Morgunblaðið - 13.10.1959, Qupperneq 17
Þriðjudagur 13. okt. 195V<
MORCVVniLAÐÍÐ
17
Jón Bjarnason frá Sandi
JÓN er fæddur 5. okt. 1874 að
Miðdalskoti í Kjós, býli, sem nú
er lagt undir jörðina Miðdal.
Voru foreldrar hans hjónin
Kristín Guðmundsdóttir og
Bjarni Halldórsson. Ekki verður
ætt þeirra rakin hér. En bæði
3 börn, einn son, en hann féll frá
á bezta aldri, mesti efnis piltur.
Önnur dóttir Jóns er Kristín bú-
stýra á Vindási, og Guðrún, gift
Guðmundi Sigurðssyni á Möðru-
völlum í Kjós. Auk þess ólu þau
hjónin, Jón og Guðrún upp einn
fósturson, Odd Jónsson, sem nú
er bóndi á Sandi. Einnig ólst þar
upp að mestu Lilja Jónasardótt-
ir. Er hún látin fyrir fáum ár-
um.
Jón var góður og gildur bóndi,
og fór vel með allar skepnur
sínar. Fyrir fermingu átti Jón
kost á meiri fræðslu en sumir
aðrir á því reki. í>á starfaði hér
bamaskóli, einmitt á þeim árum.
Mun sá skóli hafa verið einn með
þeím fyrstu hér á landi að ég
hygg. Hætti hann svo störfum
stuttu síðar. Jón mun hafa búið
vel að þeirri fræðslu, sem hann
fékk í þessum skóla ,t.d. skrifaði
hann ágæta rithönd, sem þá var
ekki altítt.
Jón var greindur í betra lagi,
og hefir enn ótrúlega gott minni.
Hann er fróðleiksfús, og hefir les
ið allmikið, helzt fræðirit, og
ýmiskonar fróðleik. Jón unnir
kirkju sinni, og sækir iðulega
kirkju þegar heilsa leyfir.
Heilsa hans er eftir vonum, mið-
að við háan aldur, en sjón hans
er nokkuð tekin að daprast.
Annars fylgist Jón vel með öllu.
sem er að gerast dag hvern.
Vildi ég svo í sambandi við
þessi tímamót í lífi Jóns óska
honum alls góðs, á þeim áfanga,
sem enn er ófarinn og þakka
gömul og góð kynni. Jón dvelur
nú hjá Guðrúnu dóttur sinni og
Guðna manni hennar. — St. G.
voru þau komin af traustum
bændaættum. Árið 1882 fluttu
þau að Sandi í Kjós, og bjuggu
þar æ síðan. Mun Jón fyrst hafa
byrjað að búa með móður sinni,
unz hann tók við jörðinni og
gerðist þá bóndi á Sandi eftir
foreldra sína. Bjó hann þar i hart
nær 40 ár ásamt konu sinni, Guð-
rúnu Guðnadóttur frá Eyjum í
sömu sveit. Er hún látin fyrir
allmörgum árum. Eignuðust þau
Cóð sala
hjá Jóni forseta
TÖGARINN Jón forseti fékk gott
verð fyrir afla sinn í Cuxhaven
í gær. Var hann með um 140
tonn af fiski og seldist aflinn
fyrir 105,550 mörk. Er þetta ein
allra bezta salan í V-Þýzkalandi
á þessu hausti.
í þessari viku munu sex tog-
arar selja á erlendum markaði
en þeir eru þessir: Fylkir, RÖðull,
Bjarni Ólafsson, Brimnes, Sur-
prise og Harðbakur.
Mikil atvinna
á Raufarliöfn
RAUFARHÖFN, 9. okt. — Hér á
Raufarhöfn er stöðugt unnið að
því að skipa út síld til Rússlands.
Er Arnarfell væntanlegt hingað á
næstunni til hleðslu. Mikil vinna
hefur verið hér við höfnina, er
nú unnið að því að losa danskt
skip, sem kom hingað með síld
frá Akranesi. Miklar byggingar-
framkvæmdir eru í þorpinu. —
Verið er að byggja nýtt póst- og
símahús, og er það nú komið
undir þak. Tíðarfarið hefur verið
með afbrigðum gott, sólskin og
blíða, 15 stiga hiti daglega. —
Göngum og slátrun er nú að verða
lokið, hefur heimta verið prýði-
leg, og fé fallegt af fjalli. —
Slátrun lokið á ísa-
firði og Vatnsfirði
ÞÚFUM, 10. okt. — I gær var
aðalfjárflutningum sláturfjár
lokið og aðalslátrun því lokið í
dag bæði á ísafirði og í Vatns-
Æirði. Mun hafa verið slátrað
um 10 þús. fjár á ísafirði í tveim
ur sláturhúsum, hjá Kaupfélagi
ísfirðinga og Ágúst Péturssyni.
í Vatnsfirði lauk slátrun í gser.
Þar mun hafa verið slátrað um
1400 fjár. Tíðarfar var hagstætt
meðan slátrun stóð yfir. Eink-
um kom sér vel að hægviðri og
góðviðri voru meðan á sjóflutn-
ingum fjárins stóð, enda gengu
þeir afbragðsvel. — PP.
Ljósmæðrafélag Reykjavíkur hefur
B AZ AR
í G.T.-húsinu upp í dag. Opnað kl. 2 e.h.
Mjög góðir munir.
Mikið af prjónavörum.
Stjórnin.
ViSarveggfóður
Ný sending komin (ahom, mahogny og hnota)
Ennfremur fyrirliggjandi
EINANGRUNARKORK og finnskt
T R É T E X.
Páll Þorgeirsson
Laugavegi 22 — Sími 1-64-12.
1REYKJAVÍK
Freyjugötu 41 (Inngangur frá Mímisvegi).
Bamadeildar hef jast
15. þessa inánaðar.
Innritun á morgun
kl. 6—7 eftir hádegi.
- 4Vú jVfftvy-U‘yJS'
* ..........
HlljSEIGEIVIDUR
Það er í yðar valdi að sjá svo um að eldur komi ekki
upp í húsi yðar. Líf f jölskyldunnar og eigur eru í yðar
höndum. Farið nákvæmlega eftir ráðleggingum Hús-
eigendafélags Reykjavíkur um eldvarnir. Allar uppl.
veittar ókeypis í skrifstofu félagsins Austurstræti 14
n. hæð kl. 5—7 sími 15659.
Verkamenn
Nokkrir verkamenn óskast strax.
Goði hf.
Laugavegi 10 — Sími 22296.
Dömuklœðskeri
óskar eftir vinnu. Tilboð leggist vinsamlega inn á
afgr. blaðsins merkt: „Klæðskeri — 8889“,
IðnaSarhúsnœði
Til leigu er 40 ferm. iðnaðarhúsnæði bjart og vel upp-
hitað í Austurbænum. Húsnæðið mætti einnig nota
fyrir verzlun. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir
fimmtudagskvöld merkt: „Hitaveita — 8890“.
Húseignin
Fjölnisvegur 11
er til sölu. Semja ber við
VAGN E. JÓNSSON
Austurstræti 9. Sími 14400.
Félög fyrirtœki og
einsfaklingar
Lánum út sal sem tekur 150 manns í sæti fyrir hvers
konar skemmtanir, veizlur, áj'shátiðir, spilakvöld og
fundi og fl.
Upplýsingar í síma 19611 og 11378 alia daga og
öll kvöld.
SILFURTUNGLIÐ.
íbúðir til sölu
Við Stóragerði í Háaleitishverfi höfum við tii sölu mjög
skemmtilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir á hæðum. Hverri
íbúð fylgir að auki 1 íbúðarherbergi í kjallara sér geymsla
og eignarhluti í sameign. Ibúðirnar eru seldar fokheldar
með fullgerðri miðstöð, húsið fullgert að utan, öil sam-
eign inni í húsinu múrhúðuð, með handriði á stiga í ytri
forstofu, allar útidyrahurðir fylgja. Bílskúrsréttur. Sér-
staklega fagurt útsýni. Lán kr. 50 þúsund á 2. veðrétti.
Fyrsti veðréttur laus. Hagstætt verð.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFAS ALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314.
til leigu
45 tonna nýlegur vélbátur í 1. flokks standi til leigu
nú þegar. Bátaurinn er tilbúinn á reknet, veiðarfærí
og skipshöfn geta fylgt ef óskað er.
Nánari upplýsingar gefur
Málflutningsskrifstofa
SVEINBJÖRNS DAGFINNSONAR
og EINARS VIDARS
Hafnarstræti 11 — Sími 19406.