Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. ágúst 1959 „Ég hef ekki sagt, að ég ætli að bjarga Sewe“, svaraði hann rólega. „Ég vil bjarga yður, — það er allt og sumt. Ef Hermann ætlar að senda yður til Sewe, þá skuluð þér ekki fara. Haldið þér yður heima og hugsið um börnin. Haldið yður utan við borgarlífið. Það er allt og sumt. Og nú skulum Við tala um eitt- hvað annað. Segið þér mér frá yður. Hvernig kynntust þér Her- manni?“ Hvers vegna ætti ég að tala um sjálfa mig? hugsaði hún. — Líklega ætlar hann að spyrja mig spjörunum úr, til þess að geta gert Hermann' því meira tjón. Eða hann vill að ég tali um mig vegna þess, að það qt- ekkert, sem kemur karlmanni og kven- manni eins fljótt í náin kynni hvort við annað og það, að þau fara að tala um sjálf sig. En þá leit hún í augu Antons og aftur varð hún þess fullviss, að þessi kynlegi maður hafði ekkert illt í hyggju gagnvart henni. Aftur gerði hún það, sem hann krafðist af henni. Vilji hans virt- ist vagga henni í svefn — í þægi- legan svefn. I mörg ár höfðu þau Hermann aðeins talað um börnin, um húsið og um starfsferil Her- manns. Menn glötuðu sér, ef þeir töluðu aldrei um sjálfa sig. Hún átti rétt á því, að tala um sjálfa sig. Það var gott, að einhver 1) Það var gott, að þér komuð, Ríkharður. Ég vona, að ég geti sannað þér, að það hafi verið hlustaði. á. Þegar þau fóru út úr veitingastofunni í „Hótel Regina" hafði hún sagt Anton frá fyrstu samfundum þeirra Hermanns, frá foreldrum sínum, frá æsku sinni í Slesíu, frá erfiðu árunum í Ber lín og góðu árunum í Briissel. — Hann bandaði frá sér með hend- inni, þegar hún lét í ljós ósk um að fara heim. Hafði hún ekki lof- að honum því, að hann mætti sýna henni næturlífið í Leopold ville? Það var ekki mjög tilkomumik ið, næturlífið í Leopoldville. Þau óku til „Hótel Memling", þar sem leiðinleg jazz-hljómsveit spilaði í vínstofunni. Þau dönsuðu. Hann dansaði vel, enda þótt hann sneiddi hjá nýjustu dönsunum. Það fór léttur titringur um hana, þegar hann tók hana í fang sér. Hann hélt henni fast og örugg- lega, en hann hélt henni akki eins nærri sér og hann hefði getað, án þess að virðast ágengur. Hann drakk í sifellu, hvert viský-glas- ið af öðru, en það sá ekki á hon- um fremur en hann hefði drukk- ið hreint vatn. Þau óku í nætur- klúbbinn „Whisky á gogo“, sem stóð alveg við jaðarinn á blökku mannahverfinu. Það var annar þeirra tveggja, þar sem hægt var að sjá nokkra blámenn. Hinir innbornu máttu ekki láta sjá sig rreðal hvítra manna eftir klukk- an níu á kvöldin. Það var einn skjór, sem stal gimsteinum ung- frú Lane. Ætlið þér að telja mér trú um, af „bi rnndu höfðunum", sem átti húsakynnin og auðvitað var hann virrur Antóniós. Þeir töluðu oft saman um sjálfa sig. Hann sagði frá ævi sinni í Kongó og oft minntist hann á ár sín í loft- hernum. En ef endurminningarn- ar ætluðu að ná léngra aftur í tímann, þá hætti hann snögg- lega. Það var eins og æska hans væri lokað land. „Nú gætum við ekið til „Perro quet“-vínstofunnar“, sagði hann, þegar þau fóru út úr „Whisky á gogo“, „en það er ekki staður fyrir yður“. Hún var búin að drekka mikið kampavín, og það var komin í hana mikil kátína, sem hún skildi ekki í sjálf. Anton hafði pantað kampavín alls staðar, en ekki snert á því sjálfur. í tólf ár hafði hún ekki farið ein út með karlmanni. Þegar hún fór út með Hermanni, voru viðskiptavinir oftast í för með þeim. Það var alltaf full ástæða til þess. En nú var hún úti að ástæðulausu. Menn urðu kátir, þegar þeir gerðu eitt- hvað, sem ekki var vit í. „Hvers vegna eigum við ekki að fara í „Perroquet“-vínstof- una?“ sagði hún. Hann greip um handlegg henn ar. — „Af því að við látum Hermann um veiðisvæði sitt“. Þau stóðu fyrir framan að það sé fugl, sem er þjófurinn? 2) Beygið yður niður, Ríkharð ur. Fuglinn er að koma aftur. „Whisky á gogo í þröngri götu, sem aðeins var lýst af hinum mislitu neon-ljósum veitingahúss ins. Það var svalt. Vera dró marðarskinnsslána fastar um brjóstið á sér. Henni fannst kald ur vindur blása um sig allt í einu. Hann leiddi hana um hina mjóu götu út á aðalgötu, sem var vel björt. „Þér hafið haft umráð yfir mér í allt kvöld“, sagði hann. „Vitið þér, hvað Ameríkumenn kalla „a fool’s paradise?“ „Nei“. „Paradís heimskingjanna“. „Og hvað um það?“ „Margir heimskingjar lifa í sinni eigin paradís. Én hún er ekki til“. „Þér ætluðuð að tala um „Perro quet“-vínstofuna“. „Ég er þegar búinn að segja of mikið“. „Það er ekki drengilegt, að vera með hálfkveðnar vísur“. „Ég er ekki drengilegur“. „Jú, þér eruð það“, sagði hún. Hann varð svo hissa, að hann nam staðar. „Hvernig dettur yður það í hug?“ spurði hann. „Ég finn það á mér“. „Það er skökk tilfinning". — Hann bætti við, nærri því hrana lega: „Allar konur vilja gera mig að sómamanni. Það býr trúboði í hverri konu. Þér skuluð ekki fást við það“. „Hvað er um „Perroquet“-vín- stofuna". Hann staðnæmdist við Boule- vard-hornið og gaf leigubíl bend ingu. „Þér lifið í paradís flónanna", sagði hann. „Þér trúið því varla i alvöru, að Hermann sé yður trúr“. Nú sat hann hjá henni í vagninum. „Það ér ekki af því, að hann elski yður ekki, en hann er ekki fær um að sýna tryggð. Hvorki við karlmenn ;— né kven- menn“. Hann beygði sig áfram og nefndi ökumanninum húsið á Mont Leopold-Vue. Hún spurði einskis frekar. Bifreiðin fór út af breiðgötunni og ók um óbyggt hverfi. Hvergi var ljós. Það var eins og ekið væri gegn m frum skóg — í úranhöfuðborginni, sem var nefnd „Leó“. Hermann sveik hana. „Perroquet“-vínstofan var „veiðisvæði" hans. Hún efaði ekki lengur orð Antons og henni fannst hún ekki þurfa að rann- saka málið frekar. Það var ekki ótryggð Hermanns, sem einkum gerði hana óttaslegna, heldur hitt, að henni var sama um hana. Hvernig hefði hún tekið þessum i tíðindum fyrir nokkrum vikum? Hvað hafði gerzt með henni þess ar vikúr? Hún leit á manninn, sem sat við hlið hennar. Hún sá greinilega hinn fastmótaða vánga svip hans í daufu tunglsljósinu. Hann sneri sér frá henni. Hann sat eins langt frá henni og hægt var og það var því líkast, sem hann óttaðist að snerta hana. — Hann horfði út í skóginn. Nú sáust Ijós aftur. Bifreiðin beygði inn í hið upplýsta Serpent inen-stræti, í áttina til hæðar- innar. Þar stóð húsið, sem hinn dularfulli Delaporte hafði talað um í ungverska veitingahúsinu á heimssýningunni í Brússel. Það var ótrúlegt, að það hefði gerzt fyrir aðeins fáum vikum. Það var ótrúlegt, að það væri heims- sýning ekki lengra frá Kongó en sem svaraði dags flugi. Leigubifreiðin nam staðar. — 3) Hættið þessari vitleysu, Markús — og segið mér, hvar þér hafið falið gimsteinana. Veru til undrunar greiddi Anton ökumanninum. „Ég fer fótgangandi ofan í borgina“, sagði hann, þegar þau voru orðin ein. „Ég þarf að fá mér hreint loft“. Hún rétti honum höndina. „Þökk fyrir“, sagði hún. „Á ég að segja, að það hafi verið fallegt kvöld?“ bætti hún við. „Það væri ekki satt. Og því síður væri hið andstæða satt“. Hann hélt hönd hennar í hendi sinni. „Við ætlum alltaf að segja hvort öðru sannleikann, Vera“, sagði hann. Röddin var mjög mjúk, eins og hann væri ekki áð tala með sín- um eigin málróm. „Góða nótt“, sagði hún. Hann dró hana nær sér. Og þá var það aftur eins og áð- ur í frumskóginum, þegar hita- beltisregnið dundi á stráþaki eyðikofans. Hann horfði í augu hennar. Hann kyssti hana ekki. Það var eins og hann vildi segja: Ég tek ekkert, sem mér er ekki gefið af frjálsum vilja. Hann beið. Hún vissi, að hún varð að losa sig úr faðmi hans, en hún hafði ekki mátt til að gera það. Hún þráði koss hans. Hún óskaði þess, að hann kyssti hana án þess að spyrja. „Viljið þér gefa mér koss?“ spurði hann og horfði í augu henn ar, en hreyfði sig ekki. Hún lagði handlegginn um háls honum. Marðarskinnssláin dat' niður. Þá gerðist það. Hann rak upp hljóð eins og sært dýr. Hann sleppti konunni og sneri sér við. Hann greip út í loftið. Því næst datt hann á hnén. Vera beygði sig yfir hann. Hún horfði á hann galopnum augum, sem skelfingin skein úr Hún sá, að það blæddi úr bakinu á honum; blóðið rann niður eftir sundur- skorna bakinu á léreftsskyrt- unni. Vera reyndi að hjálpa honum á fætur. Um leið varð henni lit- ið heim að húshorninu, en í sömu svifum hvarf einhver bak við það. Það var nærri orðið full- dimmt. Hún sá aðeins skugga, sem var að flýja. „Ertu særður?“ sagði hún, en sá um leið, hve spurningin var heimskuleg. „Getur þú dregizt að bekknum? Ég sæki lækni“. „Nei, nei“, svaraði hann veik- um rómi. „Þarna hinum meg- in — —“ Hann benti í áttina að Leopold minnisvarðanum, sem stóð nokkra metra frá húsinu. Það var ekki hægt að sjá það, en Vera vissi, hvað hann átti við. Hún hélt honum í fanginu. —■ Hendur hennar urðu blóðugar. . Nú heppnaðist honum að rísa á fætur. „Það má ’ ekki finna mig hérna“, hvíslaði hann. „Ég get dregizt að minnisvarðanum. Sím- aðu til Marmont læknis, 42369. Segðu honum að sækja mig að minnisvarðanum". „Ég hringi á lögregluna!“ sagði hún. „Nei, alls ekki“. Hann stóð uppréttur. Hann reikaði nokkur skref áfram. SUtltvarpiö Laugardagur 29. ágúst: 8.00—10 20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttlr og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig* urjónsdóttir). 14.15 ,,Laugardags- lögin“ — (16.00 Fréttir og tilkynn ingar). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19. 30Tónleikar: Ungversk þjóðlög. — Ungverskir listamenn flytja. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Upplestur: „Flóttinn til Amer- íku“, smásaga eftir Coru Sandel 1 þýðingu Þorsteins Jónssonar. (Kristín Anna Þórarinsdóttir leik kona les). 20.45 Tónaregn: íslenzk verðlaunalög. (Svavar Gests kynnir). 21.15 Leikrit: „Haustmánaðarkvöld" eftir Friderich Durrenmatt í þýðingu Ragnars Jóhannessonar. (Leikstjóri: Baldvin Halldórs- son). 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. LJÚFFENGUR MORGUNMATUR Quaker Corn Flakes glóðarristaðir í sykri Eftirlœtisréttur allrar fjölskyldunnar a r i ú ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.