Morgunblaðið - 27.09.1959, Side 14

Morgunblaðið - 27.09.1959, Side 14
14 MORCVNBL4Ð1Ð Sunnudagur 27. sept. 1959 l. 1 og 2ja MANNA svefnsófar % Sófasett, Stakir stólar, Kommóður, Skrifborð, Sófaborð og Innskotsborð. Husgagnaverzl. Dagstofan Vitastíg 10 — Sími 18611. Höfum flutt útibúið af Langholtsveg 14 á Langholtsveg 35 (áður rakarastofa). Efnalaugín Gyllir Langholtsveg 136. Atvinna Fjölskyldumaður óskar eftir atvinnu úti á landi. Hefur meira vélstjórapróf og meira bílstjórapróf. Húsnæði þarf að fylgja. Tilboð merkt: „Úti á landi — 9254“, sendist afgr. Mbl. fyrir 10. október. Sfúlkur helzt varnar prjóni og saumaskap, óskast um næstu mánaðamót. Upplýsingar á skrifstofunni, Frakka- stíg 8, kl. 4—6 á morgun (ekki í síma). Ullarverksmiðjan FRAMTÍÐIN. Raðhús fil sölu Álfhólsvegur 30 í Kópávogi er til sölu. Á 1. hæð eru 2 stofur og eldhús.'Á 2. hæð eru 3 svefnherb., bað og geymsla. Einnig er þvottahús, kynding og geymsla í sameiginlegri viðbyggingu fyrir húsasamstæðuna. Húsnæðið er til sýnis kl. 3—7 í dag og kl. 7—9 næstu kvöld. F ASTEIGN ASKRIFSTOFAN Laugavegi 28 — Sími 19545. Sölum. Guðm. Þorsteinsson. 2/o herbergia kjallaraíbúð til sölu á Melunum. Ibúðin er 70 ferm. Útborgun 100 þús. Eftirstöðvar lánaðar til 12 ára. Einar Sigurbsson hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767 og 16768. íbúðir til sölu Tveggja herbergja kjallaraíbúð og þriggja herbergja íbúð á L hæð í steinhúsi á hitaveitusvæðinu eru til sölu. Upplýsingar hjá undirrituðum. SIGURGEIR SIGURJÓNSSON, hæstaréttarlögmaður Aðalstræti 8 — Sími 1-10-43. ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON héraðsdómsiögmaður. Austurstræti 14 — Sími 1-55-35 íbúðir óskast 2 íbúðir 2ja og 3—4ra herb. óskast tli leigu nú þeg- ar. — Upplýsingar í símum 12401 og 17685. Iðnnám Laghentur og lipur piltur um tvítugt, getur komist að sem nemi í bifreiðasmíði. Upplýsingar í síma 33507. Dönsk borðsfofuhúsgögn úr póleruðu birki, vel meðfarin, borð, 8 stólar og 2 skápar, einnig sófaborð, til sölu. Uppl. í síma 12388. FramtíSaratvinna Viljum ráða nokkrar stúlkur, karlmenn og unglinga frá 15 ára til starfa í verksmiðju vorri. Yngri en 15 ára koma ekki til greina. Hampiðjan hf. Stakkholti 4. DUGLEG og VÖNDUÐ afgreiðslustúlka óskast í vefnaðarvöruverzlun strax eða frá 1. okt. Umsóknir sendist afgr. blaðsins fyrir mánudags- kvöld merkt: „Afgreiðslustúlka — 9250“. Útboð Tilboð óskast í að byggja ketil- og vinnustofuhús að Kleppi. Uppdrátta má vitja í teiknistofu húsa- meistara ríkisins gegn 200 króna skilatryggingu. HÚSAMEISTARI RlKISINS. Skrifstofumaður Sölumaður Þekkt bifreiða-innflutningsfyrirtæki vantar nú þegar ungan reglusaman mann með verzlunarmennt- un til að annast sölu nýrra bifreiða. Ensku- og vél- ritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknir sem greini aldur, menntun og fyrri störf leggist á afgreiðslu blaðsins merkt: „Skrifstofumaður — 9246“. Höfum til sölu hús og íbúðir víðsvegar um bæinn og nágrenni hans. Ennfremur höfum við kaupendur að íbúðar, iðnaðar og verzlunarhúsnæði. Miklar útborganir. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl., Málflutningur — Fasteignasala S Laufásvegi 2 — Sími 19960. Atvinna Nokkrar duglegar stúlkur geta fengið atvinnu nú þegar (ákvæðis vinna). Upplýsingar í verksmiðj- unni, Þverholti 17. Vinnufatagerb íslands h.f. — Reykjavíkurbréf Frh. af bls. 13 meirihluta fyrir þessari stefnu á Alþingi sl. vetur. Þá var ekki um annað að ræða, en annað hvort utanþingsstjórn eða minni- hlutastjórn eins flokks. Sjálf- stæðismenn eru andvígir utan- þingsstjórnum, enda varð reynsl- an af hinni einu, sem hér hefur setið, árin 1942—44, ekki slík, að hún hvetti til endurtekningar. Það varð því úr, að mynduð var minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins. Tengsl Sjálfstæðis- manna við hana hafa aldrei ver- ið önnur en þau, að Tofað var að verja hana vantrausti, gegn því að hún beitti sér fyrir fram- gangi ákveðinna mála, sem í upphafi var skýrt frá. Öll þau mál hafa nú verið samþykkt með atbeina flokkanna á víxl, þó þannig að Sjálfstæðismenn og Aiþýðuflokkur hafa staðið að framgangi þeirra allra, en Fram- sókn og kommúnistar hlaupið ut undan sér, þegar þeim þótti það henta. ,3tuðningsflokkar stjórnarinnar46 Framsóknarmenn hafa ætið reynt að telja Sjálfstæðismenn beinan stuðningsflokk stjórnar- innar. Þetta er rangt. Á milli Al- þýðuflokks og Sjálfstæðismanna hafa engir aðrir samningar ver- ið gerðir en þeir, sem jafnóðum hefur verið skýrt frá. Framsókn er að vísu tamt að grípa til ósanninda, en vera kann þó, að í þessu skrökvi hún ekki eins berlega vísvitandi og oftast ella. Framsóknarmönnum er sem sagt með öllu óskiljanlegt, að íiokk- ur skuli eira stjórn annars án þess að áskilja sjálfum sér nokk- ur hlunnindi í því sambandi. Sjálfstæðismenn vissu, að neyð- arástand blasti við, ef landinu væri ekki séð fyrir lögformlegri stjórn en þeim var fjarri skapi að nota sér aðstöðu sina gegn Alþýðuflokknum til að hafa önnur áhrif á stjórn hans, en í allra augsýn var samið um. Það er stjórn Alþýðuflokksins, ekki Sjálfstæðismanna, sem við völd er. r Agreiningur um verð landbúnaðar- afurða Fyrir skemmstu varð alvarleg- ur ágreiningur milli Sjálfstæðis- manna og Alþýðuflokks um beit- ingu stjórnvaldsins. Það var út af ákvörðun á verðlagi landbún- aðarafurða. —• Sjálfstæðismenn höfðu þar ákveðna skoðun, sem Alþýðuflokkurinn vildi ekki fall- ast á. Sjálfstæðismenn gátu ekki ráðið gerðum stjórnarinnar að öðru en því, að þeir hefðu get- að knúið hana til þess að segja af sér. Af því hefði leitt ný vandræði og stjórnarkreppu, sem engum hefði orðið til góðs. Aðal- atriðið var, að Sjálfstæðismenn héldu fast við sína skoðun á deiluefninu og tilkynntu þegar í stað, að þeir myndu leggja fram tillögur á næsta Alþingi til að tryggja hag bænda. Ef Fram- sóknarflokkurinn bregst bændum ekki, þá er málefnið sjálft tryggt. í því sambandi skiptir seta nú- verandi stjórnar fram yfir kosn- ingar engu máli. Ætla hefði mátt að Framsókn fagnaði þessari af- stöðu Sjálfstæiðsmanna, ef hún hefði haft hag bænda fyrir aug- um, svo sem hún ætíð lætur. En innrætið sagði til sín, Framsókn mat hagsmuni bænda harla lítils. Áhugaefni hennar var það eitt að reyna að skrökva svívirðing- um á Sjálfstæðismenn og enn einu sinni að efna til stjórnar- kreppu og öngþveitis í landinu. Hermann Jónassön og félagar hans voru þó búnir að verða sér nóg til skammar með uppgjöf- inni 4. desember, svo að sann- arlega var ekki á bætandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.