Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 13
12 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 17. okt. 1959 Laugardagur 17. okt. 1959 MORCT’NRT AfíJÐ 13 CTtg.: H.f. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Ask; it’targald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. A OREIÐUNNI ALDREI AÐ UUKA? BYGGIR h.f. hefur nú birt greinargerð um skipti sín við vamarmáladeild utanríkisráðuneytisins óg varn- arliðið út af sökum þeim, sem á félagið eru bornar. Greinar- gerðin er að vísu einhliða, eins og vænta má frá sakborning. J>ó ber að meta, að forráðamenn fé- lagsins hafa viljað gera almenn- ingi grein fyrir máli sínu, eftir því, sem það horfir við frá þeirra sjónarmiði. Fer Byggis-mönnum þar mjög á annan veg en SÍS- herrunum. Þeir skiptu að vísu um forstjóra í olíufélögum síh- um, eftir að rannsókn olíu- hneykslisins var hafin, en á' að- alfundi SÍS í sumar létu þeir sig hafa að lýsa yfir: „Ekki er stjórn Olíufélagsins kunnugt um, hvort rannsóknum þessum er lokið eða ekki. Stjórn Olíufélagsins veit ekki til að rannsókn þessi hafi leitt í ljós neitt misferli í viðskiptum félaganna á Keflavíkurflugvelli". ★ Þetta var allt og sumt, sem efnislega kom þá opinber-.ega fram. Þjóðviljinn, sem hefur góða aðstöðu til þess að fylgj- ast með því, sem í herbúðum SÍS gerist, skýrði raunar nýlega frá því, að til viðbótar hefði þetta gerzt á aðalfundi SÍS: „En á aðalfundinum var Helga Þorsteinssyni, einum af fram- kvæmdastjórum Sambandsins, falið að friða menn. Hann gerði það með því að staðhæfa kalt og ákveðið, að olíumálin nýju væiu áróður og ofsóknir. Kvað hann ekkert misjafnt hafa sannazt upp á félögin, annað en það, að í fórum þeirra hefði fundizt einn dúnkur af frostlegi, sem heim- ildir vantaði fyrir, það væri allt og sumt!“ Þjóðviljinn bætir við: „Þegar þessi ræða var haldin, var Framsóknarflokkurinn þó bú- inn að reka báða forstjóra olíu- félaganna frá störfum — því hefur sennilega átt að valda við- kvæmni út af frostlögsdúnkin- um!“ Ráðamenn h.f. Byggis eru mun hreinskilnari en SÍS-herrarnxr. Af hálfu Byggis er játað, að í heimildarleysi hafi tollfrjáls tæki verið notuð til vinnu utan Kefla- víkurflugvallar. Af þessum sökum hljóta menn að spyrja: Hvernig stóð á því að yfirvöid- in þar syðra skyldu leyfa brott- flutning hinna umræddu tækja? Og úr því að brottflutningur var leyfður, af hverju voru þá ekki gerðar ráðstafanir til að fylgjast með hvort það stæðist, að þau væri einungis flutt bartu til viðgerðar, eins og borið var fyrir? Hvernig var unnt án sam- þykkis yfirvalda að taka þau 11 notkunar annars staðar? Yfirvöldin sýnast ekkert hafa með þessu fylgzt né um það skeytt. í greinargerð h.f. Byggis segir að það hafi verið fyrir kæru frá þriðja manni, að upp komst um hina heimildariausu notkun og lögbrot þau, sem h f. Byggir nú er sakaður fyrir. ★ Hér er því fram komið enn eitt dæmi hins einstaka andvara- leysis og óreiðu, sem einkennir i tengda við mikilsráðandi brodda störf þeirra, sem settir hafa ver-; hennar. ið til að halda uppi íslenzkum lögum og rétti á Keflavíkurflug- velli. Þégar Framsóknarflokkur- inn tók við stjórn varnarmálanna 1953, var sett upp mikið embætt- isbákn til þess að tryggja með- ferð þessarra mála. Völlurinn var gerður að sérstöku lögsagn- arumdæmi og yfirstjórn al!ra mála, sem hann vörðuðu tekin úr höndum þeirra ráðuneyta, sem að almennum lögum áttu um þau að fjalla og fengin varnar- máladeild, sem stofnuð var í þessu skyni. Sjálfstæðismenn létu þegar í stað uppi efasemdir um að rétt væri að farið. En þeir vildu ekki leggja stein í götu þess, að sá ráðherra, sem fengið hafði með- ferð þessarra mála, gæti hagað henni svo sem hann sjálfur taldi hyggilegast. Þá var dr. Kristinn Guðmundsson hafður í ráðherra- sæti, þó að það væri Hermann Jónasson, sem raunverulega réði öllu, enda átti hann hugmynd- ina að því skipulagi, sem upp var tekið. ★ Þegar á reyndi kom í ljós, að það voru ekki umbætur, sem þessir herrar höfðu í huga. Áhugi þeirra snerist fyrst og fremst að því að raða Framsóknargæðing- um á ríkisjötuna. Síðan var hafin hin hneykslanlegasta fjár- plógsstarfsemi, sem þekkzt hefur á íslandi. Olíuhneykslið og af- brot h.f. Byggis eru einungis dæmi þess, sem gerzt hefur. Skeytingarleysi Framsóknar um heilbrigða málsmeðferð og raunverulegar endurbætur hefur enn orðið lýðum Ijós af sviksemi Þórarins Þórarinssonar. Hann tók á herðar sér þá skyldu að ann- ast yfirumsjón varnarmáianna ásamt þeim Guðmundi í. Guð- mundssyni og Emil Jónssyri. Skyldurækni Þórarins reyndist ekki meiri en svo að hann hefur sjálfur sagt frá því, að eftir að þessir tveir menn tóku sæti í ríkisstjórninni hafi hann aldrei minnzt á meðferð varnarmál- anna við utanríkisráðherra. Hitt er svo enn annað, að h.f. Byggir heldur því fram, að félagið hafi frétt á skotspónum um fyrstu aðgerðir varnarmála- deildar gegn því, eftir að upp komst um afbrot félagsins. H.f. Byggir viðurkennir þó, að varn- armálanefnd hafi hinn 28. julí 1959 tjáð félaginu að hún teldi það hafa framið „gróft brot á því trúnaðartrausti, sem ráðu- neytið hafi sýnt“ því. Auðvitað ber að láta sakborning vita um fyrir hverjum sökum hann er hafður og gefa honum færi á að skýra málið frá sinni hálfu. H.f. Byggir þykist færa rök að því, að svo hafi ekki verið gert til hlítar. Um réttmæti þeirrar ásökunar verður ekki dæmt, fyrr en ráðuneytið gefur tæmandi skýrslu um málið. En allt er það svo vaxið, að ekki má verða dráttur á því að sú skýrsla sé gefin. Umfram allt verður þó tafar- laust að tryggja, að Keflavíkur- flugvöllur komist undir stjórn manna, sem eru starfi sínu vaxn- ir, en ekki einungis valdir vegna þj ónustusemi við Framsókn sða Prjónles- og nærfataverksmiðjan hefur margháttaðar vélar til starfsemi sinnar. Á mynd- inni hér að ofan sést starfsmaður verksmiðjunnar við eina þessara véla. ÞANN 17. október 1934 var stofnað hér í Reykjavík, nánar tiltekið í Hótel Heklu, nýtt verkalýðsfélag, sem hlaut nafnið Iðja. — Stofnendur voru 24 iðn- verkamenn, en á fram- haldsstofnfundi, sem hald- inn var í Kaupþingssalnum nokkru síðar bættust 12 við svo alls urðu stofnendur 36. Þetta var ekki fjölmenn félagsstofnun, en félagið átti þó fyrir sér að dafna vel og munu Iðjufélagar nú vera um 1600. Þegar Iðja var stofnuð var iðnaðurinn á íslandi mjög skammt á veg kom- inn enda þótt fyrstu til- raunir til iðnreksturs á ís- landi ha.fi verið hafnar þegar á 18. öld með inn- réttingum Skúla fógeta Magnússonar. En þróunin varð mjög hægfara enda ekki hægt um vik á meðan landið var undir nýlendu- stjórn Dana og hér tíðkuð- ust verzlunarhættir á borð við einokun þeirra tíma. Þjóðin var fátæk og hverj- um eyri, sem aflað var sóp- uðu erlendir yfirgangs- menn til sín. Enda fór svo að tilraun Skúla fór út um þúfur og hann dó eignalaus maður. Síðan líða áratugir án þess, að nokkur maður sýni viðleitni til þess að efla dag lag iðnverkafólksins, Iðja. Fé- lagið lét að sér kveða á ýms- um sviðum er snerti iðnað, en beitti sér þó aðallega að kjarabótum og bættum aðbún- aði og öryggi í verksmiðjun- um. Nú er Iðja eitt fjölmennasta verkalýðsfélag landsins og« á hröðu framfaraskeiði undir stjórn dugandi formanns og meðstjórnenda hans. í dag er 25. afmælisdagur þessa félags og í tilefni þess hefur blaðið snúið sér til formanns félags- ins, Guðjóns Sigurðssonar, og spurt hann fretta af máiefn- um félagsins. Guðjón skýrir okkur frá því, að hann og stjórn hans hafi tekið við félaginu í febrúar 1957, þá að nýafstöðnu stjórn- arkjöri í félaginu, þar sem listi hans sigraði með 26 atkvæða meirihluta. Til gamans má geta þess, að við síðustu stjórn arkjör var meirihluti Guðjóns og stjórnar hans 339 atkv. — Og hverjir eru í stjórn- inni með þér? Það eru þau Ingimundur Er- lendsson, varaformaður, Þor- valdur Ólafsson, ritari, Ingólf- ur Jónsson, gjaldkeri og Jóna Magnúsdóttir, Ingibjörg Arn- órsdóttir og Steinn Ingi Jó- hannsson, meðstjórnendur. Og þessi stjórn hefur verið ó- breytt frá því fyrsta að hún var kjörin. — Hver hafa s,vo verið helztu viðfangsefni félagsins? Viðfangsefnin má greina í tvennt, segir Guðjón. Það eru kjaramál og félagsmál. Annars vegar og barátta félagsins fyr- ir bættum kjörum verksmiðju- fólks og hins vegar ýmisleg launþegum. Þessu varð að fá lagfæringu á og varð það því fyrsta viðfangsefni hinnar nýkjörnu stjórnar. Samning- um félagsins var sagt upp og tókust nýir samningar við iðn- rekendur strax á árinu 1957. Fékkst þá 5,6% almenn kaup- hækkun þrátt fyrir það að félagið hafði ekki samflot við neitt annað verkalýðsfélag, þar sem þau héldu flest að sér. höndunum það ár. Síðan fór- um við aftur á stúfana árið eftir og í júlí 1958 voru enn nýir samningar undirritaðir. Varð þá 5% almenn hækkun en fór allt upp í 13% eins og t.d. fjögurra ára kvennataxti. Þar að auki tókst okkur að knýja fram mjög hagstæða samninga við iðnrekendur um lífeyrissjóð. En samKomulag- ið um lífeyrissjóðinn var mjög skemmt fyrir okkur. Kommún istar ætluðu alveg æfir að tortryggilegan. En samþykkt þessarar tillögu varð félags- inönnum mjög dýr. Með henni tapaði sjóðurinn um 5 millj. króna árlega og mikill hluti þess fjár var frá iðnrekendum, en hinn hlutinn afturkræfur fyrir þá, sem ekki óskuðu að vera í sjóðnum eftir, að þeir væru hættir störfum við iðn- að. — En hvernig hefur sjóður- inn dafnað? Ágætlega, og ég hef góða von um að hann muni innan skamms tíma verða sambæri- legur við lífeyrissjóð verzlun- armanna. En það tekur fólk nokkurn tíma að gera sér grein fyrir því hvílíkar kjara- bætur geta verið fólgnar í líf- eyrissj óði. — Hvað segirðu svo af fé- lagsmálunum? Fyrir rúmu ári síðan gekkst stjórn Iðju fyrir stofnun Bygg s. Myndin er af ungum pilti við vinnu sína í Dósaverk- smiðjunnL Ljósm.: Matthías Frímannsson. íslenzkan iðnað, sem helzt var bá til á heimilum lands manna. Það er ekki fyrr en eftir 1874 að nokkurt líf færist í íslenzkt atvinnulíf, en það ár fengum við stiórn arskrá. Lítið fjármagn var til í landinu og því ekki möguleikar til að reisa upp iðnaðinn, heldur varð að beita sér að því, sem auð- veldara var og minna fjár- magn þurfti til svo sem landbúnaði og fiskveiðum. Það var ekki fyrr en eftir 1920 að hraði iðnþróunarinnar hér á landi tók að aukast. Þá er samþykkt nokkur tollvernd un fyrir iðnaðinn, en það var þó rafmagnið fyrst og fremst sem jók möguleika iðnaðarins. Árið 1930 eru starfandi á fs- landi yfir 30 verksmiðjur, og voru það ullar- og klæðaverk- smiðjur, síldar- og fiskimjöls- verksmiðjur, niðursuðuverk- smiðjur og hvorki meira né minna en 7 öl- og gosdrykkja- verksmiðjur. Síðan hefur íslenzkur iðn- aður stöðugt aukizt og fram- undan sjá menn fyrir sér stór- iðju á íslandi, þar sem nýtt verði verulegar en nú er hin mikla orka, sem þjóðin á bæði í fallvötnum landsins og hver- um. Samfara auknum iðnaði landsmanna óx og dafnaði fé- félagsmál þau er til framfara horfa. — Við skulum fyrst ræða um kjaramálin. Þegar við tókum við stjórn félagsins stóðu kjaramál verksmiðju- fólks mjög illa og hafði það dregist langt aftur úr öðrum verða, og þeim tókst að knýja fram samþykkt á tillögu þess efnis að lífeyrissjóðurinn yrði frjáls, þ. e. a. s. það væri ekki skylda fyrir iðnverkafólk að vera í honum. Þeir reyndu á ýmsa lund að gera sjóðinn ingarsamvinnufélags iðnverka fólks. Formaður þess var kjör- inn Ásgeir Pétursson, iðnverka maður í ísaga. Við stofnun byggingarsamvinnuf élagsins gengu í það um 50 manns og var strax hafizt handa um / ... ....* •::v«o«yíD«S*»o«ooo«>»ooooooooo>>>*w:o .-.•ivooooooooooo^oooooooooSOOOOoO^x-v® Margar sælgætisverksmiðjur eru starlræktar í Reykjavík. Myudin er af tveimur stúlk- um við innpökkun á súkkulaði. STJÓRN IÐJU. — Talið frá vinstri, sitjandi: Ingibjörg Arnórsdóttir, meðstj., Guðjón Sv. Sigurðsson, form., Jóna Magnúsdóttir, meðstj. Standandi: Steinn Ingi Jóhannsson, meðstj., Ingólfur Jónasson, gjaldkeri, Ingimundur Erlendsson, varaform., og Þorvaldur Ólafsson, ritari. — framkvæmdir. Fengin var lóð undir fjölbýlishús við Hvassa- leiti 18—22. Þar var svo grafið fyrir stóru húsi, sem í verða 24 íbúðir, tveggja til fjögurra herbergja. Ásgeir Pétursson og þeir, sem með honum vinna að húsbyggingamálunum, hafa unnið mjög vel og mikill kraft ur verið við byggingu hússins. Ef allt fer samkvæmt áætlun verða íbúðirnar afhentar fok- heldar, með miðstöð og fullum frágangi rafmagns nú í næsta mánuði. — Hvað um framhald starfs semi Byggingarsamvinnu- félagsins? Um það er ekki gott að segja á þessu stigi. Við höfum svo sannarlega mikinn hag á því að halda henm áfram, en fjármálin munu sennilega reynast okkur nokkuð erfið viðfangs. Ef tillaga kommún- ista varðandi lífeyrissjóðinn hefði ekki verið samþykkt hefðum við getað byggt eitt slíkt fjölbýlishús á ári eða veitt 25—30 íbúðalán að upp- hæð 100 þús. kr. ár hvert til verksmiðjufólks í Reykjavík. En vonandi rætist nú eitthvað úr þessum málum hjá okkur og þá mun verða hafizt rösk- lega handa sem fyrr við bygg- ingu fjölbýlishúss. — Hvernig er fjárhagur fé- lagsins? Hann er mjög góður. Svo sem menn kannski muna hafði fyrrv. stjórn Iðju lánað sjálfri sér um 60% af öllum eignum félagsins. Fjármálin voru því í heldur bágu ásigkomulagi, þegar við tókum við félaginu. Nú er þetta mjög breytt. Vegna þeirrar óreiðu sem ríkt hafði í fjármálum félagsins tókum við það strax upp að láta löggiltan endurskoðanda fara yfir reikninga félagsins svo það fer ekki milli mála hvernig fjárhagurinn raun- verulega er. Við höfum gætt þess að hafa góða reglu á þeim málum og innheimta félags- gjalda hefur verið ágæt. Þann- ig hafa sjóðir félagsins aukizt mikið síðan við tókum við stjórn þess. — HvaS um félagsmálin? Við höfum reynt að halda uppi sem mestri starfssemi inn anfélags. í því skyni höfum við efnt til skákmóta milli verksmiðja og hafa 3 slík mót farið fram. Hefur þá verið keppt um bikar sem F. í. I. gaf í þessu skyni. Þá höfum við og efnt til spilakvölds og haldið fræðslufund. Ár hvert er svo haldin árshátíð félagsins. Þess utan eru svo félagsfundir, sem hafa verið mjög vel sóttir. Ég vil geta þess að sl. mið- vikudag var haldinn félags- fundur í tilefni 25 óra afmæl- isins. Á þessum fundi rakti ég nokkuð sögu félagsins á liðn- um árum og skýrði jafnframt frá helztu verkefnum félags- ins ínútíð og framtíð. Á þess um fundi var samþykkt að stofna félagsheimilissjóð með 10 þús. kr. framlagi úr félags- sjóði. Á fundinum voru líka kjörnir tveir heiðursfélagar, Runólfur Pétursson (t. h.) var fyrsti form. félagsins, en annar formaður þess var Björn Bjarnason. Báðir eru þeir heiðursfélagar Iðju. — Runólfur var kjörinn heið- ursfélagi á fundi í félaginu 14. þ. m. en það eru þeir Runólfur Pét- ursson, en hann var fyrsti for- maður félagsins og Sigurbjörn Knudsen, sem er annar tveggja núlifandi stofnenda félagsins, sem ennþá vinna við iðnað. — í tilefni afmælisins mun verða gefið út afmælisrit og er það væntanlegt einhvern allra næstu daga. — Hver enu helztu verkefni félagsins í framtíðinni? Verkefnin í félagsmálum Iðju eru óþrjótandi ,en ef eitt- hvað ætti að nefna þá væri það helzt bygging félagsheim- ilis og dvalarheimilis fyrir aldrað iðnverkafóik Félags- heimili myndi verða undir- staða blómlegs félagslífs. Þess vegna leggjum v;ð nú mikla á- herzlu á að hrinda því máli í framkvæmd og var fyrsta spor ið stigið með stofnun sjóðs til byggingar félagsheimilis. Ann að höfuðmál okkar er bygging dvalarheimilis aldraðs iðn- verkafólks. Slíkt heimili myndi þá gegna svipuðu hlut- verki og Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna og vafalaust efast enginn um nauðsyn þess að sem bezt sé hlúð að hinu aldraða fólki, sem skilað hef- ur sínum vinnudegi. Enn er þó nokkuð langt í land með þessar fyrirætlanir okkar, en vafalaust munu þær sjá dags- ins ljós á næstu árum og kannski fyrr en nokkurn varir, Segja má að 25 ár séu ekki langur tími í sögu þjóðanna, segir Guðjón Sigurðsson að lokum, en á sl. 25 árum hefur þróun atvinnuvega okkar fs- lendinga orðið hraðari en með öðrum þjóðum. Mikið er afrek þeirrar kynslóðar, sem vél- væddi íslenzkan iðnað. Og með iðnaðinum hefur Iðja vaxið úr grasi unz það er nú orðið fjöl- mennt og öflugt verkalýðs- félag. Þó er enn svo að iðn- verkamaðurinn nýtur ekki þess afraksturs vinnu sinnar, er honum ber. En með aukinni þróun iðnaðarins og enn auk- inni nýsköpun hans mun veru legur árangur nást í kjarabar- áttunni. Við skulum gera okk- ur það ljóst að ísland framtíð- arinnar er land orku og iðnað- ar. En til þess að takmarki stóriðju verði náð verða þeir, sem að iðnaðinum standa, bæði verkafólk og iðnrekendur, að taka höndum saman og berj- ast fyrir rétti þeirra, sem eiga afkomu sím undir iðnaði. Fyrsta skrefið er að iðnaður inn njóti jafnréttis við aðra atvinnuvegi landsmanna. Ilar. Teits.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.