Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.10.1959, Blaðsíða 8
8 MORCVlSJtL 4Ð1Ð Laugardagur 17. okt. 1959 Bióðbrullaup eftir García Lorca Þýðandi: HANNES SIGFÚSSON. Leikstj.: GÍSLI HALLDÓRSSON. Leiktj.: LÁRUS INGÓLFSSON. ★ EFTILVILL er of djúpt í árinni tekið að staðhæfa að sl. miðviku- dagskvöld hafi markað tímamót í íslenzkri leikhússögu, en hik- laust má þó telja það með merk- ari áföngum í okkar ungu Jeik- listarsögu, og sennilega mestan listviðburð í Þjóðleikhúsinu til þessa, að undanskildu „Sölumað- ur deyr“, eftir Arthur Miller. Hniga að því ýmis rök: í fyrsta lagi var tekið til meðferðar eitt af öndvegisverkum leikbókment- anna og kynntur einn af listræn- ustu og sérstæðustu hugsmíða- meisturum tuttugustu aldarinnar; í öðru lagi barst íslenzkri leik- ment í hendurnar þýðing, sem verður að skipa á bekk með Shakespeare-þýðingum Matthías- ar Jochumssonar og Helga Hálf- dánarsonar, og þarf ekki frekar vitnanna við. 1 þriðja lagi var sýningin í heild listrænt afrek, og mikill sigur — einkum fyrir yngri kynslóðina, og enn ein sönn un þess að okkar „gömlu“ meist- arar þurfi ekki ennþá að örvænta um aldagamla og glæsta menn- ingu þessa litla ríkis norður við heimskaut, sem þrifizt nefur hvað mest á andlegheitum í þús- und ár! ☆ örfá orð um skáldið Federieo Garcia Lorca. (Annars vil ég benda á ágæta grein þýðanda 'jrn æviatriði og skáldskap Garcia Lorca í leikskrá Þjóðleikhússins). Hann fæddist árið 1899 í Anda- lúsíu á Suður-Spáni. Hann stund- aði nám við háskólann í Granada, en settist síðan að í Madrid, og þar litu fyrstu leikrit hans dags- ins Ijós — a. m. k. þau leikrit cr voru annað og meira en hugar- fóstur gelgjuáranna. Áður hafði hann getið sér orðstírs sem ljóð- skáld, málari (náinn vinur Salva- dors Dali, sem á síðustu árum hefur orðið einna frægastur fyrir súrrealistíska hegðun) og tón- skáld, var nemandi Manuels de Falla, sem taldi Lorca ekki síður efnilegt tónskáld en ljóðskáld. Þetta kemur sennilega fáum á óvart er þekkja til skáldskapar Garcia Lorca, og þó ekki væri nema vögguþuluna frægu úr „Blóðbrullaupi" í hinni rómuðu þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar; — eða þá þeim sem gerir sér ferð í Þjóðleikhúsið til að sjá og hlusta á þennan „einkennilega“ skáldskap, sem er svo þrunginn myndgaldri og hljómfegurð. Þessi „alhliða" listgáfa hefur að sjálf- sögðu stuðlað að því að gæða verk hans þeirri kyngi og töfr- andi fegurð sem raun ber vitni. Þann stutta tíma sem lýðveldið tórði á Spáni (um 1930) starfaði sérstakur farandleikflokkur ungs mentafólks undir stjórn Garcia Lorca, og var nefndur La Ba’.r- aca. Kynnti hann aðallega stór- skáldin spænsku, svo sem Lope de Vega (sá sem samdi 1700 !eik- ritH!) og Calderon, en áhorfend- ur voru bændur og verkamean og þeirra fólk. Blóð og dauði hafa löngum iit- að spænskan skáldskap, og tákn verið spænskum skáldum jafn raunveruiegt fyrirbrigði og veru- leikinn sjálfur. Garcia Lorca er þar engin undantekning, en þó að iist hans sé fædd og nærð af spænskri mold, er hún jafnframt persónuleg tjáning og „barn síns tíma“. Þannig hefur hann skapað „syntesu" (líkt og Jón Leifs) sem er í senn þjóðleg og alþjóðleg. ★ Óvíða lætur hann skáldfákinn þenja sig jafn lausbeizlaðan og í Blóðbrullaupi (Bodas de sangre), og enda þótt inntak verksins hafi kannski litla þýðingu fyrir venjulegt fólk (a. m. k. utan Spánar), og skírskoti fremur til tilfinninga en grárrar skynsemi, er sjálf skáldsýnin svo mögnuð, svo ægifögur, að manni liggur við sundlun. Vera má að „Yerma“ sé margræðara skáldverk, með þýðingarmeiri táknum; „Hús Bernördu Alba“ (La casa de Bernarda Alba) „fullkomnari" leikritun, forkláraðri (ef ekki sterilseruð), í líkingu við Sófó- um járnaga og einbeitni, jafn- hliða góðum skilningi (a. m. k. alla jafnan) og mikilli smekkvísi, að mann furðar að svo ur.gur maður skuli hafa öðlazt slíkt vald. Þó er stjórn hans á um- ræddu leikriti ekki óumdeilau- leg, og vaknar þá fyrst mikilvæg spurning: er hann nógu hand- genginn Garcia Lorca? Er þetta Bodas de sangre sem verið er að sýna í Þjóðleikhúsinu? Mín skoðun er sú, að hér slái vissulega hjarta hins spænska skáldjöfurs — en kannski óeðlilega ört, líkt því sem hann hafi hitasótt. Þuð hefur verið bent á að þögnin sé hin þunga undiralda í leikritum Lorca, og verður vart um það deilt: það má næstum heyra nið hennar eins og þungrar elfur er „rennur gegnum gljúfur græn- rökkvaðra skóga“. Hitt er heldur ekki vafa undirorpið, að í fáum leikritum Lorca eru „ytri“ átök svipbrigði hennar og framsögn til fyrirmyndar, og að öllu sam- anlögðu er þetta leikafrek. Son hennar, brúðgumann, leik- ur Valur Gústafsson. Hann er nýjung á sviði Þjóðleikhússins, en engu að síður kunnáttumaður í leiklist, svo sem umræddur leik- ur ber vott um. Þarf ekki að orð- lengja það, að hér var um óum- deilanlega fallega túlkun að ræða, angan spænskra blóma og niður hins myrka fljóts. Hann er mjög spænskur í útliti og glæsi- legur, og yfir allri persónunni er skáldlegur þokki. Ég hygg að Valur hafi — ásamt Baldvin Halldórssyni — opnað oss dyrnar að musteri Garcia Lorca. Brúðina leikur Guðrún As- mundsdóttir, og er skemmst frá að segja að þetta er hennar lang- bezti leikur til þessa (góður vitn- isburður fyrir leikstjórann!). Röddin hefur batnað til stórra nákvæm og hún er glæsileg, og varla miðuð við flutning í leik- húsi. Helga hefur ekki beinlínis þakklátt hlutverk, sem hæglega getur orðið fram úr hófi senti- mentalt. Það er enn eitt dæmi um öryggi leikstjórans að sjá hlutverkinu fyrir jafn mikilhæfri leikkonu og Helga er. Hitt er svo annað mál að hún bætir ekki tommu við fyrri hæð sína, enda enginn hægðarleikur! Ég hef séð Regínu leika betur en að þessu sinni; undir lok fær leikur hennar þó aukið inntak. Baldvin Halldórsson leikur Mánann, sem þyrstir í „lifrautt blóðið“. Hlutverkið krefst fyllstu nákvæmni, bæði hvað snertir út- lit, framkomu og framsögn. Öll þessi skilyrði uppfyllir Baldvin, svo ekki verður á betra kosið. Þegar hann birtist fyrst og hóf hið ógnþrungna eintal sinnar Móðirin (Arndís Björnsdóttir) og brúðurin (Guðrún Asmundsdóttir) kles. En mér er mjög til efs að nokkurt leikrita hans (né ann- arra á 20. öld) sé jafn ómengaður skáldskapur og „Blóðbrullaup": — það er sem skáldæðin sjálf hafi opnazt, og blóðið streytni svart og rautt og hvítt; streymi og streymi.... Það er í sjálfu sér nægilegt drama; í slíku tilfelli verða til- búnir framvinduhreyflar ekki annað en ólistrænn og steindauð- ur mekanismi. Því er það að leik- ritið er frumrænt, og ástríðurr.ar byltast fram umbúðalítið — en aldrei á grófan og saurugan hatt; því þetta er skáldablóð með söng og ilman: svart og rautt og hvítt. Og andblær Andalúsíu er nægi- lega höfgur til að þvo jafnvel syndina af morði. ☆ En hvað um það, nú hefur bessi spánski óður borizt norður uiidir heimskaut og bergmálar í ís- lenzku stuðlabergi. Varla hefur farið fram öllu tiikomumeiri sýning á fjölum íslenzks leikhúss en síðasti þátturinn í „Blóð- brullaupi"; og þar hækkar skáld- fákur þýðandans flugið svo um munar. Og verkið hverfur oss í bláma himinnhæða. ★ Gísli Halldórsson hefur hér með tvisannað (áður í „Allir syn- ir mínir“) að hann sé nk. Bóna- parti meðal íslenzkra leikstjóra, og eru þeir beztu þó hvorki veifi- skatar né aukvisar. Þessar !vær sýningar bera svo ótvíræðan /oct meiri en í „Blóðbrullaupi" Að öllu samanlögðu hygg ég samt, að Gísli geri of mikið úr hinum „ytri“ átökum, nema í síðasta þætti, þar sem skortir nokkuð á hina hamslausu erotík er á að vera alls ráðandi í loka-„senu“ brúðurinnar og Leonardos: það á að loga! Sitthvað mætti segja urn túlkun leikstjórans á einstökum hlutverkum, en þar er margs að gæta, og ekki kannski eins auð- velt og margur hyggur að breyía Islendingum í Spánverja — hvað þá í skáldpersónur eftir Garcia Lorca! Þó verður ekki komizt hjá að minnast á Viina miklu framför sumra leikend- anna, miðað við fyrri árangur þeirra, og verður það ekki hvað sízt þakkað hinum mikilhæfa leikstjóra. — Að lokUm verð ég að geta þess, að Vögguþulan naut sín hvergi nærri, án þess að mér sé það nægilega ijóst við hvern sé mest að sakast. Mun ég koma að því síðar. Arndís Björnsdóttir fer þarr.a með eitt erfiðasta hlutverkið, og jafnframt með eitt erfiðasta hlut- verk er hún hefur fengið í hend- ur, að undanskilinni Mary Tyrone í „Húmar hægt að kveldi" eftir O’Neill. Mörgum þótti hún þá lyfta grettistaki, og það gerir hún vissulega einnig að þessu sinrii: sjálft sviðið nötrar af átökum hinnar rosknu og heiftfullu móð- ur. Hvort það vakir fyrir Garcia Lorca er svo annað mál, a. m. k. „illuderar" Arndís ekki, eða hvar er hin sterka og frjósama móðir? Við höfum aðeins konu er hatast við hnífa og riffla. Annars exu muna, og hún fer oft framúrskar- andi vel með textann. Yfir allri framkomu hennar hvílir ró og tign, sem fellur undursamlega í heildina. Hún hefur með þessum leik skipað sér á bekk með fremstu leikkonum okkar. Föður hennar leikur Lárus Pálsson. Hann er gamall og hrumur, gerir lítið og talar engin ósköp. En hvert orð hefur þyð- ingu í munni hans, og af persón- unni allri geislar einhver orka og mildi og svolítið spott, líkast því sem hann væri úraníumklumpur. í stuttu máli látlaus en að sama skapi sterkur leikur, sem nær til hjartans. Helgi Skúlason fer með ilut- verk Leonardos, eljara br>ið- gumans. Helgi er einn „hinna stóru“ á sviðinu, leikur af fá- dæma kröftum, og útlit hans hæfir vel hlutverkinu. Ekki er ég samt alveg viss um að hann hafi til að bera þann demón sem hlut- verkið krefst; engu að síður lang- bezti leikur Helga til þessa. Kona Leonardos er leikin af Helgu Valtýsdóttur, og móðir hennar af Regínu Þórðardóttur. Það eru þessar tvær sem flytja Vögguþuluna í fyrsta þætti. Eirs og ég vék að áður naut þulan sín alls ekki. Ég hallast helzt að því að hún hefði mátt vera fluct af meira látleysi og skýrleik (framsögn Regínu ekki nógu góð) og minni paþos, a. m. k. í upp- hafi atriðsins. Einnig finnst mér þýðing Magnúsar ekki falla vel að „stemmu" þeirri sem notuð er, missir einhvernveginn reisnina, enda mun þýðingin ekki vera jafxi blóðþyrstu sálar, hófst leiksýn- ingin upp í nýjar hæðir, og hækkaði síðan flugið unz yfir lauk. — Herdís Þorvaldsdóttir fer með hlutverk Dauðans. Hún á sinn mikla þátt í því að skapa hina réttu stemningu á sviðinu. Edda Kvaran leikur þjónustu- stúlku (sem er með eldri stúlk. um er ég hef séð, innan sviðs sem utan!). Leikur Eddu er dálítið misjafn, en þó ósjaldan góður. Grannkona er leikin af Önnu Guðmundsdóttur, sem fellur vel í hlutverkið. Önnur hlutverk eru mjög smá, og ekki ástæða til að geta þeirra hér, öðruvísi en að ítreka það sem þegar hefur verið sagt, að heildin er mjög góð. ★ Það verður að ætla að Lárusar Ingólfssonar hafi verið vitjað af heilögum anda, svo mjög bera leiktjöldin af því sem hann hefur áður látið frá sér fara. Þau eru í einu orði sagt fögur (að síðara atriði annars þáttar undaa- skildu), og gera sitt til að vekja hið magnaða andrúmsloft leiks- jns. Bezt eru þó tjöldin í síðasta þætti: greinar trjánna í fyrra atriði eru nöturlegar og uggvekj- andi eihs og dauðinn sjálfur; í því síðara beitir hann „arkitek- ískri“ snilld, sem sjaldséð er hcr í Reykjavík. ★ Þá er loks að geta þýðingar- innar nánar. Það má með saoni segja að Hannes Sigfússon hafi snarað verkinu á íslenzku, því Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.