Morgunblaðið - 24.09.1959, Page 6

Morgunblaðið - 24.09.1959, Page 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 24. sept. 1959 íslenzka þjóðin góður efni- viður til manntræbirannsókna Samtal við Jens Pálsson mannfræðing EINN af okkar ungu og efnilegu vísindamönnum, Jens Fálsson, er fyrir nokkru kominn heim til ís- lands eftir fjögurra ára dvöl í Bandarikjunum. Hann nam fyrst mannfræði við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, gerði síðan rannsóknir á íslendingum á áranum 195?— 1954 en hóf nám við Kaliforníu- háskóla árið 1956 og útskrifaðist þaðan sumarið 1957. Jens hefur síðan stundað framhaldsnám við Washingtonháskóla og Harvard- háskóla en starfað jafnframt sem aðstoðarmaður prófessora og að eigin rannsókpum. Hann var kjörinn félagi í Phi Beta Kappa, einu elzta og merkasta heiðurs- félagi háskólamanna í Bandarikj- unum og einnig i Heiðursstúdenta féiagi Kaliforniuháskólans. Morgunblaðið hafði tal af Jens nýlega og fer hér á eftir samtal við hann. Viltu ekki segja okkur eitthvað frá Kaliforníuháskólanum? Hann er stærsti háskóli heims- ins þegar meðtalin eru öll útibú hans víða um Kaliforníu. Um 30— 40 þúsund stúdentar sækja hinar ýmsu deildir háskólans, árlega, enda er þessi skóli meðal fremstu og fullkomnustu háskóla Banda- ríkjanna, talinn í röð með Har- vard, Chicago og Columbia há- skólum. Það er því ekki að furða þótt stúdentar frá öðrum löndum sæki lika mjög til þessa háskóla. Hátt á annað þúsund eriendra manna stundar nám við skólann ár hvert. Á Alþjóðaheimili stúd- enta í Berkeley, sbm er nálægt San Francisco, búa hundruð manna af mísmunandi þjóðerni og kynflokkum. Stúdentalíf er þar mjög fjörugt, umræðufundir tíðir, um stjórnmál o. fl. Meðan ég bjó þar sýndi ég eitt sinn kvikmynd frá íslandi ,sem Is- lenzka sendiráðið í Washington góðfúslega útvegaði. Vakti hún mikla athygli ,sem og sérstök sýn ing, sem ég var beðinn að koma upp í Alþjóðaheimilinu. En ís- lenzkt fólk búsett í Berkeley að- stoðaði mig við uppsetningu hennar. Á alþjóðaheimilinu skipti ég mér lítið af Evrópumönnum, en kynntist aftur mörgum Asíu- og Afríkubúum, þar á meðal var einn bezti vinur minn, kínversk- ur liðsforingi úr leynilögreglu Sjang Kaj Sjeks. Hann var hið mesta prúðmenni dagfarslega, sí- brosandi með brandara, en ef ein hver minntist á kommúnista þá gnisti hann tönnum og hatur brann úr augum hans. Hittir þú ekki marga Vestur- íslendinga í Ameríku? Jú. Sá fyrsti þeirra var dr. Vil- hjálmur Stefánsson, landkönnuð- ur. Hann tók mér afar vel og 'bauð mér að dvelja hjá sér. Slíkri gestrisni mætti ég víða meðal íslendinga vestra. Þar sem ég veit að margir þeirra sjá Morgunblaðið þá má ég kannske nota tækifærið til að þakka marg víslega aðstoð og vináttu er ég naut hjá þeim. Sérstaklega vildi ég þakka þann heið- ur, sem íslendingafélagið í N- Kaliforníu sýndi mér með því að veita mér fyrstum manna fé úr nýstofnuðum sjóði sínum sem er til styrktar íslenzkum námsmönn um í Kaliforníu. Einnig met ég það traust er íslendingafélögin í Seattlé í Washington, fólu mér að flytja aðalræðuna á hátíð þeirra í tilefni af 17. júní í fyrra. Síðast en ekki sízt vil ég geta íslenzkra Mormóna í Utah. Hjá þeim dvaldist ég um 10 daga skeið í góðu yfirlæti og sótti m. a. guðshús þeirra, sem eru mjög lát- laus að gerð og enga krossa hafa. Hefði ég sennilega tekið trú, ef kona ein háöldruð af íslenzku kyni hefði ekki beðið guð að forða mér frá þeirri „villu“. Hún bjó í Spanish Fork og hélt þar ein við sína gömlu lútherstrú. Hún var fjögurra ára er hún fór af íslandi en talaði ennþá ramma íslenzku. Þegar ég kvaddi hana, klappaði hún mér og kallaði á eftir mér: „Láttu þá ekki felia þig". í Salt Lake City var mér sýnd hin mikla ættfræðistofnun Mor- móna, þar sem vinna um 400 mánns. Gerðir þú nokkrar mannfræði- athuganir á Vestur-fslendingum? Mig hefur lengi langað til að at- huga íslenzku landnemana vestra og afkomendur þeirra, en því miður er það illgerlegt fyrir félausan mann og tímatæpan að ná til margra þeirra. Þeir eru svó dreifðir. Ég mældi þó nálægt 100 manns á svipaðan hátt og fólkið hér heima. Flesta fékk ég til mælinga í Kaliforníu og í Seattle, einnig nokkra Mormóna í Utah. Ég náði líka í fólkið á ís- lenzku elliheimilunum í Blaine og Gimli. Kannske auðnast mér síðar að gera skipulagðar athug- arnir á Vestur-íslendingum, en það gæti orðið. merkilegur saman burður við fólkið hér heima. Gall inn er bara sá að hinir gömlu eru að kveðja. Hvað starfaðir þú. annars jafn- hliða námi þínu? Ég var fyrst aðstoðarmaður Dr. McCown’s, aðalkennara míns við Kaliforníuháskólans þar til hann fór til Indlands. Viðfangsefnið var aflaga höfuðkúþur Indíána frá -Perú. Þá starfaði ég um tíma fyrir prófessor H. Hamer í sam- bandi við mállýzkurannsóknir. Vorið 1958 réðst ég svo til Was- hingtonháskóla í Seattle. Þar fékkst ég mest við tölfræðilega vinnu en einnig nokkuð við blóð- rannsóknir á mönnum af mon- gólsku kyni. Dr. Hulse var þá yfirmaður minn og aðalkennari. Hann hafði alveg sérstakan á- huga á rannsóknum mínum á ís- lendingum enda hefur hann feng ist við svipuð viðfangsefni hjá öðrum þjóðum. (þ. e. mælingar og aðrar rannsóknir á lifandi fólki). Er ég hafði lokið starfi mínu og námi við Washingtonháskól- ann, fór ég til Harvardháskóla, sem er nálægt Boston á austur- strönd Bandaríkjanna. Þar er m. a. mérkilegt íslenzkt beinasafn og eitt stærsta og fullkomnasta mannfræðibókasafn heimsins. Sótti ég aðallega fyrirlestra hjá Dr. Howells og Dr. Hunt, sem báðir eru sérfræðingar í fysiskri antrópólógíu. Ennfremur lagði ég sérstaka stund á að kynna mér va xtarrannsóknir. Hefur það hvarflað að þér að setjast að í Bandaríkjunum? Nei, aldrei. Mér hefur samt liðið þar vel, og atvinnumögu- leikar virtust sæmilegir. Mér var boðin föst staða við vaxtarann- Jens Pálssou sóknarstofnun í Philadelphia, sem er rekin af þekktum mann- fræðingi, með styrk úr ríkissjóði Bandaríkj anna. Úr því varð þó ekki, að ég tæki við henni. Þá var mér einn- ig boðin aðstoðarkennarastaða i mannfræði við Visconsinháskóla, og jafnframt vildu þeir fá mig þar í rannsóknir. Vinna við mann fræðisafnið í Berkeley í Kali- forníu kom einnig til greina, en ég hafnaði báðufn þeim tilboð- um. Hætt er við að ef maður kemst á spenann erlendis "fcá verði erf- iðara að alíta áig lausian, og leggja út í þá óvissu baráttu, sem bíður í föðurlandinu. Hvað hyggst þú að gera í fram- tíðinni? Nú sem stendur, vinn ég meðal annars að ritgerð sem byggist á mannfræðirannsóknum mínum á Íslendingum, en meira nám er framundan, og vonandi frekari rannsóknir varðandi íslendinga. Ég hefi talið það nauðsynlegt, að kynna mér mismunandi skóla í mannfræði. Þettaer geysivíðtæk vísindagrein, og menn eru stöð- ugt að aema ný svið innan henn- ar. Það er engin ein og algild stefna til í mannfræði, þó að segja megi, að aðalmarkmiðið sé eitt og hið sama. Verkefnin eru mörg sem við blasa, og vona ég að geta síðar gert grein fyrir þeim, sem mér finnast mest aðkallandi á íslandi. Nú vil ég aðeins segja þetta: Við íslandingar, sem gortum af ættfræðiáhuga okkar og mann fræði í fornum skilningi, getum varla lengur látið hjá líða að leggja meiri rækt við vísindalega mannfræði. Það er álit allra þeirra visinda- manna, sem til þekkja, að ís- lenzka þjóðin sé fádæma góður efniviður til mannfræðilegra rannsókna, segir Jens Pálsson að lokum. Hann er nú á förum til framhaldsnáms við Oxford há- skóla í Englandi. Utankjörstaðakosning erlendis UTANKJORFUNDARKOSNING getur farið fram á þessum stöð- um erlendis frá og með 27. sept- ember 1959: BANDARÍKI AMERÍKU Washlngton D.C. Sendiráð íslands 1906 23rd Street, N.W. Washington 8, D.C. Baltimore, Maryland: Ræðism.: Dr. 'Stefán Einarsson 2827 Forest View Avenue Baltimore, Maryland. Chicago, Illinois: Ræðism.: Dr. Árni Helgason 100 West Monroe Stree' Chicago 3, Ulinois. Grand Forks, North Dakota. Ræðismaður: Dr. Richard Beck 801 Lincoln Drive Grand Forks, North Dakota. Minneapolis, Minnesota: Ræðismaður: Bjöm Björnsson Room 1203, 15 South Fifth Street, Minneapolis, Minnesota. New York, New York: Aðalræðismannskrifstofa fslands, 551 Fifth Avenue, New York 17, N.Y. Portland, Oregon: Ræðism.: Bardi G. Skúlason 1207 Public Service Building Portland, Oregon. San Francisco og Berkeiey, Califonia: Ræðism.: Steingrímur Octavíus Thorlaksson, 1633 Elm Street • San Carlos, Califomia. Seattle, Washington: Ræðismaður: Karl F. Frederick 218 Aloha Street 'Seattle, Washington. BRETLAND London: Sendiráð íslands 17, Buckingham Gate London S.W. 1. Edinborg-Leith: Aðalræðism.: Sigursteinn Magn ússon 46, Constitution Street, Edinburgh 6. Grimsby: Ræðism.: Þórarinn Olgeirsson, Rínovia Steam Fishing Co. Ltd. Faringdon Road, Fish Dock Grimsby. DANMÖRK Kaupmannahöfn: Sendiráð íslands Dantes Plads 3 Kaupmannahöfn. f FRAKKLAND f Paris: Sendiráð fslands Verkalýðsfélac; Akraness se’r upp samningum AKRANESI, 21. sept.: — Karla- og kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness hafa sagt upp samn- ingum frá og með 15. október n.k. með mánaðar uppsagnarfresti. skrifar úr dagiega lífinu D VELVAKANDA hefur borizt eftirfarandi bréf: Þeir kveðja ekki í sáma VELVAKANDI. — Það er ekki úr vegi að minnast rétt á það, að mikið ósköp hljóta marg- ir þeirra, sem sinna opinberum afgreiðslum og störfum, að vera orðnir slituppgefnir, ef marka mætti á því, að allur f jöldi þeirra er hættur að mæla nokkur kveðjuorð, ef t. d. er talað við þá í síma. Það umlar rétt í sumum og í öðrum heyrist kannske ekk- ert, annað en þess verður vart að símatalfærið er lagt á. Þá veit maður að viðkomandi er farinn úr símanum. En þetta láta fyrir- tæki, sem telja má til fyrirmynd- ar, ekki viðgangast og einkafyrir- tæki passa vel upp á svona smá- muni, það hefir sína þýðingu upp á viðskiptin, — og samskiptin. Hér má þó hvorki flokka undir eitt, einkarekstur né ríkisstofn- anir, því sumar rikisstofnanir eru i þama í bezta flokki, en nokkuð margar eru þó með lága einkunn. Er þetta sunnlenzka rigningin? EG held að Norðurland standi þarna framar. Ég tala oft í síma og þá stundum, t. d. við Akureyri, og það virðist minni þreytublær yfir þeim þar og þeir ljúka ætíð samtali án þess að gef- ast upp. Ætli það sé ekki sunn- lenzka rigningin sem verkar svona á mannskapinn, en ég er nefnilega Sunnlendingur. Höfuð- staðarbúar, Reykvíkingar, verða fyrir miklum heimsborgaraáhrif- um, þangað liggur nú leið margra útlendinga, tæplega læra þeir þetta af þeim, því almennt þykir jafn sjálfsagt að kveðjast eins og heilsast og aðrar þjóðir kenna börnum sínum þann sið og láta þau viðhalda honum og það með „seremonium“ sem við kærum okkur ekki um að taka upp. Am- erískir siðir eru sjálfsagt góðir, þótt þeirra „hallo“ sé ekki sér- stök fyrirmynd, sem kveðja enda ekki notuð, nema af vissum hóp, og þá sérstaklega unglingum, sem taka það hver eftir öðrum. Háttvísi og þjónusta ANNARS er það dálítið spaugi- legt og táknrænt fyrir yfir- standandi tíma, að orðin „hátt- vísi“ og „þjónusta“, eru orðin mörgum svo töm í notkun, að þau eru nokkurs konar „slagorð“, notuð í tíma og ótíma, en nokkur vafi leikur á um hvort framför hefir almennt orðið í framkvæmd þeirra hugtaka, sem orðin fela i sér. Það væri ekki ónauðsynlegt rannsóknarefni, því óneitanlega er það ekki svo lítill þáttur í sam skiptum manna og hefir ekki síð- ur áhrif gagnvart einstaklingum hvors til annars, en þjóða í milU. Lítið nú í kringum ykkur og sjáið hvers þið verðið vísir og að sjálf- sögðu bætið úr, ef einhver þörf væri á!! K. II. 124 Boulevard Haussmann París ÍTALÍA Genove: Aðalræðism.: Hálfdan Bjarna- son, Via C. Roccatagliata Ceccardi No 4-21, Genova. KANADA Toronto, Ontario: Ræðism.: J. Ragnar Johnson Suite 2005, Victory Bulding, 80 Richmond Street West Toronto, Ontario. Vancouver, British Columbia: Ræðism.: John F. Sigurdsson 1275 West 6th Avenue Vancouver, British Columbia. Winnipeg, Manitoba: (Umdæmi Manitoba, Saskatchewan, Alberta) Ræðism.: Grettir Leo Jóhann- son, 76 Middle Gate, Winnipeg 1, Manitoba. NOREGUR Oslo: Sendiráð fslands Stortingsgate 30, Oslo. SOVÉTRÍKIN Moskva: Sendiráð íslands Khlebny Pereulok 28, Moskva. SVÍÞJÓÐ Stokkhólmur: Sendiráð íslands Kommandörsgatan 35 Stockholm. SAMBANDSLÝÐVELDH) ÞÝZKALAND Bonn: Sendiráð íslands Kronprinzenstrasse 4 Bad Godesberg. Hamborg: Aðalræðismannskrifstofa íslands Tesdorpstrasse 19 Hamborg. Liibeck: Ræðismaður: Árni Siemsen Körnerstrasse 18 Lúbeck. TÉKKÓSLÓVAKÍA Pragh: Ræðism.: Árni Finnbjörnsson Na Orechovce 69 Praha 5. U tanrí kisráðuney tið, Reykjavik, 22. september 1959.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.