Morgunblaðið - 27.09.1959, Page 13
Sunnudagur 27. sepf. 1959
MORCVMJLAÐIÐ
13
Um þessar mundir standa yfir göngur og réttir. Tugir þúsunda fjár íslenzkra bænda koma af fjalli.
Sumarið hefur yfirleitt verið sæmilegt fyrir skepnur á útigangi. Telja sunnlenzkir bændur fé sitt
vænna en í fyrra, en hins vegar mun norðlenzkt fé ekki yfir meðallagi. Þessi mynd er tekin að
loknum erfiðum göngum í Norðurleit, þegar safnið er komið í Skeiðarétt. Gangnahestarnir eru í
dilk með fénu. Ujósm. vig.
REYKJAVIKURBREF
Laugard. 26. sept.
Kosnmjíar hafnar
Nú um helgina hefst atkvæða-
greiðsla utan kjörstaðar. í heild
greiða nokkur þúsund manna at-
kvæði með þeim hætti. Þau at-
kvæði hafa oft ráðið úrslitum í
einstökum kjördæmum og þar
með um stjórn landsins.
Tíminn hefur oft sagt, að kjör-
dæmabreytingin verði Sjálfstæð-
isflokknum einum til hags. 1
þessu felst viðurkenning á því,
að á Sjálfstæðismenn hafi verið
hallað að undanförnu. En auð-
vitað ber ekki að meta kjör-
dæmabreytingu eftir bráðabirgða
hagsmunum nokkurs einstaks
flokks. Það, sem allt á veltur,
er, að rétt mynd þjóðarviljans
komi fram í kosningum. Ef
sú mynd er mjög skökk, hlýtur
stjórnafarið allt að skekkjast og
færast úr lagi. Svo hefur ein-
mitt orðið hér að undanförnu.
Vegná þess að Alþingi var skökk
mynd þjóðarviljans, hafa völd
yfir málefnum þjóðarinnar meira
og meira horfið úr höndum Al-
þingis og til ýmis konar annar-
legra aðila.
Ný dæmi
misnotkunar
1 síðastj Reykjavíkurbréfi
voru rakin dæmi þess, hvernig
stjórnmálaþvarg hefur heltekið
félagsskap, sem er stofnaður til
þess að vera utan við stjórn-
máladeilur. Enn ein sönnun þess-
arar misnotkunar birtist í -Degi
16. september sl. Þar sagði svo:
„------hljóta samvinnumenn
að gjalda varhuga við Sjálfstæð-
isflokknum og meðhjálpurum
hans. Sá, sem vill vera heil-
steyptur samvinnumaður, getur
ekki stutt þann flokk með at-
kvæði sínu.
Sjálfstæðismaður getur hins
vegar verið í samvinnufélagi og
notið hagnaðarins af því. Þetta
getur hann, af því að samvinnu-
félögin eru ekki „auðhringur“,
eins og boðberar Sjálfstæðis-
flokksins básúna, heldur fjölda-
samtök, sem standa öllum opm
til þátttöku.
Hins vegar er slíkur maður
óheill samvinnustefnunni og
ófær til að verðskulda trúnað
hennar — álíka óheill og Islend-
ingur væri þjóð sinni, ef hann
veitti Bretum stuðning til hern-
aðar á miðum okkar.“
Þessi orð lýsa framkvæmd
forráðamanna SÍS að undan-
förnu. Þau eru nánari útfærsla
á uppljóstrun Tímans á dögun-
um um hina „vissu samstöðu''
„samvinnuhreyfingarinnar og
Framsóknarflokksins."
Á 1/6 hluti að
að liafa öll ráð?
Blindan og ofstækið, sem móta
yfirlýsingu Dags og , Tímans,
beinast ekki gegn Sjálfstæðis-
mönnum einum. Séra Guðmund-
ur Sveinsson, skólastjóri Sam-
vinnuskólans, hefur fordæmt, að
kommúnistar skuli hafa komizt
til yfirróða í KRON. í einn stað
kemur af hvaða flokki meðlimir
samvinnufélaga eru, ef þeir eru
ekki fylgjendur Framsóknar, þá
eiga þeir að viti forráðamanna
hennar og SÍS ekki að njóta fulls
trúnaðar innan samvinnuhreyf-
ingarinnar.
Hugsunarhátturinn er enn hinn
sami og rikti í Alþýðusamband-
inu á meðan Alþýðuflokksmenn
einir höfðu þar kjörgengi. Allir
eru nú sammála um, að slíkt hafi
verið fjarstæða. Mönnum þykir
m. a. s. ótrúlegt, að það skuli
hafa getað viðgengizt svo lengi
sem var. Alþýðusambandið vaxð
ekki veikara við að afnema þau
rangindi. Þvert á móti. Ahrif
þess í þjóðlífinu hafa aldrei verið
meiri en síðan. Ef ekki hefði ver-
ið gerð á þessu breýting, mundi
klofningur verkalýðshreyfingar-
innar hafa blasað við.
En enn er það þolað, að at-
kvæðisrétti til aðalfundar SÍS sé
svo háttað, að % hluti meðlima
þess volduga félagsskapar skuli
hafa þar öll ráð. Þannig er um
búið, að með þessu tryggir Fram-
sókn einræði sitt í SÍS og undir-
deildum þess. Aðrir fá að vísu
að vera í félögunum. Þeir eru
meðhöndlaðir sem annars flokks
fólk og verða að una hrakyrðum
slíkum, sem Dagur hreytir í þá.
Vitnisburður
Vilhjálms
Hinir skynsamari Framsóknar-
menn gera sér auðvitað ljóst, að
hér hefur verið of langt gengið.
í Morgunblaðinu birtist hinn 1.
sept. sl. viðtal við Vilhjálm Þór,
sem hefur bæði verið forstjóri
KEA og SÍS. í viðtalinu segir:
„— Hvað segið þér um það,
á ekki samvinnuhreyfingin að
vera ópólitískur félagsskapur?
— Já, auðvitað. Ég hef aldrei
verið mjög pólitískur maður og
taldi það bæði æskilegt og nauð-
synlegt, meðan ég var forstjóri
SÍS, að hafa ekki afskipti af
stjórnmálum. Ég vildi t. d. ekki
fara í framboð á þeim árum.
Samvinnufélögin eiga að vera
opin öllum, hvar í flokki, sem
þeir standa. Þau eiga að vera
ópólitísk. Ef pólitíkin nær undir-
tökunum í samvinnufélögunum,
eru þau sjálf í mikilli hættu.
— Þér ólítið sem sagt ekki
nauðsynlegt að vera Framsókn-
armaður til að vera samvinnu-
maður eða forstjóri í kaupfélagi?
— Nei, auðvitað ekki.“
Eftir höfðiiiii
dansa limirnir
Orð Vilhjálms eru ótvíræð.
Hann viðurkennir, að „mikil
hætta“ sé leidd yfir samvinnu-
félögin „ef pólitíkin nær undir-
tökum í þeim.“ Orðin eru góð, en
athafnir eru þó betri. Ekki er
kunnugt um, að Vilhjálmur hafi
gert neitt til að fá hinum frá-
leitu kosningareglum SlS breytt
á meðan hann var þar æðsti
valdamaður.
I forystu SÍS eru nú lærisvein-
ar Vilhjálms, menn, sem þar hafa
hafizt til valda og virðingar fyrir
hans atbeina. En Erlendur Eiiv-
arsson, Hjörtur Hjartar og Ás-
grímur Stefánsson hafa ekki bor-
ið við að mótmæla fullyrðingum
um óviðurkvæmileg afskipti af
síðustu Alþingiskosningum. Dæm
ið úr fataverksmiðjunni á Akur-
eyri sýnir hversu ágengnin fer
langt úr hófi.
Ef Vilhjálmur Þór vill sýna,
að honum sé alvara í aðvörun
sinni, ætti hann að 'leiða sína
nánustu lærisveina á rétta braut.
Þá mundi smám saman takast að
bægja frá samvinnuhreyfingunni
þeirri hættu, sem Vilhjálmur
segist nú sjá vofa yfir henni.
Af hverju una
kommúnistar
undirokun SÍS?
Mjög athyglisvert er, að þótt
sýnt hafi verið fram á, að KRON
sé mjög afskipt innan SÍS, þá
hafa kommúnistar og Þjóðviljinn'
þagað um það og látið sem ekk-
ert væri. Þeir una því, að at-
kvæðisréttur meðlima KRON sé
skertur með tvennu móti. Ann-
ars vegar að KRON hafi mun
færri fulltrúa á aðalfundi SÍS
en því ber, einfaldlega vegna
þess að það er stærsta samvinnu-
félagið. Minni félögin eru látin
hafa úrslitaráð vegna smæðar
sinnar og bitnar það auðvitað á
hinum stærri og einkanlega
KRON. Þetta er þó aðeins önn-
ur hlið málsins. Til viðbótar
kemur, að SÍS hagar viðskiptum
sínum við KRON með þeim
hætti, að atkvæðisréttur félaga
þar verður enn minni en ella.
Það sprettur af því, að þvert ofan
í íyrstu höfuðreglu Rochdale-
félagsins er viðskiptamagn félags
við SÍS látið ráða atkvæðisrétt
inum.
I stað þess að berjast fyrir
breytingu á þessu rangláta á-
kvæði, hefur KRON sætt sig við
að taka fyrir forstjóra einn af
starfsmönnum SÍS, sennilega í
þeirri von, að SÍS yrði þá smám
saman liprara í viðskiptum.
Skýfingin á afstöðu kommún
ista í KRON er sú, að þeir vilja
ekki vekja athygli á hættunni,
sem stafar af forréttindum ein-
stakra stjórnmálaflokka innan
þessa félagsskapar. Þeir vilja
ráða KRON einir. Þeim er þess
vegna lítið um það gefið, að
haldið sé fram, að öll samvinnu
félög, KRON ekki síður en önn
ur, eigi að vera utan við stjórn-
málaátök. Hér við bætist, að
kommúnistar vilja njóta atbeina
Framsóknar til að halda yfir-
ráðum sínum £ Alþýðusamband-
inu. Til þess að svo megi verða,
eru þeir reiðubúnir að viðhalda
yfirgangi Framsóknar innan SÍS.
Valdaklíkur beggja meðhöndla
fylgjendur sína eins og kvikfén-
að, sem hægt sé að „sjakra" með
til að tryggja eigin völd og áhrxf.
Kommúnistar
klína sér utan í
verkalýðshreyf-
ínguna
Vald kjósenda
Eins og komið er, má segja,
að hollt sé fyrir kjósendur að
horfast í augu við þetta. Úr því
v^rður að fást skorið, hvort ís-
landi verði stjórnað á lögbund-
inn, lýðræðislegan hátt eða hvort
litlar klíkur, ser.i misfara með
trúnað öflugra félagssamtaka,
eigi að geta gert vilja kjósenda
að engu. Þróun stjórnmála á ís-
landi og þjóðlífið allt er nú háð
því, að heilbrigðir stjónarhættir
séu teknir upp. Á því má ekki
leika neinn vafi, að kjósendur
hafi úrslitaráð í málefnum þjóð-
arinnar. Nú, þegar meiri líkur
eru til þess en nokkru sinni áð-
ur, að á Alþingi komi fram hinn
sanni þjóðarvilji, þá verður hann
einnig að ráða í framkvæmd.
Stjórnmálaátök eru óhjá-
kvæmileg og nauðsynleg í lýð-
ræðisþjóðfélagi. Þau verða að
eiga sér stað á milli stjórnmála-
flokka við kosningar og á þingi
þjóðarinnar. Stjórnendum er að
sjálfsögðu skylt að hafa gott
samstarf við hin miklu félaga-
samtök og allar stéttir lands-
manna. En hverjum þessara aðila
ber að ætla sitt verkefni. Hann
á að halda sig að því.
Hætta á ferðum
Innan stéttasamtaka eiga allir
meðlimir þeirrar stéttar að geta
unnið saman án tillits til stjórn-
málaskoðana. Þar má engurn
veita forréttindi. Samtökin sjálf
eru sett í hættu, ef þau blanda
sér í mál, sem eru utan þeirra
verkahrings. I íslenzkum stjórn-
málum er nú ekkert brýnna
verkefni en að menn geri sér
þessa nauðsyn ljósa. Stjórnmál
eiga ekki að gegnsýra allan fé-
lagsskap í landinu. Stjórnmála-
menn eiga að takmarka sig við
það, sem þeim með eðlilegum
hætti er ætlað. Þar fyrir utan
eiga borgararnir að fá að fara
frjálsir sinna ferða í margs kon-
ar samskiptum. Nytsömum fé-
lagsskap, sem ætlaður er til alls
annars en ákvarðana um stjórn-
mál, á ekki að blanda í þau.
Ef þessa er ekki gætt, þá er
félagsskapurinn sjálfur settur í
hættu og allt þjóðfélagið ekki
síður.
Þjóðviljinn hefur reiðst mjög
yfir því, að í Reykjavíkurbréfi
skyldi komizt svo að orði, að
kommúnistar reyni að klína sér
utan í verkalýðshreyfinguna.
Eðlilegt er, að kommúnistum sé
illa við, að þetta sé rifjað upp.
Syndir þeirra innan verkalýðs-
hreyfingarinnar eru sízt minni
heldur sams konar og Framsókn-
ar í samvinnuhreyfingunni. Þjóð-
viljinn segir t. d. sl. þriðjudag:
„Og enn af brýnni nauðsyn
íslenzkrar verkalýðshreyfingar
gekkst Alþýðusamband Islands
árið 1956 fyrir stofnun Alþýðu-
bandalagsins“.
Allir vita, að yfirgnæfandi
meirihluti félagsmanna í Al-
þýðusambandinu er andvígur Al-
þýðubandalaginu. Hlutdeild Al-
þýðusambandsins að stofnun Al-
þýðubandalagsins er eitt skýr-
asta dæmi hinnar alvarlegu mis-
notkunar pólitískra ævintýra-
manna á almenningssamtökum,
sem þeim er trúað fyrir. Á sín-
um tíma var reynt að telja verka-
lýðnum trú um, að úrslitaráð í
málefnum ríkisins væri flutt frá
Alþingi til Alþýðusambandsins.
Lögfesting bjargráðanna vorið
1956 og skrípaleikurinn á Alþýðu
sambandsþingi í nóvemberlok
sama ór, sannfærði almenning
um þær blekkingar, sem hann
hafði verið beittur.
Nú er enn ætlunin að ögra al-
menningi með misnotkun verk-
fallsvopnsins. Kommúnistar
hugsa sér að láta Alþingiskosn-
ingar fara fram með þá hættu
yfiivofandi að verði úrslitin önn-
ur en þeim þóknast, þá sé vinnu-
friðnum stefnt í voða. Ef kjós-
endur láta ekki undan þeirri
ógnun, á enn að beita þessu
vopni, þegar Alþingi kemur sam-
an til að knýja þingmenn til að
láta að óskum kommúnista.
Þörf
a nýjum
stjórnarliáttum
Ófarnaður V-stjórnarinnar staf
aði ekki sízt af því, að þess, sem
að framan segir, var ekki gætt.
Uppgjöf og flótti Hermanns
Jónassonar af stjórnarfleyinu
hinn 4. des. sl. var þó aðeins
endalok langrar þróunar. Sjálf-
sagt er að viðurkenna, að menn-
irnir, sem þá gáfust upp, eiga
ekki einir sök á hinni hörmulegu
niðurlægingu, sem þá blasti við.
Víxlverkanir hafa átt sér stað
áratugum saman. Annar hefur
talið sig néyddan til að grípa til
varnarráðstafana vegna vald-
beitingar hins. Þannig hefur
gengið koll af kolli, þangað til
út í algert öngþveiti var komið.
Sjálfstæðismenn skildu, að við
svo búið mátti ekki standa. Þeir
vildu ekki taka þátt í að halda
ósómanum við og neituðu þess
vegna þátttöku í þjóðstjórn, sem
Framsókn stakk upp á, eftir að
sýnt var að hún gat ekki endur-
reist V-stjórnina. I því skyni að
bjarga forréttindum sínum vildi
hún þá reyna að fá alla flokka
í samábyrgð.
Miimihlutastjóm
Aljþýðuflokksins
Sjálfstæðismenn settu málefn-
in ofar öllu. Þeir gerðu grein
fyrir, að skapa þyrfti nýjan
stjórnmálagrundvöll með nýrri
kj ördæmaskipun, og síðan yrði,
eftir að sá grundvöllur væri
fenginn, að hefjast handa um
t viðreisn efnahagsmála. Ekki var
.hægt að fá neinn starfhæfan
Framh. á bls. 14.