Morgunblaðið - 24.09.1959, Síða 2

Morgunblaðið - 24.09.1959, Síða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Fimmfudagur 24. sept. 1959 forsetahjónin hádegisverðarboð fyrir sendiherrann. Reykjavík, 23. sept. 1959. Þriðja bindi alfræðibókar Gyldendals komið út Vegagrerðin er nú að láta fullgera hinn nýja breiða veg yfir Kola- vatnsmýri, en svo nefnist allvíð- áttumikið mýrlendi milli Þjórsár og Ytri Rangár. Þessi mynd er tekin þar í fyrradag. — Einn af hinum stóru og þungu Mercedes- bílum vegagerðarinnar, hefur farið í gegnum púkklagið. Það tók nokkurn tíma að ná bilnum upp aftur og var það jarðýta, scm bilnum bjargaði. Tippmaðurinn sagði að mýrin væri mjög blaut og í svona tið fer allt á kaf. Suður í Reykjavík, sagði austan bil- stjóri, myndu verkfræðingarnir bara heimta að skipt yrði um jarðveg. — Hvað haldið þið um það, Reykvíkingar , sagði bílstjór inn og beindi orðum sínum til blaðamannanna. NÝLEGA er komið út þriðja bindi alfræðibókar Gyldendals, K—Q, en eins og kunnugt er er ráðgert að gefa út alls fimm bindi. Efni bókarinnar er mjög fjöl- breytt og veitir margháttaðan fróðleik. Þar eru margar stuttorð- ar yfirlitsgreinar, stærst er grein in um málaralist frá fyrstu tíð til vorra tíma, qg fylgja henni margar eftirprentanir af lista- verkum, bæði litaðar og ölitaðar. Einnig eru þar æviatriði ýmissa frægra manna, landfræðileg og vísindaleg efni og ótal margt ann að. A. P. Hansen og Anders Svarre hafa séð um útgáfu bókar innar og notið þar góðrar að- stoðar sérmenntaðra manna. — Bókin er prýdd fjölda mynda og frágangur allur hinn smekkleg- I asti. Sundlaugunum REYKJANESKJÖRDÆMI Kosningaskrifstofur Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskjördæmi: t Keflavík: í Sjálfstæðishús- inu. Opin daglega frá kl. 10—18. Sírni 21. + Hafnarfjörður: Í Sjálfstæðis- húsinu. Opin daglega kl. 10—18. Sími 5-02-28. t Kópavogur: Melgerði 1. Onin kl. 10—19. Símar 1-97-08 og 1-10-91. lokað ... ENN einu sinni varð að loka sundlaugunum fyrir sóðaskap baðgesta. Þetta gerðist á þriðju- daginn milli klukkan 5—6. Þá urðu börn í grunnu lauginni þess vör að sáur var á floti í lauginni. í snatri voru allir reknir upp úr lauginni, og opnað fyrir frárennsli lauganna. Síðan var laugunum lokað. HINN nýi sendiherra Ítalíu herra dr. Guido Colanna di Paliano, afhenti í dag (miðviku- daginn 23. september 1959) for- seta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. Að athöfninni lokinni höfða Tíminn svívirbir Sjálfsfæðis- flokkinn fyrir stuðnina við málstað hænda Fáheyrð brlgslyrði um mútuboð" í garð þeirra // Þ A Ð furðulega fyrirbæri getur nú daglega að líta á síðum Tím- ans, að Sjálfstæðisflokknrinn er skammaður blóðugum skömmum fyrir að hafa tryggt það, að bændum verði bætt það tjón, sem þeir bíða vegna hinna ranglátu bráðabirgðalaga minnihlutastjórnar Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með yfirlýsingu sinni tryggt, að sú 3,18% afurðaverðshækkun, sem þeir hafa beðið eftir í heilt ár vegna kauphækkana verkamanna haustið 1958 verður greidd þeim, eins og alltaf hefur verið gert ráð fyrir, og þeir eiga skýlausan rétt á. Brígslyrði um „mútuboð"! Þetta kallar Tíminn í gær „mútutilboð". Slíkri svívirðingu leyfir þetta blað, sem vill láta kalla sig „málgagn þænda“, að slöngva framan í bændastéttina. Á máli aðalmálgagns Framsókn- arflokksins eru það „mútur“ til bænda ,að þeim sé greitt afurða- verð, sem Framleiðsluráð hefur reiknað út að þeim beri, og Stéttasamband bænda hefur gert kröfu um fyrir þeirra höndM Allt sýnir þetta, hversu ósvíf- inn og ábyrgðarlaus málflutn- ingur Framsóknarmanna er um þessar mundir. Studdi málstað bænda Sjálfstæðisflokkurinn hikaði ekki við að styðja málstað bænda í þessu máli, enda þótt honum væri Ijóst, að reynt myndi að gera hann tortryggilegan gagn- vart launþegum vegna þeirrar afstöðu hans. Sjálfstæðism. létu það ráða afstöðu sinni, að bænd- ur áttu skýlausan rétt til 3,18% hækkunarinnar vegna þess, að afurðaverðshækkun þeirra haust- ið 1958 var miðuð við minni kaupgjaldshækkun hjá verka- mönnum en varð rétt á eftir að afurðaverðið var þá ákveðið. Bændur tóku á sig hliðstæða lækkun á afurðaverði sínu og laimþegar á kaupi sínu með verð- stöðvunarlögunum á sl. vetri. Þá var ekki tekið tillit til þess, að þeir áttu inni 3,18% afurðaverðs- hækkun frá haustinu 1958. Engu að síður tók Framsóknarflokk- urinn sinn þátt i því að auð- velda samþykkt verðstöðvunar- laganna. Hann gat hindrað sam- þykkt þeirra á Alþingi en hann gerði það ekki. Engin ný dýrtíðarskriða Sjálfstæðisflokkurinn er þess alráðinn að koma í veg fyrir að hin „nýja verðbólgualda“, sem vinstri stjómin leiddi yfir þjóð- ina eyðileggi efnahagsgrund- völl hennar. En sú afurða- verðhækkun, sem bændur áttu rétt á og höfðu beðið eftir í heilt ár þurfti enga nýja verðbólgu- skriðu að setja á stað. Hana hefði mátt greiða niður þar til efna- hagsvandamálið í heild var tekið til athugunar og úrlausnar. Það hefði ekkert munað um þann smákepp í hinum miklu niður- greiðslum, sem vinstri stjórnin hóf og núverandi ríkisstjórn hef- ur haldið áfram. Minnihlutastjórn Alþýðuflokks ins mun vissulega hvorki hafa af því sóma né heldur uppskera aukið fylgi fyrir, að hafa fram- ið ranglæti gagnvart bændastétt- inni í þessum efnum. Það sýnir svo óheilindi og ótrúnað Framsóknarflokksins við bændur, að hann skuli nú fyrst og fremst beina hat- ursáróðri smum gegn Sjáif- stæðisfiokknum, sem tryggt hefur bændum leiðréttingu á því ranglæti, sem framið hef- ur verið gagnvart þeim. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rétt hlut bænda. Sú staðreynd stendur óhögguð, ef Fram- sóknarmenn ekki svíkja mál- stað þeirra. Nýr sendiherra Ítalíu Cangið á móti umferðinni í ÞESSUM mánuði hafa orðið 3 dauðaslys með þeim hætti að menn hafa gengið á vinstri veg- arbrún, bifreið komið á eftir þeim og ekið aftan á þá án þess að nokkuð væri hægt að gera. Slysavarnafélagið viU hvetja alla gangandi vegfarendur til að fara eftir umferðarlögunum og ganga á hægri vegarbrún, þar sem gangstéttir eru ekki og koma þanni g á móti farartækjunum, getur þá hinn gangandi vegfar- andi fylgzt betur með umferð- inni. , Ökumenn, munið að í rigningu og dimmviðri þarf að sýna meiri gætni en í björtu. Vegfarendur, sýnið gætni, varúð og lipurð í umferðinni, vinnum öll að bættri umferðar- menningu og forðumst slysin. Bœrinn að Hamri í Svínavatnshr. brennur BLÖNDUÓSI, 3. sept. — í nótt varð bæjarbruni að Hamri í Svínavatnshreppi, en það er næsti bær við Ása. Brann bæjar- húsið og allt sem í því var. Kona, 12 ára drengur og barn, bjargað- ist út, fáklædd. Á Hamri býr Þorsteinn Sigur- jónsson. Hann var ekki heima, er þetta gerðist, var hér á Blöndu- ósi að vinna við haustslátrunina í sláturhúsinu. Ráðskonan, Ester Guðmunds- dóttir, var ein heima á bænum með 12 ára dreng og tveggja ára barn. Vaknaði hún um klukkan 2 í fyrrinótt og var þá eldur kom inn upp í bænum. Hún mun ekki hafa komizt út úr bænum á ann ' an hátt en að brjóta rúður í glugg anum á herbergi því, er hún svaf i. Við það skarst hún allmikið á hendi. Drengurinn, sem var fá- klæddur er hann kom út, hljóp þegar berfættur á nærbuxunum, á einni skyrtu að Ásum en það er alllöng leið. Þar vakti hann upp fólkið, og bað um hjálp. En þegar hér var komið, var svo mik ill eldur í bænum, að allar til- raunir tif þess að ráða niðurlög- um hans voru tilgangslausar. Nokkur hluti hússins var úr steinsteypu. Er tjónið mjög til- finnanlegt og óvíst hvernig Þor- steinn Sigurjónsson muni bregð- ast við þeim vanda, sem honum er nú á höndum varðandi bú- reksturinn á Hamri. — Fréttaritari. Albert Sehweitzer í Kaupmannahöfn KAUPMANNAHÖFN, 21. sept. — (NTB) — Mannvinurinn og Nó- belsverðlaunahafinn Albert Schweitzer mun þriðjudaginn 29. þ. m. veita móttöku nýjum dönsk um verðlaunum að upphæð 100 þúsund d. kr. — Verðlaunaaf- hendingin fer fram við hátíðlega athöfn í Kaupmannahafnarná- skóla, er hér um að ræða heið- ursverðlaun, sem ekkja Sonnmg ritstjóra hefur heitið í minningu um eiginmann sinn, en hann starf aði hjá „Berlingske Tidende" — Þetta er í fyrsta skipti, sem verð- launin eru veitt. Við siðdegisverð í Kristjáns- borgarhöll sama kvöld, mun H. C. Hansen, forsætisáðherra, afhenda Schweitzer 50 þúsund d. kr., sem ákveðið hefur verið að til hans skuli renna sem hluti af kvik- myndaskatti þeim, sem komið hefur í ríkissjóð, fyrir sýningar á kvikmyndinni um sjúkrahús 'Schweitzers í Lambarrene í Afríku. KOSNIN G ASKFIF - STOFA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK er í Morgunblaðshús- inu, Aðalstræti 6, II. hæð. — Skrifstofan er opin alla daga frá kL 10—18. — ★ 'k Stuðningsfólk flokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýs- ingar varðandi kosn- ingarnar. k ★ k Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 12757. k ★ k Gefið skrifstofunni upp- lýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördag, innanlands og utan. kr ★ 'k Símar skrifstofunnar eru 13560 og 10450.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.