Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. okt. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 3 jVIonarch er 8,000 lesta skip og það stærsta í heimi sinnar tegundar. Monarch leggi jr sæsím- ann ; til íslands NÚ mun vera ákveðið, að hrezka símaskipið „Monarch Ieggi nýja sæsímastrenginn yfir Atlants- haf, frá Skotlandi til Færeyja, tslands, Grænlands og Nýfundna lands. Lagning strengsins frá Skotlandi til íslands er ráðgerð haustið 1961, en héðan og til Nýfundnalands ári síðar. ★ Sæsímaskip eru mjög fá til og „Monarch“, sem smíðað Ýar 1946 er rúmar 8000 smálestir að stærð og stærsta skip { heimi sinnar tegundar. Það hefur mjög full- kominn útbúnað bæði á stefni og skuti til þess að leggja sæ- símastreng — og til þess að ná upp gömlum streng. í skipinu miðju eru fjögur geysimikil kefli, sem standa upp á endann á botni skipsins. Strengurinn er vafinn upp á þau og þannig getur „Monarch“ flutt 2000 mílna langan sæsímastreng af venjulegri gerð en það eru um 5000 lesta þungi. ★ Hámarkshraði skipsins er 14 hnútar, en við lagningu sæsíma á úthöfum siglir skipið yfirleitt með 8—9 hnúta hraða — og lagn ing strengsins frá Gairloch í Skot landi til Vestmannaeyja á því ekki að taka ýkjalangan tíma. Óveður geta að vísu tafið fyrir, en talið er, að „Monarch“ verði ekki meira en þrjár vikur með fyrra áfangann enda þótt tölu- verður tími fari { að koma strengnum á land í Færeyjum. ★ Sem kunnugt er hefur Alþjóða flugmálastofnunin m. a. haft for göngu um lagningu strengsins. Strengurinn sjálfur og lagning hans mun ekki kosta nema sem svarar 3 dóllurum á meter, en heildarkostnaður verksins hefur verið áætlaður um 14 milljónir dollara. Vegalengdin er um 4300 km., þar af um 1200 milii Skotlands og Vestmannaeyja. Stóra norræna ritsímafélagið leggur fram nær 74% kostnaðar- ins, Canadian Overseas Tele- communicating Corp 18% brezka símastjórnin tæplega 6% og danska símastjórnin 2—3%. Við íslendingar tökum ekki þátt í stofnkostnaði nema hvað við önnumst sambandið milli Eyja og Reykjavíkur. ★ En í rauninni var það Alþjóða- flugmálastofnunin, sem skapaði grundvöllinn að þessu stórvirki með því að taka á leigu fyrir flugumferðarstjórnina beggja vegna Atlantshafsins eina talrás af 24 í strengnum svo og 4 rit- símarásir fyrir 1,17 millj. dollara á ári. Þar er innifalin leiga á jarðlínum á Bretlandi, frá þeim stað sem strengurinn kemur á land til flugstjórnarmiðstöðva í Shannon á írlandi og Prestwick. Einnig radiorásum milli Vest- mannaeyja og Reykjavíkur, en þær tengja flugturninn £ Reykja vík og Gufunesstöðina sæstrengn um. Ennfremur er þar innifalin leiga á sambandsrásum á Græn- landi, frá Frederiksdal þar sem strengurinn kemur á land — til fiugstjórnarmiðstöðvarinnar í Prins Christians Sund — og loks jarðlínan frá Corner Brook þar sem strengurinn verður tekinn í land á Nýfundnalandi — til flugumferðarstjórnarmiðstöðvar- innar í Gander. Talsímalínan milli flugstjórn- anna í Gander, Prins Christians Sund, Reykjavíkurflugturns, Prestwick og Shannon verður því opin allan sólarhringinn — og geta flugumferðarstjórnir lalast við fyrirvaralaust, þegar þörf krefur. Verður af þessu geysimikið öyggi í flugsamgöng- um yfir Atlantshafið, því loft- skeytasamband er oft lélegt og áríðandi skeyti fara stundum margar krókaleiðir áður en þau komast á endastöð, eins og mál- um er nú háttað. ★ En þrátt fyrir tilkomu talsím- ans verður flugumferðarstjórnin jafnan að hafa radiosamböndin í lagi. Bilanir geta fyrirvaralaust orðið á sæstrengnum og þess Ivegna hefur Alþjóða flugmála- stofnunin samþykkt, að radio- sambönd verði jafnan tekin í notkun eftir að talrásin hefur ver ið biluð í 5 mínútur — og, ef ritsímarásirnar bila og ekki hef- ur verið gert við þær innan 15 mínútna, verður gamla aðferðin samstundis tekin upp. Hraðinn í loftinu er orðin slíkur, að sam- bandið milli flugumferðarstjórn- anna beggja megin hafsins og á íslandi má helzt aldrei rofna. ★ Þau lönd innan Alþjóða flug- 1 málastofnunarinnar, sem eiga flugvélar í förum yfir N.-Atlants haf. munu í sameiningu greiða leiguna á þessum rásum i sæ- símanum. Greiðsla hvers og eins fer eft- ir fjölda flugferða, en hlutur ís- lands er þar um 4,7%. Þessi sam- eiginlegi kostnaður nemur 1,7 millj. dollara, sem fyrr greinir, en auk þess hafa Bretar tekið að sér að greiða einir afnotin af rásunum sem svarar helming vegalengdarinnar milli Skot- lands og Færeyja. Kanadastjórn hefur einnig fallizt á að annast kostnaðinn af rásunum hálfa leið milli Nýfundnalands og Græn- lands. Bretar og Kanadamenn munu líka taka þátt í sameigin- lega kostnaðinum. en alls eru þau ríki 16. ★ Bandaríkin eru þar hæst með tæpa 500.000 dollara, en ísraei lægst með rúma 9.000 dollara. Þegar síðasta kostnaðaráætlun var gerð var hlutur íslands 52.854 dollarar, en þá voru ríkin ekki nema 14. Ástralskt og írskt flugfélag hófu skömmu síðar ferð ir yfir N.-Atlantshaf og munu því írar og Ástralíumenn bæt- ast í hópinn svo að útgjöld hinna ríkjanna minnka þá eitthvað, ef að líkum lætur. 8TAK8TEINAR „í þrjátíu ár“ Alþýðublaðið sendir í gæt Hannibal, sínum fyrrverandi rit- stjóra og flokksformanni kveðju: „Hannibal Valdimarsson fer nú mikinn á Vestfjörðum. Þýtur hann úr einum stað í annan og boðar Vestfirðingum nyja trú, trú á ágæti kommúnismans og tor ystumanna hans hér á landi allt frá Brynjólfi til Sigurðar Sig- mundssonar. Hannibal gleymir þó ekki að skamma Alþýðuflokkinn, sem hann taldi allra flokka beztan i þrjátíu ár eða rúmlega það. Seg- ir hann flokkinn vera aðallega forstjóraflokk og nefnir í því sambandi ýmsa frambjóðendur hans“. Eftir þessu hefur Alþýðuflokk- urinn þó haldið lengur tryggð við stefniu sína í skattamálum, en Hannibal við flokkinn. Flokkur- inn brást fyrsta höfuðstefnuatriði sinu ekki fyrr en eftir 42 ár, en tryggð Hannibals við flokkinD entist ekki nema í 30 ár. „Biltingabraskari“ Þá heilsar Alþýðublaðið upp A annan gamlan ritstjóra sinn, Finn boga Rút, bróður Hannibals: „Bróðir Hannibals, Finnbogl Rútur, er einn harðasti bitlinga- braskari Alþýðubandalagsins. — Hann heíiur á skömmum tíma hlaðið á sig svo miklum störfum og aukagctum, að hann má engu starfi sinna. Vinstri stjórnin hafði ekki setið lengi að vóldum, þegar Finnbogi var búinn að hreiðra um sig í feitu bankastjóraem- bætti og frúin orðin bæjarstjóri í Kópavogi. — Finnboga Rúti er hins vegar ekkert sérstakt áhuga mál að sitja dögmm saman niðri við Lækjartorg og ncita mönn- um um lán. Hann hefur því tek- ið þann kostinn að láta helzt ekki sjá sig í bankanum, enda nóg annað að sýsla. Því er það, að einn hagsýslu- maður bankans hefur reiknað út, að laun bankastjórans séu um 7000 krónur á dag, ef miðað er við unnin dagsverk og átta stunda vinnu á dag. Hvað segja verkamenn á SuS- urnesjum um þetta?“ Víst hefur Finnbogi Rútur kom izt langt í bitlingabraskinu, eu þó er sýnt, að hinum „frjálslyndu vinstri mönnum" Framsóknar of- býður ekki. „Veslings Rútur“ A. m. k. er svo að sjá af Tím- amim, því að hann birtir í gær þessa vísu: „Voða bágt á veslings Rútur — viljið heyra hvernig fór — þessi litli labbakútur, sem langaði til að vera stór“. „Gegn Krúsjeff“ Þjóðviljinn er ekki alveg á þvl, að skattakerfið hér þurfi ger- breytingar við. Hann segir í gær: „Áróður Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins fyrir afnámi skatta og útsvara er einhver ó- svífnasta forheimskunarherferð sem háð hefur verið hér á landi". Það er e. t. v. vegna þess, að kommúnistaflokkurinn er ekki eins aldmrhniginn og Alþýðu- flokkurinn, að þeir halda eiui fast við sína æskudrauma. Alþýðublaðið klappar og á koll inn á yngra bróður í gær og seg- ir: — „Fyrirkomulag óbeinu skatt- anna ætti satt að segja ekki að vera Þjóðv. mæðusöm tilhugsun. Vitað er um eitt ríki veraldar, þar sem það er sérstaklega í há- vegum haft. Sovétríkin afla nær allra ríkistekna með óbeinum sköttum".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.