Morgunblaðið - 27.09.1959, Page 2
2
MORVJJISBLAÐIÐ
Sunnudagur 27. sepí. 1959
Urðu að fara yfir fiallgarð til
jbess oð ná í hjálp
Skipstjórinn beið á strandstaðnum
i 18 tima
Talstöðvar voru gagnslausar
FYRRIHLUTA vikunnar lentu
þrír menn í hrakningum norður
í Héðinsfirði. Strandaði bátur
þeirra, 14 lesta, er hann var á
leið frá Siglufirði til Ólafsfjarð-
ar. Mennina sakaði ekki, en það
var fyrir harðfylgi þeirra, að
þeim tókst að ná til byggða, því
allar tilraunir þeirra til þess að
ná sambandi við önnur skip og
radíóstöðvar mistókust. Skip-
stjór á þessum litla báti var Jón
Sigurðsson, sem margir munu
kannast við undir nafninu Jón
Kristófer. Mönnunum líður nú
veL
Fréttaritari Mbl. í Ólafsfirði,
sem hitti skipbrotsmenn að máli
í gær, símaði um hrakninga
þeirra þremenninganna, en bátur
þeirra hét Margrét og var frá
Neskaupstað. Þeir voru á leið
suður til Reykjavíkur til sjóróðra
þaðan. Átti Jón Kristófer bátinn.
Hafði hann ætlað að koma við á
Ólafsfirði, en þar býr systir hans.
Óhappið með bátinn skeði síð-
degis á mánudaginn. Á bátnum
með Jóni Kristófer voru þeir
Júlíus Hannesson frá Siglufirði
og Karl Pétursson, er verði hafði
á síldarleitarskipinu Fanney, nú
í sumar.
Það var vél bátsins sem bilaði.
Þrátt fyrir, ítrekaðar tilraunir
þeirra til þess að koma vélinni
aftur í gang, tókst það ekki. Bát-
inn hrakti inn á Héðinsf jörð und-
an vindi og sjó. Þeir höfðu einnig
án árangurs reynt að kalla á nær-
stödd skip gegnum talstöðina.
Þegar þeir félagar á bátnum
sáu að strand var yfirvofandi,
var ákveðið að senda á land
í gúmmíbát þá Júlíus og Karl. í
Héðinsfirði er skipbrotsmanna-
skýli og skyldu þeir fara þangað
og kalla eftir hjálp. Bátur þeirra
var þá rétt utan við landsteina
og varð Jón þá einn eftir. í bátn-
um.
I skýlinu gripu skipbrotsmenn
talstöðina og byrjuðu að kaila
eftir hjálp, en ekkert svar barst.
Þeim mun síðar hafa orðið það
Ijóst að stöðin var í ólagi.
Ákváðu þeir þá að leggja af
stað gangandi yfir fjallgarðinn
milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarð-
ar. Fóru þeir þar um sem leiðin
yfir fjallgarðinn er greiðust yfir-
ferðar, um Rauðsskarð. Þeir
komu til Ólafsfjarðar og sögðu
tíðindin á þriðjudagskvöld.
Jón Sigurpálsson, skipstjóri á
vélbátnum Þorleifi Rögnvalds-
syni, brá skjótt við og lagði af
stað áleiðis á strandstað. Er um
hálfs annars tíma sigling frá Ól-
afsfirði til Héðinsfjarðar. Myrk-
ur var er báturinn kom þangað.
Tókst ekki að finna bátinn. Menn
voru sendir frá honum í land í
skipsbrotsmannaskýlið til þess
að leita Jóns en þar var enginn.
Við svo búið var bátnum siglt
til Siglufjarðar í þeirri von að
Jóni hefði tekizt að ná sambandi
við einhvern bát, sem dregið
hefði bátinn þangað.
Svo var þó eigi og frá Siglu-
firði var lagt af stað um nóttina
og komið til Héðinsfjarðar aft-
ur í birtingu á miðvikudagsmorg-
uninn. Fundu skipsmenn þá bát-
inn strandaðann og brotinn und-
ir skriðum, utarlega í Héðins-
firði. Menn voru sendir í land til
að leita Jóns. Uppi á allháum
bökkum fyrir ofan strandstaðinn
fundu þeir Jón. Var hann þá orð-
inn mjög þrekaður, enda búinn
að liggja þarna 18 klst. að eigin
sögn, blautur og kaldur.
Jón sagði Jakob Ágústssyni
iréttaritara Mbl. í Ólafsfirði frá
því, að er báturinn hafi verið
að mjakast inn í brimið við
ströndina, hafi hann farið úr sjó
stígvélunum, spennt á sig bjarg-
hring og svamlað til lands. —
Kvaðst hann hafa talið það ör-
uggara, en a ðveltast með bátnum
upp í stórgrýtta urðina. Hann
kvaðst hafa talið öruggara að
halda sig í námunda .við bátinn,
því myrkur var og hann alókunn
ugur. Kvaðst hann sjálfur hafa
verið farinn að óttast um skips-
félaga sína, Júlíus og Karl.
Báturinn flutti mennina til
Ólafsfjarðar og rómaði Jón
Kristófer mjög frammistöðu
björgunarmannanna, Jóns skip-
stjóra Sigurpálssonar og manna
hans og báðu þeir blaðið að færa
þeim þakkir sínar, svo og Fann-
berg Jóhannessyni og öðrum
þeim er hjálpað höfðu þeim á
einn eða annan hátt.
Að lokum sagði Jón Kristófer
að hann og skipsmenn hans
hefðu misst föt sín öll með bátn-
um. Báturinn var vátryggður
fyrir 300.000 krónur.og ætla þeir
félagar að reyna að ná sér í nýtt
skip hið bráðasta.
Páll ísólfsson
lætur af starfi
PÁLL ÍSÓLFSSON, tónskáld,
hefir sótt um lausn frá störfum
sem tónlistarstjóri Ríkisútvarps-
ins. Mun hann væntanlega láta
af starfi sínu þar nú á næstunni.
Páll hefir starfað við Ríkisút-
varpið allt frá upphafi, og tón-
listarstjóri hefir hann verið alla
tíð, að undanteknu einu ári, sem
Jón Leifs, tónskáld, gegndi starf-
inu. Hann var og í fyrsta út-
varpsráði.
Er blaðið hafði samband við
Pál í gær, kvaðst hann ekki
mundu verða í neinum vandræð-
um með tímann, þótt hann léti
nú af þessu starfi •— nóg lægi
fyrir af óloknum verkefnum, sem
sér hefði ekki gefizt tími til að
smna til þessa.
Ekki mun enn ráðið til fulls,
hver tekur við starfi tónlistar-
stjóra Ríkisútvarpsins, þegar Páll
ísólfsson hættir.
Skipaður prestur
NÚ hafa Grímsnesingar fengið
nýjan sálusorgara, en Mosfells-
prestakalli í Grímsnesi var slegið
upp er séra Ingólfur Ástmarsson
varð biskupsritari. Tveir prestar
sóttu um kallið, þeir séra Óskar
H. Finnbogason og séra Rögnvald.
ur Finnbogason, en séra Óskar
dró umsókn sína "til baka, áður
en kosning fór fram.
Valdimar Björnsson talar
um Vestur - Islendinga
SVO sem getið hefur verið um í
fréttum er Valdimar Björnsson,
fjármálaráðherra í Minnesota,
staddur hér á landi, og hefur þeg-
ar flutt einn fyrirlestur á vegum
Stúdentafélags Reykjavíkur.
Ákveðið er, að Valdimar flytji
annan fyrirlestur í dag, sunnu
dag, á vegum Íslenzk-ameríska
félagsins í Reyfcjavík. Verður
fyrirlesturinn fluttur í veitinga-
húsinu Lídó og hefst kl. 3 e.h.
KOSNIN GASKFIF-
STOFA SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
er í Morgunblaðshús-
inu, Aðalstræti 6, II.
hæð. — Skrifstofan er
opin alla daga frá kl.
10_18. —
•k ir 'k
Stuðningsfólk flokksins
er heðið að hafa sam-
band við skrifstofuna
og gefa henni upplýs-
ingar varðandi kosn-
ingarnar.
•k ★ k
Athugið hvort þér séuð
á kjörskrá í síma
12757.
•k ★
Gefið skrifstofunni upp-
lýsingar um fólk sem
verður fjarverandi á
kjördag, innanlands og
utan.
•k ir -k
Símar skrifstofunnar eru
13560 og 10450.
Húsið verður opnað kl. 2,30 e.h.
Hefur Valdimar valið fyrirlestri
sínum heitið: „Það er svo bágt
að standa í stað“.
Fyrirlestur Valdimars mun
aðallega fjalla um samband Vest
ur-fslendinga við heimalandið, og
verður það rætt frá sjónarmiði nú
tímans. Valdimar Björnsson er
skemmtilegur ræðumaður, glögg-
skyggn og fjölfróður um ættir
íslendinga vestan hafs sem aust-
an. Mun vafalaust marga fýsa að
hlýða á hann skýra frá högum
og háttum Vestur-íslendinga, svo
og viðhorfum þeirra til gamla
landsins í austri.
Að fyrirlestrinum loknum geta
menn fengið keyptar veitmgar,
og mun Valdimar þá jafnframt
nota tækifærið til þess að heilsa
upp á viðstadda og rabba við
þá eftir því, sern tími vinnst
til. Aðgangur að fyrirlestrinum
er ókeypis og öllum heimill með-
an húsrúm leyfir.
Hey hrakin vestra
PATREKSFIRÐI, 26. sept. — Veð
ur hefur verið mjög rysjótt hér að
undanförnu, rigning lengst af all-
an þennan mánuð. Vegna óþurrk-
anna voru fyrstu leitir, sem fram
áttu að fara sl. mánudag, felldar
niður, ef takast mætti að bjarga
einhverju af heyjum, en ástandið
í þeim efnum er mjög slæmt.
— Trausti.
Athugasemd vegna at-
burðanna á Keflavíkurv.
VEGNA mikilla blaðaskrifa, sem
spunnizt hafa út af atburði þeim,
er gerðist á Keflavíkurflugvelli
hinn 6. sept. sl., er einkennis-
klæddir starfsmenn flugmála-
stjórnarinnar voru beittir ofbeldi,
er þeir voru að gegna skyldustörf
um, þykir mér rétt að taka fram
eftirfarandi: .
Sunnudagsmorguninn hinn 6.
septembet var ég staddur á Kefia
»4kurflugvelli vegna nauðsyn-
legra -afskipta minna af þýzkri
Skymasterflugvél, sem hafði lask
azt allmikið í lendingu þar á vell-
inum aðfaranótt föstudagsins 4.
sept. Hafði flugstjórinn krafizt
flugtaksheimildar að aflokinni
viðgerð og tiltölulega takmark-
aðri skoðun, en ég hafði synjað
um slíkt leyfi fyrr en fyrir lægi
skýlaus yfirlýsing þýzkra flug-
málayfirvalda um, að þau tækju
á sig alla ábyrgð á flugi hinnar
þýzku flugvélar vestur um hafíð,
þar eð ég taldi skoðun þá, sem
fram hafði farið á flugvellinum,
ófullnægjandi. Var flugvélin auk
þess mjög hlaðin, hafði innan-
borðs 82 farþega, nær eingöngu
konur og börn.
Hafði þýzki flugmálastjórinn
fengið símsenda skýrslu um mál-
ið og beið ég því umsagnar hans.
Er ég hafðí lokið afgreiðslu þessa
máls þar syðra, bárust mér þær
fréttir frá vakttjóra flugvélaaf-
greiðslu flugmálastjórnarinnar,
að starfsmenn hennar hefðu ver-
ið beittir ofbeldi af amerískum
herlögreglumönnum, að viðbætt-
um þeim upplýsingum, að allt
hafi logað í slagsmálum í flug-
stöðinni milli drukkinna her-
manna þá um nóttina og hefði
það að sjálfsögðu verið til mikilla
óþæginda fyrir hinn mikla fjölda
farþega hinnar þýzku flugvélar,
sem þar voru að reyna að sofa í
stólum og á bekkjum.
Ég spurði strax, hvort íslenzka
Iögreglan hefði haft afskipti af
málum þessum og var mér tjáð,
að svo hefði verið, enda taldi
ég það staðfest í bókun þeirri, er
ég las þá um morguninn, og sem
ég leyfi mér að birta hér orðrétta:
„Sá atburður skeði hér um
miðnætti, er aðstoðarmaður og
flugþjónustumaður fóru áleiðis
að flugvél CDL, sem var inni í
flugskýli (B36) ásamt flugstjór-
um vélarinnar, og voru þeir komn
ir langleiðina að skýlinu, er varð
maður (AP) skipaði þeim frá
farartækjum sínum með byssu,
sem miðað var á þá og þvínæst
að leggjast á magann á flugvéla-
stæðið með hendur út og sundur
glennta fingur og að þegja. Þann
ig urðu þeir að liggja góðan tíma
eða þangað til einhyer Sergeant
frá AP frelsaði þá. Það skal
tekið fram, að allan tímann var
otað að þeim byssu. Svipað atvik
kom fyrir flugvirkja flugmála-
stjórnarinnar og kærði hann at-
vikið fyrir lögreglunni. Nauðsyn
legt er, að tekin sé nákvæmari
skýrsla um atburð þennan og
hann kærður til ráðuneyt,isins“.
Ég vil taka það fram, að enda
þótt ég hafi um tveggja óra bil
haft lítil sem engin afskipti af
daglegum rekstri Keflavíkur-
flugvallar af ástæðum, sem ég
tel ekki ástæðu til að greina að
sinni, taldi ég atvik þessi þó svo
alvarlegs eðlis, að ég hlaut að
láta þau tafarlaust til mín taka,
þar eð þau vörðuðu öryggi starfs-
manna íslenzku flugmálastjórnar
innar auk þess, sem einkennis-
búningur íslenzka ríkisins hafði
verið svívirtur. Ég gerði því sam-
stundis boð fyrir yfirmann banda
ríska flughersins hér á landi og
bað hann að koma strax til fund-
ar við mig í skrifstofu flugmála-
stjórnarinnar á Keflavíkurflug-
velli og það enda þótt sunnudag-
ur væri og fyrir venjulegan fóta-
ferðatíma.
Yfirmaðurinn kom að vörmu
spori og þó ég vilji ekki þreyta
almenning á því að skýra frá því,
sem okkur fór á milli, vil ég geta
þess, að yfirmaður f lughersins let
strax að afloknu þessu samtaii
okkar gera ýmsar ráðstafanir, er
til þess voru fallnar að auka
starfsöryggi íslenzku flugþjón-
ustunnar auk þess, sem hann lof-
aði að láta tafarlaust fara fram
hina nákvæmustu rannsókn á at-
burðum næturinnar og skyldi
hinum seku eins þunglega refsað
og tilefni gæfist frekast til. Þá
um kvöldið lét yfirmaður flug-
hersins banna öllum hermönnum
aðgang að hótelinu og flugstöðv-
arbyggingunni og var að því hin
mesta bót. Er þetta bann enn í
fullu gildi.
Að afloknu samtali okkar
skýrði ég flugvallarstjóranum á
Keflavíkurflugvelli, Pétri Guð-
mundssyni, þá samstundis ná-
kvæmlega frá því, sem ég hafði
aðhafzt í málinu og sýndi honum
bókun þá, sem gerð hafði verið
um mál þetta þá um nóttina.
Taldi ég þar með lokið afskipt-
um mínum af máli þessu í bili
eða þar til fyrir lægi tæmandi
skýrsla um málið, en ég hef ekki
orðið þess var á tveggja áratuga
embættisferli mínum, þar af nær
ótta ár sem lögreglustjóri í
Reykjavík, að mál væru kærð
til ráðherra eða ráðuneytis án
þess, að nauðsynleg rannsókn
færi fram áður.
Hins vegar hefði með réttu
mátt saka mig um frumhlaup og
embættisafglöp, ef ég hefði kært
málið til ráðuneýtis eða utan-
ríkisráðherra án þess, að það
lægi ljóst fyrir í heild og öll at-
vik væfru kunn, en ég var, eins
og að framan getur og af aug-
Ijósum ástæðum, aldrei í neinum
vafa um, að íslenzka lögreglan
hefði þá þegar fengið málið til
meðferðar og hafið í því rann-
sókn.
Ég tel mig því fyllilega hafa
gert skyldu mína í umræddu máli
og myndi fara eins að, ef svipað
mál kæmi fyrir aftur.
Mér þykir leitt að hafa ekki
átt þess kost að gera grein fyrir
atviki þessu fyrr, en ég var stadd-
ur erlendis á fundi flugmála-
stjóra Evrópu, er blaðaskrif hóf-
ust út af málinu.
Með þökk fyrir birtinguna.
Agnar Kofoed-Hansen.
Athugasemd
Hr. ritstjóri:
í 208 tbl. Mbl. er greinarstúf-
ur vegna atburðanna á Kefla-
víkurflugvelli og í sambandi við
þau mál vikið að ýmsum embætt-
ismönnum, er beint eða óbeint
bera ábyrgð á málefnum Kefla-
víkurflugvallar svo og stjórn-
málaskoðunum þeirra.
Þar sem fullyrt er í upptaln-
ingu þesari, að ég sé Framsókn-
armaður og það tæplega gert til
ávinnings þeim flokki, þykir mér
rétt og skylt að það komi opin-
berlega fram, að Framsóknar-
flokkurinn er algerlega saklaus
af því að hafa nokkru sirnii haft
mig innan vébanda sinna og ber
því enga ábyrgð á verkum mín-
um.
Ég hef aldrei verið í neinurn
stjórnmálaflokki eða félagi,
aldrei greitt einn eyri til Fram-
sóknarflokksins eða annarra
flokka og sjaldnast neytt atkvæð-
isréttar míns.
Ég hef til þessa kosið algert
pólitískt hlutleysi vegna þess, að
ég taldi það vænlegra fyrir fram-
gang þeirra málefna,. sem mér
hafa verið falin til umsjár og
ábyrgðar, enda tel ég mig £ störf-
um mínum yfirleitt hafa hlotið
ágætan stuðning allra flokka.
Hitt er svo annað mál, að ég
hef síðustu árin oft efast um, að
þessi stefna mín væri rétt, því
að embættismaður, sem ekki
nýtur stuðnings einhvers stjórn-
málaflokks, er ámóta á vegi
staddur og vopnlaus maður í
ljónagryfju.
Með þökk fyrir birtinguna,
Agnar Kofod-Hansen