Morgunblaðið - 27.09.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.09.1959, Qupperneq 16
16 MORCrwni4Ðlfí Sunnudagur 27. sept. 1959 ---------------------1-------- C’psonit þilplötur frá Finnlandi nýkomnar. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Einnig fyrirliggjandi finnskt TRÉTEX. Páll Þorgeirsson Laugavegi 22 Vöruafgr. Ármúla 27. Sími 1-64-13 Sími 3-40-00 Biírei&aelgendur Við límum bremsuborða í allar tegundir fólks- og minni vörubifreiða með nýjum og fullkomnum verk- færum. ATHUGIÐ: að með því að líma borðana verða engar skemmdír á bremsuskálunum vegna hnoðana, og ending borðanna allt að helmingi meiri. Höfum alltaf fyrirliggjandi bremsuborðaefni í öllum þykktum og breiddum. Reynslan sýnir að límdir borðar eru algjörlega öruggir. Reynið okkar fljótu og góðu þjónustu. Alímingar s.f. Hringbraut 107. Júlíus Sófus Jónsson Kveðja ÞANN 22. sept. andaðist Júlíus Sófus Jónsson eftir stutta legu i sjúkrahúsi. Hann verður borinn til grafar á morgun. Um langt ára bil gekk hann aldrei heill til skógar — sárþjáður af astma — en vann þó erfiða vinnu dag hvern, þar til um sl. áramót. Hann bar sjúkleika sinn af stöku æðruleysi og enginn heyrði hann kvarta. Hann fæddist á Borðevri 3. maí 1886, sonur hjónanna Jóns Jas- onarsonar, veitingamanns og 2. konu hans Júliönnu Sofíu Stef- ánsdóttur frá Þóreyjarihýri (af Bólstaðarhlíðarætt). Hann var eina barn móður sinnar. Hún dó er hann var fimm daga gamall. En með fyrstu konu sinni átti Jón Jasonarson Pétur, kennara á ísafirði, Vilhelm verzlunarmann á Siglufirði, Soffíu konu Sigur- bjarnar Jóhannessonar verzlunar- stjóra og Ólaf gjaldkera í Reykja vík. Og með þriðju konu sinni átti hann Ástu Soffíu konu Sig- urðar Þórðarsonar á Laugabóli við fsafjörð; Torfa, sem nú er nýlátinn, og Rögnu. Eins og fyrr segir missti Júlíus móður sína og var þá tekinn í fóstur að Hnausum á Þingi af Guðrúnu móðursystur sinni og manni hennar Magnúsi Steindórs syni, bændahöfðingja. Eflaust hefur hann notið góðrar um- hyggju á því höfuðbóli. Oft heyrðist hann minnast fóst urforeldra sinna, en einkum þó fóstra síns. Var þá kærleikur og virðing í rödd hans er hann mælti „Fóstri minn sagði mér“. Eftirlifandi konu sinni kvænt- ist hann 24 .sept. 1910. og hófu þau þá búskap á Hólkoti í Vatns- dal. Þá voru erfiðir tímar en þau efnalítil. Síðan bjuggu þau á öðr- um bæjum þar í sveit og vin- átta sú, er þá skapaðist helzt ennþá og hefur víða gengið í arf til barna og barnabarna þeirra, fHEBMDs MfCiSTCMCO THAOC MAMK Kaffikonnur S8q Fallegar Hentugar í daglegri notkun árið um kring Rauðar — Grænar Gulatr Fást hiá B. H. Bjarnason, Edinborg, Geysir Umboðsmaður á íslandi — John Lindsay, Pósthólf 724 Reykjavík 2 duglegar stúlkur til aðstoðar í eldhús, óskast nú þegar eða 1. okt. í mötuneyti skólanna, Laugarvatni. Uppl. í síma 9 Laugarvatni. Aðstoðarhjúkrunarkono Aðstoðarhjúkrunarkonu vantar að Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, nú þegar Uppl. hjá vfirhjúkrunarkonunni. Bæjarstjóri /forfá/J w/?ó(ssori PILTAR,= EFÞlÐ EIGI0 UNNUSTI/NA ÞÁ Á ÉG HRIN&ANA j sem voru búsett þar meðan þau hjón bjuggu þar. Margar ánægjustundir mun Júl íus hafa átt meðan hann bjó — ýmsar þeirra við tamningu og setningu góðhesta, því að hann var ágætur hestamaður. Margra góðra hesta minntist hann síðar með góðlátlegu brosi. Um 1925 fluttist Júlíus hingað til Reykjavíkur og átti fyrst heima á Grænumýri og Hæðar- enda á Seltjarnarnesi en síðustu 20 árin átti hann heima á sama stað á Vesturgötu 20 ásamt konu sinni og börnum, en þau voru öll svo samhent að á betra verð- ur ekki kosið. Þau voru og eru öll ætíð hvert sem annað í því er var sérstaklega einkennandi fyrir heimilið, en það var frá- bær gestrisni og greiðasemi við alla. Sú tegund gestrisni, sem er ef til vill að verða fágæt. Þar var engin sýndarmennska. Þar stóð opið hús í orðsins beztu merk- ingu. Um það geta fjölmargir vitnað, sem þar hafa dvalið oft og lengi. Sumt af þessu fólki voru sjúklingar, er voru til lækninga. Annars voru erindin margvisleg. Ekki var það vegna þess, að þar væri meira húsrými en annars staðar, að þangað var farið held- ur hitt, að fjölskyldan var líka samhent um það, að þrengja að sér, ef með þyrfti. Og þar var allt með hinum sama brag, fórn. fýsi og mannkærleika, er ekki spyr um laun. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, tvo syni og tvær dætur. Þau urðu fyrir þeirri þungu raun að sjá á bak öðrum syninum, Magn- úsi, á bezta aldri, en hin syst. kinin eru Björn Finnbogi, Guð- rún og Ingibjörg. öll hið ágæt- asta fólk. Júlíus vann alla tíð erfiðisvinriu frá því að hann flutti til bæjar- ins. Fyrst lengi hjá Þórði Ólafs- syni sviia sínum í Kolasölunni, en nú um mörg ár hjá KRON. Það I var enginn svikinn af vinnunni hans. f samviskusemi og heið- arleik verður ekki lengra kom- ist. Og loforðin hans gátu ekki brugðizt. Engann hefi ég þekkt, er átt hefur trygglyndi í jafn ríkum mæli. Hann var vinur vina sinna ,en allir urðu vinir hans er kynntust honum. Og með al samstarfsfólks síns var hann svo vinsæll að sjaldgæft mun vera. Sl. fjórtán ár hefur ekki skeik- að, að á nýársnótt, er árið hef- ur verið nýgengið í garð, hefur síminn á heimili mínu hringt. Þar hefur Júlíus verið að þakka liðið ár og óska til hamingju með nýja árið. — Nú heyrist sú hringing ekki lengur á nýársnótt, en mér þykir gott að hugsa til þess, að sú hringing hefði aldrei hætt að heyrast meðan hann var á lífi. Fjölskylda mín kveður þig. Hún á þér svo ótalmargt að þakka. Mér verður hugsað til orða skáld sins Einars Benediktssonar: „hitt var alltaf hundraðfalt, er hjartað galt úr sjóði“. Þú áttir ótæmandi sjóð í hjarta þínu. Sigurlaug Guðjónsdóttir. EGGERT G’LAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórrhamn við Tempia~asuna SÍ-SLETT P0PLIN (N0 - IR0N) MINEEVA STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.