fyrra og var einnig mikil að- sókn og mjög margar myndir seldust, t. d. keypti Menntamála- ráð mynd af honum — Þessar myndir sem hann sýnir nú, hefur Sveinn málað á síðasta .há’.fu öðru ári og lagt mikla vinnu í. Sýningin verður opnuð af Sil- urgeir Guðmundssyni, skola- stjóra. —G.E. Úr myndinni „Viö fráfall forstjórans'' skrifar úr. daglegq lifínu Stefnuljósin og hring- torgin. IMorgunblaðinu 14. ágúst er grein fneð fyrirsögninni „Ökumenn virðast sýna nýju um- ferðalögunum tómlæti“.Þetta eru orð að sönnu. En tilefni þess, að ég sting niður penna, eru þessi orð í umræddri grein. „Til dæm- is beita furðu fáir stefnuljósum, 'jþegar þeir aka inn á hringtorg- in“, og vitnar greinarhöfundur i hin nýju ökulög um leið, en'þar er hvergi að finna ákvæði, er svo mæla fyrir, enda erfitt að gera sér grein fyrir, hvaða tilgangi það ætti að þjóna. Sennilega er hér átt við, að ökumenn , sýni ekki stefnuljós, þegar þeir breyta um akrein nokkru áður en þeir aka ixm á hringtorg, og eins og þetta er orðað í greininni, er ekki hægt að skilja það öðru vísi, en að sýna skuli stefnuljós um leið og vegna þess, að ekið er inn á hring torg. Ég hef séð marga ökumenn gera þetta, og hafa þeir þá stefnu ljós til hægri allan tímann með- an þeir eru á hringtorginu. Sum- ir breyta svo snögglega um og sýna stefnuljós til vinstri, þegar þeir beygja út af hringtorginu, aðrir sýna þá ekkert stefnuljós, þegar þeir beygja út af hring- torgi, en þá er þess þörf. Um- ferðarlega séð er hringtorg bein gata með einstefnuakstri, áfram- hald af hverri þeirra götu, sem ekið er inn á það frá, en þegar ekið er út af því er beygt inn í aðra götu, og ber því að sýna stefnuljós þá, en ekki þegar ekið er inn á það. Frá akrein til akreinar án aðvörunar. EN það er fleira en akreinarn- ar, sem virðist vera torskilið fyrir fjölmarga þeirra er bifreið- um stýra. — Það er t. d. ekki gaman, að aka næst á eftir bif- reið, sem ekur réttilega á vinstri brún vegar, en beygir svo snögg lega yfir á hægri brún, þegar hún nálgast gatnamót, án þess að gefa merki, og svo, þegar að gatnamótum kemur beygir hún inn á götuna til vinstri, einnig án þess að sýna stefnuljós. Þetta er skiljanlega mjög hættulegt, en því miður nokkuð algengt. Þá er það fremur undantekning en regla, að ökumenn taki rétta hægri beygju. Það myndu verða færri slys og árekstrar, ef aðeins reglunum væri fylgt. Lítilsvirðing fyfir settum reglum. AKSTURSHRAHINN er ekki það eina, eða helzta, sem árekstrum veldur, heldur hin iak markalausa lítilsvirðing fyrir settum reglum og tillitsleysi til annarra vegfarenda, sem svo margir ökumenn sýna. hún allmikið við sögu í þessum átökum. — Á stjórnarfundinum þar sem kjör forstjórans á að fara fram, lætur, auk Shaws, ungur maður McDonald Walling, mest til sín taka. Deilir hann vægðar- laust á Shaw og kaupsýslusjón- armið hans, kveður þau óheil- brigð og óheiðarleg. Er nú geng- ið til kosningar og hefur þar Julia Tredway mikil, veigamikil áhrif á úrslitin, en mjög á annau veg en búast hefði mátt við. Mynd þessi gefur vafalaust nokkra hugmynd um þá vægðar- lausu baráttu og brask, sem svo oft mun eiga sér stað í fjármála- heiminum ameríska, eins og reyndar víða annars staðar í okkar syndum spillta heimi. —. Myndin er ágætlega gerð, leik- stjórnin prýðileg og Ieikurinn sér staklega góður, enda fara þarna að minnsta kosti átta úrvalsleik- arar með hlutverk, þeirra á með- al William Holden, June Allyson og Fredric March, svo einhverjir séu nefndir. Hef ég sjaldan séð svo marga ágæta leikara í einni og sömu mynd. NÝJA BÍÓ: Hellir hinna dauðu. Þessi amerxska kvikmynd segir frá hjónum, Ginu og Dan Matt- hews, sem ásamt vini þeirra Pete Morgan halda í leiðangur til Indíánaþarpis nokkurs til þess að rannsaka hellir þar í n^grenn- inu. Hitta þau þar fyrir amer- ískan læknir, Ramseys að nafni, mesta misyndismann, sem dvalizt hefur þarna um margra ára skeið og fengist við myglurannsókr.ir til framleiðslu fúkkalyfja. Þau komast í hellinn við illan leik, rekast þar á mannabein, sem stafa frá mannfórnum Indíán- anna og einnig verða þar á vegi þeirra mann-ófreskjur, sem. læknirinn hefur lokað þarna inni og notað sem tilraunadýr við rannsóknir sínar. Ráðast þessar ófreskjur á leiðangursfólkið, sem getur þó varist þeim. Læknirinn hefur setið á svikráðum við þau Dan, því hann ætlar sér þau sern tilraunadýr eins og hellisbúana. Lýkur því þannig að Dan deyr í hellinum, en lækniririn lætur loka Ginu og Pete þar inni. — Komast þau þó út að lokum eftir miklar þrautir, en læknirinn hlýtur makleg málagjöld. Mynd þessi hefur ekkert til að bera nema óhugnanleikann. — Gegnir furðu að menn skuli eyða tíma og fé í að framleiða slíkan samsetning og að nokkur maður skuli fást til þess að taka að sér hlutverk í slíkum myndum. Oft- ast eru það lítt þekktir leikarar og svo mun einnig hér, enda leik uirnn allur eftir því, þegar frá er talinn dágóður leikur Paul Ric- hards í hlutverki Pete. sí&asta móti í sumar BLAÐIÐ innti Klemenz Kristjáns son tilraunastjóra að Sámsstöðum í Fljóthlíð og Einar Eiríksson bónda í Miklaholtshelli í Flóa eft ir fréttum af kornuppskeru í ár. Klemenz á Sámsstöðum sagði, að kornið hefði þroskazt með síðasta móti nú í sumar vegna kulda í vor og rigninga. Nú í ár hafa verið ræktuð fimm afbrigði af byggi á Sámsstöðum og er gert ráð fyrir að uppskera hefjisc í kringum 10. næsta mánaðar. í fyrradag var unnið að slætti gras fræs af 4 hekturum á Sámsstöð- um, en í nótt gerði mikla rigr.- ingu og var úrfelli 20 millimetr- ar svo illa horfir með þurrkun. Það sama er að segja um gras- fræið, en það hefur þroskazt seinna en ella. Hefur þó jafnan verið erfitt að vinna að nýtingu þess, vegna þess hvað það þrosk- ast seint og þarf því að koma upp fullkomnum þurrkunar- tækjum. Nú er fræið hins vegar þurrkað úti í stokkum, en eftir þreskingu hefur farið fram auka þurrkun og þá hefur grómagn þess jafnan hækkað. Yfirleitt er íslenzkt grasfræ, ef það er vel þroskað, stærra en erlent fræ. Sama er að segja um hafrana. Sökum mikilla rigninga hefur ræktun þeirra gengið illa, en samt er Klemenz vongóður með uppskeruna Hún mun hefjast seint í næsta mánuði. Þorskunin hefur jafnan gengið betur, þegar nætur fer að skyggja, vegna meiri sterkju í framleiðslu koms ins, en nú er orðið svo áliðið sumars að hætta fer að verða á iítrifc ar um: næturfrosti og þá er í óefni kom- ið. Heyskapur hefur gengið illa í Fljótshlíð. Talsverðar skemmd- ir eru á heyjum og enn liggur mikið undir skemmdum. í Mikla holtshelli hefur þroskim byggs gengið nokkuð betur en eystra vegna þess að úrkoma hefur ekki verið eins mikil á vesturhtuta Suðurlandsundirlendisins. Hefur byggið náð fulltri stærð og þrosk un þess gengur all-vel. Þar er ein göngu ræktað bygg á 4 hekturum lands og er öll uppskeran notuð sem hænsnafóður. Horfur á karöfluuppskeru eru sæmilegar. Kornakur á Sámsstööum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.