Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.08.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. ágúst 1959 MORCTJTSBL 4Ð1Ð ið Jóhanna Björnsdóttir Minning EKKI var mér að öllu leyti ókunnugt um, að heilsa Jóhönnu kynni að leika á völtum fæti. Bjóst þó tæplega við, er ég leit hana síðast, að svo stutt ætti hún þá ólifað sem raun varð á. Var hún þá að vísu á fótum, en sárlasin. Nokkru áður en hún var flutt að heiman, kom ég heim til þeirra hjónanna. Leið svo ekki langur tími, þar til ég kom þar farardegi hennar, en af vissum ástæðum gat það ekki orðið og skiptir það að vísu litlu máli. Ég sendi manni hennar og börnum þeirra, og öllu nánasta skyldu- liði innilega samúðarkveðju. Og ég bið henni blessunar í hennar nýju bústöðum, og bið Guð að varðveita hana um alla eilifð. „Þegar mig síðast klukkur kalla heim, kom þú, ó, Guð, og mig í faðmi geym. Fel mína sál við föðurhjartað þitt, fegursta og hinsta, það er athvarf mitt.“ — St. G. 80 ára í dag Maghús Jörgensson aftur, en kom þá að lokuðum dyrum. Að vísu greip það hug minn dálítið óþægilega að svo var, flaug í hug að nokkúr alvara kynni að vera hér á bak við, en vonaði þó að svo væri ekki. Hitti ég þá engan kunnugan, sem upplýst gæti hið rétta, enda stutt viðstaða hjá mér í bænum í það sinn. Nokkru síðar kom svo til- kynning um lát hennar á öldum ljósvakans. Jóhanna var fædd í Reykja- vík 16. nóv. 1888. Og þar átti hún heima æ síðan. Foreldrar hennar voru þau hjónin Margrét Mark- úsdóttir, og Björn Sveinsson skipasmiður. Árið 1910 giftist Jóhanna Eiriki Þorsteinssyni, jttuðum ofan úr Kjós, og er hann enn á lífi. Voru þau því bú- in að vera nær 50 ár í hjóna- bandi, og næstum alltaf búið í sama húsinu, á Brunnstíg 10. Þau eignuðust 2 syni og 2 dætur, og eru þrjú þeirra á lífi, Guð- laug, gift Kristni Ottasyni, skipa- smið, Steinunn, gift Eiríki Ferd- inandssyni, skósmíðameistara og Markús Jóhannes, skrifstofumað- ur hjá S.Í.B.S. Er hann ekkju- maður og hefir hann hin síðari ár búið hjá foreldrum sínum. Einn son misstu þau um tvít- tugsaldur. Veiktust báðir synir þeirra hjóna af hinum skæða sjúkdómi, er svo tilfinnanlega herjaði á héT á landi, og lagði margt ungmennið í gröfina fyrir aldur fram. En sá, sem eftir lif- ir, komst til sæmilegrar heilsu. Jóhanna var þvj búin að finna fyrir miklum veikindum á sínu heimili auk heilsuleysis hennar sjálfrar. En allt þetta bar hún með einstakri stillingu og þol- gæði, því ekki hyrðist hún kvarta þó að erfiðleikar steðjuðu að. Og áreiðanlega vildi hún annara böl bæta, eftir því sem í hennar valdi stóð. Hún var einstök gæðakona, og sérstaklega dagfarsprúð. í allmörg ár, stundaði Eiríkur sjó. Varð þá Jóhanna að vera bæði húsfreyja og húsbóndi, eins og títt er um sjómannskonur. Fórst henni þetta vel, eins og allt annað. Jóhönnu var mjög eigin- legt að laða fólk að sér með framkomu sinni. Og það var sem ylur streymdi á móti manni, þeg- ar maður kom á heimili þeirra bjóna. Það var ekki ætlun mín að skrifa neina ýtarlega æfi- minningu, heldur senda þessari horfnu heiðurskonu einlæga þakkarkveðju mina fyrir alla velvild, sem hún hefir sýnt mér fyrr og siðar. Ætlun min var, að þessar lín- ur gætu komið í blaðinu á út- NÚ á höfuðdaginn er Magnús Jörgensson 80 ára. Hann er kom- inn að Múla í Hrútafirði eftir að hafa verið í Reykjavík í mörg ár, en í Hrútafirði eru margar minningar Magnúsar frá lífi og starfi yngri ára, við óblíð veður og hörð störf. Ungur að árum hóf hann búskap að Gilsstöðum með móður sinni og systkinum, en faðir hans, Jörgen Jörgensson frá Elínarhöfða var þá að verða blindur svo að búforráð lentu á Magnúsi, sem þá tók að sér ferju mannshlutverk yfir Hrútafjörð að Borðeyri, sem var þá mikil ferðaleið manna úr norðursveit- um og oft var farið í slæmum veðrum, en allt fór vel og mörg- um þótti þá gptt að koma að Gils- stöðum. Þaðan fór margur þakk- látur með hlýjan huga. Magnús tók líka að sér gæzlu og viðgerð á lanssímalínunni um Holtavörðu heiði og víðar og oft í hörðum veðrum við .erfið skilyrði, en við þeim störfum tók hann af Tómasi bróður sínum, sem frá upphafi hafði verið við byggingu og svo gæzla hans um heiðar og hálsa, heldur í köldu á stundum, en lífs fjör og snarræði Magnúsar leysti hvern vanda og raun. Um fimmtugs aldur fór hann með móður sinni, Dýrfinnu Helga dóttur til Reykjavíkur. Þá var faðir hans dáinn og farin systkim einnig líka uppeldisbörn. f Reykjavík stundaði hann vöruflutninga á hestvögnum og fleiri störf síðar, en alls staðar vel þekktur, vinmargur, viðmóts glaður, ríkur af lífsfjöri og góð- vilja. Hann giftist góðri konu í Reykjavík, Sesselju Guðlaugs- dóttur, ættaðri úr Kjós. Eína Fresta kjarnorku- vopnatilraunum, ef Vy I • • • • • LONDON, 28. ágúst. (Reuter). — Rússneska stjórnin lýsti því yfir í kvöld, að ekki mundu verða teknar upp á ný kjarnorkuvopna- tilraunir í Ráðstjórnarríkjunum, að því tilskyldu, að Bretar og Bandaríkjamenn gerðu það ekki heldur. Eins og kunnugt er, gaf banda- ríska utanríkisráðuneytið út yfirlýsingu um það s.l. miðviku- dag, að Bandaríkjamenn mundu fre 'rekari kjarnorkuvopnatil •raunuti í tvo mánuði. dóttur eignuðust þau, Aðalheiði, sem nú er gift Einari húsasmíða- meistara og þar varð hans heim- ili eftir lát Sesselju konu sinnar; en á þessu sumri fluttu þau að Múla í Húnavatnssýslu og þar koma vinir og frændur að fagna löngum áfangá í ævi Magnúsar, sem er sí-lífsglaður, fjörlegur góðviljaður og vel séður af óll- um, sem hann þekkja. Minning björt er Magnús minn um marga glaða daga, sem ylja munu arinn þinn; þin ævi er fögur saga. E. H. Forustumenn austur fyrir ,tjald4 LONDON, 28. ágúst. (Reuter) — tveir af forystumönnum Verka- mannaflokksins, þeir Hugh Gait- skell, formaður flokksins, og Aneurin Bevan, fara á morgun í flugvél til Moskvu í boði Krú- sjeffs. Einnig munu þeir koma til Varsjár. Þeir Gaitskell og Bevan munu ræða við rússneska og pólska leið toga, og er gert ráð fyrir, að um- ræðurnar snúist einkum um utan ríkisstefnu Verkamannaflokksins, og þá sérstaklega í málum Evrópu. — Þeir munu dveljast tíu daga í Sovétríkjunum sem gestir rússneska þingsins. Herter, utanríkisráðh. Banda- ríkjanna, bauð þeim Gaitskell og Bevan til miðdegisverðar í banda ríska sendiréðinu í London í dag. Talsmaður Herters sagði, að þetta miðdegisverðarboð stæði ekki í neinu sambandi við för þeirra félaga til Moskvu og Varsjár. $ l k«n‘ti wí»ni.. að auglýsing i stærsta og útbreiddasta biaðinn — eykor söluna mest — Nýtízku falleg íbúð Hef 3 herb, eldhús, bað, forstofu og geymslur. Vil skipta á 1 eða 2 herb, eldhúsi og baði. Tilboð merkt: „Vesturbær—313—4848“, sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudag. Verzlunarhúsnœöi í Miðbænum til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Miðbær—4852“. Stúlka óskast í ís- og sælgætisverzlun 5 tíma á dag (vaktavinna). Uppl. í síma 50727. STARFANDI FOLK velur hinn end i ngargóða Pwket T-Bell Skynsöm stúlka Hún notar hin frábæra Parker T-Ball... þessa nýju tegund kúlupenna sem hefir allt að fimm sinnum meira rit-þol, þökk sé hinni stóru blekfyllingu. Löngu eft- ir að venjulegir kúlupennar hafa þornað, þá mun hinn á- reiðanlegi Parker T-Ball rita mjúklega, jafnt og hiklaust. Poarous kúla einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um kúluna og matar hina fjölmörgu blekholur . . . Þetta fryggír að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker 'fj&il kúlupenni A PRODUCT OF Ý THE PARKER PEN COMPANY 94314 Eiginkona mín, GUÐRlÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR Stað, Grindavík andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur, fimmtudaginn 27.þ.m. Gamaliel Jónsson Maðurinn minn, BRYNJÓLFUR GUÐBRANDSSON Hlöðutúni verður jarðsett frá Stafholtskirkju, mánud. 31. ágúst kl. 2 eJu Jónína G. Jónsdóttir Þökkum sýnda samúð og vinarkveðjur við andlát og jarðarför, GUÐMUNDAR STEFANSSONAR frá Norðfirði Börnin Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför systur okkar, SIGURLAUGAR VIGFtjSDÓTTUR frá Holti á Síðu Fyrir hönd vandamanna: Sigríður Vigfúsdóttir, Vigfúsína Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.