Morgunblaðið - 24.09.1959, Page 3
Fimmtudagur 24. sept. 1959
MORCUIS BL AÐIÐ
3
Þessi mynd er tekin í botni jökulsigsins í Kverkfjöllum og má greina fólkið sem örsmáa díla þar sem það ber við jökulhamrana
á miðri myndinni. — Myndirnar tók Magnús Jóhannsson.
Stórt jökulsig
í Kverkfjöllum
Frá haustferð Jöklarannsóknarfélagsins
í GÆR náði blaðið tali af
þeim dr. Sigurði Þórarins-
syni jarðfræðingi og Magnúsi
Jóhannssyni útvarpsvirkja og
spurði þá um haustferð Jökla-
rannsóknafélagsins. Nú fyrir
skömmu var farinn leiðangur
á vegum þess inn á Vatna-
jökul, bæði til Grímsvatna
og Kverkfjalla. í Kverkfjöll-
um var gerð athugun á mjög
stóru jökulsigi, sem hefir
myndazt nú á þessu ári og er
það stærsta jökulsig, sem
menn vita til að þar hafi
myndazt. Magnús Jóhannsson
stóð fyrir leiðangrinum að
þessu sinni, því dr. Sigurður
dvaldist um þær mundir er-
lendis.
Jökulhlaupið.
Laugardaginn 12. september
hélt 11 manna hópur í fjallabíl
Guðmundar Jónasonar inn í Jök-
ulheima í Tungnaárbotnum, en
þar voru geymdir tveir snjóbíl-
ar frá því í ferð félagsins í vor.
í Jökulheimum var dvalið yfir
helgina við ýmis konar lagfær-
ingar m. a. á snjóbílunum. Upp
á Vatnajökul var svo haldið á
mánudagsmorgun og gekk ferðin
mjög greiðlega til Grímsvatna og
gist var þar um nóttina. Þar var
ekki höfð nema skömm viðdvöl
næsta dag, heldur þegar haidið
til Kverkfjalla, enda veður gott
og bjart. Komið var til Kverk-
fjalla kl. 8 um kvöldið. Ætlunin
var að hafa þar skamma viðdvöí,
en þá sá leiðangursfólkið að stó :t
og mikið jökulsig hafði myndazt
og var því ákveðið að gista og
athuga það nánar næsta dag. Var
svo dvalið í Kverkfjöllum til mið
vikudagskvölds.
Botn jarðsigsins reyndist vera
um 200 m í þvermál og nálægt
þvi hringlaga, en íshamrarnir um
hverfis um 100 m háir. Það má
því gera ráð fyrir að þarna hafi
að minnsta kosti hlaupið fram
um hálf milljón teningsmetra af
vatni og hefur það runnið í Jök-
ulsá á Fjöllum. Hlaup þetta hefur
trúlega átt sér stað á þessu ári
og að öllum líkindum í vor.
Eitt stærsta jarðhitasvæði
landsins.
Dr. Sigurður Þórarinsson sagði
að þarna væri um að ræða stöð-
ugt hverasvæði undir jöklinum
og eitt með þeim mestu hér á
landi. Jökulrask hefði átt sér
þarna stað áður og mætti greini-
Framh. á bls. 15.
Skálinn á Grímsfjalli og snjóbílarnir. Skálinn er i
og geta gist þar um 20 manns. Þegar fleiri eru í
oft er, gista þeir í tjöldum eða snjóhúsum.
1720 m.
förinni,
smsniMR
Ofsókn í,egn
S j álf stæðismönnum
Eins og skýrt var frá hér í
blaðinu í gær, ræddi „Islending-
ur“ á Akureyri hið einstæða of-
stæki Framsóknarblaðsins „Dags“
i í grein í blaðinu sl. föstudag.
Vekur islendingur þar athygli á
að Dagur jafni Sjálfstæðismönn-
um innan samvinnufélaganna við
„skemmdarverkamenn og þjóð-
svikara“. Beri að svifta þá öllum
trúnaði innan félaga sinna. Kemst
íslendingur síðan að orði uut
þetta á þessa Ieið:
„Verður ekki annað séð en hér
sé beinlínis að því stefnt að
hrekja fylgismenn annarra flokka
en Framsóknar — svo og utan-
flokkamenn — úr samvinnufélög-
unum — og geta menn hugleitt
hvort það mnrni veikja þau eða
styrkja, svo sem nánara er að vik-
ið í leiðara biaðsins. Ólíklegt er
að ritstjóri Dags skrifi þessi orð
án þess að hafa að bakhjarli valda
menn Framsóknarflokksins, en
skýrara þarf ekki að tala“.
Stefnt gegn Bjartmari
bónda á .Sandi
„fslendingur“ heldur síðan á-
fram í þessari sömu grein:
„Ofsóknarherferð skal hafin
innan samvinnufélaganna gegn
öllum þeim þúsundum Sjálfstæð-
ismanna, sem þar eru meðlimir
eða starfsmenn. Þeir skulu sviftir
öllum trúnaði og stimplaðir sem
skemmdarverkamenn og svikar-
ar.
Þessi ummæli verða enn eftir-
tektarverðari nú, þegar þess er
gætt, að Bjartmar Guðmundsson,
þingeyski bóndinn, sem skipar
baráttusætið á lista Sjálfstæðis-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra, hefur haft mikinn trúnað
þingeyskra samvinnumanna og
er nú stjórnarmeðlinuur Kaup-
félags Þingeyinga. Nú kemur
„Dag“-skipunin frá Framsóknar-
foringjunum á Akureyri til Þing-
eyinga: Sviftið Bjartmar Guð-
mundsson öllum trúnaði innan
K. Þ., af því að hann hefur gerzt
svo djarfoir að taka sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Þessi furðulegu ofstækisskrif
munu raunar hafa þveröfug áhrif
við það, sem til er ætlazt. og
þingeyskir samvinnumenn, sem
gert hafa Bjartmar Guðmtunds-
son að trúnaðarmanni sínum
vegna mannkosta hans og góðra
starfa innan samvinnuhreyfing-
arinnar, munu kunna að svara
fyrir sig ,enda berast nú þær
fréttir, að hann muni verulega
efla fylgi Sjálfstæðisflokksins í
Þingeyjarsýslu, svo að sókn
flokksins þar verður ekki minni
en í öðrum hlutum Norðurlands-
kjördæmis eystra“.
Hér sést norðvesturbrún sigsins og hinar risastóru jökulsprungur. Út um þær gusu gufu-
strókar annað slagið.
Hið glórulausa ofstæki
Ummæli Framsóknarmálgagns-
ins á Akureyri sýna vissulega hið
glórulausa ofstæki, sem Fram-
sóknarmenn beita nú í stjórn-
málabaráttu sinni. Þeir svífast
þar einskis.
Þetta kemur einnig fram í sam
bandi við árásir þeirra á Sjálf-
stæðisflokkinn, sem lýst hefiur
yfir stuðningi við málstað bænda
í deilunni um verðlagningu land-
búnaðarafurða. Þar lýsa Fram-
sóknarmenn því annan daginn
yfir, að meirihluti Alþingis sé
mótfallinn bráðabirgðalögunum.
Hinn daginn lýsir miðstjórn Fram
sóknarflokksins því blákalt yf-
ir, að ríkisstjórnin hafi fyrirfram
tryggt sér meirihlutafylgi á Al-
þingi við lögin!
Þannig fara Framsóknarmenn
með vísvitandi blekkingar og ó-
sannindi. Ekkert vopn er of
ódrengilegt eða lágkúmlegt til
þess að Tíminn og lið hans telji
l sig ekki geta beitt því.