Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 6
6 MORGVJVnLAÐIÐ Laugardagur 17. okt. 1959 Stefna Sjálfstæðisflokksins og hagsmunir verzlunarfdlks Talað við Sverri Hermannsson, sem segir m.a.: Verzlunarmenn hofa oldrei þurft oð beito verkfolli UM ÞESSAR mundir ríkir mikil óvissa 1 efnahagsmál- um þjóðarinnar. Með lögun- um um niðurfærslu verðla'gs og launa er sett voru í vetur, var verðbólgan stöðvuð til bráðabirgða, en nú líður að því, að gera verði haldbetri ráðstafanir j efnahagsmálum. Mörg launþegasamtök hafa sagt upp samningum og bíða átekta til að sjá hverju fram vindur. I gær átti tíðindamaður Mbl. tal við Sverri Hermanns- son, formann Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og spurði hann um afstöðu verzl- unarfólks til þessara mála. — Þú vildir kannske byrja á því Sverrir, að segja mér frá afstöðu verzlunarfólks til þeirrar stjórnmálastefnu, sem fylgt hefur verið undanfarið? — Afstaða verzlunarfólks var hiklaust jákvæð til stöðv- unarstefnunnar frá í vetur. Afstaða Landssambandsins til þeirrar lagasetningar var sú, að við töldum þá leið spor í rétta átt, en lögðum þó á- herzlu á, að þeim byrðum, sem þessu voru samfara, yrði skipt réttlátlega, þannig að þyngstu byrðarnar kæmu á breiðustu bökin. — Teljið þið að þetta hafi tekizt í framkvæmd? — Ég tel að ríkisstjórninni hafi ekki tekizt sem skyldi í þessum efnum. Eins og við verzlunarmenn bentum á þeg- ar við setningu stöðvunarlag- anna, er hægt að fylgjast mjög vel með lækkun launanna. Það er aftur meira vandamál að fylgjast með lækkun vöru- verðs, þjónustu og húsaleigu og það tel ég að stjórninni hafi ekki tekizt nógu vel. — Hvað um framhald stöðv unarstefnunnar? — Það er eindregin skoðun okkar að halda beri áfram á þeirri braut, sem mörkuð var í vetur af Sjálfstæðisflokkn- um ásamt Alþýðuflokknum, Nú hefur Sjálfstæðisflokkur- inn markað skýra stefnu og ef hann tekur við stjórnar- taumunum að þessum kosn- ingum loknum hef ég þá trú að meiri festa muni nást í þessum málum. — Álítur þú, að um frekari kjararýrnun verði að ræða við framhaldsaðgerðir í efna- hagsmálunum? — Ég álít að fullum árangri í viðreisn efnahagsmálanna verði ekki náð nema hegða sér samkvæmt þeirri stað- reynd, að við höfum tekið meiri til skipta en aflazt hef- ur. Almenningi hefur því mið ur oftast verið talin trú um að úrræði í efnahagsmálum væri nokkurskona handa- vinna stjórnmálamannanna. Þjóðinni hefur ekki verið sagt satt um þessi mál á undan- förnum árum og þau ósann- indi hafa leitt til ómetan- legs tjóns. Þjóðinni er nú ljóst, að hún hefur verið blekkt, og það er sannfæring mín, að hún sé fullkomlega reiðubúin að taka á sig aukið erfiði, ef hún er þess fullviss að það sé nauðsynlegt til að ráða bót á vandanum. En það er erfitt að sannfæra fólk vegna síend- urtekinna blekkinga. Hinsvegar álít ég, að verði stefna Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum ráðandi á næst- unni, þá muni það örva at- vinnulífið, auka þjóðarfram- leiðsluna og þannig yrðu þær byrðar, sem ég þó tel óhjá- kvæmilegt að leggja á allan almenning miklu léttbærari. — Hvað um uppsagnir kj arasamninganna? — Ástæðurnar fyrir því að verkalýðsfélögin segja nú lausum samningum eru tvær. í fyrsta lagi vilja þau hafa örugga aðstöðu til að hafa eðlileg áhrif á mótun þeirrar stefnu í efnahagsmálunum, sem upp verður tekin að kosn- ingum loknum. í öðru lagi eru svo ástæður kommúnista, sem ætla að nota verkfalls- vopnið til hótana og til þess að þvinga ríkisvaldið inn á þá braut, sem þeir hafa valið sér einir og allir vita hver er. — Hvað viltu segja um lengri kjarasamninga? — Ég tel mjög mikilvægt að takast megi að gera kjara- samninga til lengri tíma en nú er, og allt að tveimur ár- um, eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Kjarasamn ingar til lengri tíma eru snar þáttur til að skapa öryggi og festu í efnahagsmálum og eru þannig ekki síður til góðs fyr- ir launþega en aðra. En til þess að hægt sé að gera samn- inga um kaup og kjör til lengri tíma, verða viss skil- yrði að vera fyrir hendi, en þau hafa ekki verið til staðar á undanförnum árum, vegna upplausnar og ringulreiðar í efnahagsmálum. Hins vegar geri ég ráð fyrir að forustu- menn kommúnista í verkalýðs hreyfingunni kæri sig ekki um samninga til lengri tíma Þeir kjósa að geta með sem minnstum fyrirvara sveiflað verkfallsvopninu. Eins má raunar segja um Alþýðu- flokksmenn, sem oftast hafa verið hundar í bandi kommún ista í verkalýðshreyfingunum. — Þú telur að kommúnist- ar misbeiti verkfallsvopninu. Ertu þá andvígur beitingu þess? — Verkfallsrétturinn er dýr mætur réttur, sem aldrei verð ur af verkalýðsfélögunum tek inn í lýðfrjálsu þjóðfélagi. En jafnnauðsynlegur og sjálf- sagður og hann er, þá getur misbeiting hans orðið mjög hættuleg. — Hvað viltu að lokum segja mér frá starfi samtaka verzlunarfólks? — Samtökin eru aðeins tveggja ára ,stofnuð 1957, en þeim hefur á þessum tveimur árum vaxið mjög fiskur um hrygg. Eru nú starfandi 18 fé- lög skrifstofu- og verzlunar- fólks, en voru við stofnun sambandsins aðeins níu. Stoð og stytta landssambandsins, Verzlunarmannafélag Reykja víkur, er annað fjölmennasta launþegafélag landsins og hef ur það borið hita og þunga dagsins í kjarabaráttunni. Vil ég sérstaklega minna á hinn glæsilega sigur þess í barátt- unni við Samband íslenzkra samvinnufélaga, en SÍS hafði með öllu neitað að viðurkenna félagið sem samningsaðila um kaup og kjör verzlunarfólks, en vildi fara sínu fram án til- lits til laga og réttar. Verzlunarfólk hefur náð þeim árangri í kjarabarátt- unni, að það stendur sízt að baki öðrum stéttum. Þetta hefur áunnizt án þess að við beittum nokkru sinni verk- falli til þess að fylgja fram kröfum okkar og sýnir það, að samstarfið við vinnuveit- endur í okkar stétt hefur ver- ið með ágætum. Þannig óskum við Sjálf- stæðismenn eftir að vinna að framgangi hagsmunamála launþega í samstarfi við vinnuveitendur og vil ég í því sambandi vekja athygli á merkri grein í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins þar sem lagt er til, að komið verði á fót samstarfsnefndum laun- þega og vinnuveitenda, sagði Sverrir Hermannsson að lok- um. Bœndur þakka allir Páll Zophoníasson hnekkir áratuga rógi Timans ÁRATUGUM saman sætti pró- fessor Níels Dungal ofsóknum af hálfu Framsóknarflokksins fyrir vísindastörf sín. Þær eru ótaldar greinarnar, sem birzt hafa í Tím- anum til að gera störf hans og einkum rekstur Rannsóknarstofu Háskólans tortryggileg. Því eftirtektarverðari er grein, sem Páll Zophóníasson skrifaði af tilefni 25 ára afmælis Rann- sóknarstofunnar og birt var í Tímanum hinn 27. ágúst sl. 1 greininni er sagt það eitt, sam satt er, og er því höfundi til sæmdar. Þar sem slíkar greinar eru sjaldséðar í Tímanum, þykir rétt að halda henni til haga og birta hana hér í blaðinu: Blöðin hafa sagt frá því, að Rannsóknarstofa Háskólans sé 25 ára nú um þetta leyti. Allan þennan aldarfjórðung hefur prófessor Níels Dungal veitt henni forstöðu. Undir stjórn hans og handleiðslu hefur starfsemin vaxið, og fengið meiri og maig- þættari þýðingu fyrir þjóðina, bæði í nútíð og framtíð, bæði beint, og þó ef til vill meira ó- beint með því að búa í haginn og létta þeim vinnuna og áfram- haldið, er síðar starfa að rann- sóknum á sama sviði. Frá því starfi er snertir heilsu- vernd mannanna, og rannsóknir á sjúkdómum þeirra, hefur verið sagt í viðtölum við Dungal. Frá hinu hefur aftur lítið verið sagt, að framan af þessum aldarfjórð- ung vann Dungal líka að rann- sóknum á búfjársjúkdómum, og gerði með því starfi sínu bænd- um landsins ómetanlegt gagn. í því sambandi mætti minna á margt, en fátt eitt skal drepið á hér. Bráðapestarbóluefnið sem Dungal bjó til þykir bæði örugg- ari vörn gegn pestinni, en danska bóluefnið, sem áður var notað, og auk þess þykir það þægilegra í notkun. Og bráðafárið má nú heita horfið, en drap áður margt fjár á fjölda bæja þó engar tölur séu til um það. Ormalyf Dungals þekkja nú allir bændur, og mavg- ir nota það enn, árlega, þó kom- in séu fram síðan önnur orma- lyf, sem handhægara er að nota, og margir telja eins góð til að eyða ormum úr meltingarvegi kindarinnar. Þegar Dungal kom með ormalyf sitt, gekk garn- ormaplága yfir Suðurland og drap fé í hrönnum, jafnvel um hásumarið, og þá fundu menn hvers virði það var að fá orma- lyfið. Þá má minna á bólusetningu við lambablóðkreppusótt. Undir forystu próf Dungal var hafin bólusetning á ánum sem oft fvr- irbyggir að lömbin veikist og bólusetning á lömbunum nýborn- um, sem er dýrari en miklu öruggari vörn, fyrir alla þá sem geta komið því við, en það geta þeir einir er passa og hirða vel um ærnar um burðinn. Framh. á bls. 22. skrifar úr dagleqa lífinu Bóndi svarar húsmóður VELVAKANDI góður: Húsmóðirin H. A. spyr í dag (8. okt.) hvort yfirvöld Rvíkur geti ekki „hnekkt þessari einok- un af okkur“ — það er Sölumið- stöð Sambands Eggjaframleið- enda, sem H. A. kallar eggjasölu bæjarins. Einnig spyr H. A. hvort þetta sé löglegt og vill fá svar frá rétt- um aðila. Sennilega er ég alls ekki rétt- ur aðili til að svara þessu, þar eð ég er bara bóndadurgur, sem framleiði egg, og stend þess vegna að því að pína allar hús- mæður á öllu Suður- og Suðvest- urlandi, en einokunarklíkan teyg ir raunar klærnar víða um land. Ég ætla heldur ekki að svara þessu til hlítar, en aðeins benda á þessi atriði: Bændur greiða kostnaðinn sjálfir SÖLUMIÐSTÖÐ S. E. — þ. e. „einokunin" — var stofnuð að tilhlutan eggjaframleiðenda á Suður- og Suðvesturlandi og sam kvæmt sömu landslögum er gilda um önnur sölusamtök bænda- stéttarinnar. Hlutverk hennar er, að annast sölu allra eggja, sem framleidd eru á þessu svæði. Selur stöðin eggin á skráðu heildsöluverði, sem verðlagsstjóri samþykkir. Stöðin flokkar eggin og gegnumlýsir, tekur frá brotin egg og svokölluð blóðegg o. s. frv. og dreifir þeim síðan til smásala þegar tryggt er að varan er 1. flokks. Það er alrangt að S. E. hafi hækkað verð á eggjum vegna þessa fyrirtækis. Allan kóstnað við Sölumiðstöðina greiða bænd- urnir auðvitað sjálfir eins og við öll önnur hliðstæð fyrirtæki. Hækkun eggjaverðs var afleiðing bjargráðamanna ÆKKUN eggjaverðs á þessu ári var afleiðing bjargráð- anna frægu, sem stórhækkuðu fóðurverðið og allan annan kostn að við framleiðslu eggja. Sögu- sagnir um verri egg en áður eru harla einkennilegar. Stöðin vinnur mikið starf, sem miðar að vöruvöndun, en slíkt hlýtur að vera hagur neytend- anna. Áður hlutu kaupendur að taka við eggjunum eins og þau komu frá framleiðendum t. d. blóðeggjum sem öðrum, en þau eru ekki sérlega geðsjeg. í því sambandi má líka á það drepa hversu varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli líkaði eggin frá stöðinni afbragðsvel, meðan það keypti sín neyzluegg þar, en Bandaríkjamenn eru þekktari fyrir ýmislegt annað en háma i sig fúlegg. Tala við stjórn Sölu- sambandsins OKS ráðlegg ég H. A. sem og öðrum einokunarpíndum hús mæðrum og heimilisfeðrum að hringja til stjómarform. S. E. Einars Halldórssonar bónda á Setbergi, ef þau óska frekari skýr inga, svo sem á lagalegum atrið- um málsins. Sé hann á framboðs- fundi með Ólafi Thors mætfi reyna að tala við Sigstein Pálsson bónda á Blikastöðum, sem einnig er í stjórn S. E. svo og aðra stjórn armenn, en þeir veita áreiðan- lega allar umbeðnar upplýsingar. Hitt þykir mér hæpið, að yfir- völd Rvíkur geri nokkuð til að færa eggjasöluna í hið fyrra og lakara horf, neytendum til leið- inda og tjóns, sparka um leið í bændastéttina — og brjóta lands- lög. — Bóndadurgur. Skella hurðum svo húsið nötrar ONA hringdi til Velvakanda í fyrradag og lýsti vandræðum sínum. Þau hjónin leigja út íbúð í húsi sínu, fullorðnum hjónum, reglufólki, sem þó hefur einn mjög slæman ávana. Það skellir hurðum svo húsið nötrar. Kvaðst konan ekki hafa hjarta í sér til að áminna fólkið vegna þessa, ef það kynni að taka það illa upp, en sannleikurinn væri sá, að ef það ekki gæti vanið sig af þessum mjög svo slæma ávaran, væri því miður ekki annað að gera en segja því upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.