Morgunblaðið - 27.09.1959, Side 12

Morgunblaðið - 27.09.1959, Side 12
12 MORCUNrtT, 4Ðlb Sunnudagur 27. sept. 1959 Utg.: H.f. Arvakur ReykjavlJc. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábrn.) Bjarni Benediktsson. SigurSur Bjarnason frá Vi»'ir. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask; iftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. UTAN UR HEIMI FRAMSOKNARSKATTARNIR VALDA BÆNDUM MESTUM ERFIÐLEIKÚM Yfirgnæfandi meirihluta ís lenzkra bænda mun vera það ljóst, að vinstri stjórnin er einhver hin versta og óhagstæðasta stjórn fyrir bænda- stéttina og landbúnaðinn, sem setið hefur hér á landi. Með kák- ráðstöfunum þeim, sem sú ríkis- stjórn gerði í efnahagsmálunum vorið 1958 var kosti bænda þröngvað á marga lund. 55% yfirfærslugjald var lagt á allar rekrstrarvörur búanna. Hafði það í för með sér geysilega hækkun á verði fóðurbætis, erlends ábuxð ar og hvers konar véla og tækja, sem bændur nota við búrekstur sinn. Afleiðingar þessara ráðstafana komu m. a. fram í því, að margir bændur urðu að draga saman bú sín. Þeir urðu að hætta við véla- kaup, sem þeir höfðu ákveðið og einnig er óhætt að fullyrða, að hækkunin á erlenda áburðinum hafi torveldað ræktunarfram- kvæmdir verulega. Yfirleitt má segja, að öll að- staða bænda versnaði stórlega vegna þessara „bjargráða'* vinstri stjórnarinnar. 3,18% hrökkva skammt Vegna kauphækkananna haust- ið 1958, eftir að afurðaverðið var ákveðið o. fl., áttu bændur í haust rétt á 3,18% afurðaverðshækkun. Þá hækkun munu þeir fá, ef Framsóknarflokkurinn svíkur ekki gefnar yfirlýsingar, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst því yfir, að hann muni beita sér fyrir því á næsta þingi, að bænd- um verði bætt það tjón, sem þeir verða fyrir af setningu bráða- birgðalaga minnihlutastjórnar A1 þýðuflokksins. En þessi afurðaverðshækkun hrekkur skammt til þess að vega upp á móti því géysilega tjóni, sem Framsóknarskattar vinstri stjórnarinnar bökuðu bændum vorið 1958. — Sjálfstæðismenn beittu sér að vísu fyrir því á sl. vori að erlendur áburður var greiddur nokkuð niður og þanmg diregið úr þeirri miklu verðhækk- un hans, sem Framsóknarskatt- arnir höfðu í för með sér. En 55% yfirfærslugjald V-stjórn- arinnar á allar rekstrarvörur bú- anna stendur áfram. Þessar gífur- legu álögur halda áfram að gera allan rekstrarkostnað stórum hærri en hann áður var, og af- komu bænda þar með lélegri og aðstöðu þeirra erfiðari. Það eru þannig fyrst og fremst þær ráðstafanir, sem Framsóknarflokkurinn og V- stjórnin beittu sér fyrir í efna- hagsmálum landsmanna, sem valda íslenzkum bændum í dag erfiðleikum. Það er stað- reynd, sem ekki verður snið- gengin og allur þorri bænda gerir sér ljósa. Svikin í raforku- málunum En Framsóknarflokkurinn lét ekki við það eitt sitja að hækka allan rekstrarkostnað búanna gífurlega og skapa bændum þar með margvísleg vandræði. Vegna vaxandi verðbólgu og úrræða- leysis vinstri stjórnarinnar var framkvæmdaáætlun Sjálfstæðis- manna um rafvæðingu landsins svikin í verulegum atriðum á valdatímabili vinstri stjórnarinn- ar. Hundruð sveitabýla, sem áttu að hafa fengið raforku fyrir árs- lok 1958, höfðu ekki fengið þessi mikilsverðu lífsþægindi á þeim tíma, sem þeim hafði verið heitin þau. Framsóknarmenn láta sér þetta í léttu rúmi liggja og „Tíminn ' hefur úndanfarið talað um „fals- plan íhaldsins í raforkumálun- um“. Áður höfðu Tímamenn þó hælt sér af því að vera einir höf- undar hinnar merku rafvæðingar áætlunar, sem Sjálfstæðismenn beittu sér fyrir, þegar Ólafur Thors myndaði stjórn 1953. Samvinna sveita og sjávarsíðu Bændur munu þess vegna áreið anlega gera sér ljóst, að ný vinstri stjórn, undir forystu Framsóknarflokksins, væri ekki líkleg til þess að taka á hagsmun um þeirra og áhugamálum af skilningi og víðsýni. Állt bendir þvert á móti til, að hún mundi halda áfram að gera hlut sveit- anna sífellt verri. Vaxandi fjöldi bænda mun hins vegar hallast að þeirri skoðun, að það sem sveitunum ríði nú mest á, sé aukin og nánari samvinna við fólkið við sjávarsíðuna. Það sé bezta tryggingin fyrir því, að unnt verði að halda áfram nauð- synlegum ræktunarframkvæmd- um og annarri uppbyggingu í þágu landbúnaðarins. Sjálfstæðis fólk við sjávarsíðuna telur til þess bera höfuðnauðsyn, að fram- leiðendur til lands og sjávar og launþegar hafi með sér náið sam- starf. Mikilsvert sé að sem bezt samvinna takist milli hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins um lausn þeirra fjölþættu vanda- mála, sem við blasa, og flest eru afleiðing af upplausnarstefnu vinstri stjórnarinnar, sem laut forystu Framsóknarflokksins. — Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það eins greinilega og kostur er á, að hann er ófær um að hafa forystu um efnahagslega viðreisn og uppbyggingu bjargræðisvega þjóðarinnar. Hann lofaði því að vísu að leysa allan vanda með „nýjum leiðum" og „varanlegum úrræðum". En vinstri stjórmh undir forystu hans sveik allt sam an. Hún átti ekkert úrræði, nema að leggja á nýja skatta og slig- andi álögur á allan almenning. Sjálfstæðisflokkurinn er hvorki einhliða stéttarflokkur bænda né nokkurrar annarrar einstakrar stéttar. En reynslan sýnir, að ein- mitt vegna þess að hann starfar með alþjóðarhagsmuni fyrir aug- um, verður barátta hans gagnleg- ust fyrir hinar einstöku þjóðfé- lagsstéttir, jafnhliða því sem hún leiðir til farsældar fyrir þjóðar- heildina. Höfuðmarkmið Sjálfstæðis- flokksins nú er stöðvun verðbólg- unnar og uppbygging bjargræðis- vega þjóðarinnar til sjávar og sveita. Að þessu takmarki mun Sjálfstæðisflokkurinn einbeíta kröftum sínum og freista þess að sameina öll ábyrg öfl í landinu til samstarfs. Konungur nautahananna 1YAUTAAT þykir mörgum einhver bezta skemmtun, sem hugsazt getur — þótt aðr- ir vilji fremur kenna slíkt við mannvonzku og grimmdar- æði. — En hitt er viðurkennt, jafnvel af þeim, sem andvígir eru nautaati, að ákaflega æs- andi sé að horfa á slíkt — og það virðist jafnvel gilda um þann manninn, sem flestir vilja nú nefna „konung nauta bananna“, e n hann er þó auðvitað manna vanast- ur að standa í „eldinum“ sjálfur. _®® — Myndirnar hér á síðunni birtust um daginn í enska blaðinu „Daily Express“, og sést þar, hvar „kóngurinn", Luis Miguel Dominguin, er að horfa á eitt af síðustu nauta- ötum sumarsins, í Arles í Suður-Frakklandi. Segir í textanum, sem fylgdi mynd- unum í hinu enska blaði, að viðbrögð Dominguins sýni vel, hver áreynsla það geti ver ið fyfir reyndan og hugrakk- an nautabana að vera utan hringsins — meðal áhorfenda. En e. t. v. stafi taugaóstyrk- urinn að einhverju leyti af því, að það var mágur Dominguins, Ordonez, sem var að berjast í hringnum þessa stundina (neðsta mynd- in) — en hann er jafnframt helzti keppinautur Domingu- ins um „kóngstitilinn“. _®®_ Dominguin, sem hefir særzt hvað eftir annað í nautaati á undanförnum vikum, mun ekki sýna sig í hringnum aft- ur fyrr en næsta^vor. En þótt taugaóstyrkur hann væri fremur veikburða enn eftir áföll sín, vildi hann endilega fara til að horfa á Ordonez, ásamt konu sinni, Lucia Bose. — Auk þeirra sjást á tveim efri myndun- nautabanans, sá hvað honum leið og reyndi að draga at- hygli hans ofurlítið frá hinum blóðuga leik með því að demba yfir hann fjölda spurninga um „tæknileg“ Skar mann á háls á skellinöðru GENF, 25. sept. Reuter. — Sviss- nesk kona, sem sökuð er um að hafa skorið eiginmann sinn á háls með rakvélarblaði, þegar hún sat fyrir aftan hann á skellinöðru á fullri ferð, liggur þung haldinn á sjúkrahúsi, eftir að hún tók of stóran skammt af svefntöflum. — Maðurinn er mjög hættulega veikur. áhorfandi um franski rithöfundurinn Jean Cocteau og Picasso (t.v.) og lagskona og fyrirsæta þess síðastnefnda, Jacqueline Hut- in (við vinstri hlið Lucia Bose). _®®_ Picasso, sem sat við hlið atriði í sambandi við nauta- at. — En þegar leið að loka- atriðinu, dauðastungunni, varð Dominguin stífur í sæti sínu og bar ofurlítið titrandi hönd upp að vörum sér, en beygði síðan höfuðið — og tók fyrir augun.... Nýr fellibyiur slekir ó Jopon TÓKÝÓ, 25. sept. — Reuter. — Japanir búa sig undir að 15. felli bylurinn á þessu sumri fari yfir Japaná morgun. Japanska veður- stofan skýrði frá því, að felli- bylurinn „Vera“ væri um 900 km suður af Shio-höfða á vestur- strönd landsins. Hann fór yfir með 25 km hraða á klukkustund og stefndi í norðvestur, en vind- hraðinn var mestur um 170 km á klukkustund. í síðustu viku herjaði felli- bylur bæði Japan og Kóreu og arap hundruð manna, lagði heil- ar byggðir í eyði, sökkti bátum og skipum og olli tjóni, sem nem- ur tugum milljóna króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.