Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 10
10 MORGlinnL 4fí1Ð Laugar'dagur 29. ágúst 1959 Utg.: H.f. Árvakur Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssca. UTAN UR HEIMI Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigu> Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýíingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. SVARTASTI BLETTURINN FRÁ því að hið íslenzka lýð- veldi var stofnsett 17. júní 1944, hafa hinir lýð- ræðissinnuðu stjórnmálaflokkar landsins haft með sér náið sam- starf um utanríkis- og öryggis- mál þjóðarinnar. Á grundvelli þessa samstarfs var unnið að því að móta íslenzka utanríkisstefnu, og tryggja jafnframt öryggi lands ins á þeim uggvænlegu tímum, sem fylgdu í kjölfar heimsstyrj- aldarinnar. Óhætt er að fullyrða að yfir- gnæfandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar hafi fagnað því, að samstarf tókst um þessi þýðingar miklu mál milli allra lýðræðis- flokka hennar. íslendingar gerðu sér almennt ljóst, að brýna nauð- syn bar til þess að, utanríks- og öryggismálin væru sett ofar har áttunni milli flokka um dægur- málin. Þjóðinni reið lífið á að tryggja afatöðu hins unga ís- lenzk lýðveldis, kynna það meðal þjóða heimsins, skapa því traust og gera umheiminum ljóst að hér byggi lýðræðissinnuð menningar þjóð. Glæfraspil Framsóknar Þetta þýðingarmikla samstarf lýðræðisflokkanna um utanríkis- og öryggismálin rauf Framsókn- arflokkurinn vorið 1956. Til þess að‘ greiða götu vinstri stjórnar hljóp hann yfir á snæri kommún- ista og Þjóðvarnarmanna og beitti sér fyrir því á Alþingi, að samþykkt var þingsályktunartil- lagan, þar sem því var lýst yfir, að ísland mundi segja upp varn- arsamningnum við Bandaríkin. og reka varnarliðið úr landi. Framsóknarflokkurinn hik- aði ekki við að stíga þetta spor til þess að þóknast komm únistum, án þess að hafa minnstu samráð við banda- Iagsþjóðir íslendinga um það. Þegar svo vinstri stjórnin leit- aði álits Atlantshafsbandalagsins um fyrrgreinda ákvörðun flokka hennar um að reka varnarliðið úr landi varð niðurstaðan sú, að bandalagsþjóðir okkar töldu sízt ástæðu til þess að slaka á vörnum landsins, eins og ástand- ið væri í alþjóðamálum. Nokkrum mánuðum eftir að Framsóknarflokkurinn hafði haft forystu um samþykkt tillögunn- ar um brottrekstur varnarliðsins var svo samið við Bandaríkja- menn að nýju um áframhaldandi dvöl varnarliðsins á íslandi um ótiltekinn tíma. En í beinu sam- bandi við þessa ákvörðun ríkis- stjórnar Hermanns Jónassonar veittu Bandaríkjamenn íslend- ingum allverulegt dollaralán. Þannig framkvæmdi þá Her mann Jónasson þá stefnuyfir- lýsingu sína frá vorinu 1956, að betra væri að „vanta brauð en þola her í landinu“. Hann lét ekki við það eitt sitja að semja um áframhaldandi dvöl varnarliðsins, heldur lét hann borga sér fyrir þessa breyttu afstöðu með álitlegri fúlgu í dollurum.!! Þjóðhættulegt ábyrgðar- leysi Engum hugsandi manni getur dulizt að Framsóknarflokkurinn kom hér fram af einstæðu og þjóð hættulegu ábyrgðarleysi. Hann rauf samvinnu lýðræðis-flokk- anna um öryggis- og utanríkis- mál þjóðarinnar. Hann gerði sam komulag um þau við kommún- ista, sem allt frá upphafi hafa barizt eins og Ijón gegn allri sam vinnu íslenzku þjóðarinnar við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir um utanríkis- og öryggismál. En verstur verður þó hlutur Framsóknarflokksins í augum allra ábyrgra manna þegar það er ljóst orðið, að hann ætlaði sér í raun og veru aldrei að standa við yfirlýsingu þingsálykt unartillögunnar frá 1956 um brottrekstur varnarliðsiris, Hann gerði öryggis- og utan ríkismálin að verzlunarvöru til þess eins að byggja brú yfir í vinstri stjórn. Öll framkoma formanns Fram- sóknarflokksins í þessu mál ber svip einstæðrar hentistefnu og ábyrðarleysis. Hann hefur for- ystu um það á Alþingi vorið 1956 að samþykkt er gerð um það að varnarliðið skuli rekið úr landi. Hann semur um það nokkrum mánuðum seinna að varnarliðið skuli vera hér áfram um ótil- tekinn tíma, og tekur dollara fyrir. Eftir hálfs annars árs valda feril er Hermann Jónasson kvaddur til Parísar til þess þar, í viðurvist 60 helztu ráðamanna vestrænna þjóða að lýsa yfir því, að honum væri það sízt áhuga- mál að herinn fari frá íslandi. Og hann heldur áfram að láta borga sér í dollurum fyrir yfir- lýsingar sínar. Nokkru síðar fær hann lán úr sjóði sem „forseti Bandaríkjanna ræður yfir og að- eins má nota til ráðstöfunar, sem forsetinn telur mikilvægar fyrir öryggi Bandaríkjanna". Allur ferill formanns Fram- sóknarflokksins í þessu máli er hinn hrapalegasti. Sætir raunar furðu. að maður, sem þannig hefur komið fram í einu mesta stórmáli þjóðar sinnar, utanríkis- og öryggismálum hennar, skuli ekki draga sig í hlé og hverfa frá þátttöku £ opinberum. mál- um. Þegar á allt þetta er litið sætir 'það engri furðu þótt framkoma Framsóknarflokksins í utanríkis- og öryggismálunum sé nú al- mennt talin einn svartasti blett- urinn g skildi hans. „Hermang“ og brask Það er svo öllum lýðum ljóst í þessu landi, að aldrei hefur brask og „hermang“ staðið með öðrum eins blóma í sambandi við dvöl erlends varnarliðs í land inu og einmitt á valdatímabili vinstri stjórnarinnar. Þar hefur hvert hneykslið rekið annað. Er þó óhætt að fullyrða, að þar séu ekki öll kurl komin til grafar. Rannsókn olíumálsins á Kefla- víkurflugvelli stendur enn yfir. Er þar um að ræða eitt víðtæk- asta braskmál, sem um getur hér á landi. Verður að krefjast þess að á því verði tekið með fullri festu, þannig að þjóðin eigi þess kost að vita allan sann- leikann um það, hverjir bera þar ábyrgðina. Sigur ÞAÐ virðist við fyrstu sýn ósköp venjulegt, hvítt duft — og flestir munu litlu nær, þótt þeir sjái hina efnafræðilegu formúlu: C25 H32 N2 02. En læknar víða um lönd þekkja það nú orðið sem lyfið, er sefar hinar sárustu kvalir. — Þetta lyf, sem víðast hvar gengur undir nafninu „Palfi- um“, hefur þegar linað þján- ingar margra, og uppfinninga- manninum, dr. Paul Janssen, frá litla sveitaþorpinu Beerse í Belgíu, hafa borizt þakkar- bréf á mörgum tungumálum. ☆ Þótt dr. Janssen sé aðeins 32 ára gamall, er nafn hans þegar víðþekkt., og allir, sem fást við rannsóknir á þágu læknavísind- anna, þekkja þennan unga Belg- íumann. — Vafalaust eiga enn eftir að berast fréttir frá rann- sóknarstofu hans, sem enginn ut- an Belgíu þekkti til fyrir fáum árum. Byrjaði smátt • Það var líka byrjað í smáum stíl. Faðir dr. Janssens átti litla lyfjaverksmiðju, sem einkum framleiddi bætiefnalyf. — Þeg- ar hinn ungi Paul Janssen hafði lokið læknaprófi, ákvað hann að helga sig rannsóknum og tilraun- um í þágu læknavísindanna — og faðir hans lét honum í té hús- næði til starfseminnar. Hann fékk fimm unga efnafræðinga í lið með sér og hóf rannsóknir á efnaflokki, sem áður hafði verið lítill gaumur gefinn, svonefndum propylaminefnum. Verkefnið virtist heppilega val- ið. Rannsóknirnar gáfu fljótlega vonir um góðan árangur. Dr. Jans sen varð að auka starfsliðið, og hið upphaflega húsnæði varð því brátt of lítið. — Nú er svo komið, að rannsóknarstofur hans eru ein hverjar hinar fullkomustu í Evrópu. Fyrsta lyfið, sem dr. Janssen sendi frá rannsóknarstöð sinni og verulega athygli vakti, var hið svonefnda „Primamide“, en það minnkar sýrumyndunina í maganum og hindrar jafnframt krampadrætti í meltingarfærun- um. Það er nú framleitt í Banda- ríkjunum með sérstöku leyfi og hefir reynzt svo vel. að það er í þann veginn að ryðja úr vegi öðrum, hliðstæðum lyfjum þar. Verkar ekki sljóvgandi • Næsta mikla uppgötvun dr. Janssens var „Palfium“, sem fyrr er getið. Sjálfur nefnir hann það R 875, en það númer ber lyfið í spjaldskrá hans yfir þau rann- sóknarefni, sem hann hefir tekið til meðferðar. Þegar á tilrauna- stiginu höfðu vísindamennirnir góðar vonir um, að lyf þetta myndi reynast vel til þess að stilla kvalir, og tilráunir með dýr lofuðu góðu. En segja má, að árangurinn hafi þó- orðið fram ar vonum, því að það er löngu komið í ljós, að „Palfium" er að þessu leyti áhrifameira en morf- ín. Og það, sem meira er — það Dr. Paul Janssen yfir hefir ekki sljógvandi áhrif, eins og önnur sterk, kvalastillandi lyf. Ennfremur hefir það þann mikla kost, að ekki er nauðsynlegt að sprauta því inn í líkamann — hægt er að gefa það sem töflur með nær jafngóðum árangri. ☆ Víðkunn er þegar sagan um ítalska rithöfundinn Curzio Mala- parte, sem kom helsjúkur heim eftir ferð um Kína — og leið ] er það ekki notað enn, nema ann- að komi lítt að haldi. Fyrst og fremst hefur það verið gefið sár- þjáðum krabbasjúklingum, einn- ig í nokkrum tilfellum eftir mikla uppskurði og loks til þess að stilla kvalir þeirra, er þjást af gall- eða nýrnasteinum. Lyf handa Krúsjeff? • Nýjasta lyfið frá hendi dr. Janssens og samstarfsmanna hans heitir „Galbil“. Það þykir hafa reynzt hið bezta við ýmiss kon- ar gall- og lifrasjúkdómum. Þetta lyf hefir m. a. verið reynt í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn, og er þaðan sögð sú saga, að margir sjúklingar, sem ýmist hafi verið óvinnufærir urn lengri eða skemmri tíma eða þurft að gæta hinnar mestu var- úðar í mataræði, séu nú orðnir hinir sprækustu eftir notkun I þessa ágæta lyfs. ☆ Er dr. Janssen var staddúr i Kaupmannahöfn á dögunum, spurði blaðamaður nokkur hann, hvað hæft væri í þeirri sögu, sem gengi, að Krúsjeff, forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, hefði verið gefið „Gabil“ og fengi af því nokkra bót á lifrasjúkdómi, sem hann er sagður hafa þjáðst af. — Vísindamaðurinn kvaðst ekki hafa heyrt þess getið. Hins vegar hefði sá orðrómur gengið á sínum tíma, að hann hefði reynt „Palfium“ á sjálfum sér, þegar eftir að hann uppgötvaði það — og það verkað á hann eins og kampavín! Það er sem sé ekki allt satt, sem sagt er, bætti hann við, því að þetta er eins og hver önnur fjarstæða. Þegar við finnum eitthvað nýtt, þá er fyrsta skrefið að sjálfsögðu að gera hinar margvíslegustu til- raunir á dýrum. Síðan taka lækn- arnir við, gera sínar tilraunir og sannreyna, hvernig nota skal lyf- ið, og hversu gagnlegt það er. Á'ður en það gerist, hélt vís- indamaðurinn áfram, kann að vera, að 'við höfum fundið annað lyf, sem e. t. v. er enn betra en hið fyrra. — Starf okkar er ekki unnið til þess að yekja eftirtekt, eða vera efni í æsi- fréttir, heldur til þess að freista þess að hjálpa sjúku fólki — og við gleðjumst vissulega þegar við náum árangri í því efni. sársaukanum slíkar vítiskvalir, eð ekkert lyf megnaði að stilla þær. — Læknir hans tók þá ákvörðun að gefa honum „Palfium", en það hafði þá enga reynslu hlotið. Áhrifin voru undraverð. Kvalirnar hurfu þegar í stað — en ekki varð þess vart, að lyfið hefði nein sljóvg- andi áhrif á sjúklinginn. Þótt ekki tækist að bjarga lífi rit- höfundarins, varð íyf belgíska Lyf við geðsjúkdómum • Spurningu blaðamannsins um um það, hvort vænta mætti nokk- urra nýjunga frá rannsókna- stofu dr. Janssens á næstunni, svaraði hinn ungi vísindamað- ur svo: — Það er einmitt það, sem við vinnum að á hverjum degi. Sem stendur einbeitum við okk- Ungur, belgiskur vísindamaður hefir fundið lyf, sem sagt er áhrifameira en morfín til að lina hvers konar þjáningar vísindamannsins a. m. k. til þess, að hann dó án líkamlegra þján- ingar. — Hann lýsti sjálfur hin- um dásamlegu áhrifum lyfsins skömmu fyrir dauða sinn. Enda þótt þess hafi mjög sjald- an orðið vart, að nokkur eftir- köst fylgdu notkun „Palfiums", ur einkum að lyfjum, sem verka á miðstöðvar taugakerfisins, og vonir standa til, að komi að haldi til lækningar á geðsjúkdómum. Á þessu sviði hefir þegar náðst nokkur árangur — en markmið- ið hlýtur að vera að fá hjálpað enn fleirum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.