Morgunblaðið - 27.09.1959, Page 6
6
MOROVNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 27. sept. 1959
Njörður P. Njarðvik:
MefsöSubœkur
og betri bœkur
Helsinki, 15. sept.
MIKA WALTARI hefur næstum
því skrifað um allt. Kann hefur
skrifað leikrit, leyni!ög«;glusög-
ur, blaða- og tímaritagreinar og
skáldsögur um næstum allt.Hann
skrifar á máli sem tiltölulega fá-
ir lesa, samt er hann einn þekkt-
asti rithöfundur vorra tima og
sumar af bókum hans hafa verið
þýddar á tuttugu til þrjátíu tungu
mál.
Mika Waltari fæddist árið 190á,
faðir hans var uppeldisfræðing-
ur. Hann tók stúdentspróí árið
1926 og hóf þegar háskólanám í
guðfræði, trúarbragðasögu og trú
arvísindum. Hann lauk prófi í
þessum greinum 1929. Þegar
Waltari sagði mér frá háskóla-
náminu varð ég undrandi. Hvað
um mannkynsöguna? Hafði mað-
urinn, sem er orðinn heimsfræg-
ur fyrir sögulegar skáldsögur,
aldrei numið mannkynsögu?
— Nei, á þeim árum hafði ég
engan áhuga á mannkynsögu. Þá
fannst mér að engin saga væri
til nema sú saga sem þá var að
gerast hér í Finnlandi. Ég held
að svona séu flestir ungir menn.
f>eir eru of uppteknir af sjálfum
sér. Þeim finnst það fráleitt að
til sé saga sem er eldri en þeirra
eigin saga og sízt ómrekari. Þetta
varð mér ekki fyllilega Ijóst fyrr
en síðar. Og þá reyndi ég að
bæta ofurlítið úr þessu.
Upphaf ritstarfa
Mika Waltari byrjaði ungur að
skrifa. Aðeins tvítugur að aldri
gaf hann út fyrstu bók sína,
skáldsöguna Suuri illusioni (Hin
mikla blekking). Bókin fékk
góða dóma og það var sagt um
hana að hún væri skarplega dreg-
inn þverskurður af lífi finnsks
æskufólks eftir stríðið. Næsta
verk hans var trílógía um Hels-
inki. Þar segir hann frá því er
Helsinki var alsær.skurv bær og
lýsir því þegar finnska alþýðu-
fólkið fluttist smám saman úr
sveitunum og bærinn óx smátt
og smátt upp í þá stórborg sem
hún nú er. Stuttu síðar sigraði
Mika Waltari í samkeppni um
Ieynilögreglusögu og varð þá
þegar þekktur um Norðurlönd.
Þessi bók hét Hver myrti frú
Kroll? Áður hafði Waltari að
vísu skrifað leikrit, en hann
vildi nú sem minnst um það tala,
sagði að það væri löngu gleymt
og grafið. Næsta bók hét svo
„Enginn morgundagur“. Þessa
bók telur Waltari ef til vill sína
beztu bók, og víst er um það að
ég reyndi að kaupa hana en hún
var hvergi fáanleg.
— Þessi bók hefur lítið verið
þýdd, segir hann. Hún er engin
metsölubók. Hún er betri bók.
Um þetta leyti er kannski hægt
að tala um mig sem rithöfund.
Og þá urðu mikil þáttaskil í lífi
mínu. Mér fannst að ég hefði
gert finnskum viðfangsefnum
nokkur skil og nú vildi ég reyna
hæfni mína á öðrum og víðara
vettvangi. Kannski verð ég ásak-
aður um svik við Finnland, þó
held ég ekki. Um þessa mundir
hafði mannkynið lifað alvarlega
tíma. Styrjöld hafði geisað. Það
hafði sínar afleiðingar fyrir mig.
Ég komst nú að raun um gildi
sögunnar.
Egyptinn
— Ég tók að viða að mér sögu-
bókum og fann margt undarlegt.
Það sem greip hug minn mest
var að ég uppgötvaði tímabil sem
voru undarlega lík okkar eigin
tíma. Þessi tímabil komu aftur og
aftur. Það er eins og maðurinn
gangi örvæntingarfullur söniu
götuslóðana. Það er sama þótt
þeir verði grasivaxnir á milii.
Alltaf kemur maðurinn þangað
aftur. Menn eru svo fljótir að
gleyma. Það er eins og laxinn sem
leitar upp í sömu ána, þar sem
forfeður hans voru drepnir. Er
manninum í raun og veru markað
svona þröngt svið? Því gat ég
ekki trúað og trúi ekki enn. Þess
vegna tók ég að skrifa þessar
sögulegu bækur mínar. Þær eru
langar, það er satt. Konan mín
fer venjulega að verða óróleg
þegar ég er búinn með 500 síð-
ur. En stundum er ekki nokkur
leið að hætta. Sumt fólk kallar
þessar bækur víst „tígulsteina-
reyfara" af því að þær eru svo
langar. En það verður að hafa
það.
— Ég fékk mikinn áhuga á
Forn-Egyptalandi. Þar ríkti
merkileg menning. En það var
ekki hún sem greip hug minn.
Heldur hitt, hvers vegna þessi
menning leið undir lok. Prestarn-
ir voru hættir að vera prestar,
þeir voru stjórnmálamenn af
verstu tegund. Og þegar Akna-
ton boðaði sína fögru trú var
það meira en þeir gátu þolað.
Aknaton þekkti ekki hermenn.
Hann vissi ekki að þar sem her-
menn eru þar verður alltaf stríð.
Þeir hafa þetta í blóðinu.
— Nei, ég hef aldrei komið til
Egyptalands. Mér var boðið þang
að í fyrra en nú hef ég ekkert
þangað að gera. Nú vil ég heldur
fara eitthvað annað. Ég hafði
heldur ekki mikið þangað að
gera. Það er nefnilega ekki hægt
að fara til Forn-Egyptalands.
Þangað hefði ég viljað fara. Og
þangað fór ég, það er að segja
óbeint. Og ég vona að lesendur
mínir hafi líka farið þangað með
mér. 1
— Jú, þetta var óskap\eg
vinna. Það tók mörg ár. Fyrst
að lesa söguna aftur og aftur og
svo að reyna að kynnast hinum
einstöku persónum. En það var
gaman. Miklu skemmtilegra en
Samtal við
Mika Waltari
ferðalag. Og spennandi. Það er
miklu skemmtilegra að undirbúa
bók en að skrifa hana.
— Jú, Egyptinn er frægasta
bókin sem ég hef skrifað. Hún
hefur verið þýdd á eitthvað um
þrjátíu tungumál. Kannski er hún
líka skemmtilegasta bókin mín,
en hún er ekki sú bezta.
Waltari hefur skrifað fleiri
bækur um söguleg efni. Má þar
nefna Ævintýramanninn, Turms
hinn ódauðlega, Jóhannes Ang-
elos, Mikael loðinfót, Mikael
Hakim og fleiri og fleiri.
Affrar bækur
— Ég hef alltaf haft áhuga á
trúarbrögðum. Jafnvel trúlausir
menn verða að viðurkenna að trú
arbrögðin eru að minnsta kosti
viðleitni mannsins til að þola
hörmungar lífsins, hörmungar
sem maðurinn sjálfur skapar. Og
viðleitni til að skapa annað og
betra líf. Þar að auki eru trúar-
brögðin einn merkilegasti þáttur
mannkynsögunnar, framhjá því
verður ekki gengið. Þess vegna
hef ég alltaf minnzt meira og
minna á trúarbrögð í bókum mín-
um. Það er ekki hægt að skrifa
bók án þess að minnast á trú.
Af því má marka gildi trúar-
innar. Og ég hef nýlega skrifað
bók um trúna. Hún heitir Felix
hinn hamingjusami. Felix er eins
konar boðberi á móti vilja sín-
um. Þetta er leyndarmál sem
ekki allir vita. Á hverjum degi
er hann sendur til þess að segja
fólki að syndir þeirra séu þeim
fyrirgefnar, bara ef það vill. Hon-
um finnst það dálítið óþægilegt
hlutverk, hlutverk sem ekki er
sérlega vel þakkað. Mér finnst
þetta skemmtileg bók. Þér ætt-
uð að lesa hana.
Hann réttir mér bókina og ég
þakka fyrir.
— Og hvernig er þetta svo?
spyr ég.
— Ja, því er nú ekki gott að
svara. Stundum eins og í fangelsi.
Ég verð fyrst frjáls þegar ég
hef lokið við bók.
— En svo byrjið þér aftur.
— Já. Svona er þetta. Það líða
nokkrir mánuðir og þá Fnnst
mér ég vera heimsins mesti iðju-
leysingi og algerlega gagnlaus. Þá
fer ég að hugsa um að kannski
geti ég skrifað bók sem gerir
éitthvað gagn. En það er nú
sennilega bara blekking. Eða
löngun mannsins til að gera eitt-
hvað gott. Láta eitthvað að sér
kveða. Og svo byrjar fangelsið
á ný.
— Og núna?
— Núna er ég að ljúka við
bók. Nei, ég vil helzt ekkert um
hana tala ennþá. Það getur verið
að hún verði að fara í skrifborðs-
skúffuna og hvíla sig í eitt ár eða
svo áður en ég get birt hana.
Hún fjallar um . . . Ja, hún er
sögulegs eðlis eins og svo marg-
ar aðrar. Annað vil ég ekki segja
að svo stöddu.
Svo stendur hann upp þessi
fágaði heimsmaðúr, réttir mér
hönd sína og hverfur aftur í
horfinn tíma þar sem hann eyðir
flestum stundum lífs síns.
Það verður gaman að fara þang
að með honum einu sinni enn,
þegar bókin kemur.
Hjónamót Sjálfstœðis-
manna á Austurlandi
SJÁLFSTÆÐISMENN á Aústur-
landi héldu hjónamót sitt að Vé-
mörk í Egilsstaðaskógi síðastlið-
inn laugardag.
Mótið hófst með því að 150
manns af öllu Austurlandi sett-
ust í hátíðaskapi að borðhaldi, en
aðalmatur ' máltíðarinnar var
hreindýrasteik, sem orðin er
fastur liður á hjónamótinu.
Veizlustjóri var Theódór Blönd
al bankastjóri á Seyðisfirði, en
aðalræðu mótsins flutti Ólafur
Björnsson, prófessor frá Reykja-
vík. Ræddi hann vandamál verð-
bólgunnar á mjög skemmtilegan
og fræðandi hátt. Aðrir ræðu-
menn voru Eymundur Sigurðs-
son, Höfn Hornafirði, Sveinn
Jónsson, bóndi Egilsstöðum og
Axel V. Tulinius, bæjarfógeti í
Neskaupstað.
Árni Jónsson, söngvari söng
einsöng með undirleik .......
Lárussonar. Var þeim forkunnar-
vel tekið. Auk þess var almennur
söngur undir borðum. Loks var
stiginn dans fram eftir nóttu, en
ýmsir notuðu tækifærið til að
skrifar úr
dagieöa lifinu
Eg er hrædd
á hverjum degi
KÆRI Velvakandi.
Ég sendi þér þessar línur, þar
eð ég treysti þér að koma þeim á
framfæri. Ég er þriggja barna
móðir og bý í einu úthverfi bæj-
arins.
Bílaumferðin í þessum bæ er
orðin svo mikið vandamál, að ég
get ekki lengur látið mér nægja
að vera aðeins hlutlaus áhorfandi
að þessum lífshættulega akstri,
sem maður er vitni að jafnvcl
daglega.
Það er svo komið að það er
orðið lífshættulegt fyrir börnin
manns að vera á ferli á götunum,
— og ég er orðin hrædd, hrædd á
hverjum degi við að eitthvað
komi fyrir. Sérstaklega er mér
illa við þennan gáleysislega og
vitfirringslega akstur fyrir horn.
Mér er það fyllilega ljóst að
hlaupi barn fyrir bíl í slíkum að-
stæðum, sem alltaf má búast við,
því að börn eru börn, getur bíl-
stjórinn ekki forðað slysi, jafn-
vel banaslysi.
Ég veit líka að það eru margir
bílstjórar gætnir og fyllilega
starfi sínu vaxnir, en hinir eru
of margir sem eru það ekki.
Almenningur á að taka hönd-
um saman í þessum málum. Hver
sá sem sér til ökuníðings á að
taka upp númer hans og kæra til
lögreglunnar.
Ég vil að eitthvað verði gert í
þessum málum og það tafarlaust.
Við bæjarbúar eigum heimtingu
á því.
Ég tala ekki eingöngu fyrir
sjálfa mig, einnig fyrir hönd
þúsund mæðra, sem svipað er á
statt fyrir.
Þó að mikið sé ritað og rætt
um þessi vandamál, þá er þetta
sem ég ber fram ekki að bera í
bakkafullan lækinn, því að betur
má ef duga skal.
Hér verður að koma breyting
á og það tafarlaust.
Virðingarfyllst,
Húsmóðir í Reykjavík.
Barnanærbuxur
FRÁ Akureyri hefur Velvak-
anda borizt eftirfarandi bréf:
Ég var að lesa um verðmuninn
á barnanærbuxum í dálkunum
hjá þér í dag. —
Ég hefi líka nokkur orð að
segja um það mál. Ég er búsett á
Akureyri, og nú á dögunum
þurfti ég að kaupa nærbuxur
handa dóttur minni, sem bráðura
verður fimm ára gömul. Ég vildi
fá ákveðinn lit, og leitaði um all-
an bæ. Loksins fann ég einar og
þær kostuðu ekki minna en 31,95!
Ég varð alveg undrandi. Ekki
mundi ég betur en svipaðar bux-
ur hefðu kostað milli 10 og 15
kr. í fyrra. Ekki eru buxur þessar
'sérlega vandaðar, því að ekki er
hægt að skipta um bleyju, nema
spretta buxunum sundur, þar
sem hún er saumuð í um leið og
buxurnar eru saumaðar saman.
Enginn miði var á vöru þessari,
rabba við kunningja úr fjarlæg-
um byggðarlögum eða kynnast
samherjum, sem menn e. t. v. áð-
ur þekktu aðeins af afspum.
Góðar heimtur og
skemmtilejít
réttarball
DJÚPUVÍK, 25. september. —
Göngur byrjuðu hér sl. mánudag.
Var sérstaklega gott leitarveður
og þar af leiðandi góðar heimt-
ur á kindum.
Bændum finnst lömbin misjöfn
að stærð, en ekki hefur enn kom-
ið í ljós, hve góð þau eru til
frálags, því slátrun hófst hjá
Kaupfélagi Strandamanna í dag.
Gert er ráð fyrir að slátrað verði
um 2300 lömbum.
Réttarball var á Djúpuvík sl.
þriðjudagsnóttVar þar fjölmenni
mikið. Skemmti fólk sér aíar
vel, enda þótt Áfengisverzlun
ríkisins hefði ekki sent allt það
vín, sem pantað hafði verið.
—Regína.
sem gæfi til kynna hvað væri í
henni og ekki er annað sjáanlegt
en það sé venjuleg bómull. Að
lokum vil ég geta þess, að bux-
urnar eru frá fyrirtæki einu í
Reykjavík. Með kveðju
Ingibjörg.“
Hvers eiga börnin
aff gjalda?
MÓÐIR skrifar:
„Ég á þriggja ára dreng,
sem ég þarf að koma fyrir á
banaheimili á daginn, en það er
hvergi pláss fyrir hann. Barmð
mitt er alltaf í umferðinni á göt-
unni og hefur engan til að leika
sér við. Bílstjórar hafa kvartað
undan honum, sem eðlilegt er.
Margar mæður hafa sömu sögu
að segja, og þau eru mörg slysin
þesa dagana. Fólk og bílstjórar er
aðvarað, um að fara varlega, en
þó þessar aðvaranir séu nauðsyn-
legar þá leysa þær ekki allan
vanda.
Það þýðir ekki að aðvara fólk
meðan sömu yfirvöld, sem að-
vara, geta ekki tryggt börnum
okkar öryggi á barnaheimilum.
Þetta mál verður að taka föstum
tökum. Hvers eiga börnin að
gjalda, að þeim skuli eigi meiri
gaumur gefinn? Við mæður skor-
um á yfirvöldin, að láta reisa
fleiri barnaheimili og það fljótt,
því þetta er slíkt alvörumál, að
það þolir enga bið.
J. H.“
Tíu þúsund fjjár
slátrað á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 25. sept. — Sauðfjár-
slátrun hófst hér á ísafirði s.l.
þriðjudag. Slátrað er á tveimur
stöðum í bænum, hjá Kaupfélagi
ísfirðinga og Ágústi Péturssyni
í Vatnsfirði.
Gert er ráð fyrir, að slátrað
verði um átta þúsund fjár hjá
Kaupfélaginu og um tvö þús-
und hjá Ágústi Péturssyni.
----G.K.
Sumarið með
afbrigðum gott
ÞÓRSHÖFN, 25. sept: — Hér var
framúrskarandi góð tíð í sumar,
svo góð, að slks sumars geta
menn ekki vænzt nema tyisvar á
sömu öld. Heyskapur hefur því
verið með afbrigðum góður hvar-
vetna hér um slóðir í sumar.
Bátar, sem róið hafa frá Þórs-
höfn í sumar, hafa fiskað mjög
vel. Enda þótt ekki hafi verið
mikilí fiskur hafa gæftir verið
svo góðar að hægt hefur verið að
róa svo til hvern dag.
Atvinna hefur verið mikil hér
í þorpinu. Meðal framkvæmda.
sem unnið er að, má nefna, að
hreppurinn er að endurbæta
vatnsveituna og leggja nýja. Er
gert ráð fyrir að þær framkvæmd
ir kosti um hálfa milljón króna.
Þessu verki er nú langt komið.
—E. Ól.